Nýi tíminn


Nýi tíminn - 05.06.1958, Page 6

Nýi tíminn - 05.06.1958, Page 6
8) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 5. júní 1958 *>- o- NYI TIMINN Útgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. Ás'kriftargjald kr. 50 á ári. — Prentsmiðja Þjóðviljans. <?> „Bezta leiðin eins og á stóð” T»á er tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar orðið að lögum, bundinn hefur verið endir á stöðvunarstefnuna, sem Alþýðubandalagið mótaði, og afleiðingunum munu menn kynnast næstu vikur og mán- uði i mynd nýrra og stór- felldra verðhækkana. \ fiðbrögð almennings um land allt eru furða og sár- índi. Þegar nuvt.randi stjórn var mvnduð höfðu það verið kin sjálfgefnu úrræði allra í- haldsstjórnanna að „leysa“ hvern vanda í efnahagsmálum rneð því að magna verðbólg- una, með því að hækka allt verðlag í landinu, ýmist með skattakerfi eða gengislækkun- um. En þjóðin hafði sára re.vnslu af því að í þessum aðgerðum var engin „lausn“ íólgin, þær mögnuðu aðeins vandann sem við var að etja, juku bilið milli verðlagsins '.nnanlands og þess verðs sem íæst fyrir afurðir okkar, skertu þannig raunverulegt gengi og verðgildi krónunnar og færðu skuldakóngum og br"skurum ný tækifæri. Það urðu j ví mikil umskipti, er núverandi stjórn var mynduð, og stöðvunarstefnan var tek- in upp fvrir atbeina Alþýðu- bandalagsins. Sú stefna var að vísu erfið í framkvæmd, ekld sízt vegna þess að allt efna- hagskerfið var komið á yztu þröm fyrir atbeina íhaldsins, en kún bar engu að síður mik- inn og lieilladrjúgan árangur. Nú á tæpum tveimur árum hefur verðlag liækkað minna á íslandi en í flestum ná- grannalöndum okkar og aukin trú almennings á verðgildi peninganna hefur m.a. birzt í aukinni sparifjárinyndun. TPina rökrétta og skynsam- lega leiðin hefði verið að halda þessari stefnu áfram og takast á við þá erfiðleika sem henni fylgja, eins og Al- þýðubandalagið lagði til. En Alþýðubandalagið fékk því fekki ráðið vegna andstöðu allra annarra flokka, Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins jafnt og íhaldsins. 1 staðinn hefur nú verið knú- :n fram ný verðbólgulausn, sem er í eðli sínu hliðstæð kollsteypunum fyrri þótt hún sé í ýmsum greinum mun rnildilegri en þær. En hún er ekki lausn á neinu vandamáli, heldur mun hún aðeins gera viðfangsefnin torveldari við- íangs, bæði fyrir alþýðuheim- ilin og efnahagskerfi þjóðar- innar, eins og verðbólguleið- irnar fyrri. Það er fyrst og fremst Framsóknarflokkurinn sem hefur knúið þessa leið fram, og það er greinilegt á Tíman- um að hann gerir sér ljóst að nú er fetað inn á fornar slóðir. I gær telur blaðið það helzt hinum nýju ráðstöfun- um til lofs „að þegar forkólf- ar Sjálfstæðisflokksins liafa Aukinn útflutmngiir er meginatríðið í efnahagsmálum þjéðarínnar Iíoma verður föstu skipulagi á þjóðarbúskapinn fjárfestingarmál og þróun atvinnuveganna farið að virða málið fyrir sér, gátu þeir ekki bent á neina aðra lausn en þá, sem fólst í frumvarpinu . . . Með því viðurkenndu þeir beint og ó- beint að það var bezta leiðin eins og á stóð. Fyrir þetta er forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins ekki álasverðir, eins og áður segir. Þvert á móti er það hrósvert, að þeir liafa komizt hér að réttri niður- stöðu“. Það má vera að Tím- inn telji ástæðu til að fagna ánægju Sjálfstæðisflokksleið- toganna, en almenningur ætl- aðLst sannarlega til annars af þessari stjórn, en að forkólf- ar auðmannaflokksins telji úr- ræði hennar í samræmi við sjónarmið sín og „beztu leið- ina eins og á stóð“. 1 lissulega fagna leiðtogar Sjálfstæðisflokksins því að nýrri verðbólguskriðu er hrundið af stað, og þeir ætla sannarlega ekki að láta á sér etanda í kapphlaupinu við Evstein Jónsson. I bæjar- stjóminni liafa þeir gripið hinar nýju ráðstafanir fegins liendi og nota þær sem tilefni til nýrra og stórfelldra liækk- ana á öllum þáttum bæjar- rekstursins, miklu stórfelldari liækkana en sjálf liigin gefa þó tilefni til. Með því eam- þykkir Sjálfstæðisflokkurinn hina nýju stefnu í verki með þeirri einni breytingu að ekki sé nærri því nóg að gert; það þurfi meiri verðbólgu, stórfelldari hækkanir en felast í lögunum nýju. Það er liláleg hræsni þegar Morgunblaðið þykist bera hag almennings fyrir br.jósti í sambandi við þessi nýju lög, verkin sýna þveröfuga afstöðu, enda er liægt að ausa af langri reynslu um afstöðu þess flokks til verðbólgunnar. rrUminn segir í. gær að „hin- ir ábyrgðarminni leiðtogar Sósíalistaflokksins" hafi lýst andstöðu við liinar nýju ráð- stafanir og „innan verkalýðs- félaganna hefur þetta eett skriðu af stað, sem vel getur leitt til nýrrar verkfallsöldu". Viðbrhgð verkalýðshreyfing- arinnar eru ekki afleiðing af neinum áróðri, heldur raun- sæju mati, þeirri ábyrgð sem samtökin bera á afkomu al- þýðuheimilanna. Það voru verkalýðssamtökin sjálf, sem höfðu frumkvæði að því að tekin var upp samvinna við r'kisvaldið, til þess að freista þess að komast hjá verkföll- um og öðrum stórátökum. Yfirgnæfandi meirihluti verka- lýðskreyfingarinnar lýsti stuðningi við stöðvunar- stefnuna og sannaði þá af- stöðu í verki. En þegar vikið er frá stöðvunarstefnunni og verðbólguleiðin fariri. á nýjan leik, hlýtur verkalýðshreyfing- in að meta viðbrögð sín út frá því hver áhrif hinar nýju ráð- stafanir hafa á lífskjör og kaupmátt launa. „Við Alþýðubandalagsmenn viðui’kennUm, að í efna- hagsmálatiliögum stjórnai’innár eru ýms atriði sem við óttumst að kunni að leiða af sér meiri verðhækkun en auðvelt vei’ður að ráða við. Við hefðum kosið að hafa ýms ákvæði laganna á annan veg, en samkomulag varð um að lokum“. Þannig komst Lúðvík Jósepsson sjávai- útvegsmálaráðheri'a að oi’ði í eldhúsumræöum þeim sem lauk í gærkvöldi. Lúðvík hélt áfram: „Framkvæmd laganna mun ráða miklu um, hvernig þau reynast. Miklu skiptir um verð- lagseftirlitið, en þó meir um það, hvernig stjóm bankanna verður á peningamálimum og hvernig til tekst með skipulag þjóðarbúsins, fjárfestingarmál og þróun atvinnuveganna. Það er skoðun okkar, að tekjuöfl- unarfrumvörp eins og það, sem nú er nýlega orðið að lögum, komi að litlu gagni og aðeins skamman tíma, ef ekki tekst að auka útflutningsframleiðsl- una og þar með gjaideyris- tekjur þjóðarinnar. Aukinn út- flutningur er það sem öllu skiptir í þessiun efniun. Und- irstaða þess að svo megi verða, er stækkun landhelginnar, stækkun fiskiflotans, meiri vinnsla úr fiskinum og síðast en eklti sízt fleiri landsmenn að framleiðslustörfum. „Það má öllum vera Ijóst að vaxandi fjárfesting með minnkandi útflutningi getur ekki gengið öllu lengur. Fjár- festingin í landinu hefur ver- ið meiri síðustu árin, en gjald- eyrisþol þjóðarinnar hefur leyft. Hefðum við fjárfest 200 milljónum króna minna s.l. ár, eða áliíka mikið og árið áður, og jafnframt beint því vinnu- afli, sem þannig hefði losnað, í útflutningsframleiðsluna, þá j hefðum við ekki þurft að greiða 35 milljónir í gjaldeyri til er- lendra sjómanna, og þá hefð- um við að öllum líkindum ekki þurft að glíma við þá tekju- öflim sem nú var ráðizt í. Hernámsspillinqin „Á s.l. sex árum hefur þjóðin haft til ráðstöfunar 1500 millj- ónir króna, eða hálfan annan milljarð, sem fengizt hefur Sem erlent gjafafé, eða greiðsla frá herstöðinni við Keflavík. Þessi mikla fjárhæð hefur sagt til sín í íslenzku efnaliagslífi. Hún hefur villt mörgum sýn um raunverulegar og traustar árlegar tekjur þjóðarinnar. En það er kominn tími fyrir okk- ur að átta okkur á þessum staðreyndum. Auknar fram- leiðslutekjur verða að koma í stað tekna af þessu tagi, ef þjóðin vill búa við efnaha.gs- legt sjálfstæði. Herstöðin ií Mið- neslieiði hefur orðið íslendingum dýr á marga vegu. Hún hefur truflað allt efnaliagslíf okkar, liún hefur skapað hér gull- grafaraæði gráðugra okurkarla. Hún hefur raunverulega lagt þungar búsifjar á framleiðslu- atvinnuvegi landsins og valdið óeðlilegum fólksflutningum í landinu. En auk þess hefur svo herstöðin sljóvgað sjálfstæðis- vitund þjóðarinnar og djarf- mannlega framkomu gagnvart erlendum þjóðum. Eínahagslegt sjálfstæði „Baráttan fyrir efnahagslegu sjálfstæði verður jöfnum hönd- uiri barátta fyrir brottför hers- ins úr landinu og fyrir upp- byggingu traustra atvinnu- greina í landinu. Af þessum ástæðum leggur Alþýðubanda- lagið nú höfuðáherzlu á: stækkun landhelginnar, kaup á nýjum fiskiskipum, meiri fisk- iðnað og aukna útflutnings- framleiðslu. Það eitt getur tryggt góð lífskjör í landinu og efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar. Enn reynt aS knýja Islendinga til samninga um fiskveiðilögsögu Framhald af 1. síðu. gerðarmenn velta stöðugt fyrir sér, rivernig bregðast skuli við útfærslu fiskveið’llögsögunnar við Island „eða hvaða refsiað- gerðum skuli fceita“. segir fréctaritarinn. „Það er almennt viðurkennt að ,,harðhentar“ aðgerðir — til dæmis algert viðskiptabann eða „innrás“ breZkra togara undir vernd herskipa á haf- svæðið sem íslendingar hafa helgað séi — myndi verða til þess eins að hrekja Island í arma kommúnista og út úr A- bandalaginu“. Grimsby Evening Telegrapli hefur eftir starfsmönnum í brezka utanríkisráðuneytinu, að þar hafi verið „mikið um að vera og miklar skeytasend- ingar“ eftir að kunnugt varð um ákvörðun íslenzku stjórn- arflokkanna eð færa út fisk- veiðamörkin, en þeir hafi var- izt allra frétta af því sem verið var að gera. „Það gæti spillt árangrinum, ef við segðum hvað við erum að aðhafast" sagði talsmaður ráðuneytisins. Þrír stjórnarfimdir Brezku blöðin fullyrða að fyrirætlanir Islendinga í land- helgismálinu hafi verið ræddar á þrem fundum brezku ríkis- stjómarinnar á einni viku. Sú ályktun er dregin af því að Manningham-Buller, aðalfull- trúi IBreta á Genfarráðstefn- unni um alþjóðalög á hafinu, og flotamálaráðherrann, Sel- kirk lávarður, sátu alla fund- ina, þótt þeir eigi ekki sæti í ráðuneytinu. Blöðin telja að ríkisstjórnin sé staðráðin í að vera við öllu búin og hafi þegar ákveðið, hvernig mæta skuli ákvörðun Islendinga. Togaraútgerðarmenn leggja mikið kapp á að koma skoð- unum sínum á framfæri við stjórnmálaflokkana í Bretlandi. Samband togaraeigenda hefur boðið fis'kveiðanefndum beggja stóru þingflokkanna til veizlu í London 11. júní til að túlka álit útgerðarmanna fyrir þing- mönnunum. Sendiherrann á annríkt Stjórnmálafréttaritari Grims- b.v Evening Telegrapli segir að „á sumuin stöðum“ sé litið svo á að birting samkoinulags stjóruarflokkauna í Þjóðvilj- ammi sé ráðstöfun af hálfu Lúðvík Jósepssonar til að „knýja fram vilja sinn. . . Birt- ing einstakra atriða þegar í stað torvældar iiinuni hófsam- ari íslendingum að hörfa frá 12 mílna línuimi", segir brezka blaðið. Það getur þess einnig, að Andrew Gilchrist, sendiherra Bretlands í Reykjavík, hafi „næstum daglega lagt að íslend ingum að hafast ekkert að varðandi fiskveiðalögsöguna fyrr en ný ráðstefna hefur verið haldin“. Ihaldskonur beðnar liðsinnis Ljóst er að brezku útgerð- armennirnir óttast að almenn- ingsálitið í Bretlandi sé þeim ekki ýkja hliðholt, þegar um það er að ræða að troða ill- sakir við íslendinga. Til dæmis hefur sir Farndale Phillips, for- seti sambands togaraeigenda, sent landsfundi íhaldskvenna skeyti, þar sem hann heldur því fram að fiskverð muni hækka að mun „ef erlendum rikjum er látið haldast uppi að færa fislcveiðalögsögu sína út í tólf mílur“. Biður Phillips íhaldskonurnar að gæta þessa að styðja viðleitni ríkisstjórn- arinnar til að koma á svæðis- ráðstefnu um landhelgismál. The Financial Times fullyrð- ir 30. maí, að brezkir togara- eigendur muni krefjast þess af ríkisstjórninni, að hún láti herskip vernda brezka veiði- þjófa á því átta mílna belti, sem bætt verður við fiskveiði- lögsögu íslands. Sama blað segir að togara- eigendur líti á samninginn við Sovétríkin, sem heimilar brezk- um togurum að fiska innan sovézkrar tólf mílna landhelgi sem fyrirmynd að tvíhliða samningum við önnur strand- ríki, þar sem brezkir togarar fiska. Þráseta hersins vekur vonir I ristjórnargrein í vikuyfir- liti Times er vikið að því að landhelgismálið og herseta Bandaríkjamanna í Keflavík séu helztu deilumálin á Islandi sem aðrar þjóðir varða. Blaðið telur að Islendingum muni ekki ljúft að leggja út í nýja landhelgisdeilu og segir: Framhald á 9. síðu HT

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.