Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 6
6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 4. september 1958 NYI TIMINN TJ’tgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. Áskriftargjald kr. 50 á ári. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Sigurinn er vís Ritstjórl: Ámi Böðvarsson. ISLENZK TUNGA i 26. páttur 31. ágúst 1958 <.......................—------ Cl. mánudagur varð sigur- ^ dagur fyrir Islendinga. Ljóst var þegar leið að kvöldi, að hin nýja fiskveiðaland- helgi íslendinga var orðin staðreynd, sem ekki verður haggað. íslendingar hafa unn- ið úrslitasigur í þessum mik- ilvæga kafla þjóðfrelsisbar- áttu og lífsbaráttu sinnar. Engu breytár um þá stað- reynd, að enn skuli brezkir veiðiþjófar halda uppi skæru- hernaðl gegn íslenzkri land- helgi, undir vernd brezkra herskipa. 1 því stríði hlýtur oíbeldið að tapa en réttur Islendinga að sigra. Það er einungis tímaspursmál live- nær alger sigur vinnst og hin brezku herskip neyðast til að hætta stigamennsku sinni og veiðiþjófamir sjá þann kost vænstan að hypja sig út fyrir 12 mílna línuna. Að kvöldi 1. september 1958 er þegar aug- Ijóst að íslendingar hafa sigr- að í landhelgismálinu. etta eru mikil tíðindi og fagnaðarrík. Sú staðreynd að brezku veiðiþjófarnir standa einangraðir, engin Bnnur ríkisstjórn lætur sér til bugar koma að níðast á ís- lendingum með ofurvaldi vopna sinna, er ákaflega mik- ilvæg. Það hefði eins vel ver- ið hugsanlegt, eftir mótmæl- um og áróðri í mestallt sum- ar, að íslendingar ættu við enn melrt ðrth*8fleika að etja við hina örlagaríku stækkun landhelginnar. Hver tilraunin eftir aðra hefur verið gerð á þeseu sumri til að fylkja sa*an gegn Islendingum öll- um þjóðum Vestur'-Evrópa V# þá þokkaiðju hefur sjálf- sagt margt gerzt bak við tj^din, sem síðar mun koma fíKn. En opinskáasta og ó- Kfífnasta tilraunin var ráð- togaraeigenda frá ýms- dkjum Vestur-Evrópu, flMR •etti sér það mark að tteaja saman einlita kúgun- Mftrlkingu, er sendi lierskipa- fSlota margra ríkja á íslands- feúð 1. september, til „vernd- ar“ togurum frá allri Vestur- Evrópu, er þjófnýttu hina nýju íslenzku landhelgi. Það hefur skýrzt fyrir mörgum þessa dagana hvaðan íslenzk- um hagsmunum er hætta bú- in: Úrslitaatriði um viður- kenningu nýju landhelginnar er hin eindregna viðurkenn- ing Sovétríkjanna og Austur- Þýzkalands. En annað aðal- ríki Atlanzhafsbandalagslns, Bretland, sendir herskipaflo+a. til árásar á íslendinga! Tíótanir hafa dunið á Is- lendingum í allt sumar, í#Lst rar haldið við ákvörð- uiYteia.«r tekin var. Fiskveiða- landhelgin skyldi færð út 1. september. Það varð, og að kvöldi hins 1. september er svo ástatt, að 12 mílna land- helgin er orðin staðreynd kringum allt land. Allar þjóð- ir sem við ísland fiska, nema Bretar, hafa ýmist viðurkennt algerlega rétt okkar til stækkunarinnar eða virt hana í framkvæmd. Togarar frá Belgíu og Þýzkalandi, sem bæði höfðu mótmælt, sigla út fyrir 12 mílna línuna fyrir miðnætti aðfaranótt 1. sept- ember. Aðeins á tveimur stöð um, við Vestfjarðakjálkann, eru samtals ellefu brezkir togarar að burðast við að veiða í landhelgi. Islenzkum varðskipum er meinað af er- lendum herskipum að taka þessa veiðiþjófa á venjulegan hátt, en þau gera nákvæmar staðarákvarðanir, afla sér vitneskju um nöfn togaranna og heimilisföng, og verða þeir að sjálfsögðu lögsóttir og teknir hvar og hvenær sem 'þeir nálgast land eða hittast. T ærdómsríkt er það fyrir Islendinga og raunar allar þjóðir, að vita hversu lágt brezka íhaldsstjórnin leggst, að leggja heiður sinn og brezka flotans við þjóf- nýtingu íslenzkra landhelgis- miða, leggja heiður sinn við morðtilraunir við íslenzka lögsögumenn að starfi, leggja heiður sinn og álit við atferli sem jafngildir herskipaárás á vopnlausa fámenna grann- þjóð. Ekkert gat brezka í- haldsstjórnin -gert aulalegra og óhyggilegra. I stað þess að kúga Islendinga, verður framkvæmd hinna fáránlegu ofbeldishótana til þess eins að þjappa allri íslenzku þjóð- inni enn þéttar saflnati um 12 mílna landhelgina. í «tað þes» að auðvelda þeim íelendinjj- um sem kynnu að hafa gugM að fyrir áróðursþrýstin^i Breta að leita undanhal<J»- leiða í landhelgismálinu, er nú svo komið, eftir ofbeldis- framferði brezkra herskipa í Islenzkri landhelgi að um allt Island blossar nú heitur og miskunnarlaus logi óvildar og fyrirlitningar á hinum brezku ofbeldismönnum, eldur sem enginn 'sienzkur stjórnmála- maður gæti lægt þó hann vildi. Hvar eru þeir menn sem eftir 1. september 1958 vildu hleypa brezkum ofbeld- ismönnum og sjóræningjunum með samningum inn í 12 mílna landhelgina? Hvar eru þeir menn sem eftir 1. sept- ember 1958 vildu setjast að samningaborði með brezkum öfbeldismönnunum, sömu mönnunum sem ákveðið liafa hið svivirðilega framferði brezku herskipanna á íslands- miðum? Eru þeir í Sjálf- stæðisflokknum ? Eru þeir í Alþýðuf lokknum ? Finnast þeir í Framsóknarflokknum ? íslendingar munu heimta skýr svör og horfa fast á þá stjórnmálaforingja hátt setta og lágt setta sem mesta æfingu hafa i að linast upp fyrir erlendum hótunum og krjúpa lágt fyrir útlend- um „bandamönnum“. Eftir aðfarir Breta 1. september verður kjörorð allrar ís- lenzku þjóðarinnar: Eigi vílcja. 1 fyrri daga var höfuðdagur- inn einn sá dagur sem einna mest var tekið mark á um veðráttufar áður, og gera það raunar margir enn. Það var til dæmis mjög almenn trú að í rosasumri brygði til þurrka kringum höfuðdaginn og í þurrkasumrum brygði til rigninga. Vel má vera að um þetta leyti árs skipti frekar um veðurreynd en fyrr á sumrinu; það veit ég ekki og er ekki einu sinni viss um hvort veðurfræðingar hafa kynnt sér það. En heiti dags- ins, „höfuðdagur", er dregið af því að talið var að Jóhann- es skírari hefði verið háls- höggvinn þann dag. Sú trú er gömul. Jónsmessan (24. júní) er eftir sömu trú fæð- ingardagur Jóliannesar, þvi að samkvæmt bíblíunni fædd- ist hann 6 mánuðum á undan Jesú. Mannanöfnin Jón, Hannes, Hans, og aðrar myndir þeirra, eru dregin af nafninu Jóhannes, en það er upprunnið úr hebresku og er talið merkja „guð er náðug- ur“ eða eitthvað þess háttar. Annars skal hér ekki farið út í nafnskýringar. Ymsir fleiri merkisdagar draga nafn af dýrlingum eða öðrum heilögum mönnum, og má sjá margar slíkar mess- ur upptaldar í hverju venju- legu almanaki. 8. sept. er t.d. Maríumessa (fæðingar- dagur Maríu meyjar), kross- messa á haust er 14. sept. og krossmessa á vor 3. maí, Mikjálsmessa (kennd við Mik- jál eða Mikael erkiengil) er 29. sept. Hún er góð til að vinna vetrarkomu eftir, sbr. vísuna úr fingrarími: Vetrarkomu til ég tel tveim dögum eftir Mikael, frá þeim máttu finna vel fjórða sunnudag með él. En merking visunnar er sú að fjórði sunnudagur frá tveim dögum eftir Mikjáls- messu (þ.e. frá 1. okt.) er fyrsti sunnudagur í vetri. Fleiri skemmtilegar og hent- ugar vísur voru notaðar, þeg- ar menn töldu á fingrum sér allt það eða flest sem nú er prentað í almanaki, og gátu til dæmis fundið hvenær páskar eru hvert tiltekið ár, eða hvaða vikudagur einhver á- kveðinn mánaðardagur er, og þar fram eftir götunum. -—• Allra heilagra messa er víða nefnd, en hún er 1. nóv- ember, Pálsmessa er 25. janú- ar og kyndilmessa 2. febr., báðar merkisdagur um veður. — Ég held ég verði, áður en horfið er frá þessum útidúr, að minna á að auk þessarar venjulegu Jónsmessu 24. júní, vora til a.m.k. tvær aðrar Jónsmessur, kenndar við Jón Ögmundsson helga biskup á Hólum, 3. marz og 23. apríl. Þá er hér orðabelgur, og í þetta sinn em tekin með nokkur orð sem mesta nauð- syn væri að fá upplýsingar um, ef einhver lesandi hefur: Úr Árnessýslu hefur Orða- bók Háskólans dæmi um sögnina að nirfa í setningu eins og „hvað ertu að nostra og nirfa; einnig að nirfa föt, sokka“, o.s.frv. Merkingin virðist vera að etaga eða rimpa saman. Þetta er vænt- anlega skylt sögninni að njörfa sem merkir að „fjötra, binda fast“. Sögnin „að nirfa“ er ekki í orðabók Sigfúsar Blöndals, og væri fróðlegt að fá frekari upplýsingar um hana. Þar er ekki heldur orðið núpa í merkingunni „munn- ur“ eða því líkt, en eitt dæmi um . það hefur Orðabók Há- ekólans austan úr Rangár- vallasýslu; „stingtu þessu í núpuna“v kváð þar hafa verið orðtak konu einnar þegar hún var að gefa barni bita. Orðabók Háskólans hefur dæmi um orðið sirgi af Dal- vík, í tveim aðalmerkingum: 1) snöggt graslendi og ill- slægt, einkum á útengjum, 2) smákóð af fiski, oft aðallega um þorskkóð. Um mjög lítið kóð þekkir heimildarmaður- inn orðið eitursirgi. Þessi orð þekki ég ekki annars staðar áð. Sami heimildarmaður mun það hafa verið sem veitti orðabókinni upplýsingar um sagnorðið að kóða í setningu eins cg „Þið eruð að kóða það núna“, en það merkir nánast „fiska vel“. Karólína Einarsdóttir cand. mag. sagði mér einhvern tíma af sögninni að dagsýna sig, sem hún hafði séð í hand- riti sem hana minnti hefði verið skrifað vestur í Dala- sýslu á 18. öld. Merking sagn- arinnar var að „sýna sig, vera á almannafæri". Þekkist hún nú? I sambandi við það sem hér var sagt um daginn um skringiorðið malvörin í merk- ingunni „er það satt, er það virkilega?" (dregið saman úr „með alvörunni"), er rétt að benda á það að orðasamband eins og „með alvörunni“ (eða „með alvöru“) sem þetta orð virðist samandregið úr, er ekki vanalegt i þessari til- greindu merkingu. Nú hefur dr. Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður sagt mér . að norður í Svarfaðandal hafi þekkzt orðasambandið „með alvöru“ einmitt í þessari merkingu. Einkum mundi Kristján eftir þessu hjá ein- um manni. En samsetningin m’alvörunni var komin til orðabókarinnar úr Árnes- sýslu, og er dálítið einkenni- legt að fá heimildir um þetta sama svona sitt úr hvorum landshluta. Um öll þessi orð væri hinn mesti fengur að fá vitneskju, svo og önnur óvanaleg orð sem lesendum kann að detta í hug. (Bidstrup teiknaði) — ÞaS er sem ég segi: StcersUi porskarnir koma alltaf inn fyrir 12-mílna mörkin.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.