Nýi tíminn - 05.06.1958, Page 4
4)1 — NÝI TÍMINN — Finuntudagur 5. júnl 1958
Eitt af smærri óþurftarverk-
nazista var að þeim tókst
að koma óorði á íslenzk fræði
í Þýzkalandi. Löngu fyrir daga
Rosenbergs og Göbbels hafði
gætt meðal þýzkra þjóðremb-
ingssinna tilhneigingar til að
misnota íslenzkar fornbók-
menntir í þágu germanskrar
herraþjóðardeliu, en fram á
fjórða tug þessarar aldar
höfðu heiðarlegir og allsgáðir
fræðimenn aðstöðu til að
halda hindurvitnapostulunum
í skefium. Með valdatöku naz-
ista hófust grillufangararnir í
öndvegi, þeir voru taldir mest-
ir í norrænum fræðum sem
átakanlegast fimbulfömbuðu
um blóð og mold og yfirburði
,,hins norræna kyns". Nor-
rænufræðingar sem revndu að
halda unni merki heiðarlegra
fræðistarfa og ekki vildu taka
þátt í hrunadansinum sættu
aðkasti og jafnvel ofsóknum.
Þeir prófessor Walter Baetke (t. v.) og dr. Bruno Kress eru sem stendur sfaðdir liér á
landi. Þeir dveljast hér um hríð, ræða við íslenzka fræðimenn og aðra kunningja og end-
Þegar þúsundáraríki Hitlers lirnýja kynni af landi og þjóð. Prófessor Baetke hefur komið til Islands einu sinnl áður, á
Alþingishátiðina 1930. I gær sátu þessir góðu gestir hádegisverðarboð menntamálaráðherra.
Myndin er tekin þegar þeir litu inn á ritstjó rnarskrifstofu Þjóðviljans. (Ljósm. Sig. Guðm.)
'&
Islenzk íræði
í Austur~Þýzkalandi
hrundi var búið að misnota
íslenzkar fornbókmenntir og
norræna goðafræði, sem þær
geyma, svo rækilega að fjöldi
fólks var búinn að fá of-
næmi fyrir öllu sem bar heit-
ið norrænt eða germanskt.
Norræn fræði áttu því frekar
erfitt upndráttar í Þýzkalandi
fyrst eftir etríðið, en smátt
og smátt komst ró á hugina
og menn gerðu sér ljóst að
ekki nær nokkurri átt að láta
fræðigrein gjalda þess að ó-
hlutvandir menn hafa misnot-
að hana og hártogað.
Miðstöð íslenzkra fræða í
Austur-Þvzkalandi er nú mál-
vísindadeí'd Karl Marx-há-
skó’ans í Leipzig. Forstöðu-
maðnr þeirra, sem þar starfa
að íslenzkukennslu og fræði-
störfum, er prófessor Walter
Baetke. Bjarni Benediktsson
skýrði svo rækilega frá störf-
um hans og nánustu sam-
starfsmanna hans hér í blað-
inu fyrir nokkrum árum, að
fátt eitt skal rakið að þessu
sinni.
Mesta verkið sem nú er
unnið að við íslenzku háskóla-
deildina í Leipzig er fornís-
lenzk orðabók með þýzkum
þýðingum. Slík orðabók hefur
engin verið til. Búið er að
orðtaka mestallar í.slenzkar
fornbókmenntir í lausu máli,
Islendingasögur. konungasög-
ur og biskupasögur. Orðaseðl-
ar eru komnir hátt á áttunda
tug þúsunda. í sumar verður
bvriað á samningu sjálfrar
orðabókarinnar. Búizt er við
að það starf taki fimm til sjö
ár. Bókin verður gefin út í
einu bindi og miðuð við þarfir
•háskólastúdenta. Enginn vafi
er á að útkoma þessarar orða-
bókar verður mikil lyftistöng
fvrir íslenzk fræði í Þýzka-
landi. Saxneska vísindaaka-
demían gefur bókina út.
Undir stjórn prófessors
Bae^ke kemur út bókaflokkur
fræðirita um íslenzkar forn-
bókmenntir, svipaðar og til
dæmis Studia Islandica hér á
landi. Bókaflokkurinn heitir
Saga og þar birtast doktors-
ritgerðir nemenda prófessors
Baetke. I bókaflokknum Saga
eru þegar komin út tvö rit.
Fyrsta bindið heitir Studien
zu Vánnfirðinga saga (Athug-
anir á Vopnfirðingasögu) eft-
ir dr. Ernst Walter. Annað
bind’ð er eftir dr. Rolf Heller
og heitir Die Darstellung der
Frau in J'vn íslendingasögur
(Kvenlýsingar í íslendinga-
sögum).
íslenzkufræðingar við Karl
Marx-háskólann sjá um út-
gáfu íslendingasagna, sem
koma út hiá Max Niemeyer
Verlag í Halle. í þeim flokki
hafa komið út Hráfnkels
saga og Hænsna Þóris saga
i útgáfu prófessors Baetke,
Gunnlaugs saga í útgáfu frú
Reuschel, nemanda Heuslers,
og verið er að undirbúa út-
gáfu Bandamanna sögu. Þetta
eru skólaútgáfur, hver saga
gefin út sér í hefti með for-
mála, skýringum, orðasafni og
kortum,
Verið er að undirbúa al-
þýðuútgáfu íslendingasagna í
þýzkri þýðingu. Dr. Gerd Sieg,
einn af starfsmönnum við ís-
lenzku deildina í Leipzig, er
að þýða Laxdælu til útgáfu í
Jiessum flokki.
Við Karl Marx-háskólann
nema að staðaldri tíu til fimm-
tán stúdentar forníslenzku.
Bókasafn íslenzku deildarinn-
ar varð fyrir skemmdum af
loítárás á stríðsárunum, en
mestöllum bókakostinum var
bjargað.
Við íslenzku deildina i Leip-
zig er eingöngu lögð stund á
íslenzka fornmálið og ís-
lenzkar fornbókmenntir. I
Greifswald litlum háskólabæ
nálægt Eystrasaltsströndinni
austanverðri, er nýlega tekin
til starfa stofnun, þar sem
veit.t er alhliða fræðsla um
Norðurlönd, þar á meðal Is-
land. Þessi stofnun heitir
Nordisches Institut og starfar
innan vébanda háskólans í
Greifswald. Forstöðumaður
Nordisches Institut er maður
sem margir íslendingar
Jækkja, doktor Bra’,/' Trress.
Hann dvaldi hér á landi frá
1932 til 1940, fyrst við nám.
Síðustu tvö dvalarárin ■ hér
kenndi dr. Kress þýzku við
Menntaskólann í Reykjavik.
Þegar Bretar hernámu Island
1940 handtóku þeir dr. Kress
eins og aðra þýzka ríkisborg-
ara. Hann sat í haldi í fgnga-
búðum á eynni Mön til 1944,
þegar hann var sendur tii
Þýzkalands í fangaskiptum.
Dr. Kress er maður hressi-
legur og talar reiprennandi ís-
lenzku. Þegar við Magnús
Kjartansson ræddum við hann
í skrifstofu hans í húsi Nor-
disches Institut fyrir skömmu,
varð fljótlega ljós áhugi hans
á viðgangi stofnunarinnar og
útbreiðslu þekkingar á íslandi
og islenzkri menningu meðal
landa sinna.
Nordisches Institut i Greifs-
wáld tók til starfa 1918 og
starfaði óslitið til 1945. Síðan
lá stofnunin niðri þangað til
1956 að hún var endurvakin
í breyttri mynd. Á fvrra
starfstímabilinu var litið á
nám við stofnunina sem hálf-
gildings sport, en nú er það
miðað við að búa menn undir
lífsstarf. Nordisches Institut
veitir fræðslu um öll fimm
Norðurlönd, þar læra stúdent-
ar mál Norðurlandaþjóða,
kj'nna sér sögu þeirra og bók-
menntir, atvinnuvegi og lands-
hætti. Miðað er að því að út-
skrifaðir stúdentar geti tekið
að sér þau margvíslegu störf,
sem leysa þarf af hendi i
skiptum Norðurlandaþjóða og
Austur-Þýzkalands. — Nám
sumra er miðað við að þeir
gerist kennarar í Norðurlanda-
málum, aðrir stefna að því
að þýða Norðurlandabók-
menntir á þýzku og rita um
þær, enn aðrir hyggjast láta
til sín taka í verzlunarvið-
skiptum milli Austur-Þýzka-
lands og Norðurlanda og eum-
ir munu gerast bókaverðir við
norrænar deildir austurþýzkra
bókasafna.
Stúdentar við Nordisches
Institut velja sér tvö Norður-
landa að námsefni, venju-
lega annað hvort Noreg og
Danmörku eða Svíþjóð og
Finnland. Islenzka er kennd
sem undirstaða allra Norður-
landamála nema finnsku. Nú
stunda þar 25 stúdentar Í6-
lenzkunám. Fornmálið er lesið
með íslenzkum nútímafram-
burði. Allir stúdentar við
stofnunina læra islenzku í eitt
ár og auk þess fornmálið
sérstaklega í eitt -háskóla-
misseri. Þeir sem leggja sér-
staka stund á íslenzku og ís-
lenzk málefni, læra málið í
fjögur ár og kynna sér auk
þess íslenzka þjóðarsögu og
bókmenntasögu, íslenzka at-
vinnuhætti og viðskiptaþarfir.
Auk þess sem dr. Kress
stjórnar Nordisches Institut
annast hann kennslu i ís-
lenzkri sögu ög þjóðháttum.
I þvi starfi er við ýmsa byrj-
unarörðugleika að striða,
bókakostur stofnunarinnar
eftir 1939 er fjarska glopp-
óttur og auk þess skortir
margt nauðsynlegra eldri rita.
Til dæmis er engin Sturlunga
til í íslenzka bókasafninu í
Nordisches Institut og ekki
heldur Islenzkir þjóðhættir.
Skortur er á hæfum kennslu-
kröftum, Þjóðverjar sem nú
væru miðaldra ef lifað hefðu
féllu unnvörpum i stríðinu
Fastir kennarar við Nordisch-
es Institut eru nú sex, lekt-
orar hafa komið frá Dan-
mörku, Sviþjóð og. Finnlandi.
Við Nordisches Institut nema
einnig stúdentar, sem stunda
aðalnám sitt í öðrum deildum
háskólans, leggja til dæmis
stund á viðskiptafræðí, blaða-
mennsku, bókavörzlu eða bók-
menntasögu eem aðalnáms-
grein. Sem stendur stunda 25
stúdentar nám við stofnunina,
19 þeirra nema þar sitt aðal-
nám en sex stunda þar auka-
nám. Aðsókn að Nordisches
Institut er meiri en hægt er
að sinna vegna takmarkaðra
kennslukra.fta og starfsmögu-
leika að námi loknu. í fyrra
sóttú 18 um aðgang að námi
við stofnunina en ekki var
hægt að veita nema 13 við-
töku.
Eins og við aðra háskóla í
Austur-Þýzkalandi fá stúdent-
ar þarna föst námslaun,
nokkuð mismunandi eftir
námsárangri, eða frá 130
mörkum á mánuði upp í 24Ö
mörk.
Ætlazt er til að kennararn-
ir við Nordisches Institut
etundi fræðistörf jafnframfe
"kennslunni, en lítil tök eru á
því fyrst í stað, meðan verið
er að frumsemja fyrirlestra,
Seinni part vetrar fór dr.
Kress ásamt nemendum sínúm
yfir sögu Islands frá 1800 og
var kominn fram að 1904,
þegar við Magnús Kjartans-
son ræddum við hann. Dr.
Kress er málfræðingur og
hefur lengi haft í smíðum rit
um notkun sagna í ‘ íslenzku
með tilliti til aspektar þeirra
og aktionsartar, en það era
fyrirbrigði sem enginn íslenzk-
ur málfræðingur hefur enn
treyst sér til að gefa íslenzk
nöfn. Svo er mál með vextl
að íslenzkan, eins og enskan,
hefur bæði aspekt og aktions-
art, en í öðrum germönskum
málum, svo sem þýzku,
dönsku, og sænsku, er þetta
ógreinilegra.
— Sem stendur fara allir
kraftar manns í skipulags-
störf og kennslu, segir dr.
Kress. Okkur vantar tii-
finnanleera kennslubók i ís-
lenzku. í fangavistinni á Mön
var ég langt kominn að semja
íslenzka málfræði á þýzku og
því starfi verð ég að ljúka
við fyrstu hentugleika. Sem
stendur notum við hina ensku
kennslubók prófessors Stefáns
Einarssonar.
Starfsmenn dr. Kress erú
sumir með bækur í smiðum,
Dr. Friese vinnur að riti um
skáldskap baroktímabilsins á
17. öld hjá þeim Norðurlanda-
þjóðum, sem mæla á ger-
manskar tungur. Þar munu
nokkur islenzk skáld koma við
sögu, einkum séra Stefán Ól-
afsson i Vallanesi. Annar
kennari dr. Biem, hefur á
prjónunum bók um norskar
raunsæisbókmenntir á 19. öld,
Ibsen og samherja hans.
— Þegar ég er búinn með
bókina um sagnirnar og ís-
lenzku málfræðina langar mig
til að fást við íslenzkar bók-
menntir siðari alda, segir dr,
Kress.
Ekki er hægt að skiljast við
frásögn af islenzkum fræð-
um í Austur-Þýzkalandi án
þess að geta þess að við
Humboldt-háskólann í Austur-
Berlin starfar íslenzkur fræði-
maður, dr. Sveinn Bergsveins-
son. Hann kennir við málvis-
indadeild skólans. M. T. Ó.