Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 4. septamber 1958 Ummæli Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsmálaráðherra í útvarpinu Við Iivikuiii ekki frá 12 míliia fiskveiðilandlielgi O og sanmingar um undanslátt koma ekki til greina Öll íslenzka þjóðin er einhuga um nauðsyn stækkunar íisveiðilándhelg- innar. Einhugur okkar og einbeittni eru okkar sterkustu voon. Engin her- skip ccr enaar hótanir geta unnið bug á einhuga þjóð, sem aðeins heimtar rétt sinn til líísöry^gis. Við munum ekki láta hótanir eða ögranir brezkra út- gerðarmanna egna okkur til ílaustursverka, en bað er jaínvíst að við hvikum ekki írá 12 mílna íisveiðilandhelginni og samningar um undanslátt koma ekki til greina. Við óskum eftir samstarfi og vináttu við Breta eins og aðrar bjóðir en við krefjumst réttar okkar til að lifa. 12 mílna fiskveiði- landhelgin verður framkvæmd með einhuga samstöðu allrar þjóðarinnar. Þannig komst Lúðvík Jósepsson að orði er Iiann ræddi í íréttaauka útvarpsins sl. laugard. um landholgismálið í ræðu sinni skýrði Lúðvik frá nýju reglugerðinni um veiðar íslenzku togaranna innan 12 mílna' takniarkanna. Ummæli Lúðvks Jósepsson- ar um landhelgismálið voru á þessa leið: Eftir tvo sólarhringa kem- ur til framkvæmda hin nýja fiskveiðilandhelgi íslands. Frá kl. 24 á sunnudagskvöld brevtist fiskveiðilandhelgin úr 4 sjómílum frá grunnlínum í 12 mílur. Síðustu daga hefur að von- um mikið verið rætt um land- helgismálið. I erlendum blcð- um einkum í Bretlandi og á Norðurlöndum eru fréttir um stækkun íslenzku fiskveiði- landhelginnar forsíðufréttir. Hér heima er málið einnig mikið rætt og meira en nokk- urt annað mál í svipinn. Hingað til lands hafa komið tugir erlendra fréttamanna í tilefni af þessu máli. Margt af því sem sagt hef- ur verið um málið í erlendum blöðum og fréttastofum er villandi, eða með öllu rangt. Málstaður okkar er þar af- fluttur á lrinn herfilegasta hátt. Nokkrir aðilar erlendis hafa hinsvegar tekið málstað okk- ar og túlkað sjónarmið okkar af sanngirni. Ákvörðun okkar um 12 mílna fiskveiðilandhelgi hefur verið mótmælt af ýmsum þjóðum, en nokkrar hafa við- urkennt stækkunina eða hafa ekki séð ástæðu til mótmæla. Mótmælin nú koma frá sömu aðilum og mótmæltu stækkun fiskveiðisvæðisins 1952. Mót- mæli þeirra eru í öllum aðal- atriðum sama eðlis og þau voru þá. Og enn eru það brezkir tog- araeigendur og brezkir tog- araskipstjórar eem. í frammi hafa mestar hótanir og f jand- samlegastir eru í okkar garð. Þegar fiskveiðitakmörkin voru færð út árið 1952 sögðu þess- ir s"mu menn, að stækkunin, ef fram næði að ganga, myndi gjörsamlega eyðileggja fisk- veiðar Breta í Norðurhöfum og mikinn hluta af brezkum fiskiðnaði. Þá sögðust þeir aldrei mundu viðurkenna stækkun- ina og veiða áfram upp að gömlu þriggja mílna línunni. Þá kröfðust þeir herskipa- verndar eins og nú og hótuðu Islendingu m valdbeitingu. Nú hefur revnslan sann- nð að ölí gífurvrði brezkra togareeigenda um stækk- unina 1952, voru röng. Þeirra eigin skýrslut sýna nú, að þeir hafa fengið meiri fisk við ísland eftir friðunina en áður, en að- eins þurft að taka aflann á öðrum slóðum. Andstæðingar stækkunar fiskveiðilandhelginnar við Is- land hafa mj"g reynt að halda því fram, að afstaða okkar væri óbilgjörn, þar sem við neituðum samningum um deilumálið, en settum þess í stað einhliða reglur um stærð fiskveiðilandhelginnar. Hér er mjög ranglega skýrt frá afstöðu okkar. íslendingar hafa um 10 ára skeið leitað eftir samkomu- lagi um landhelgismálið á al- þjóðavettvangi. Sjónarmið okkar hefur verið, að eðlileg- ast væri að alþjóðareglur yrðu settar um stærð landhelginn- ar. Samkvæmt því lögðu Is- lendingar til árið 1949, að alþjóðalaganefnd S. Þ. sem fjallaði um alþjóðalagareglur á hafinu skyldi einnig falið að gera tillögur um stærð land- helgi. Þær þjóðir sem nú á- saka okltur fyrir, að vilja ekki semja um deiluna, stóðu gegn þessari tillögu okkar. Þær \i!du ekki alþjóðareglur um stærð Iandhelgi. Síðar lögðum við til, að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tæki afstöðu til deilunnar um stærð landhelgi. Sörnu þjóðir stóðu þá gegn til- lögu okkar. Á Genfarráðstefnunni í vet- ur lögðum við íslendingar enn mikla áherzlu á, að samkomu- lag gæti náðst um málið. En Bretar og fleiri þjóðir stóðu þá bjargfastir gegn þeirri lausn sem augljóst var að meirihluti þjóðanua að- liyllist. Við höfum alltaf bent á, að samningar um landhelgismál- ið verða að vera á alþjóðleg- um grundvelli, en ekki sér- samningar við einstök riki. Slíkir sérsamningar eru í raun og veru óframkvæman- legir nema veita eigi einstök- um þjóðum sérréttindi innan landhelginnar. Vilji Breta nú til þess að semja um fiskveiði- landhelgi íelands, aðeins við þjóðir Vestur-Evrópu, einmitt þær þjóðimar sem andstæð- astar hafa verið sjónarmiðum okkar allan tímann, er þvx ekki sönnun um vilja þeirra til eðlilegra samninga um • stærð fiskveiðilandhelgi, held- ur sönnun um, að þeir vilja fá sern sterkasta aðstöðu til þess að ná sérsamningum um fiskveiðiréítindi innan ís- Ienzkrar fiskveiðilandhelgi. Einhliða yfirlýsing okkar um 12 mílna fiskveiðiland- helgi var tekin eftir margi’a árg tilraunir til þess að fá al- þjóðlegar reglur um stærð fiskveiðilandhelgi. Ákvl'rðun okkar er studd sterkum al- þjóðlegum rökum. I fyrsta lagi er það stað- reynd, að margar þjóðir hafa þegar tekið sér 12 mílna land- helgi. í öðru Iagi hefur alþjóða- laganefnd Sameinuðu þjóð- anna, sem skipuð var heims- kunnum þjóðréttarfræðingum viðurkennt, að engar fastar reglur eru gildandi um víðáttu land- . helgi. að landhelgi geti verið frá 3 —12 mílur, en ekki yfir 12 mílur. Með því hefur hún viður- kennt að 12 mílna landhelgi er heimil að alþjóða lögum. Og í þriðja lagi kom ótví- rætt fram á hinni geysifjöl- mennu þjóðaráðstefnu í Genf um landhelgina, að meirihluti 'þjóðanna styður regluna um 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Þennan lagalega stuðning höfum við frá alþjóðavett- vangi fyrir ákvörðun okkar. Það er engin nýlunda að út sé gefin einhliða yfirlýsing um breytingu á landhelgi. Þannig hafa nær allar þjóðir farið að. Þannig breyttu Norðmenn elnni landhelgi síð- ast með einhliða yfirlýsingu, en ekki með samningi við eina eða fáar þjóðir. Og þannig lýstum við einnig yfir stækk- un okkar 1952, en töldum ekki fært að semja við f^ar þjóðir um málið. Hótanir þrezkra útgerðar- manna um valdbeitingu eru fjarstæðukenndar. Þannig er öllum Ijóst, að hótanir þeirra um að veiða innau fiskveiði- landhelginnar í hópum og undir herskipavernd, fá ekki staðist. Slíkar fiskveiðar er ekki hægt að stuiida við ísland og allar tilraunir í þá átt eru fyrirfram dæmdar íil að mistalrast. Þetta vita brezkir togara- menn og hafa þegar sagt það í brezkum blöðum Það er móðgun af versts. tagi við okkur ísleuding.i, bjóða okkur peningalán með þeim skilyrðmn, að við hveif- um frá rétti þjóðarinnar ti þess að vemda dýrmætustu eign okkar, fiskimiðin í kringi um landið. Samniugar um slík lán, væru hliðstæðir þvi, að við seldum hluta af Iandi okk- ar fyrir peninga. Við íslendingar höfum gert glögga grein fyrir nauðsyn þess að ráðast í stækkun fisk- veiðilandhelginnar. Afkoma þjóðarinnar bygg- ist á fiskveiðum og grunhmið- in við Iarnlið verður því að vernda gegn ofveiði. Ákvörðun okkar var tekin af lífsnauðsyn, en ekki af fjandskap við neina þjóð. Dettur nokkrum manni í hug, að forustumenn Bret- lands hefðu horft aðgerðar- lausir á það, ef f jölmennur er- lendur fiskiskipafloti hefði verið að eyða fiskimiðunum við strendur Bretlands og heildartekjur Bretlands af út- flutningi væni 95% sjávaraf- urðir. Nei, engum dettur slikt í hug, Auðvitað hefðu for- ustumenn Breta ákveðið að vemda þau auðæfi við strend- ur laisisins, sem afkoma þjóðarinnar byggðist á. Þetta sanna ýmsar ráðstaf- anir Breta. • Þeir hafa t. d. ekki hikað við að lýsa yfir sem lokuðu hafsvæði 100 mílna breiðu svæði í kringum Jólaey í Kyrrahafi þar sem þeir gera atómsprengjutilraun- ir sínar og með því hafa þeir með einhliða tílkynningu )ok- að viðurkeimdmn fiskinúðum japanskra fiskimanna. Öil íslenzka þjóðin er ein- huga um nauðsyn stækkuriar fiskveiðilandhelginnar. Einhugur okkar og ein- beittni eru okkar sterkustu vopn. Engin herskip og engar hótanir geta unnið bug á ein- liuga þjóð, sem aðeins heimtar rétt sinn tíl lífsöryggis. Við munum ekki láta hótan- ir eða ögranir brezkra útgerð- armanna egna okkur til flaustursverka, en það er jafnvíst, að \rið hvikum ekki frá 12 mílna fiskveiðiland- helgi og samningar um und- anslátt koma eldti til greina- Við óskum eftir samstarfi og vináttu við Breta eins og aðrar þjóðir, en við kref jumst réttar okkar til að lifa. 12 mílna fiskveiðiland- helgin verður framkvæmdl með einhuga samstöðu allr- ar þjóðarinnar. Tilkynnf ng Nr. 18/1958 Iiinflutningsskrifstöfan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð i smásölu á framleiðsluvörum Raf- tækjaverksmiðjunnar h.f., Hafnarfirði. Eldavél, Gerð 2650 Kr. 2725.00 — — 4403 — 3550,00 — — 4403A — 3670,00 — — 4403B — 4170,00 — — 4403C — 4375,00 — — 4404 — 3935,00 4404A .................. — 4065,00 — — 4404B — 4575,00 — — 4404C — 4975,00 Sé óskað eftir hitahólfi í vélarnár, kbstar þá'ð auka- lega ................................. Kr. ' 4Í5.00“ Kæliskápar L-450 .................... Kr. 6300,00 Þvoriapottar 50 1 ........................— 1960,00 Þvoriapottar 100 1 ...................... — 2600,00 Þilofnar, fasttengdir, 250 W ............. — 605,00 — — 300 W.............— 320,00 — 400 W..............— 340,00 — — 500 W.............— 395,00 — 600 W — 435,00 — 700 W — 470,00 — 800 W..............— 530,00 — — 900 W — 590,00 — 1000 W — 670,00 — 1200 W — 775.00 — — 1500 W — 900.00 1800 W..............— 1075,00 Á ö/nini ver.zhm;irstöðúm en í Reykjavik og Hafn- arfirði má bæta sannanlegum flutningskostnaði við c* t tigreint hámarksverð. Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið 5 rerðinu. Reykjavík I, ágúst 1958. V'erðis.gssitjó'riim.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.