Nýi tíminn


Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 9
Finuntudagur & marz 1958 — NÝI TlftÖNN — (9 Stóriðja á Islandi á verda is en ekki álagaiiötur erlendra Eg vil heldur að fallvötn íslands falli áfram ónotuð til sjávar, en þau séu virkjuð af erlendum auðhringum, sem eignist þau og verksmiðjurnar, sem þau knýja. Þjóðin á sjálf að eiga þá stóriðju sem rís á landi hennar, það á að vera íslenzk stóriðja í þjónustu íslenzku þjóðarinnar, en ekki útlend stóriðja þar sem við létum auðlindir landsins af höndum, ís- lenzkir menn íengju að þræla við hana en réðu engu um hana. Á þessa leið mælti Einar Olgeirsson í mnræöum á Alþingi, er rætt var um stóriðju á íslandi í sambandi við fríverzlunarmáliö. Fer hér á eftir útdráttur úr síöasta kaflanum í ræðu Einars. 1 ræðu siirni um fríverzlun- armálið ræddi Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra einn- ig um stóriðjumálið, um fram- tíð þjóðarinnar, um hagnýt- ingu á þeim miklu auðlindum sem við eigum í fossum og jarðhita, hvernig við ættum að hagnýta hana. Ráðherann taldi, og raunar líka hv. þm. Vestur-Húnvetn- inga, Skúli Guðmundsson, að með þátttöku íslands í frí- verzlunarsvæði Evrópu, yrði möguleiki á „fjárhagslegn fyrirgreiðslu“ við uppkomu stóriðju. íslenzk stóriðja en ekki útlend Þetta mál, um framtíð ís- lands og hagnýtingu auðlinda okkar, sem beztar eru, aulc fiskimiðanna, er stórvægilegt mál, og mál, sem við þurfum að fara að ræða miklu ræki- legar en við höfum gert. Ég hef a&vísu gert tillög- ur um það mál og rætt það hér í þinginu fyrir 10 árum síðan, þegar ég lagði fram ýtarlegar og greinilegar til- lögur í maí 1947 um þróun stóriðju á næsta áratug, 1947 —1957, og um undirbúning að því að koma þeirri stóriðju upp. Því var lítt sinnt þá, vegna þess hvernig á stóð um þróunina, sem þá var að verða hér. En það er mál, sem nú blasir við okkur á ný. Ég vil taka það fram um mína skoýSun á uppkomu stór- iðju, að við Sslendingar eig- um að ráða því sjáifi.r, livaða stóiiðja kemur hé.r upp, lvvort stóriðja kemur hér upp og með hvaða móti. Ég álít, að eitt eigum við frá úpphafi að útiloka, og það er, að gróða- sjónarmið útlendra auðhringa geti ráðið því, að stóriðja komi hér upp eða 'hvaða stór- iðja kemur hér upp. Ef við yrðum hluti af fríverzlunar- svæði, þá mætti það aldrei verða til þess, að útlendir auð- hringar gætu sett hér upp stóriðju og átt hér stórat- vinnufyrirtæki. Ég álít, að sú stóriðja, sem við sköpum hér í framtíðinni, þurfi að vera í cign Islendinga sjálfra, — að það sé skilyrði fyrir því, að stóriðja verði okkur til nokkurrar blessunar. Ög ég segi fyrir mitt leyti, að ég vil heldur, að það bíði og okkar fallviötn falli áfram ónotuð til sjávar en að þau séu virkjuð af erlendum auð- hringum, sem eignist þau og þær verksmiðjur, sem reist- ar yrðu við þau og þeirra afl. Ég álít að þjóðin þurfi að eiga þessa stóriðju, ýmist þjóðin sem heild, þjóðfélag hennar, eða íslendingar sem einstakiingar eða félög. Okk- ar hugmynd um stóriðju, sem hér á að komast upp í fram- tíðiimi og þarf að komast upp, eigi að vera, íslenzk stóriðja í þjónustu okkar þjóðar, en ekki útlend stór- iðja, þar sem við fáum að láta auðlindimar í té og fá- um að þræla við hana, en ráðum engu um hana. Ég á- lít, að við eigum að byggja upp okkar stóriðju sjálfir. Ríkið á að íá útlent fjármagn að láni Hitt er rétt, að við getum það ekki nema með útlendu auðmagni, útlendu fjármagni. Það þýðir, að við verðum að fá að láni útlent fjármagn til þess að byggja hana upp. Islenzka ríkið á að taka fé að láni erlendis, og við eigum síðan að byggja fyrirtækin sjálfir, eiga þau sjálfir. Ég efast ekki um, að á sama hátt og okkar verzlunarvið- skipti eru möguleg við allan heim, ef við hagnýtum að- istæður okkar og erum ekki innlimaðir í neitt kerfi, þá höfum við sömu möguleikana á lánsviðskiptum alls staðar í heiminum. Islenzka ríkið get- ur tekið slík lán og byggt upp slíka stóriðju. Við burf- um að vanda það vel, gæta þess vel að standast þær sveiflur, sem eru að verða í tækni og uppfinningum á þe'ssum sviðum, reyna að vera þar sem öruggastir. Ég vil benda þar t.d. á það fordæmi Norðmanna, að þeir hafa í eigu ríkisins, norska ríkisins, byggt upp t.d. aluminíum- verksmiðju, þar sem þeir taka sjálfir að láni fé, meira að segja, að ég heid, hjá kanad- íska aluminíumhringum, þeim volduga auðhring, eiga hins vegar sjálfir verksmiðjuna og orkuverin, og tryggja sér síð- an að geta borgað þessum auðhrffig í afurðum, í alumin- íum, þannig að hluti af þeirra aluminíumframleiðslu fer til þess að borga vexti og afborg- anir af þeim lánum, sem þeir ’hafa fengið. Slíkt keri'i álít ég, að við getum vel skapað okkur hér á íslandi og byggt upp okkar stóriðju þannig, að við eigurn hana sjáifir, þjóðin sjálf og dugandi og áhugasamir ein- istaklingar hennar, en hleyp- um aidrei útlendu auðmagni inn í landið öðrurisi en á þennan hátt, þ.e.a.s. ríkiö tek- ur sem lán erlent fjármagn og notar það á þennan hátt í þjónustu þjóðarinnar. Það sem við þuríum að forðast Ef hinsvegar erlendir auð- hringir eignuðust orkuver og verksmiðjur á Islandi, t.d. ef aluminíumhringur kæmi upp verksmiðju við eina af stórám okkar, hvort það væri Þjórs- á, -Jökulsá eða önnur, og ef þar ættu að vinna tvö, þrjú, fjögur, fimm þús. manns, — og jafnvel þótt bj'ggja ætti slíka verksmiðju á Húsavík eðá Seyðisfirði eða hér suður frá, þá mundi það þýða að þurrka burtu að miklu leyti byggðina í næstu sveitum. Það mundi þýða að skapa því auðvaldi, sem þessa verk- smiðju ætti,- þá aðstöðu á ís- landi, að það yrði voldugasti aðilinn á íslandi, sá sem hefði tök á öllu okkar atvinnulífi, — og það er það, sem við þurfum að forðast. Ég segi þetta ekki bára sem sósíalisti. Ég segi þetta sem Islendingur, sem vill forða landi sínu frá þvi, að útlent auðvald komi inn í það, frá sama sjónarmiði, sem kom fram, þegar fyrst var verið að ræða hagnýtingu fossanna hér á íslandi, og sem bæði Stefán G. og Þor- steinn Erlingsson settu þá fram, en sem þeir, skáldin okkar, voru ekki einir um. Við getum munað eftir, hvað sagt var hér á Alþingi af mönnum eins og t.d. Jóni Þorlákssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins, þegar hann ræddi fossanefndarálitið og bað menn um það að láta heldur fossana okkar bíða ó- notaða heidur en að láta fara eins og þá var hættan á, að þeir lentu í, eins og þeir voru þá að sumu leyti lentár í, eigu útlendra auðhringa og yrðu síðan notaðir til þess að skapa hér útlend stóriðju- fyrirtæki í landinu. Við skul- um muna það, að það voru sjálfir pólitísku brautryðj- endurnir í íslenzkri borgara- stétt, einsog Jón Þorláksson, sem höfðu vit fyrir ýmsinn öðrum þá, sem voru skamm- sýnir í þessum efnum, og hindruðu 1923 hagnýfcingu fossanna á fslandi til stór- iðju, til jæss að það fengi að bíða til þess tíma, að Is- leisgingar gætu notað þá sjáifir í sína þágu, í sína þjónustú, en það yrði hvorki Títan né neinir útlendingar, sem klófestu okkar miklu auð- lindir. Og jþað væri þá illa farið ef við ættum núna í miklu rík- ara Islandi heldur en þá var að verða til þess að glopra þessu úr höndunum á okkur í helgreiparnar á útlendu auð- valdi. Við skulum skapa stór- iðjuna sjálíir Við skulum muna, að þá byrjun, sem við höfum gert á stóriðju, þó ekki sé sérstak- lega mikil, höfum við þó gert hana samkvæmt þessari scefnu, að þjóðin eigi að eiga hana. Það hefur gengið seint með sementsverksmiðjuna. En allíhaldssamar stjórnir, sem setið hafa að völdum hér á íslandi, meðan mest hefur verið deilt um sementsverk- smiðjuna, meira að segja um tíma bara Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn í stjóm, og við vitum ósköp vel, að það hefur allan þann tíma verið reynt að fá þessa flokka til þess að láta sem- entsverksmiðjuna verða einka- fyrirtæki og taka hana úr ríkiseign. Og þeir hafa staðið á móti því. Þeir hafa eliki látið undan þeim mikla þrýst- ingi, sem var allan tímann frá Ameríkönum, um að gera sementsverksmiðjuna að einkaeign. Hins vegar var svo lítið látið undan í samhandi við Áburðarverksmiðjuna, þó að ég voni nú að það komi aldrei að sök, af því að við getum alltaf, hvenær sem Al- þingi vill, afturkallað þami hlut. Sementsverksmiðjan og Á- burðarverksmiðjan, þessi bjæj- un á stóriðju hér heima, er raunverulega hvorttveggja í eigu þjóðarinnar. Og við skul- um, þó okkur kunni að finn- ast að okkur gangi seint á vissum sviðum, þá skulum við halda áfram þessari stefnu um stóriðju á Islandi. Við skulum skapa hana sjálfir. Við skulum eiga liana sjálfir, ýmist eiga liana þannig eins og þjóðin á nú Áburöaiverk- smiðjuna og Sementsverk- smiðjuna, eða gefa Islending- um, sem vilja vinna saman að þessu, hvort heldur í formi samvinnufélaga, hlutafélaga eða annars slíks, eða ein- staklhigar, möguleikar á því að eiga slíkt. Við þurfum erlent fjár- magn, en við verður að koma því svo fyrir að það erlenda fjármagn komi aðeins inn í landið þannig að ríkið taki það að láni, en ekki með því móti að það geti ráðið sjálft í íslenzku atvhmulífi. Og þessa erlenda fjármagns sem við þurfum verður við að af!a með sem allra bez.tum Framhald á 11. síðu Hezmangseidurini! logaz glait: SÍS og Reginn siefna MoggaRyn! Tímizin upplýsiz hesmangssvindl Thozsarannai Hennangararnir lentu ný- iega í hári saman út af skiptingu ránsfengs síns. Morgunblaðið bar stórféllt svindl upp á Framsóknar- deOd hermangarafélagsins. Var þá með öllum ráðum reynt- að lcoma í veg fyrir að þeir héldu áfram ' áð lýsa atferli hvei's annars. Þær tilraúnir hafá mistek- izt, því í gær skýrii' Tímffin frá enn stórfelldara svffidli sem sonur Ólafs Tliors og Geir Hallgrímsson hafi framið. Jafnframt hafa Samband íslenzkra Samvinnufélaga og Reginn h.f. höfðað meiðyrða- mál gegn Morgunblaðinu fyrir skrif þess um sölu Is- lenzkra aðalverktaka á vör- - uni frá Keflavikurflugvélli. Krefjast Sambandið og Reginn þess að hin tilefnis- laúsú (!) rógskrif Morgun- blaðsins verði dæmd dauð og ómerk og ábyrgðannaður blaðsins dæmdur til að greiða sektir. Næst má svo vænta þess að hermangamr íhaldsffis stefni Tímanum og ritstjóra hans! Sementsverksiniðjau á Akranesi í smíðum.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.