Nýi tíminn


Nýi tíminn - 08.05.1958, Side 3

Nýi tíminn - 08.05.1958, Side 3
 -Pimmtudagnr 8 maí 1958 — NÝI TÍMINN (S Það er oft gott sem gamlir kveða. Fyrir réttum 102 árum stóð þýzkur pólitískur flóttamað- ur í litlum sal í Lundúnum og f lutti ræðu á árshátíð ensks smá- blaðs, er Chartistar gáfu út, „The Peoples Paper“ hét það — Alþýðublaðið. Honum fór- ust m.a. svo orð: „Ein mikil staðreynd markar þessa öld vora, hina 19. öld, staðreynd, sem enginn flokkur dirfist að draga í efa. Annars vegar hafa vaknað til lífs öfl iðnaðar og vísinda, er menn hafði aldrei órað fyrir á fyrri skeiðum í sögu mannanna. Hins vegar hafa komið fram hningunar- merki slík, að jafnvel ógnir þær, sem færðar hafa verið í frásagnir frá lokaskeiði hins rómverska ríkis, virðast ekki standast neinn samjöfnuð við þau. Á vorum dögum virðist hver hiutur bera í skauti sér sína eigin andstæðu. Vélarnar, sem eru gæddar þeim undrakrafti að geta stytt vinnudag manns- Sverrir Kristjánsson: HEIMSHVORF Ræða ílutt á árshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur 30. apríl s.l. ins og auka afköst hans, vér sjáum þær flytja hinum vinn- andi manni sult og yfirvinnu. Hinar nýju uppsprettulindir auðsins verða fyrir undarleg örlög að uppsprettu neyðarinn- ar. Sigrar listarinnar virðast keyptar á kostnað skaphafnar- innar. í sama mæli og maður- inn knýr náttúruna til hlýðni virðist maðurinn verða manns- ins þræll eða þræll sinnar eigin auvirðu. Jafnvel hið skæra ljós vísindanna virðast því að- eins geta skinið, að það hafi að baksviði myrkur fáfræðinn- ar. Allar upplýsingar vorar og framfarir virðast fara á þann veg, að efnisleg öfl verði gædd andlegu lífi, en mannsins líf er gert að heimskum efnis- krafti. Þessi andstæða milli nú- tíðar iðnaðar og vísinda ann- arsvegar og eymdar og hmng- unar nútímans, þessi andstæða milli framleiðsluafla vorra daga og þjóðfélagshátta vorra daga er áþreifanleg, yfirþyrmandi staðreynd, sem ekki verður á móti mælt........En.vér vitum, að þessi nýju öfl þjóðfélagsins þurfa aðeins nýja menn, sem geta stjómað þeim svo að þau vinni vel, og verkamenmrnir «ru þessir menn“. Karl Marx mælti þessi orð 14. apríl 1856 í fámennum hópi ■enskra verkamanna, og þótt komið sé á aðra öld síðan þau voru sögð virðast mér þau flytja okkur furðu sannar fregnir af þeim þjóðfélagsveru- leika, sem við búum við enn í dag, nú þegar við erum að feta okkur eftir síðasta áfanga 20. aldar. Það er hvorttveggja, að andstæður þær í þjóðlífinu, er merkja mátti á 19. öld, hafa á ýmsum sviðum færzt í auk- ana, að hin nýju öfl þjóðfé- lagsins hafa orð'ð ramefldari og stríðari í taumi; og sú spá hefur rætzt-, að nýir menn hafa risið- upp, er ;gátu hamið og beiziað þessi þjóðfélagsöfl og þverskö!luðust við að lúta þeim sem blindum örlögum. Þáð má í rauninni orða viðfangsefni aldar okkar svo, að það sé spursmál um það, hvort menn- imir eigi að láta tæknilega og vísindalega framvindu sjálfra sín bera sig ofurliði, eða hvort þeir eigi að vera herra hennar og drottinn. Því fer svo fjarri, að þetta viðfangsefni sé fræði- legt og akademískt í eð’i sínu. Það er blátt áfram orðið fram- kvæmdaratriði, svo að maður tali óhátíðlega. Lausn þessa viðfangsefnis er orðin líflausn þeirrar dýrategundar, sem í of- læti sínu hefur kallað sig viti borna veru. Hið borgaralega þjóðfélag, sem fékk svo harðan dóm hjá Marx fyrir rúmri öld, átti þó þá eftir að talra út þroskann. Það átti eftir að vinna mikið sögulegt hlutverk. En eftir því sem aldur hefur færzt yfir það hafa lífshræringar þess orðið ósjálfráðari, nánast ó- háðar vitund og vilja. Það er t. d. mjög athyglisvert, að samvizkusömustu sagnfræðing- ar vorra tíma þykjast ekki geta kennt neinu sérstöku riki né einstökum aðila um heimsstyrj- öldina 1914—1918. Það er ekki hægt að koma ábyrgð á neinn fyrir þó ekki ómerkari viðburð. Hinn borgaralegi heimur hefur rásað eins og svefngengill inn í tvær heimsstyrjaldir á þess- ari öld og er nú á góðri leið inn í þá þriðju. Og hin sögu- legu örlög, er teygja þetta þjóðfélag með stuttu millibili út í voða styrjaldanna, leiða það í sömu blindni úr velmeg- un inn í kreppuna. En þótt sagnfræðingunUm veitist erfitt að sanna sök og sekt þeirra, sem eiga þó að heita ráðsmenn á búi borgara- stéttarinnar, þá hefur þó orð- ið sú reyndin, að sök hennar varð uppvís fyrir dómstóli al- þýðu í- mörgum löndum og þeim ekki öllum smáum. í fjóra áratugi hafa hinir nýju' menn, sem Marx ‘ talaði um, fengizt við það viðfangsefni að skapa þjóðfélag, er léti að stjórn þeirra, en væri ekki ann- arlegt afl, er þeir fengi ekki rönd við reist. Allt frá þeirri stundu er hinar fyrstu óljósu sósialísku hugmyndir urðu til hefur það verið aðal alls sósíal- isma að maðurinn og þjóðfélag hans væru samræmd heild. Hinn sósíalíski hluti heims- kringlunnar er nú orðinn svo mikill að víðáttu og fjölmenn- ur, að fyrir þær sakir einar virðist það ekki vinnandi veg- ur að virða hann að vettugi, hvað þá heldur að ráða niður- lögum hans. Þriðji hluti jarð- arinnar og tveir fimmtu hlutar heimsins — það eru sögulegar staðreyndir, sem jafnvel skiln- ingsleysið og hatrið bíta ekki á. Lengi var það að-vísu svo, að þjóðfélag sósíalismans ríkti í löndum sem voru svo frum- stæð, að ekki þótti ástæða til að óttast• þau sem keppinaúta þeirrar dýrðar, sem venjulega er kennd við auðvaldsskipulag og borgaralegt lýðræði. Sósíal- isminn hlaut þau sögulegu ör- lög að vaxa upp í löndum, sem voru skemmst komin á þeim sviðum sem Karl Marx hefði talið til borgaralegrar menn- ingar: Rússland, Auslur-Evr- ópa, Kina. En svo undarleg er sagan í hátturn sínum, að henni datt nú í hug að koma þar við sem sízt skildi. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er þó svo komið okkar háttum, að á 20. öld skipar sósíalisminn öndvegi á landsvæði, sem nær frá Gulahafi vestur að Elbu, frá Norðuríshaíi til Adríahafs. Og hvernig er atvinnuhögum þessa sósíalíska landsvæðis komið? Hin sundurleytu þjóð- riki og lönd, sem þama eiga sæti, em auðvitað ekki öll jafn langt á veg komin. En það má þegar greina, hve mikinn sess þau skipa í heimsbúskapnum. Nú þegar framleiða þau um ]/rt af öllum iðnaðarvaraingi heims-. ins. í landbúnaðarframleiðslu er hlutfall þeirra enn meira. ið En hitt skiptir þó meiru máli, að þróunarstig hinna sósíalísku landa er orðið slíkt, að áður en 12—15 ár eru liðin, munu þau þegar hafa náð hartnær helm- ingi allrar iðnaðar- og landbún- aðarframleiðslu í heiminum. Að þeim tíma liðnum munu Ráðstjórnarríkin þegar skipa sama sess í framleiðslu heims- ins sem Bandaríkin gera nú, og Kína verður orðið að sama framleiðslustórveldi og Bret- land hið mikla. Þið ættuð að gera ykkur grein fyrir, hvaða umskiptum þetta veldur í bú- skap allrar veraldarinnar. Hér er blátt áfrapa um að ræða heimshvörf, gersamleg um- skipti í öllum þeim hlutföll- um, sem við höfum verið vön við til þessa. Hver sá sem hefur rannsak- að að nokkru atvinnuþróun hinna sósíalisku landa mun fljótt komast að raun um, að á allrasíðustu árum hafa þessi lönd komizt á það þróunarstig, að hinn borgaralegi heimur hefur ekkert til samjafnaðar. Þróunarhraði hinna sósíalísku ríkja er sýnilega um 7% meiri en með þeim ríkjum, er Karl Marx taldi í hópi hinna borg- aralegu ríkja og áleit af þeim sökum vera frumkvöðul sögu- legrar þróunar. Nú hefur borg- aras’téttin misst þennan Mara- þonkyndil úr höndum sér. Og hún fær aldrei gripið hann höndum aftur. Hinu sögulega kapphlaupi sósíalisma og kapi- talisma er lokið. Eftir er aðeins sögulegt samlífi þessara tveggja þjóðfélagsskipulaga. Og þegar við tölum um sam- lífi þeirra, þá getur ekki hjá því farið, að við ræðum iítið eitt um hið borgaralega þjóðfélag á nýjan leik, hverra kosti það á og hvort við getum grillt nokkuð lengra um framhaldslif þess. Okkar öld hefur lifað tvær heimsstyrjaldir, og hvað sem segja má um öldina, þá er það eitt víst, að borgaralegt þjóð- félag hefur orðið að leggja líf sitt að veði við hvorutveggja tækifærin — um líf þess var í bæði skiptin að tefla. Það er athyglisvert, að eftir tvær heimsstyrjaldir, sem Bandarik- in tóku þált í, hafa þau í raun- inni orðið að bera sönnunar- byrðina af lifvænleik hins borg_ aralega þjóðfélags eða borgara- lega lýðræðis, hvort sem maður vill nú heldur nota þetta eða hitt orðalagið. Á þriðja tug okkar aldar var jafnan höfðað til Bandaríkjanna, til hins nýja hugsunarháttar valdhafa at- vinnuveganna þar í landi, tjl Henry Fords, og um langa stund, þ,e. í tæpan áratug, þótti það öruggt, að ameríska auð- valdið hefði fundið töframeðal- ið, er mundi gera sósíalismann að engu. Um haustið 1929 skall heimskreppan á, og hún hófst í Bandaríkjunum. Eg skal ekki rekja þá sögu lengur, en það eitt er vist, að hið borgaralega þjóðfélag Ameríku stóðst ekki það próf. Á árunum 1930—1940 lifði bandaríska þjóðin það áfall, hlaut þá reynslu, sem að vísu var æði sár, en- var þó senni- legast sá bezti skóli, sem þessi hálflæsa þjóð hefur nokkurn- tíma gengið í. Á þeim árum lærði mikill hluti Ameríku- mann þá lexiu, sem sumir af. hennar beztu sonum höfðu ver- að reyna að kenna henni um aldar skeið: sannleikann um fallvaltleika ameriska auðvalds- ins. Og síðan kom blessað strið— ið, og reynsla liðinna ára husl—> aðist gleymsku. Það sem Roose- velt forseti og stefna hans höfðu aldrei getað gert, gerði nú heimsstyrjöldin. Á einu ári var atvinnuleysið afnumið í Bandaríkjunum. Þegar allur heimurinn varð að skammta mönnum kjöt og föt lifðu Bandaríkjamenn við meiri vel- megun en dæmi voru til í sögu þeirra. Almennt heilsufar fólks- ins fór batnandi, menn mötuð- ust betur, klæddust betur, og almenningur safnaði í stóra sjóði í bönkum og sparisjóðum. Og á eftir kom friður. Og Tru- man Bandaríkjaforseta varð það fyrst að orði i ræðu sinni þegar stríði lauk, að nú sækti mikil mæða að þjóðinni og eng- inn gæti vitað, hversu fara mundi, er stríðið yrði ekki leng- ur hinn mikli .aflgjafi amerisks atvinnulífs. Truman varð að vísu ekki að spá sinni. Raunar rýrnaði framleiðsla Bandaríkj-—^. anna um 30% á einu ári, en almenningur hafði sparað svo mikið fé á striðsárunum, að hinar mögru kýr átu ekki upp þær feitu á fyrsta forsetaári hins ameríska faraós. Á næstu árum hrakaði atvinnurekstri Bandaríkjamanna æðimikið, en tvisvar tókst valdamönnum að afstýra kreppu: í hið fyrra sinn með Marshallhjálpinni, í hið siðara með Kóreustyrjöldinni. Síðan var atvinnurekstrinum haldið uppi með hervæðingu hins kalda stríðs. Þetta eru staðreyndir sem enginn Ameríkumaður reynir að vefengja. Þetta eru stað- reyndir lífsins, hins banda- ríska atvinnulífs. í tvö ár enn hélt blaðra hins bandaríska at- vinnulífs áfrani að blása út. Og svo sem hafði verið á þriðja tug aldarinnar, er menn tóku trú á Henry Ford, þá voru nú skrifaðar margar bækur og enn fleiri bæklingar um það, að Bandaríkin hefðu enn sem fyrr fundið töframeðaiið mikla, er mundi gera að engu sósial- ismann, skipa Marx gamla á þann öskuhaug, sem guð og menn hefðu anyway ætlað- honum. Og þó, það virðist undarleg lifsseigla í þessum gamla Júða. Honum hefur verið hent í loft upp í heila öld, en hann kem- ur alltaf niður á lappirnar .aft- ur. Tæplega ár er liðið síðan þessi gustur, sem maður kann- ast svo vel við úr sögu okkar gamla þjóðfélags, gengur aftur um bæ okkar — gustur krepp- unnar. Hann leynir sér ekki, þótt vísindamennirnir nefni hann öðru og fríðara nafni: andvara, aftankul, golu. Gust- urinn er þama og gusturinn heitir kreppa. Og bandariskir verkamenn þekkja hann, þeir yngri kannski bara af afspurn, en þeir vita hvers kyns er. Hin unga kynslóð bandarískra blaðamanna geysist nú um at- vinnuleysisborgimar í Banda- ríkjunum og reynir að vinna sér fyrir brauð sínu með því að reyna að koma með sem átak- anlegastar lýsingar af eymd- inni, það er bara nýtt og ný- stárlegt stoff til þess að hafa af fyrir skemmtanafýknum al—. Framhald á 10. síðu.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.