Nýi tíminn


Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 6
r 6) —• NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 6. marz 1958 Nf I TlMINN Útgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Riístjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. Áskiiftergjald kr. 50. á ári. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Stjórnmálamenn gefast npp íyrir hershöfðingjnm Verðstöðvunarstefna getur ein forðað gengislækkun l^egar jfjrstandandi Búnaðar- *■ þing kom saman fyrir ■okkru var þess getið í frétt- »m af setningu þess, ,að for- Kiaður Búnaðarfélagsins, Þor- steinn bóndi á Vatnsleysu, iaefði í setningarrœðu s'nni láfc- -«5 þess getið, að offramleiðsla vFæri nú að verða eitt af helztu 'randamálum landbúnaðarins. Þótt mokkrar fréttir hafi birzt síðah af störfum þingsins, hef- tr Iítið verið minnzt á það, hvernig þingið munj taka á því rnáli. Kótt hér sé vissulega um * nokkurt vandamál að ræða, e-inkum ef framleiðslan heldur áfram að vaxa svo ört, sem bún hefur vaxið hin síðustu ár, þá eru þar ýmsar hliðar sem ethuga þarf, og nauðsynlegast sf öllu er að'bændastéttin geri sér fyllilega grein fyrir vand- tnum. Er því nauðsynlegt að 3únaðarþing ræði þessi mál r.:ður í kjölinn. Tjess ber að gæta, að nokkur vöxtur má verða í land- 'túnaðarframleiðslunnj til þ^ss íð mæta vaxandi innanlands- xnarkaði. En svo virðist, sem vöxturinn ætli að verða all- miklu meiri og kemur þá til at- tugunar, hvei-n'g snúizt verði við því vandamáli. |>er þá fyrst að gera sér grein fyrir því, hvort ekki sé Kokkur hluti þessarar auknjng- ar ti! kominn fyrir óeðlilega þætti í framleiðslustarfseminni. Það er með kostnaði sem ekkj borgar sig frá þjóðhagslegu ijónarmiði. l/'ið nána athugun mun marg- * ur bóndinn viðurkenna að svo sé, að því er snertir notk- un hins erlenda skepnufóðurs, sem við flytjum nú inn í nokkrum mæli. Það orkar ekki tvímælis, að með því að flytja inn erlent skepnufóður svo verulegu nemi og framleiða á því landbúnaðarvörur til út- fiutnings erum við að reka ó- hagrænan þjóðarbúskap. Og þótt einstaklingurinn kunni að telja sig hafa hagnað af þessu » svipinn, þá mun slíkt einnig vafasamt er til lengdar lætur. "Y^msir munu segja, að nauð- syn sé að nota allmikið af c-rlendu kjarnfóðri, til þess að 'búféð gefi fuilan arð. En einn- íg þetta er byggt á misskiln- iingi. Það fóður sem hægt er að ífla á íslandi- er svo kjamgott, aðeins ef það er hirt á réttum ■'ima, og ve-1 tekst t:l um verk- un, að á því má láta allar teg- undir búfjár okkar að svínum c g alifuglum undanskildum, *efa prýðilegan arð. Það er þvi innlend fóðuröflun og kapp lagt á sem bezta verkun þess, eem á að verða svo til eina stoðin undir búfjárrækt okkar í framtíðinnj. Á þann hátt mundum við einriig bægja frá a. m. k. nokkrum hluta offram- leiðsluhættunnar þegar í stað. l?kki mun með öllu laust við að ýmsir hyggi að leysa megi þetta vandamál með nýrri skráningu krónunnar, eða geng- jslækkun. Enda er allmjög alið á þeim húgsunarháetti af þeim, sem eru formælendur þeirrar aðferðar. Og ’víst er það að við það mundu fleiri krónur fást fyrir þann hlutá 'framleiðslunn- ar sem út er fluttur. Fn fleiri munu þó þeir bænd- ur vera, sem ekki líta á geng'slækkun sem bjargráð út úr þessum vanda. Þeim er það fyllilega ljóst, að þótt krónum fjölgaði allmikið fyrir þann litla hluta framleiðslunnar, sem út er fluttur, þá mundi sú krónufjölgun ekki e.'nu sinni vega upp á móti annarri krónu- fjölgun, sem einnig mundi leiða af gengislækkununni. En það er fjölgun þeirra króna, sem bóndjnn þarf aftur að láta af hendi fyrir nauðsynjar, sem hann þarf að kaupa til bús sínsí Sennilegast yrði niður- staðan sú að bóndanum yrði það raunverulega hagkvæmara að sætta sig við það útflutn- ingsverð sem fæst núna með h'nu skráða gengi, sem nú er, vegna þess hve útflutnings- magnið er lítill hluti af heild- arframleiðslu landbúnaðarins. 'l/'axandi verðbólga hér innan- * lands eykur þetta vandamál sem önnur vandamál í okkar efnahagskerfi. Og fáj verðbólg- an aftur að taka til að vera óhindruð, þá leiðir hún vitan- lega efnhagslífið út á þá glap- stigu að gengislækkun verður ekki forðað. En hún mun ekki koma, sem bjargráð, er eitt út af fyrir sig lagfæri efnahags- vandamál þjóðarinnar, 'heldur sem ill afleiðing áf undangeng- inni þróun. np'l þess að forðast það að •-*- slík áfleiðing bitni á þjóð- inni er verðstöðvunarstefnan eina leiðln. Sú le.'ð hefur verið farin með góðúm árangri, síð- an núverandi ríkisstjórn tók við - völdum. Andstæðingar stjórharinnar hafa gert það sem þe'r hafa getað til þess að torvelda hana. Þrátt fyrir það hefur hún t'ekizt eins og beztu vonir stóðú til. Og það er hún ein, sem getur forðað þjóðinni frá-þvi að íá yfir sig nýja geng’siækkun, með þeim af- leiðingum, sem henni fylgja.- Oigur vinstri flokka Frakk- ^ lands í þingkosningunum í ársbyrjun 1956 sýndi að meiri- hluti frönsku þjóðarinnar vildi fyrir hvern mun að friði yrði komið á í Alsír. Kommúnist- ar og kosningabandalag sósíal- demókrata og róttækra höfðu lagt meg'náherzlu á það í kosn- jngabaráttunni, að ekki mætti láta Alsír verða nýtt Indó Kína, blóðvöll þar sem franskri æsku yrði fómað í tilgangslausri baráttu fyrjr að varðveita úrelt nýlendufyrir- Erlend tiðindi komulag. Þrátt fyrir kosninga- sigur flokkanna, sem settu frið í Alsír efst á stefnuskrá sína, er enn, tveim árum síðar, bar- izt látlaust á svæðinu frá Mið- jarðarhafsströnd suður í Sa- hara. Franska stjórnin sem nú situr hefur ákveðið að senda 50.000 hermenn til Alsír í viðbót v'.ð 450.000 sem fyr- ir voru. Loftárásin á Sakiet í Túnis sýnir að hætta er á að Alsírstríðið breiðist út um all- an vesturhluta Norður-Afríku. /Ýllum ber saman um að ” þyngsta sökin á því að enn er barizt í Alsír hvíli á Guy Mollet, sem myndaði stjóm eftir kosningamar 1956, og flokki hans, frönskum sósíaldemókrötum. Til þess að friða Alsír með samningum við sjálfstæðishreyfingu lands- manna hefði Mollet orðið að ganga í berhögg við frönsku hægri flokkanna og reiða sig á stuðning kommúnista, sem greiddu stjórnarmyndun hans atkvæði. Mollet valdi þann kost að varpa kosnjngaloforðinu um friðaraðgerðir í Alsir fyrir borð og ganga til samstarfs við þá menn, sem ekki mega heyra á annað minnzt en að barizt sé í Alsír þangað til yfir lýkur. Þegar franskir landnemar í Alsír gerðu að- súg að Mollet og heimtuðu að Catroux hershöfðingi yrði lát- inn víkja úr embætti AlsLr- málaráðherra, bognaði forsæt- isráðherrann og skipaði í stað Catroux, sem. kunnur var að þvi að vilja semja við foringja . Serkja, flokksbróður sinn Ro- bert Lacoste, sem hefur rækt embættið á þann hátt að hann er orðinn átrúnaðargoð franskra liernaðarsinna. Tlfl'eðal franskra sósíaldemó- -*-^*krata er öflugur minni- hluti, sem er andvígur stefnu flokksforustunnar í Alsír, en Mollet hefur haldið velli til þessa með því að beita brott- rekstrum. Meðal sósialista ut- an Frakklands hefur fram- koma frönsku sósíaldemókr.at- anna mælzt iíla fyrir. Ipnan II. Alþjóðasambandsins hafa Verkamajinaflokkurinn brezki og sósíaldemókrataflokkar Nor- egs og Svíþjóðar veitt frönsk- um félögum sínum harðar á- kúrur, einkum þó eftir að MoUet reyndi að bjarga sér úr klípunni í Alsír með því að leggja á - ráðin um sameigin- lega árás Bretlands, Frakk- lands og fsraels á Egyptaland. í fyTra buðu fulltrúar franskra sósíaldemókrata Alþjóðasam- bandinu að senda nefnd manna tU Alsír til að kynna sér mála- vexti. Þéssj nefnd hefur nú lokið störfum og sent frá sér skýrslu. Nefndarmenn, þeir John Sannes frá Noregi, Sam Watson frá Brétlandi og Jules Bary frá Belgíu, gátu ekki orð- ið sammála um ne riar álykt- anir né almennar niðurstöður af því, sem þeir höfðu heyrt og séð. Álitsgerðir, sem hver um sig skdaði, eru því enn leyniskjöl Alþjóðasambandsins og verða ræddar á fundi sam- bandsstjómarinnar í Brussel í maí. Hinsvegar hefur verið birt greinargerð um v ðræður stjómin hefði viðurkennt sjálf- stæði Alsír og fallizt á að kalla brott hér sinn áður en kosning- ar færu fram. Frakkar væru bún;r að svíkjá Serki svo oft, að þeim yrði ekki treyst fram- ar. Landsmehn sjálfir yrðu að sjá um kosningar í Alsír. Þótt SÞ sendu 10.000 eftirlitsmenn myndi það ekkj naégja til full- komins eftirLts með kosn- ingum, meðan fránski heriiin væri kyrr í landriu. Fulltrúar sj álfstæðishréyf ingárinriar sögðu einnig, að brátt yrðu forustú- menn hennar að ákveða, hvort þeir ættu að halda áfrám að setja traust riitt á að Vestur- veldin láti Frökkum ekki hald- ast uppi ' endalaust að heyja nýlendustyrjöld í Alsír, eða hvort leita beri aðstoðar Sov- étríkjanna. Síðan Mollet bognað.i fyrir frönskum hemaðarsinnum hefur samvinna franskra sósí- aldemókra'ta, meirihluta rófc- tækra og hægri flokkanna Fjórir, franskir hermenn, sem skæruher Alsírbúa tók til fanga eftir orustu nærri landamærum Túnis. Frartska stjónin hélt því fram að þeir væru í haldi í Túnis, enda þótt fulltrúi Alþjóða Rauða krossins gengi úr skugga um að þeir Væru geymdir I Alsír. nefndarmanna við fulltrúa beggja arma franskra sósíal- demókrata, franska embættis- menn í Alsír og fulltrúa sjálf- stæðishreyfingar Alsírbúa. At- hyglisverð er vitneskjan, sem þeir þremenningar öfluðu sér, um auðæfri sem eru í jörðu í Sahara suður af Alsír og franskir aðilar hyggjast nytja. Þarna hafa fundizt járn, kol, tin, úran og olía. Mest sækjast Frakkár eftir olíunni. Úr einni borholu renna 600 lestir af hráolíu á dag. í ár er ætlunin að leggja leiðslu, tvö fet í þver- mál, frá. olíusvæðinu. Gert er ráð fyrir að olíuframleiðslan nái 10 milljónum lesta 1962. Brezk og bandarísk olíufélög hafa sótt um sérleyfissvæði á Sahara. Engum getur blandazt hugur um að Frakkar heyja stríðið í Alsír t.l þess að þurfa ekki að sleppa tangarhaldi á þessum auðlindum. IJulltrúar skæruhers sjálfstæð- ishreyfingarinnar sögðu nefnd Alþjóðasambandsins, að þeir tækju ekki í mál að leggja . niður vopn, fyrr en franska haldizt. Nú er svo komið að foríngjar atjómmálaflokkanna eru orðnir bandingjar hers- höfðingjanna. Franska blaðið L’Express skýrir svo frá að Gallard forsætisráðherra og mestallur . þingflokkur sósial- demókrata hafi í fyrstu ætlað að fordæmá árásina á Sakiet. Ekki þurfti annað en hótanir nokkurra herforingja til að þeir greiddu atkvæði • gegn sannfæringu sinni. Ely hers- höfð.iigi, forseti herráðsins, tók það óstinnt upp, þegar Gaillard hafði við orð að láta refsa foringjanum, sem fyrir- skipaði árásria. Ely og hægri- maðurinn Chaban-Delmas land- varnaráðherra hótuðu að segja af sér og tilkynntu forsætisráð- herranum, að þeir gætu ekki á- byrgzt, hver viðbrögð hersins yrðu, ef hann teldi stjómmála- mennina hafa sVikjði sig. Ely og Chaban-Delmas skýrðu jafn- framt frá.þvi, að þeir hefðú í sameiningu, án samráðs við aðra ráðherra, gef.ð herfor- ingjunum í Alsír heimild til að nota -flugherinn til hefndarað- Framhald 4 10} síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.