Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4, september 1958 — NÝI TÍMINN — (5 istaða íhaldsins til landhelgisbaráttu íslendinga m 'unblaSiS segir i fyrradag ao bezf sé að andstœöingar okkar ieiBi landhelgismálið fil lykfa á sem skynsamlegasfan hátf I Danska stjórin hefur sem kunnugt er svikið Fæx’eyinga enn einu sinni. Hún hefur haft að engu samþykkt lögþingsins um stækkun fiskveiðilögsögunn- ar við Færeyjar í 12 mílur 1. september. Ástæðan er sú að Danir taka verzlunarhagsmuni sína — sölu á svínakjöti — langt fram yfir líisnauðsyn Færey- inga, og þeir þora ekki á nokk- urn hátt að styggja brezk stjórnarvöld. En það er sérstak- lega athyglisvert fyrir íslend- inga að danska stjórnin reynir að dylja svik síxi í landheigis- málinu með því að bera fram beiðni um að ráðherrafund- uf Atlanzhafsbandalagsins verði kvaddur saman án taf- ar. Þetta er nákvæmlega sama aðferð og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft gagn- vart íslendingum. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til land- helgisbaráttu íslendinga er nákvæmlega sú sama og af- staða dönsku stjórnarinnar til landhelgisbaráttu Fær eyinga. KáSöinenn Sjálfsfæöis- fiekksíns skárusf úr leik íslendingar þekkja af langri reynslu hvernig það er að eiga í -Morgunbl. í fyrradag er að finna einhverja snjöllustu ,.prentvillu“ sem sézt hefur í íslenzku blaði. í Reykjavíkur- bréfinu er Bjarni Benediktsson látinn segja að sýna 'þurfi ,„róg- semi“ í landlielgismálinu, enda getur engiim haldið því fram að hann hafi ekki verið nægilega rógsamur að undanförnu. Auð- vitað er þetta engin prentvilla, heldur ádrepa frá hugrökkum prentarasem prófarkalesari hef- ur ekki séð ástæðu til að breyta. lífshagsmuni sína undir dönsk- um váldsmönnum. Við erum sem betur fer lausir við þá raun — en ráðamenn Sjálfstæðis- flokkins höfum við ennþá hjá okkur, og það er furðulegt hversu dyggilega þeir feta í fót- spor pólitíkur-anná við Eystra- salt. Eftir Genfarráostefinuna í vor var sem kunnugt er um það aitt að ræða, hvort íslend- ingar ættu að hrökkva eða stökkva. stækká fiskveiðiland- halgi sína eða heykjast á stærsta hagsmunamáli sínu. ís- lendingar höfðu þá í tíu ár gert látlausar tilraunir til að ná al- þjóðlegu samkomulagi um stærð lendhelginnai', en öllum þeim tilraunum hafði verið spillt af Bretum og fylgiríkjum þeirra í Atlanzhafsbándalaginu. Þar hafði sem sé verið revnt til þrautár — og nú var aðeins eftir að taka ákvörðun. En þá skárust ráðamenn Sjálfstæðisflokksins úr leik. Þeir lögðu til að íslendingar ákvæðu elcki stækkun land- helginnar, lieldur vrðu þeir viff kröfum Atlanzhafsbanda- lagsins um ráðstefnu innan þess, samningamakk og und- arihald. Og viðbrögð dönsku stjórnarinnar voru alveg eins. Hún sendi okkur orð- sendingu og lagði til að slík NATO-ráðstefna yrði haldin áður en endanleg ákvörðun væri tekin; þannig kvaðst hún myndu fara með hags- muni Færeyinga. Það er lán fslendinga að leiðtogar Sjálf- stæðisfloklrsins höfðu ekki þetta mikla örlagamál þjóð- arinnar í höndum sínum — á sama hátt og það er ólán Færeyinga^ið eiga örlög sín í höndum Dana. Framköma ífialdsleiS- foganna pönfisn m fiéfaoií Framkoma SjálfstæðisflqlcHs-- ins i landhelgismálinu hefur verið þjóðhættuleg, og það er engum efa bundið að einmitt hin óíslenzka íramkoma íhalds- leiðtoganria hefur mjög magn- að andstöðuna i Vestur-Evr- 'ópú gegn réttlætisbaráttu okk- ar. Uppgjafartónninn í Moi-g- | unblaðinu og leiðtogum Sjálf- stæðisflokksins hefur vakið þá sjól^sblekkingu hjá ráðamönn- um Breta, að við værum að því komnir að heykjast; það þyrfti aðeins að hafa í hótunum við . okkur.. til þess að við gæfumst upp. Það eru því fyrst og fremst fórustumerin Sjálfstæðjsflokks- : ins sem hafa boðið ógriunúm Breta heim og ýtt undir þá til ofbeldisverkt i> íslandsmiðum. Og Bretar reiknuðu rétt — að því er leiðtoga Sjálfstæð- isflokksins snertir. Þeir brugðust þannig við hótun- unum að koma með nýja upngjafartíllögu fjórum dög- um áður en stækkun land- helginnar kom til i’ram- kvæmda og heimtuðu enn að ráðherrar þeirra rikja sem eru fjandsamlegust okkur og ógna okkur f jölluðu um mál- ið. ándsfæ0ing»r okkar eiga að ráða landheigis- málinu fil lykia! Með þessari tillögu ganga leiðtogar Sjálfstæðisflokksins opinskátt í þjónustu Breta og flýja undan merkjum íslend- inga. Það hefur alltaí verið stefna okkar að berjast fyrir al- þjóðlegu samkomulagi um land- helgismálið. A alþjóðavettvangi hefur okkur orðið mikið ágengt, þar nýtur málstaður okkar á- gæts stuðnings. Það kom bezt í 3jós á Genfarráðstefnunni, þar sem me.irihluti þjóðanna studdi tillöguna um 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Bretar eru hins vegar í vonlausum minnihluta á alþjóðavettvangi með sjónar- mið sín. eiris og kom skýrt fram á Genfarráðstefnunni. Þeir hafa því alltaf verið á móti alþjóð- H. C. Ilanseu hefur brugðizt Færeyingum og leggur til að ráffherrafundur Atlanzliafs- bandalagsins verffi kvaddur saman. legu samkomulagi, en viljað að landhelgi íslands yrði ákveðin innan Atlanzhafsbandalagsins af þeim ríkjum sem eru and- stæðust okkur. Þetta sjónarmið Breta hafa ráðamenn Sjálfstæðisflokksins algerlega gert að sínu. Og þeir vita fullkomlega hvað þeir eru að gera; það kemur seinast frám í Mox-gunblaðinu í gær, í Reykjavíkurbréfi Bjarna Bene- diktssönar aðalritstjóra; hann segir orðrétt: „Einmitt vegna þess að innan Atlanzhafsbandalags- ins eru saman komnir flestir andstæðingar okkar í land- helgismálinu, er þar sérstakt tækifæri til að ræða málið og ráða því til ly.kta á skyn- samlegan hátt.“ Með öðrum orðum: Það er sú stofnun, þar sem andstæðingar okkar eru saman komnir, sem á að ráða landhelgismálinu til lykta. Við íslendingar eigum að hverfa af alþjóðavettvangi, þar sem við eigum yfirgnæfandi stuðning. og gefa andstæðingum okkar sjálfdæmi í staðinn. Lítil- mannlegri og óþjóðhollari stefnu er ekki hægt að hugsa sér. Áodraganda iandhelgis- máfsins iokið Tilraunir Sjálfstæðisflokksins í vor til að koma i veg fyrir að íslenöingar tækju ákvörðun um stækkun landhelginnar ' báru ekki árangur. Undanhaldsstefna SjálfstæðLsflokksins og rógskrif Morgunb’aðsins í sumar hafa’ ekki heldur borið árarigur hér innanlands, en aukið trú and-. stæðinga okkar á því að hægt* vsi-ði að beygja okkur. Hin-ör-:' væntingarfulla lokatilraun leið-; toga. Sjálfstæðisflokksins til ’ aó láta andstæðinga okkar ráða> málinu til lykta mun.ekki held :.. ur fá nokkurn hljómgrunn héii á landi. i.’ Aðdraganda landhelgis* málsins er lokið, stækkunirií er komin til framkvæmða, og* frá henni verður ekki hvik-! I « - að: um þá aístöðu eru Islend- ingar einhuga'. Hvort sem, það dregst lengur cffa skem-’, ur aff erlemlar þjóöir viður-i kenni landhelgi okkar (t. d. Bretai sem ekki hafa emi viðurketxnt 4 iniiurnar frá 1952!) vitunr við fullvel að sigurinn ge.tur ekki ger igiff okkur úr greipum ef við höf- um inanndóm til að standa vörð um hann. Sjélfsfæilsfiokksmeiui ! fsurfa að hafa vif fyrir íorsprökta smm Afstaða leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins kemur andstæðingum þeii'ra ekki svo mjög á óvart (þótt æfinlega sé erfitt að gera ráð fýrir slíkum viðbrogðum að óreyndu). En hún hefur vak- ið undrun o° reiði kjósenda Sjálfstæðisflokksins um land allt. Hafa ráðamenn flokksins aldréi fyrr orðið varir við iafn - almerina uppreisn gegn þeirri stefnu sem túllruð er í Morgun- blaðinu, enda hefur ótti þeirra birzt Ijóslega síðustu clagana. Þessari gagnsókn verða Sj.álf- stæðismenn um land allt að óiafur Thors hefur brugðizt ís- lendingum og leggur til aff ráff- herrafundur Atlanzhafsbanda- lagsins verði kvaddur saman. fylgja fast eftir og kveða sem fjn-st endanlega niður undan- sláttarstefnu Ólafs Thoi's og Bjarna Benediktssonar. svo að jafnvel þeir þori ekki framar að impra á þeirri einstæðu kenn- ingu að andstæðingar okkar eigi að ráða landhelgismálinu til lykta. Tíminn, málgagn forsætis- ráðherrans, birtir í gær for- ustugrein um landhelgismáiið, og segir þar ma.: „Sérhver viðleitni sem hins vegar kann að verða p;erð innan bandalagsins (þ.e. At- lanzhafsbandalagsins) til þess að fá Islendinga til þess að hvika frá 12 míhia land- helginni. mun verða skoðuff sem lireinn fjandskapur, og sú aiulúð, sem nú er hér gegit Bretum, getur þá snúizt gegn bandalaginu og herstöðvura þess liér á landi . . . íslenzka. þjóðin stendur einhuga iun 12 nrilna landhelgina. Frá því takmarki verður ekki hvikaff. Um það atriði verður ekki samið. Eítir árís Breta er ekki til sá íslendingur, serii' lætur sér koma s’P-+ í bug“. ------------------------------------------------ Bæjasráð ieykiavskar: Landhelgismálinu veroí fylgt fram til fyflsta sigurs Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti í gær með sam- hljóða. atkvæðum allra bæjarráðsmanna að leggja eft- irfarandi tillögu fyrir fund bæjarstjórnar Reykjavíkur er haldinn verður n. k. fimmtudag; „Bæjarstjórn Reykjavíkur lýsir fyllsta stuðn- ingi sínum við útfærslu íslenskrar fiskveiðiland- helgi í 12 mílur og telur að með peirri ráostcifun sé verið að vernda brýnustu lífsliagsmuni íslend- inga. Jafnframt Jordœmir bœjarstjórnin harðlega ofbeldisverk, sem Bretar hafa framið í íslenzkri landhelgi og skorar á alla íslendinga að sýna einhug og festu í landhelgismálinu og fylgja mál- inu frarn til fyllsta sigurs.“

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.