Nýi tíminn


Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 1
I 1 (jrcioio Nýja tímann Fimmtutlagur 6. marz 19.58 — 12. árgangur — 9. íölublað KaupiS Nýja fimann Kýs Aíþingi rannsóknarnefnd fiE rannsókna á herm angsviðskiptum? Þingsályktunartillaga fluft I neSri deild Alþingis, flutnings menn Einar Olgeirsson og Karl GuSjánsson Lögð hefur verið fram á Alþingi „tillaga til þingsályktunnar um skipun rannsóknarnefndar sam- kvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar til rannsóknar á verzlunarviðskiptum við herlið Bandaríkjanna og verktaka þess á íslandi." Er tillagan flutt í neðri deild og eru flutningsmenn forseti deildarinnar, Einar Olgeirsson og Karl Guðjónsson. Neðri deild Aíþmgis ályktar að skipa fLmm manna rann- sóknarnefnd innandeildarmanna samkv. 39 gr. stjómarskrárinnar til þess að rannsaka 1. hvaða sala á þeim vam- ingi, er herlið Bandaríkjamanna á Islandi eða verktal^ar í þjón- ustu þess hafa flutt inn toll- frjálst, hefur farið fram með leyfi íslenzkra stjómarvalda, 2. hvort farið hafi verið að lögum og settum reglum um þau viðskipti, 3. hversvegna hluti af þeim viðskiptum sé framkvæmdur af öðrum aðilum en þeim, sem rík- isstjórnin hefur falið þessa verzlun, — og 4. hvaða einkaaðHar séu kaupendur og hvem ágóða þcir muni hafa haft af þeim viðskipt- um. Nefndin skal hafa það vald, sem heimilað er í 39. gr. stjórn- arskrárinnar, til þess að heimta skýrslur af embættismönnum og öðrum. Nefndin skal að rannsókn lok- inni gefa deildinri ýtarlega skýrslu um störf sín og niður- stöður. í greinargerð segja flutnings- menn: Það hefur verið regla að' þær vörur, sem herlið Bandaríkjanna Samkvæmt frásögn dagblaðs- ins „Morgunbiaðs:ns“ 22. febr. er talið, að viðskipti hafi farið fram við herliðið á Keflavíkur- flugveH', er geti gefið vissum Framhald á 11. síðu. Vetnissprengingar á nerðursléðum Föstudagur 28. febrúar 1958 Bandarík.jastjó rn tilkynnti í gær að vetnissprengja hefði verið sprengd í Sovétríkjunum fyrir norðan heiniskautsbaug. Strauss, fonnaður kjamorku- nefndar Bandarílijanna, tók frain að þetta væri önnur vetn- issprengingin á finnn dögum í Sovétríkjunum. á íslandi flytur inn tollfrjálst, megi emungis láta af hendi á íslandi samkvæmt sérstakpi heimild ríkisstjórnarinnar og þá með þeim skilyrðum, er toll- yfirvöldin setja. í framkvæmd- inni hefur það samkvæmt yfir- lýsingu fjármálaráðherra verið eitt þessara skilyrða, að slíkar vörur séu afhentar ríkisstjórn- inni til þess að selja þær aftur út innanlands. Samkvæmt frásögn dagsblaðs- ins Tímans 26. febr. hefur á- kveðið nafngreint fyrirtæki flutt s.l. haust „út af Keflavíkurvelli alls konar varning, m. a. vélar og bíla, fyrir fle'ri hundruð þús- und krónur.“ Telur blaðið að hér muni vera um að ræða „varning, sem að matsv'erði er talinn a. m. k. 600.000 króna virði.“ Eft r nánari athugun fuli- yrðir blaðið síðan 27. febr., að líklegt sé að þessi varningur „hafi verið seldur aftur með m lljónagróða.“ Krefst blaðið rannsóknar á hvert þessar vörur hafi farið og fyrir hvaða verð, hvað nafngreind fyrirtæki hafi grætt mikið fé á þessum v ð- skiptum, h\»er hlutur einstakl- inga sé í þeim gróða og hvort öll kurl komi þar til grafar samkvæmt skattalöggjöf og verð- lagsákvæðum. ar iiíii * ® an, nyjar Hvenœr kom />að fyrir i sfjórnarfið íhaldsins að nokkur vara lœkkaSi i verÓi? Eins og Lúövík Jósepsson rekur í hinni athyglisveröu grein sinni er birtist í þessu og síðasta blaði hefur árang- urinn af stöðvunarstefnunni í verðlagsmálum oröið mikill þannig að á s.l. ári hækkaöi almennt verðlag minna hér en í nálægum löndum, í staö þess aö undir íhaldsstjórn var hér æfinlega ársmet í verðbólgu. Elinnig bendir Lúðvik á að allar horfur eru á að verðlagsþróunin í viðskiptalöndum okkar verði okkur hagstæð á næstunni, í stað þess að þegar núverandi stjórn tók við voru miklar verðhækkan- ir á heimsmarkaði vegna árásar Breta og Frakka á Egyptaland og lokunar Súez-skurðar, og torveld- aði það framkvæmd verðstöðv- unarstefnunnar. Verðlækkanir nauosynjum Það er einsdæmi um margra Frumvarp til breytinga á kosningalögunum ílutt af Friðjóni Skarphéðinssyni Á daaskrá efri deildar Albinais var nýl. frumvarp Friöjóns Skarphéðinssonar um breytingu á lögunum um sveitastjórnarkosningar. Er þar lagt til að alm. bæj- arstjórnar- og hreppsnefndarkosningar skuli fara fram „síðasta sunnudag í maímánuöi, sem ekki ber upp á hvítasunnudag." Önnur ákvæöi frumvarpsins varöa samræmingu kjörskrár, til samræmis við þessa tilfærslu kjördagsins. Föstudagur 28. febrúar 1958 Aðalákvæðin um samningu kjörskrár leggur. flutningsmaður til að verði þannjg: „Kjörskrár til bæjarstjórnar- og hreppsnefndarkosninga semja bæjarstjómir í kaupstöðum og hreppsnefndir í hreppum í marz- mánuði á því ári, sem kosning fer fram. Sérstaka kjörskrá skal semja fyrir hverja kjördejld. Kjörskrárnar gilda frá 17. maí það ár, sem þær eru samdar, til 16. maí næsta árs á eftir.“ Flutningsmaður, Friðjón Skarphéðinsson, gerði grein fyrir mál.'nu í framsöguræðu og lagði áherzlu á að heppilegra væri að láta kosningar fara fram að vori en í janúar, og að óhæfilegt væri að kjósa þá eftir 11 mán- Framhald á 11. síðu. Þióðminiascrfninu gefin ein bezfa myncCi Sigurðar mólara Daginn sem minningarsýn- ing Sigurður Guðmundssonar málara var opnuð, barst Þjóð- minjasafninu góð gjöf. Clafur Sigurðsson á Hellu- landi í Skagafirði og Ragn- heiður Konráðsdóttir kona hans færðu safninu frumteikn- íngu Sigurðar málara af stúlku- barni, og þykir mörgum þessi mynd með beztu teikningúm Sigurðar. Myndina teiknaði Sigurður þegar hann dvaldist í Ási 1856 og gaf hana Þórunni Clafsdóttur, föðursystur sinni, en hún gaf hana aftur sonar- syni sínum Sigurði ólafssyni, föður Ólafs, sem nú gefur Þjóðminjasafninu myndina. Verður hún til sýnis með öðr- um myndum Sigurðar á sýn- irigú hans í safninu. ára skeið að ýmsar nauðsynja- vörur hafa lækkað í verði að lagseftirlitið tryggir að neytendur fá haginn af erlendum verðlækk- unum. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: Kílóið af strásykri kostaði í júní 1957 kr. 5.83, en var í janúar s.I. komið niður í 4.76. Lækkunin er kr. 1.07 eða nær 19%. Kílóið af molasykri kostaði í júni 1957 kr. 7.58, en var í janúar s.l. komið niður í kr. 6.28. Lækk- unin er kr. 1.30 eða rúm 16%. Kílóið af brenndu og ínöluðu kaffi kostaði í júní 1957 kr. 46.40 en var í janúar s.l. komið niður í kr. 42.00. Lækkunin er kr. 4.40 eða rúm 9%. Tonnið af kolum kostaði í júní 1957 660 kr. en var í janúar s.l. komið niður í 570. Lækkunin er 90 kr. eða nær 14%. Lítrinn af húsaolíu kostaði í júní 1957 kr. 1.07 en var í janúar s.l. kominn niður í kr. 0.79. Lækkunin nemur 28 aurum eða rúmum 26%. Tonnið af sementi kostaði í árs- byrjun 1957 684 kr. en var í árs- byrjun í ár komið niður í 629 kr. Lækkunin er 55 kr. eða rúm 8%. Allt eru þetta brýnar nauðsynj- ar sem mikil áhrif hafa á afkomu almennings. Hvenær voru dæmi þess að slíkar vörur lækkuðu í stjórnartíð íhaldsins? Verðlækkanir framundan Allt bendir til þess að ýmsar vörur haldi áfram að lækka í verði Samkv. nýgerðum samningi um vörukaup í Sovétríkjunurn var samið um að það lækkaði i á verð á steypustyrktarjárni að lækka úr 122 dollurum á tonn í 100 (lollara eða um 18%. I þessum sömu samningum var Framhald á 11. síðu. atvinna- lansir í Noregi Þriðjudaginn 4. mara Síðustu atvimmleysisskýrslur bera með sér að nú eru yfir 40.000 menn atvinnulausir í Nor- egi. Að nokkru leyti stafar at- I vinnuleysið af lélegri síldarvcr- i tið, en aðallega af áhrifum kreppunnar í Bandarikjunum, j Vestur-Þýzkalandi og fleiri lönd- um.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.