Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 12
■ -4t- Ág® w, Upp kemsð um stórfellt simifgl á áfengi með m.s. Tungufessi Margir menn viSriSnir máliS og rannsókn jfcess enn skammt á veg komin 29. ágúst. Við sakadómavaembættið í Reykjavík er nú unnið að rannsókn eins mesta áfengissmyglmáls, sem uppvíst hef- ur orðið hér á landi. Stóðu lögregluþjónar nokkra menn að verki í fyrrakvöld, er þeir voru að flytja spíritus á bifreiðum frá Kópavogi til Reýkjavíkur, en áfengi þessu var smyglað hingað til landsins með ms. Tungufossi í siðustu ferð skipsins. Smyg’.mál þetta er mjög um- athygli bíl á fangsmikið, margir menn við arins. Fannst það rið"ir, og var því rannsókn þess skammt á veg komin síð- degis í "ser, er Guðmundur Ingvi Sigurðsson, fulltrúi sakadómara í Reykjavík, hóf réttarrannsókn. Sú atvikalýsing, sem hér fer á eftir, er byggð á upplýsingum rannsóknarlögreg’unnar, I Þóttu ferðir bílsins gTunsamlegar í fyrradag veittu iögreglumenn, sem voru á eftirlitsferð í einni af bifreiðum iögreglunnar í Reykjavík á Reykjanesbraut, Öll þjáÓin fagnaSi leið til bæj- lögreglumönnun- um ferð bílsins grunsamleg og veittu honum því eftirför. Bif- reið þessari, sem er gömul her- bifreið, var fyrst ekið niður i miðbæ og um Þingholtin en síðan austur á bóginn og loks staðnæmzt við Veitingahúsið Silfurtunglið við Snorrabraut. Við athugun fundu lögregluþjón- arnir mikiar spíritusbirgðir í bílnum og kvað einn mannanna, sem í bílnum voru, þær vera í sinni umsjá. Maður þessi kvaðst vera skinverji á m.s. Tungufossi og hafa sótt áfeng- ið í tilgreindan skúr við Álf- hólsveg. Margir koma við sögu. Lögreglumenn voru þegar sendir að umræddum skúr í Kópavogi og komu þá að nokkr- um mönnum, sem voru að hlaða spíritusbrúsum á annan bíl. Menn þessir voru einnig skip- verjar á Tungufossi. Menn þeir allir, sem að áfeng- isflutningum þessum stóðu, voru nú teknir til yfirheyrslu og vann rannsóknarlögreglan að frum- rannsókn málsins langt fram á nótt og í gærmorgun hófst rann- sókn að nýju. Spíritusmn tók lögreglan að sjálfsögðu í vörzlu sína og er það mikið magn. Sl. mánudagur verður merkis- da,gur í sögu okkar Islendinga. Um gjörvallt land fagnaði al- þýða manna til sjávar og sveita tólf mílna fiskveiðilög- sögimni. Fáni blakti á hverju skipi, í hverju sjávarþorpi voru fánar dregnir að hún, í höfuðborginni var víðast hvar flaggað. Ríkisstjórninni barst f jöldi árnaðaróska og mörg fé- lög gerðu samþykktir l»ess efn- Is, að Islendingar standi fast á rétti sínum í þessu mali. — 1‘jóðviljinn óskar öllum lands- mönnum til hamingju með sig- nrinn og hina órjúfándi sam- stöðu. Bæjarráð Hása- víkyr fagnar landbelginni Húsaví'k. Frá fréttarit- ara Þjóðviljans. Á fundi sínum í gær sam- þykkti bæjarráð Húsavíkur einróma eftirfarandi álykt- un: „Bæjarráð Húsavkur- kaupstaðar fagnar útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur, þakkar ríldsstjórn- inni einbeitta framgöngu og öðrum þeim sem mest hafa að unnið. Telur bæjarráð liina einstæðu framkomu Breta meðal fiskveiðiþjóð- anna dæma sig sjálfa.“ Miklir hitar í Grikklandi Geysilegir hitar eru nú í Grikklandi, þeir mestu sera þar hafa komið í nær heila öld. í gær mældist þar 45 stiga hiti á einum stað. Greiðið tímann Sniyglvai’ningurinn sótiur á haf út Við yfirheyrslur upplýstist,' áð áfenginu hefur verið smýg'lað hingað til lands í síðustu ferð Tungufoss. Munu skipverjar þeir, sem áttu þátt í smyglinu. hafa varpað áfangisbrúsunum fyrir borð áður en siglt var fyrir Reykjanes, en vélbátur ti' þess ráðinn hirt síðan upp og komið til lands. Var smyglfarmi þessum skipað upp í Kársnesi í Kópavogi og komið fyrir til bráðabirgðageymslu í fyrrnefnd- um skúr við Álfhólsveg. Upp um smygl þetta komst svo, er lög- reglumennirnir urðu varir -við flutning á áfenginu til Reykja- víkur í fyrrakvöld, sem fyrr- greinir. Fimmtudagur 4. september 1958 — 12. árga.igur 28. tölublað. P Sjóienií m aðrir landsinenn að- “ 1: Einróma samþykkt hreppsneínaar Miðnes- hrepps um stuðning við stækkun landhelginnar Á fundi í hreppsnefnd Miðnesshrepps sl. laug- ardag var eftirfarandi ályktun samþykkt í einu hljóði af fulltrúum allrá ílokka, sem þar eiga sæti: „Hreppsnefnd Miðnesshrepps skorar á ríkis- stjórn íslands að hvika hvergi frá útfœrslu fisk- veiðalögsögu. í 12 sjómílur. Jafnframt heitir hreppsnefndin á alla sjómenn og aðra landsmenn, sem kunna að fá tækifœri til að aðstoða land- helgisgœzluna í starfi sínu, að gera það í hið ýtrasta“. -v 2. september. Brezkt herskip gerði í gær til- raiin til að sigla Ægi niður Brezka stjórnin virSist reiÓubúin fil að vernda veiðiþjófa sina meÓ manndrápum í gærmorgun þegar varðskipið Ægir bjó sig til þess að taka brezkan togara sem stundaði veiðiþjófnað út af Vestfjörðum, kom freigátan Pallister, 1.100 tonna her- skip, með skotbúnar, mannaðar fallbyssur og stefndi beint á Ægi, svo að hann varð aö sveigja undan til þess að forða árekstri. Ætlun brezka herskipsins var auð- sjáanlega sú að sigla íslenzku löggœzlumennina niður; brezka stjórnin er þannig auðsjáanlega reiðubúin til þess að vernda veiðiþjófa sína með manndrápum. Framferði brezku herskip-þjóð heims. Hér er ekki um anna á íslandsmiðum í gærneinn venjulegan veiðiþjófnað jafngildir vopnaori árás á ís-að ræða, heldur skipulagða lenzku þjóðina, árás illræmd-ránsherferð, framkvæmda asta herveldis heims á minnstu samkvæmt fyrirmælum brezku Fá ár líða svo, að íslenzkar björgunarsveitir séu ekki kvaddar til bjargar brezkum sjómönnum, sem brotið hafa skip sín eða lent í öðrum sjávarliáska við íslands- str&ndur, og vœri hægt að greina frá mörgum stór- kostlegum björgunarafrekum íslendinga sem lagt hafa sig í bráða lífshœttu við að bjarga brezkum togara- mönnum. Og þó að Bretar beiti íslendinga hinu sví- vir&ilegasta ofbeldi í dag, stundi veiðirán í islenzkri landhelgi og hertaki íslenzka löggœzlumenn að skyldu- störfum, munu þeir brezicu sjérínenn, sem' lenda kunna i lífsháska hér við land hljóta samskonar viðtókur og aðhlynningu og t. d. peir landar þeirra, er bjargað var fyrir nokkrum árum úr togaranum St. Crispin, sem --'..-u.-3 f myndin er af. stjórnarinnar, óþokkabragð sem aðeins á sér hliðstæður í fyrri annálum brezku nýlendu- kúgaranna. Islendingar hafa áður haft reynslu af ofbeldisverkum Breta, herveldið hefur áður myrt íslendinga sem reyndu að gæta íslenzkrar landhelgi; og þess er skemmst að minn- ast að 1952, þegar landhelgin var stækkuð í 4 mílur, gerðu iBretar tilraun til að svelta Is- lendinga til hlýðni með lönd- unarbanninu. Nú vita Bretar að Islendingar verða ekki svelt- ir; því er nú opinskátt siglt hingað með herskip. Enginn íslendingur efast um að Bretar biða einnig ó- sigur í þessum þætti dauða- stríðs síns, En Islendingar munu í leiðinni þakka Bretum drengskapinn og manndóminn. Eftir að fréttirnar bárust um ofbelclisverk Breta í gær voru það hvarvetna viðbrögð manna að íslendingar ættu án tafar að slíta stjórnmálasambandi við árásarríkið og kæra of- beldisverkin fyrir Sameinuðu þjóðunum. Þungaðuraf smyglvíni Lögregluþjónar í Bombay á Indlandi fylltust grunsemdum um daginn, þegar allir farþegar í langt að komnum langferðabíl reyndust framsettar konúr. Við rannsókn kom í Ijós að innan klæða báru þær gúmmíblöðrur fullar af áfengi- í Bombay eins og víðar í Ind- landi er áfengisbann og lögreglan á sífellt í höggi við smyglara og heimabrugggra. Algengt er að mjólkurbrúsar reynast tvíbytpur, mjólk í efra hólfinu en áfengi í því neðra. Einnig er áfengi smyglað í holum bókum, þíþum innan í reiðhjólagrindum og und- ir sorpihu í ílátum götuaóþarg.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.