Nýi tíminn


Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 10
■’» »« fcf'W « • * i" fc * um >rvRircf n ‘TirritioniKjfvinrtnvr’jíi 10) _ NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 6. marz 1958 - , kJíIMIT IYW — 836t síjsíii .& wsM>rr)nrjrní'3> Ritstjóri: Sveiribjörn Beinteinsson. 1 é ára$n<pr WBm,r síSqei Skjurður Breiðfjörð fœddst Þriðjudaginn 4. marz Móðurjörð, hvar maður fæðist mun hún eigi flestum kær; |>ar sem ljósið lífi glæðist «og lítil sköpun þroska nær. í fleiri lönd þó fengi drengir forlaganna vaðið sjó, hugurinn þangað þrengist lengi sem þeirra fögur æskan bjó. Mundi ég eigi minnast þinna móðurjarðar tinda há, og kærra heim til kynna minna komast hugarflugi á. Nú fyrir fáum dögum leit ég á próförk af ljóðabók tvítugs skálds og sá að þar var Sig- urðar Breiðfjörð fagurlega minnzt í ljóði. Af eldri kveð- skap um Sigurð vil ég minna á kvæði Steingríms: Á ferð hjá Grímsstöðum og kvæði Svo kvað Sigurður Breið- fjörð vestur í Grænlandi. Þar orti hann Númarimur og í þeim eru þessar vísur sem íslendingum eru svo kærar. Sigurður Breiðfjörð fæddist 4. marz 1798 í Rifgirðingum á Breiðafirði. Hér verður ekki rakinn æviþráður skáldsins, enda eru öllum tiltækar heim- ildir um þau efni. Sigurður var mikill gleðimaður, en samf hinn mesti raunsæis- maður; heilsuveill löngum, énda óreglusamur og vann erfiða vinnu meðan kraftar entust. Sigurður var síyrkjandi allt frá bamæsku, orti nær þrjá- tíu rímnaflokka lengri eða skemmri, mikið af Ijcðum og ógrynni lausavísna, auk alls- konar tækifæriskveðskapar. Rímur Sigurðar munu lengst halda uppi minningu hans, og þær eru mestar að vöxtum og gildi. Þar er að finna bæði góðan skáldskap og vondan; en það bezta í rímum Sigurð- ar er hlutgengt meðal þess bezta i ljóðlist nítjándu aldar. Helzta einkenni á rímum Sig- urðar er léttur stíll og brag- leikni, þar er fátt sem heitið getur hnoð og ekkert klúður. Rímnalist Sigurðar hefur haft mikil og góð áhrif á alþýðleg- an kveðskap síðan. Að sönnu var fátt ort af rímum á seinni helmingi nítjándu aldar sem til stórvirkja teljist, en auð- séð eru áhrifin frá Sigurði Breiðfjörð á því bezta í þess- ari grein. List Sigurðar end- urnýjast og fágast í marg- háttuðum kveðskap með rímnaháttum t.a.m. hjá Þor- steini Erlingssyni og þó ■kannski hvergi betur en hjá Páli Ólafssyni. Sigurður Breið- fjörð dó úr hungri og vesöld í Reykjavík árið 1846, þreytt- ur og vonsvikinn. Skáldskapur þessa breiðfirzka snillings er enn í gildi og lifir með þjóð- inni, enda þótt nú vilji ýmsir smávitrir menn svelta list þessa í hel. Það er til marks um vin- sældir Sigurðar og ítök hans , með þjóðinni að um hann hefur verið meira ort en önn- ur skáld á Islandi, og mundi sú ljóðagerð fylla stóra bók. Sigurður Breiðfjörð Þorsteins Erlingssonar, þar sem hann minnist skáldsins m. a. á þessa leið: Mörg sú neyð sem örgust er og oft ég kveið í hljóði síðast leið við söng hjá þér Sigurður Breiðfjörð góði. Ein ég mun samt ganga hér framhjá ljóðum hinna þekkt- ari skálda en setja í þess stað vísur sem Guðrún Gísladóttir ljósmóðir á Akranesi orti við leiði Sigurðar. Guðrún varfrá Stóra-Botni í Hvalfirði; hún er fyrir stuttu látin í hárri elli. Vísur hennar eru þannig: Nú þótt rímna fækki fundir finn ég glöggt hvað var og er. Þakka allar yndisstundir er þú Breiðfjörð veittir mér. Því að hvílu þinni vendi þegar færi gefast má; kl"kk í anda konu hendi kaldan steininn legg ég á. Þegar Breiðfjörð þér að víkur þetta smáa ljóðið mitt hjartanlega höndin strýkur hörpuna og nafnið þitt. Þessar einföldu, látlausu vísur lýsa vel þeim liug sem fólk bar til skálds síns. Slíkur kveðskapur segir einatt meiri sannindi en þau ljóð sem skáldin yrkja til að sýna list- ir sínar. Sigurði Breiðfjörð auðnaðist ekki að fága Ijóð- list sína sem skyldi, en liann náði þeim tónum sem hrifu þjóðina. Það var raunalegt að þeir skyldu eiga í illdeilum Sigurður Breiðfjörð og Jónas Hallgrímsson. Þeir voru ólíkir menn að skaplyndi og 'skoðun- um og fóru sína leiðina hvor í skáldskap. List þeirra verð- ur e^ki tekin til dóms í þess- um þætti, en margt er nú ljós- ara en áður var um ágreining þeirra. Núna, meira en öld eftir dauða þessara óliku af- burðamanna, eru þeir okkur hugstæðari en önnur skáld þeirrar aldar sem leið. Ég vildi aðeins minna á að nú eru liðnir sextán áratugir síðan Sigurður Breiðfjörð fæddist. Viðtal við Kiljan ÞingMsbnmiim Framhald af 8. síðu Þinghúsið brennur Nazistaforingjarnir gengu til verks. Nýr lögreglustjóri úr flokki nazista var skipaður í Berlín. Hinn 24. febrúar gerði | lögreglan nýja liúsrannsókn Karl-Liebkneclit-húsi, þar sem aðalskrifstofur kommúnista- flokksins voru. Hús þetta hafði reyndar verið varðsetjð af lög- | reglunni í margar vikur eftir að árangurslaus húsrannsókn hafði verið gerð þar. Við þessa' nýju leit í m'argrannsökuðu t húsi, sem iengj hafði verið fullt af lögregluiiði, þóttust nazistar nú finna „sérlega mik- ilvæg gögn“. lýsingar um að nazistar hefðu eitthvað stórt i hyggju rétt fyrir kosningar. Forystumenn flokksins vöruðu fólk tryggi- lega við öllu slíku. Hinum þrautskipulögðu áróð- ursaðferðum naz'sta var hald- ið áfram. Hinn 25. janúar varð minniháttar eldsvoði í Keisara- höllinni í Berlín og var það byrjunin á rosafréttum um „kommúnistiskar aðgerðir". Daginn fyrir þinghússbrunann voru risafyrirsagnir í borgara- blöðunum um „leyndardómana“ í Karl-Liebjcnechthúsi, um „landráðagögn“ og „bolsévist- ískar byltngaráætlanir“. Á þennan hátt var almenningur frá blaði til blaðs, frá degi t-il dags, búinn undir hið stóra högg, sem’ greitt var hinn 27. febrúar. Kómmúnistaflokkn- um var ljós tilgangur nazista með öllum þessum ögrunarað- gerðum og hann fékk líka upp- Sérhver hugsandi maður sá að stjórnmálaástandið var uggvænlegt. All;r fundu að | eitthvað lá í loftinu. Nóttina i 3 milli 27. og 28. febrúar fengu allir áð vita hvað það var. Þá greiddu nazistar lýðveld- inu rothöggið. Allar þýzkar út- varpsstöðvar tlkynntu: Ríkis- þinghúsið brennur! Útvarpsstöðin í Berlín skýrði einnig frá þvi, að einn brennu- varganna væri hollendingurinn Van der Lubbe. Hefði lögregl- an handsamað hann á staðn- um og hefði hann þegar játað glæp sinn. Seinna voru svo fjórjr menn í viðbót handtekn- ir fyrir þátttöku í íkveikjunni. Það voru: Torgler, foringi þingflokks kommúnjsta og þrír landflótta Búlgarar, Popov, Tanev og Dimitroff. Áróðurs-^ stofnanir nazista sendu út æsi- fréttir um að kommúnistar hefðu kveikt í húsinú og ætti bruninn að vera upphaf komm- únistískrar byltingar. Svivirðilegasta áróðursbragð nazista var komið fram í dags- ljósið. Að morgni hins 28. febrúar gaf fréttastofan „Preussischer Pressediensf“ út fréttatilkynn- ingu, þar sem eftirfarandi kafli stendur: „Þétta er tvímæla- laust alvarlegasta íkveikja, sem Framhald af 3. síðu fjnna betlara af nokkru tagi, þeir hafa verið algerlega upp- rættir á einum tíu árum; það er ekki einu sinni hægt að fá fólk til að taka við þjórfé. Fólk sém þekkt Kína áður trúir þessu var’a; það segir: ekkerf' var betlið í Indlandi hjá Kína. Og Kína er eina rík- ið í gjörvöllum austurlöndum sem ekki hefur rétt út hönd eftir ölmusu frá Bandaríkjun- um. — Eru ekki einhverj’r á- rekstrar milli hinnar fomu þjóðmenningar Kína og þess- arar tækniþróunar sem nú er í uppsiglingu? — Nei, það held ég ekki. Kínverjar leggja mikla rækt við menningarlega arfleifð sína og búa enn til hina fegurstu gripi af óbrigðulli smekkvísi, eins og jafnan fyrr; ,þgð sem áður var gert handa keisara- hirðinni er nú falt .almenningi. Og í mennjngu þurfa Kínverj- ar ekki að læra af vestur- landabúum. Bæði keisaraleg og trúræn byggingarlist þeirva var einstök í sinni röð í heim- jnum. Það er t.d. ekki hægt að bera saman musteri himins- ins í Peking og Péturskirkf- una í Róm, eða keisarahallim- ar kínversku og bústaði evr- ópskra konúnga; það er eins og að líkja saman nútímahúsi og sveitakofa. Og það er sama hvert litið er, alstaðar rekst maður á fyrirmyndir þess sem við teljum okkur helzt til gild- is á vesturlöndum. Ég sá t.d. bækur, skrifaðar og prentað- ar á framúrskarandi ágætan pappír, eins og við getum gert hann beztan, en þessar fögru bækur voru sumar frá dögum Ingólfs Amarsonar, mörgum öldum áður en vesturlanda- menn þekktu pappír. — Þessi menningararfur hlýtur að auðvelda Kínverjum mjög alla endurreisn þjóðlífs- ins. — Tökum til dæmis þjóð eins og Rússa sem á 40 árum hafa lyft sér úr mesta menningar- legu umkomuleysj sem sögui fara af, að undanskildum þessum stutta vakningartíma 10. aldar; áttu enga forna tón- list, enga forna bygginghrlist, engan foman bókmenntaarf, enga verklega menningu, en hafa þó á þessum skamma tíma dregið sig upp úr van- menntunardíkinu, bókstaflega á hárinu, og orðið e'tt voldug- asta ííki heims, tæknilega og menningarlega, hversu margt sem hægt kann að vera að gagnrýna í fari þeirra. Þegar þessa er minnzt þarf enginn að vera í efa um framtíð Kína, sem hefur að bakj sér ein- hverja stórbrotnustu menning- argeymd jarðarinnar um þús- undir ára. — Hvernig féll þér við Kín- verja sjálfa? — Þeir eru ákaflega þægi- legir og Ijúfir í umgengni. En sá gall: er á samneyti við þá, að þeir eru einstaklega litlir tungumálamenn. Það er mjög erfitt að finna fó!k sem skilur vesturlandamál, og vestur- landamenn hafa gert sér lítið far um . að læra kínversku, nema trúboðar, en því miður eru trúboðar ekki be.'inlínis heppilegir til þess að vera milligöngumenn milli vestur- landa og Kína. En eflaust auk- ast nú samskiptin á þessu sv'ði, ég rakst t. d. á íslending í Peking, sem er að læra kín- versku við háskóla þar, Skúla Magnússon, ungan stúdent. — Telur þú ekki að þunga- miðja mannkynsins, ef svo má -að orði komast, sé að færast nær Kína og Indlandi? -— Hún er þar; það er þarna austurfrá sem mannkynið á í rauninni heima. Við Vesturlanda- menn erum í útjaðrinum. Við erum þessir skrýtnu en gáfuðu sjóræningjar, sem búum á yztu annesjum veraldarheimsins og höfum fundið upp peningana. í skólum á vesturlöndum er okkur kennt um Alexander m.'kla, sem lagði undir sig Indland. í Indlandi bjó á þeim tíma hámenntuð þjóð og mikið bókafólk, en þó talið sé að hann hafði komizt alla leið til Punjab, er hvergi í indverskri heimild nokkur stafur finnan- legur um Alexander — þeir tóku ekki eftir honum! Svona er frægð okkar þarna austur- frá. Eg álít að þar séu höfuð- stöðvar mannkynsins. Kína og Indland eru mestu ríki jarðar- innar, þar búa me.'ra en 1000 milljónir manna. Eg held okk- ur skjátlist stórlega hér á vest- urlöndum ef við gleymum þessari staðreynd. Þessar þjóð- ir eru nú að vakna á alveg nýjan hátt og kveða sér hljóðs á vettvangi sögunnar, og þær munu hafa úrslitaáhrif á örlög heimsins, einnig vesturlanda. M.K. <S>- átt hefur sér stað í Þýzkalandi. Lögreglurannsóknir sýna að eldur var kveiktur í öllu hús- inu, frá grunni til þaks. Elds- neytið var tjörupappi, kyndlar og benzín og var það borið að eldf'mum stöðum. Lögreglu- menn sáu 7—10 menn með log- andi kyndla í hinni myrku byggingu. Miðhluti þinghúss- ins er gjörsamlega brunninn, þingsalur og þingpallar gjör- eyddir. Tjónið er metið á milljónir marka“. E. Þ. Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu gerða gegn Túnis. Gaillard og sósíaldemókratarnir tóku þann kost að verja árás'na á óvarið þorp í Túnis í öllum atriðum. Einungis þingmenn kommún- ista og fylgismenn Mendés- France mótmæltu hermdar- verkinu við atkvæðagre'.ðsluna. Oft hefur verið um það rætt, að nýlendustyrjöldin í Alsír hafi í'för með sér hættu á að reynt verði að koma á hernað- areinræði í Frakklandi. Að- dragandi og eftirmál árásar- innar á Sakiet sýna að sá ótti er allt annað en ástæðu- laus. M. T. Ó. Tuttugu bórn. drukknuðu í fyrrad. í Kentucky í Banda- ríkjunum, þegar skólabíll datt í á í vexti. Mörg börn gátu bjargað sér með þvi að skríða út um dj-rnar á bílnum áður en hann sökk.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.