Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 8
8) — N'ÝT TÍMINN — Fimmtudagiir 4. september 1958 Brezku ræningjamir gerast hræddir: alþfóðalög - breiÓa Þegar Bretar lentu í landhelgisdeilu við Egypta, pá skutu peir af pvílíkri snilld á eina egy-pzka borg, P.ort Said, að púsundir létu lifið, drjúgur hlutinn konur og börn Nýlega var þess einhvers- staðar getið til marks um umburðarlyndi okkar Islend- inga gagnvart brézkum tog- urum, að þrátt fyrir allt þeirra ofríki á íslandsmið- um hefðum við aldrei skotið á þá nema varðskip okkar icrfáum sinnum sent sakíaus viðvörunarskot fyrir fram- an stefnið á veiðiþijófum sem hefðu reynt að stíma burt með þýfið. En þetta er ekki allskostar rétt. íslendingar hafa hvað eftir annað skotið á brezka togara, ekki bara fyrir framan stefnið, heldur oft og tíðum beint á þá, já einmitt beint á þá — upp á líf og dauða. Hinsvegar hafa Islendingar aidrei notað til þessa fallbyssur af þeirri gerð sem prýðir nú leiðang- ur brezkra veiðiþjófa á mið okkar — heldur línubyssur. Þetta er sem sé ekki í fyrsta sinn sem brezkir tog- aramenn biðja um aðstoð við Islandsstrendur. Við höfum fyrr heyrt neyðarköll þeirra. Hitt er nýtt að heyra þá biðja ' um aðstoð herskipa gegn okkur, fulltingi fall- byssna til að hafa í frammi við okkur hroka og ofríki. Við erum vanari þeim neyð- arköllum þeirra þar sem að- stoðarinnar var einmitt beiðzt af okkur. Eða (svo tekið sé aðeins eitt dæmi) hverskonar byssa var það sem bjargaði þeim við Látrabjarg? Var það fall- byssa á brezku herskipi? Var það.ekki línubyssa.sem nokkrir íslenzkir sjómenn og bændur fluttu um erfiðí.n veg og ofan þv.erhnípt bjarg- ið og iögðu líf sitt í hættu til að geta skotið úr henni á hinn brezka togara — og hittu. Hvaða gagn hefði orðið að brézkum heims- veldishroka í briminu undir Látrabjargi nóttina þá ? Eg sá um daginn. úrkb'ppu úr brezku blaði þar sem far- ið var háðulegiim orðum um hina nýju landhelgi okkar Isierdinga, enda mundu svona smákallar eins og við aldrei getá varið hana, ætt- um ekki nema 5—7 iitlá koppa búna fallbyssum, og kynnum sennilega ekki að skjóta úr þeim fallbyssum, þó við fegnir vildum. Okkur dettur auðvitao ekki í hug að bera á móti því að Bretar séu meiri skyttur en við. Enda skort- ir ekki sannanirnar um skot- fimi þeirra. Til dæmis fyrir tveim árum þegar Bretar lentu í Iandhelgisdeilu við Egypta, þá skutu þeir af þvi þvílíkri snil'd á eina egypzka borg, Port Said, að þúsundir létu lífið, drjúgur hlutinn konur og börn, og varla stóð steinn jTir steini eftir hrið- ina. Nei, okkur dettur ekki í hug að keppa við Breta t skotfimi. Aðeins viljum við minna Breta á það, að fallbyssur duga ekki allstaðar. Það er til dæmis tilgangslaust að skjóta fallbyssukúlum á brimið undir Látrabjargi. Og þó við Islendingar séum klaufar að skjóta úr fail- byssum, þá eigum við nokk- ra menn sem hafa sýnt að þeir kunna að skjóta úr linubyssum. Við erum að visu ekki heimsveldi eins og Bretar. En einmitt kannski þess vegna eigum við bágt með að bera virðingu fyrir fall- byssum. Hinsvegar kunnum • við vel að meta línubyssur. Og þó að brezkir togara- menn híæi kannski að byss- u.m okkar í dag, þá hafa þeir ekki alltaf gert það,— og munu kannski ekki alltaf gera það. Og einmitt kannski líka vegna bess að við erum lítil bjóð en ekki heimsveldi, þá eigum við bágt með að hata.nokkra þjóð. Og þess- vegna getum við sagt við Breta i fuilri einlægni, að þó heir séu reiðubúnir að skjóta á okkar skip úr fall- bvssum sínum í dag, þá muuum v:ð ekki síður verða reiðubúnir að skjóta á þeirra skip úr línubyssum okkar, —• ef þeir skýldu einhverntíma aftur æskja þess. •Jónas Árnason í síðari fréttatíma útvarpsins í gærkvöld var lesin eftirfarandi frétt frá fréttaritara á Aust- fjörðum, sem staddur er um borð í einu varðskipanna: Vorum staddir ú: af Gletting: klukkan 18 í dimmri þoku. Hitt- uni stóran, nýjan togara, sem hafði breitt yfir rafn cg númer, og hefuv langt til eins mikla ferð og vid á fulhi. Við misstum af honum í þokiumi annað slagið. Hann hringsólaði í kringum her- skipið Iiound. Húðirnar sem breiddar eru yfir naftiið blöktu og við gátum smám saman les- ið nafnið Lord Beatty og síðan náð númerinu, 112 Hull. Við kölluðum til lierskipsins og vokt- Hérskip kennir Framhald af 11. síðiu •• • •.•<• - ••«•«.** til, að brezku íhaldsstjórninni hafi með aðgerðum sínum tekizt eitt til fullnustu: Að vekja á íslandi slíka andúð gegn öllu sem brezkt er, að fjöldi brezkra mánna, jafnvel alsaklausra af öllum yfir- gangi, bíði af því tjón. ^ Herskip kenna Islendingum Annað hefur Bretum tekizt undanfarna daga: Að kenna Islendingum hvert er raun- verulegt eðli hernaðarbanda- lags Bretlands og Islands og Bandaríkjanna, Atlanzhafs- bar.dalagsins. Þegar Bjarni Benediktsson og kumpánar voru að fleka ísland inn > það hernaðarbandaiag, sögðu þeir Islendingum að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna væru svo fínar og fullkomnar lýðræðisþjóðir að aldrei kæmi til mála að þær hæfu árásar- strið gegn nokkurri þjóð utan bandalagsins, þetta væri ein- göngu varnarbandalag. Hvað þá að slík óheyrileg tíðindi gætu gerzt að ein þess- ara fyrirmvndarlýðræðis- þjóða myndi gera sér lítið fyrir og ráðast með herskipa- flota á einu bardalagsþjóðina, sem engan hefinn á! Þeim var að vísu sagt það þá þegar og margoft síðan hvers eðlis brezka nýlendu- veldið væri, hvers eðlis banda- ríska auðvaldið væri, og hvernig þær höguðu sér i 'sáinskiptum við aðrar þjóðir. En allt of margir íslending- ar. tóku þó í. hrek.kleysi sínu mark á’ lýðræðisskrumi Bjarna Ben. og kumpána um Atlanzhafsbanidalagið. Þessa dagana eru brezku hersldpin að sanna Islend- ingum hverjir höfðu rétt fyrir sér um eðli Aiian/.liafsbaiida- lagsins, um lýðræðisást auð- vaklssíjórna Bretlands og Bandaríkjanna, um liinn sér- kennilega skilning þeirra rík- isstjórna á „verad smáþjóð- anna“. Nú munu fáir íslend- ingar taka trúanleg (og jafn- vel blygðast sin fyrir að haf.a nokkurn tíma trúað) blekkingum Bjarna Bene- diktssonar og annarra Atlanz- hafsbandalagspostula um auð- valdsstjórnir þessar sem hornstein lýðræðis og vemd- unar smáþjóða i vondum heimi. um athygli á þessu broti á al- þjóðaiögrum, og fengiur, það eitt svar, að togarinn væri á úlhaf- inu. Hins vegar var því engu svarað þegar vakin var a 'iiygli á því að barmið við að breiða yfir nafn oy númer giiti hvar- vetpa, aðeins lostið upp ögrunar- ópum, þar sem skipshöfn her- skipsins hafði hópazt saman aftast á skipnu Vöruskiptajöínuourinn óhagstæður um 240 milli I júlímánuði sl. varð vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um' 26,3 miiljónir kr. Út voru fluttar vöruf fyr- ir 62.6 millj. en inn fyrir rúmlega 89 millj. Sjö fyrstu mánuði þessa árs hefur vöru- skiptajöfnuðurinn orðið óhag- stæður um 240.6 millj. kr. Á því tímabili hefur útflutningur ! íslenzkm vara numið 530.2 ; millj. kr. en innflutningurinn | 770.8 millj. kr. j í júVmánuði í fyrra var-vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 50.6 millj. kr. Þá voru flutt- ar út íslenzkar vörur fyrir 42,5 millj. en innflutningurinri nam 93.1 millj. A tímabilinu jan.—júlí í fyrra ! var vöruskiptajöfnuðurinn ó- 1 hagstæður um 197,4 millj. kr. Á því tímabili voru fluttar ,út vörur fyrir 508,5 millj. en inn fyrir 706 'millj. Framhald af 3. síðu metunum, en Kornið fvllir mælinn. En nú stöndum við svo vel að víei að vera fuligiid- ir þátttakendur í samtökurn. allra (eða flestra) f-ulivalda þjóða, Sameinuðu þjóður.um. En höfum við notfært okkur þann dýrlega rétt með -skyn- samlegum tillögunr og einarð- legum málflutningi? Höfum við stutt lítilmagnann og undirok- aðar þjóðir? Nei. Við erum orðnir svona vanir „handjárri- unum“, að ieiðtogar tíkkár hafa ekkert talið sjálfságðara en að láta ,,háridjárna“ sig einnig þar, Góðir Islendingar! Við viljum frið og vinsamleg samskipti við allar þjóðir. Við munum ekki fremu^ hér eftir en hingað til troða illsakir við aðrar þjóðir. En við heimtum að fá að lifa í friði í okkar eigin landi. Við heimtum að leiðtogar þjóðar- innar snúi við af þeirri giap- ræðisbraut, sem þeir hafa teymt okkur út á. Við heimtum tafarlausa úrsögn úr Atlanz- hafsbandalaginu. því þangað átturn við aldrei neitt erindi. Við heimtum að allur erlend- ur her og allar hans vígvélar, hverju nafni.sem þær nefnast, víki tafarlaust burt úr landi okkar. Við heimtum að aftur verði tekið upp algjört og æ- varandi hlutleysi í hernaðar- átökum. Allt þetta heimtum við vegna þess, að við eruin þess fullvissir að það er eina skynsamlega leiðin til að end- urheimta og viðhalda sjálfs- virðingu okkar, og að það er sá eini skerfur sem við getum lagt fram til eflingar- friðarins í heiminum.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.