Nýi tíminn


Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 3
jtfimmruaagnr o. marz xvoa jcn xx 'xxMixHn — yo Rabbað við Halldór Kiljan Laxness um Bandaríkin, Indland oe Kína F 1 1? hitti Halldór Kiljan Laxness í L'tla húsinu við Lokastíg sem hefur verið ann- að heimili hans í þrjá áratugi, þar sem móðir hans bjó og systur hans eiga báðar heima enn. Við spjöllum saman um ferðina m.'klu og Halldór er að vanda mjög lifandi í frásögn sinni og nákvæmur, oft leitar liann lengi -að hinu rétta orði, því hann notar orðin sem tæki en lætur þau ekki teyma sig; hann beitir höndunum til áherzlu eins og suðurlanda- menn, >g oft sprettur hann upp úr s.tólnum og stikar um gólf. Ég bið hann ekki að segja mér neina ferðasögu heldur röbbum við lauslega og fílósóf- erum og hlaupum úr einu í annað. — Þú hafðir ekki komið til Bandaríkjann-a lengi. — Ég hafði ekki komið þang- að síðan í árslok 1929, og þó fannst mér ég hafa ver'ð þar í gær þegar ég kom aftur. Ég bjó lengur í striklotu í Band-a- ríkjunum en í nokkru öðru landi utan íslands, upp und- ir hálft þriðja ár, og ég kann- aðist við allt sem fyrir augu bar, landshætti, hugsunarhátt, tal og alla hrynjandi lífsins. — En fannst þér ekki and- rúmsloftið h-afa breytzt? — Ekki var það svo mjög. Bandaríkjamenn hugsa allt öðruvísi en Evrópubúar. Þeir eru mótaðir af menningu og hugsunarhætti verkamanna og bænda sem allt í einu hafa orðið efn-aðir, þeir eiga þann demókratíska tón sem ríkir milli vinnandi manna innbyrð- is. Lífshættir yfirstétta í Evr- ópu eru ákaflega fjarlægir þeim. Þetta hefur góð áhrif á okkur íslendinga, því við söknum þess í Bandaríkjunum að finna hvergi þess-a tilfinn- ingu aí ró og hvíld; og áslök- un sem okkur finnst óhjá- kvæmileg lífsnauðsyn víðast- hvar í Evrópu. Þeir eiga mjög . erfilt með að vera einir, hvíla sig í einrúmi eða hugsa mikið með sjálfum sér; þola það ekki. — Voru þeir ekki hugsandi út af heimsmálunum? — Jú, og þeir segj-a æíinlega til skýringar á afstöðu sinni: við erum hræddir við Rússa. Það er einkennilegt hvernig þessar tvær þjóðir óttast og dá livor aðra í senn. Oft finnst manni t.d. að Krústjoff miði allt við Bandaríkin, hann tal- ar sífellt um að ná þeim, eins og þau væru fullkomnunin sjálf. Á sama hátt bera Banda- ríkjamenn mikla lotningu fyr- ir dugnaði Rússa, hvernig þeir hafa á stuttum tima lyft sér úr hreint engu og orðið há- tækniþróaðir. En aðdáun.n er semsé blandin ótta og þeir eru óþreytandi hvor um sig að færa sannanir fyrir hættunni sem af hinum stafar.. Mikið myndi breytast í heiminum ef aukið trúnaðartraust tækist milli þeirra. Bandaríkjamenn urðu sem þrumu lostnir þegar Rússar sendu spútnik upp og vilja allt til vinna að ná þeim, en ég ef- -ast um að þeir hafi taugar og þolinmæði til að leysa hin flóknustu tæknivandamál í sv pinn. Það þarf að komast meiri ró yfir þjóðina. — Virtist þér þá Bandaríkja- menn vera ánægðir með utan- ríkisstefnu stjórnar sinnar? — Ég var oft að leita að mönnum sem væru hrifnir af þeirri stefnu og tækju upp þykkjuna fyrir Dulles, en ég fann þá hvergi. Var ég þó mestmegnis innanum auðmenn sjá aðeins beint fram fyrir sig eins og hestar sem hafa augna- speidi á beizlínu. Þó munu vera til fleiri Bandaríkjamenn sem hafa þennan tón, siðferðis- Í^ASÍÍ Halldór og Nohru ræðast við á hátíð sem l.aldin var í tilefni af þjóðhátíðardegi Indverja. eigum þennan sama tðn í um- gengnisháttum okkar. Það ligg- ur mjög djúpt í Bandaríkja- mönnum að þeim finnst allir menn vera óærlegir nema þeir sem vinna, en slíkt er gersam- lega andstætt hugsunarhætti yfirstétta í Evrópu. Til dæmis milljónari í" Bandaríkjunum, hann situr ekHí aldeilis -auuum höndum, heldur er hann eins og útspýtt hundsskinn, á enda- lausum tætjngi allan daginn eins og líf hans lægi. við. Ég get ekki hugsað mér að nokk- ur þjóð- eigi eins erfitt með að þoia • atvinnuleysi. En við í Bandaríkjunum og eins á ferðalög'unum; t.d. fór ég á amerísku lúxusskipi til Asíu og þar voru einkum um borð auðmenn, herforingjar og hefð- arfrúr, en allir sögðu það sama: það er enginn sem hef- ur trú á Dullesi nema Eisen- hower. Það var alveg ótrúlegt hVað mönnum lá illa orð til karls'ns; hins vegar heyrði ég engan tala illa um Krustjoff og Maó, öðru nær: alltaf með mikilli virðingu. Þið haf- ið ekki svona menn eins og Dulles á Norðurlöndum, sögðu þeir, hann er baptisti; og þeir Halldór Kiljan Laxness og rektor háskólans í Peking. hafa úrslita- áhrif á boðandi sveitaprestar sem ó- gerningur er fyrir menntaða Evrópumenn að skilja eða e.'ga orðastað við, af því menn nenna ekki ,að viðurkenna for- sendur þeirra. Svoná menn eru ekki látnir tala í nafni þjóða í Evrópu, heldur prédika þeir aðeins í sinni litlu sókn. Aft- urámóti held ég að Bandaríkja- menn upp og ofan séu mjög þægilegir menn að semja við, því þeir líta í flestum grein- um alveg hagrænt á málin. — Síðan fórstu af kunnum slóðum austur í Asíu; þangað hefurðu aldrei komið áður? — Ég hafði ekki komið aust- ar en að Kaspíahafi áður, en nú komst ég svo langt austur að Moskva var álíka vestræn og ómenguð vestrun. — Var ekki fróðlegt að bera saman Kína og Indland? — Jú, ég gerði það við hvert fótmál. Bæðj eru þessi lönd á braut sósíalismans, sam- kvæmt orðum og gerðum hús, betlarar og eiturnotendur, svo að borgin varð mönnum orðskviður um allan heTm vegna andstyggilegs lífernis. En nú segja mér kunnugustu menn, sem sízt hafa ástæðu til þess að ýkja, vestrænir heimsins borg og Lundúnir eða París. Og um leið uppgötvaði ég hversu stórhlægilegt það er að tala um þau ríki sem eru í Miðevrópu og ná til Úral- fjalla sem austræn lönd; enda er þá ekkert skil.'ð eft- ir af Evrópu nema nokkrir útskagar. Maður finnur líka vel þegar austur kemur, hvað sósíalismi og marxismi eru há- vestrænar kenn.'ngar, ef til vill þavi dæmigerðustu vestrænu hugarfóstur sem heimurinn þekkir, enda 'eru þær gerbreyt- ingar sem verið er að fram- kvæma í austurlöndum hrein ríkisstjórna í báðum iöndun- um; en það er stigsmunur á aðferðunurn. Hann stafar m.a. af því að í Indlandi vantar þ'ær forsendur sem geta stað- ið undir róttækum sósíalisma eða kommúnistískum stjórnar- -aðferðum. Kínverjar eru al- veg hagrænir menn í hugsun- arhætti, og háspeki og trúar- he mspeki eru þeim ákaflega fjarri. En Indland er heim- kynni trúarbragða og háspeki í ríkara mæli en nokkurt ann- að land, þjóðlífið er gagnsýrt út í yztu æsar af trúarlegum kennisetningum og trúarlegum lífsvenjum. Indverjar lifa i þessu trúarlega stéttakerfi sem er eins konar trúar- leg afskræmjng á stéttahug- takinu. Mikill hluti af lægstu stéttunum er á svipuðu stigi og mannkynið var þegar það uppgötvaði eld nn. Lægsta stéttin, þeir ósnertanlegu, sem eru mikið mannhaf, greinist einnig sundur innbyrð.'s í lægri og lægri stig, og efstu lögin í þeirra hópi geta ekki e.'nu sinni haft neitt samneyti við þau lægstu. Af öllum þeim múg er einn af hverjum 3000 stautfær á bók. Þessi trúar- lega skipting gagnsýrir þjóð- lífið enn, þótt barizt sé á móti hennj með öllum ráðum af því mjög upplýsta ríki sem stofn- að hefur verið í Indlandi og rejsir vald sitt á nútím-ahugs- un og nútímaþekkingu. Að vísu telja menn að mikil vakn- ing hafj orðið í Indlandi síð- an landið fékk sjálfstæði, en það þarf geysilegt átak til þess að ná út í alla afkima mann- félagsins þar með þeim aðferð- um sem stjórnin telur sér leyfi- legt að nota. — Þetta 'er öðruvísi í Kína? — Já allt annað. Tökum til dæmis borg eins og Sjanghæ, sem ég hafði haft miklar spurn- ir af aður og hafði lesið mik- ið um. Hún var eitthvert mesta lasta- og eymdarbæli á jörð- inni. Þar gat hver glæpamað- ur sem vildi gengið á land passalaus, þar bíómguðust all- ar tegundir -af glæpaflokkum, þama voru sjóræningjar, hóru- sendiherrar, að Sjanghæ sé orðin einn sunnudagaskóli. Það er búið að hre nsa alveg upp gangsterana, eiturlyfjafólkið, hórurnar og betlarana; þetta fólk er allt komið í skóla þar sem það lærir marxisma og siðferðiskenningar. Það er tek- ið og hejlaþvegið, eins og kom- izt er að orði á vesturlöndum, og heilaþvotturinn í Kína er svo gagnger að síðasti keisari Tsing-ættarinnar, sem um ske'ð var leppur Japana í Mansjúkúó, skrifar nú grein- ar í blöðin um ágæti lýðræðis- ins. í Kína er mikil þjóðvakn- ing; vakning.n er að vísu skipulögð, hverjum krók og kima er skipað undir stjórn marxis'tískra uppalenda, sem starfa á hverjum einasta vinnustað, í hverju stræti, þorpj, húsi, alstaðar. Okkur sem alizt höfum upp við marx- istískar hugmyndir finnst þetta mikla réttlínutal dálítið ein- feldningslegt stundum, en það gengur prýðilega í hina hagrænu Kínverja, og þeir eru komnir vel á veg með að ehdurskipu- leggja allt þjóðlífið á sósíalist- ískum grunni. Það kann að vera að þeir fari margs á mis enn sem kom.'ð er, ekki sízt þær stéttir sem áður bjuggu við góð kjör, en ég trúi ekki öðru en að með næstu kynslóð verði mik-il, almenn velgengni í Kina. Nú þegar hafa allir í sig og á, og það e:'tt er krafta- verki líkast í austurlöndum; í Kína er það hagfræðilögmál látið gilda að brýnustu lífs- nauðsynjar skulu kosta hér um bil ekki neitt. Þótt þjóðfé- lagið í Kína sé kannski ckki mikið velgengnisþjóðfélag enn sem komið er á okkar mæli- kvarða, hefur það þó liklega komizt nær kommúnistiskum hugsjónum á stuttum tíma en nokkurt annað ríki sem tekið hefur upp sósíalistískt skipu- lag, því allt það sem þarf til að framfleyta lífinu, fæði, klæði og húsnæði, er seit svo lágu verði að það nálgast gjöf. Hvergi í Kína er hægt að Framhald á 19 siðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.