Nýi tíminn - 08.05.1958, Page 12
Afköstin á s.l. ári: 19971 smálest aí Kjarnaáburði
Á aðalfundi Átaurðarverksmiðjunnar h.f. sem haldinn
var í Gufunesi s.l. þriðjudag var skýrt frá. því, aS afköst
verksmiðiunnar á s.l. ári hefðu orðið 19971 smálest af
Kjarnaáburði, en það er 1263 lestum minna en árið 1956.
Á þrem árum og níu mánuðum nemur gjaldeyrisöflun
eða sparnaður verksmiðjunnar samtals 122 millj. króna.
Á rðalfimdinum flutti stjórn- hefði feugið sem næst 10%
arformaður verksmiðjunnar, meiri orku á árinu en útlit var
Vilhjálmur Þór, ýtarlega' fyrir í upþhafi ársins og þakk-
skýrs'u stjórnarinnar um rekst-
ur og afkomu fyrirtækisins á
árinu.
Minni r-fT iist vegna skorts
á raíorku
Gat hann þess fyrst að af-
köst verksmiðjunnar á árinu
1957 hefðu orðið 19971 smá-
lestir Kiarnaáburðar eiiva og,
fyrr segir en það væri 1263
smálestum minna en afköst
næsta árs á undan og að minnk
uð afköst stöfuðu af skorti á
raforku. Þrátt fyi'ir minnkuð
afk"st hefði rekstrinum þó
farnazt svo vel á árinu að
rekstursútkoman væri aðeins
600.000 krónum • lakari en árs-
ins þar á undan. Að útkoman
varð ekki lakari þakkaði hann
einkum því að niður hefðu ver-
ið felldir nokkrir tollar af
rekstursvörum verksmiðjunnar
til samræmis við innfluttan
áburð, svo og árvekni og alúð
í starfi þeirra er við verksmiðj-
una vinna. Plutti hann þakkir
stjórnarinnar til allra starfs-
manna og starfshópa verk-
smiðjunnar fyrir þátt þeirra í
rekstursárangri ársins. Þá gat
formaður þess að verksmiðjan
aði hann stjómendum Sogs-
virkjunarinnar fyrir að svo
vel tókst til.
Tekjuafgangur 1,8 millj. kr.
Niðurstöður rekstursreikn-
ings sýna að þegar eignir fyr-
irtækisins höfðu verið afskrif-
aðar svo sem lög standa til,
I um rúmar 9,2 milljónir króna,
nam tekjuafgangur tæpum 1,8
milljón krónum. Tekjuafgangi
þessum var varið þannig að
kr. 1.065.000— voru lagðar í
varasjóð samkvæmt lögum, en
kr. 728.000.— var varið til nið-
urgreiðslu á reksturshalla frá
árinu 1955.
122 millj. kr. gjaldeyris-
spamaður
Þá skýrði Vilhjálmur Þór frá
því að samkvæmt útreikningum
framkvæmdastjórans hefði fyr-
irtækið sparað þjóðarbúinu um
37,5 milljónir króna á árinu,
miðað við að köfnunarefnis-
áburður hefði verið fluttur inn
frá Evrópu. Frá upphafi rekst-
urs verksmiðjunnar hefði fyr-
irtækið nú, eftir 3 ára og 9
mánaða vinnslu sparað og aflað
Mver er höíimdw
landráðagreincmna
Vísir heimtar að kommúnistum sé
„sýndur hnefinn'' í landhelgismálum
Landráðagrein sú sem birt var í Vísi nýlega
hefur vakið almenna reiði, en þar var stækkun land-
helginnar kölluð „æfintýri sem gæti orðið mjög hættu-
legt“, „skref kommúnista", „fyrirskipun frá Moskvu"
og fleira þvílíkt, sem auðsjáanlega var til þess hugsað
að gefa Bretum tækifæri til þeses að ráðast gegn ís-
lendingum með slíkar tilvitnanir að bakhjalli. Þjóðvilj-
inn hefir skorað á greinarhöfund að gefa sig fram und-
ir fullu nafni, svo að þjóðin fengi að sjá framan í þessa
tegund Islendings, en auðvitað skortir hann einnig þann
manndóm. 1 staðinn heldur hann áfram níðskrifum sín-
um um landhelgismál og segir að nú sé verið að og nú
þurfi að knýja kommúnista til undanhalds. Lýkur þess-
um þokkalegu skrifum á þessarisetningu feitletraðri:
„er það nú á alica vitozði, að hægt er að
beygfa kommúnista, ef þeim er aðeins sýnd-
ur IiKeíinn."
Hver á að sýna kommúnistum hnefann í landhelgis-
málum; eru það ef til vill Bretar?
Höfundi landráðagreinanna í Vísi skal aðeins sagt
það, að það skiptir engu máli hvort hann nefnir fúkyrði
eða Lnefa. Það verður ekki um neitt undanhald að ræða
í lan/helgismálum. Landhelgin verður stækkuð upp í
\£ mílur, sjávarútvegsmálaráðherra gefur út reglugerð
írni það mjög bráðlega, og um þá aðgerð mun öll þjóðin
standa einhuga. Höfundur landráðagreinanna mun brátt
verða feginn að fela sig í þeim hópi — nafnlaus.
gjaldeyris alls um 122 milljón-
ir króna.
| Hugsa þarf fvrir stækkun
Verksmiðjan borfist nú í augu
við mjög erfið rekstursskil-
yrði, s"kum stöðugt minnkandi
raforku og mun framleitt á-
burðarmagn fara minnkandi
unz hin nýja orkuveita við Sog
tekur til starfa. Fyrirsjáanlegt
er að 1660 til 1961 muni þörf
landsins fyrir köfnunsjrefnis-
áburð samsvara því mesta
magni sem verksmiðjan getur
framleitt með því að fá næga
orku til vinnslu. Er því full
þörf að farið sé að hugsa fyrir
stækkun verksmiðjunnar. Sett
voru upp tæki á síðastliðnu ári
til að auka vatnsefnisfram-
leiðslu verksmiðjunnar og þar
með heildarafköst hennar. Nam
heildarkostnaður þessarar fram
1 kvæmdar 2,5 milljónum króna,
1 og ætti þessi framkvæmd að
1 geta orðið lyftistöng fyrir af-
komu verksmiðjunnar nú strax
en þó meir síðar þegar viðbót-
arorka fæst frá hinni nýju
virkjun.
Þá gat formaður þess að í
ár hefði ekki verið hjá því
komizt að hækka áburðarverðið
og hefði verið mjög hóflega í
þá hækkun farið eða aðeins
kr. 100.00 á smálest.
Formaður skýrði og frá því
að áframhaldandi væri unnið
að framgangi fosfatverksmiðju-
málsins, þó ekki hefði enn ver-
ið hægt að hefjast handa vegna
skorts á leyfum frá hinu opin-
bera.
Framhald á 11. síðu.
Fimmtudagur 8. mai 1958 - - 12. árgangur. 17. tölubLað
:|ÍE|
Góð skilyrði fyrir vinnslu á
þungu vatni hér á Islandi
— segja sérfræðingar á vegum 0EEC, en
verksmiðjan myndi kosta 14 milljón $
f gærdag ræddu fréttamenn víð 5 sérfræðinga, sem
hafa dvalið hér á vegum Efnahagssamvinnustofnunai’
Evrópu (OEEC) síðan á föstudag, um vinnslu á þungu
vatni og tæknilegar aöstæður í því sambandi.
Allmiðið hefur verið rætt og
ritað um hugsanlega framleiðslu
á þungu vatni hér á íslandi, og
nú hafa 5 sérfræðingar, dr.
L. Kowarski og dr. P. Frank
frá OEEC, próf. dr. Georg Weiss
frá Pintsch Bamag A. G., Þýzka-
landi og dr. CW Hart-Jones og
dr. P. T. Walker frá Iiarwell
Englandi, dvalið hér undanfarið
í umsjá Raforkumálaskrifstof-
unnar við athuganir á skilyrð-
um fyrir byggingu þungavatns-
verksmiðju. Hafa þeir einkan-
lega athugað hverasvæðin í
Krísuvík, þar sem hagkvæmt
mun að nota varmaorku, til að
búa til þungt vatn.
Sérfræðingarnir skýrðu svo
frá, að þeim litist mjög vel á
allar aðstæður hér og munu þeir
semja skýrslu um athuganir sín-
ar til handa OEEC. Þeir tóku
fram, að hugsanlegur kostnaður-
við þessa verksmiðjubyggingu
myndi nema um 14 milljónum
dollara, og bygging hennar
myndi taka 2—3 ár og kosta
mikið vinnuafl, allt að 2000
manns. Að sjálfsögðu er allt ó-
ráðið um þetta mál og hefur
ekkert verið rætt um það innan
ríkisstjórnarinnar svo vitað sé.
Sérfræðingarnir halda heim-
leiðis í dag.
nBlessuri" herverndarinnar á SuBurnesjum:
i slasasf
HernámsliSiS oð skotœfingum á ógirtu
svœSi 1-2 km. fyrir ofan SandgerSi
Þrír drengir 4—8 ára, frá Sandgerði fundu nýlega sprengju við veg-
inn 1—2 km fyrir ofan bæinn. Sprengdu þeir hana með þeim afleiðingum
að einn varð nær blindur, annar missti vísifingur, en sá þriðji slapp tiltölu-
lega lítið meiddur.
Bandaríska hernámsliðið hefur undanfarið verið að skotæfingum beggja
vegna vegarins milli Sandgerðis og Keflavíkur — á ógirtu svæði 1—2
km frá íbúðarhúsum í Sandgerði.
Slíkt háttarlag verður að stöðva þegar í stað.
Atburður þessi gerðist um hálf-
sexleytið í fyrrakvöld. Voru
þrír drengir að leika sér upp með
veginum, en þar hafði hemáms-
liðið verið að skotæfingum.
Fundu sprengju
við veginn
Drengirnir fundu sprengju og
fiktuðu við hana þar til þéim
tókst að sprengja hana. Munu
hafá borið að henni vasaljós-raf-
hlöðu,- Sprengjan sundraðist 'og
varð fjögurra ára dresngurinn,
Erlendur Friðriksson, blindur
og meiddist auk þess allmikið
á kinn.
Sæmundur bróðir Erlends,
hann num vera 8 ára, niissti
vísifingur annarrar handar
og meiddist einnig meira á
hendi.
Sá þriðji, Skúli Guðmunds-
son, 7 ára, slapp ótrúlega vel,
brenndist á augnaloki og
ski-ámaðist eitthvað í and-
Iiti.
2 á sjúkrahúsi —
einn kominn heim
Bræðurnir Iiggja á sjúkra-
húsi i Keflavík, þar sem gert
var -að sárum þeirra. Erlendur
litli er farinn að sjá eitthvað
aftur, en ekki mun að fullu vit-
að hvort hann muni fá fulla
sjón aftur eða missa hana að
verulegu leyti.
Þriðji drengurinn dvelur heima
hjá sér.
Beggja vegna
vegarins
Hernámsliðið hefur undanfar-
ið verið að skotæfingum rétt
fýrir ofan Sandgerði, á ógirtu
svæði beggja vegna vegarins.
Hafa vegfarendur haft þá
skemmtun að sjá þá með byss-
ur sínar til beggja handa.
Framhald á 11. síðu.