Nýi tíminn


Nýi tíminn - 18.06.1959, Page 4

Nýi tíminn - 18.06.1959, Page 4
'4) _ NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 18. júní 1959 £plaupp§kera „Aðeins fyrsta skrefið" Græddi 4 milljónir á kaupránslögunum Haraldur Böðvarsson. á Akranesi er einn af kunnustu atvinnurekendum á landinu, og fyrirtæki hans gefa góða mynd af áhrifum kaupránslaganna. í viðtali við Morgunblaðið skýrði Haraldur svo frá fyrir skömmu að hjá honum ynnu að staðaldri um 500 manns. Varla mun of hátt áætlað að telja að í janúar- mánuði s.l. hafi starfsfólk hans haft að jafnaði 5.000 kr í mánaðarkaup, þannig að heildarfúlgan nam kr. 2.500.000 þann mánuðinn. En þá ákvað ríkisstjómin með stuðningi íhalds og Framsóknar að lækka kaupið með lögum um 13,4%. Við það lækkaði heildarkaup starfsfólksins hjá Haraldi Böðvarssyni um kr. 335.000 á mánuði eða sem næst um 4 milljónir króna á ári. Starfsfólk Haralds tapaði þannig 4 milljónum króna á ári, og hvert rann sú upphæð? Hún rann öll og ó- skipt í fyrirtæki Haralds Böðvarssonar. Tekjur hans hafa ekki læ'kkað, heldur hafa þær þvert á móti hækkað þar sem rikisstjórnin hefur aukið styrki sina til út- gerðarinnar um á annað hundrað milljóna og af því fá fyrirtæki Haralds sinn góða hlut. Dæmi liliðstæð þessu getur hver einasti launþegi tekið af því fyrirtæki sem hann vinnur hjá. Og ekki má gleyma að stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir því að þetta sé „aðeins fyrsta skrefið". vXWvV'f1" J 11' WvO *' o íslendingar byggja íbúðir fvrir brezka fiskimenn Æ 27 ibúSir byggSar i Hull fyrir 20.000 sterlingspund sem safnaS var á Islandi í ágúst munu 27 fjölskyldur brezkra fiskimanna flytja inn í íbúöir sem byggöar hafa verið 1 Hull fyrir ís- ienzkt gjafafé. Hér er um að ræða níu ein- býlishús og 18 íbúðir í sam- býlishúsum sem standa saman í hverfi sem kallað verður Is- Ienzka hverfið. Brezka blaðið Fishing News skýrir frá þessu og segir að Ibúðirnar verði fullbúnar 19. ágúst. Á fundi í húsnæðismálanefnd bæjarstjórnarinnar í Hull lagði einn af fulltrúunum til að ein- hverjum ráðherra úr íslenzku stjórninni yrði boðið að vera viðstaddur vígsluhátíð hverfis- ins. „Eins og stendur", sagði hann, „eru dálitlir erfiðleikar í sambúð landanna og mér finnst það ákjósanlegt að bjóða einhverjum háttsettum Islend- ingi að taka þátt í athöfninni.“ Frá því í stríðslok Á fundi nefndarinnar var skýrt frá því að hið íslenzka gjafafé hefði upphaflega verið afhent 31. desember 1946. Því hefði verið safnað í Reykjavík og öðrum íslenzíkum útgerðar- bæjum, og íslenzkir togaraeig- endur hefðu lagt sinn skerf 'í sjóðinn, Gefendur hefðu með þessu móti viljað láta í ljós samúð sina með enskum sjó mönnum og fjölskyldum þeirra sem orðið hefðu að bera þján- ingar str'íðsins. Aldraðir og þurfandi fiskimenn Við úthlutun þessara íbúða verða aldraðir og þurfandi fiski- menn og fjölslcyldur þeirra í Kingston-upon Hull látnir ganga fyrir, næstir ganga aðr- ir aldraðir og þurfandi sjó- menn, en síðan annað aldrað og þurfandi fólk í borgarhlut- anum. Gjöfin var sem áður seg ■ ir uuphaflega 20.000 sterlings- pund en s'íðan hafa bætzt við 8.000 sterlingspund í ;vöxtum. Bæjarstjórnin í Hull hefur lagt til 9.000 sterlingspund að auki til að fullgera húsin. Fyrsta geintóperan sýnd í Stokkhólmi „Aniara" eftir ljóðaflokki Martinsons fær ntikið lof Fyrsta geimsiglingaóperan var frumflutt í Stokkhólmi um mánaðamótin og hlaut frábærar viötökur gagnrýn- enda og óperugesta. íslenzk tunga Framhald af 5. síðu = matvandur, og nafnorðinu genverðugheit — matvendni. „Hann er svo genverðugur, að hann fæst ekki til að borða venjulegan mat“, er skýring Ingvars á orðinu. Sigfús hefur það aðeins um þann sem erfitt er að gera tíl hæf- is, og þá merkingu þekki ég úr Rangárþingi. Frá þeirri merkingu er að sjálfsögðu stutt þróun yfir í að merkja aðeins matvendni. Orðið er eitt þeirra dönsku tökuorða sem komust inn í íslenzku meira og minna fyrr á öld- um (dæmi er um það frá 16. öld); það hefur í eina tíð þótt mjög fínt, en þarflaust er með öllu að nota það í is- lenzku, enda mua-það mjög að hverfa. nú ‘ Sýningin þykir mikill sigur fyrir sænsku ljóðskáldin Harry Martinson og Erik Lindegren og tónskáldið Karl-Birger Blom- dahl. Óperan heitir Aniara eftir samnefndum Ijóðaflokki Mart- insons sem það byggist á. — Lindegren hefur unnið óperu- textan úr 103 Ijóðum flokks- ins. Á flótta til Mars Söguþráður ljóðaflokksins og óperunnar er í stuttu máli, að geimfarið Aniara, með 4000 vistarverum og 8000 manns um borð, er á leið til Mars frá jörðinni, sem má heita orðin óbyggileg af geislun vegna kjarnorkuhernaðar. fyrstu sinn vana gang, dans- mærin Daisi Doodi heldur á- fram að syngja yurg fyrir geimkadettana og stórtrúðurinn Sandon leikur listir sínar, en þar kemur að allir nema Daisi gera sér ljóst hvert ber. Sér- trúarflokkar og valdaklíkur myndast. Yfir öllu þessu vakir Mím- an, sem er bæði vél og gyðja, að hálfu hugvitsamlegasta tæki sem mannshönidin hefur gert, svo hugvitsamlegt að það held- ur áfram að skapa sig sjálft, öðlast meðvitund. Mímon nem- ur atburði og hugsanir óra- fjarri í tíma og rúmi, hún huggar hina glötuðu skipshöfn, unz hún ferst sjálf af hlut- tekningu og hryllingi, þegar Geimtruflun setur geimfarið jörðin ferst í kjarnorkueldi. af réttri braut, og þegar menn átta sig kemur í ljós að Ani- ara þýtur um geiminn með ekkert nema tómið fyrir stafni í áttina til hörpumerkis. I geimfarinu gengur lífið í Prestnr sekur um nauðgun Kviðdómur í Skowhegen í bandaríska fylkinu Maine hefur fundið 62 ára gamlan prest, Arthur Maedougall, sekan um að hafa nauðgað fjórtán ára stúlku. Fyrir réttinum neitaði klerk- ur eindregið að hann hefði átt nokkur mök við stúlkuna. Hún ól barn fyrir skömmu og lýsti prestinn föður að því. Séra Macdougall er. kvæntur og á fjögur börn með konu sinni. Loks slökknar allt líf um borð, en Aniara heldur áfram að svífa um geiminn. Tólf tóna kerfi og raf- eindatónlist Tónlist Blomdahls, sem tal- inn er efnilegastur af yngri tónskáldum Svía, fær mikið lof bæði innanlands og utan, en gagnrýnendur viða að komu til Stokkhólms til að vera við frumsýningu geimóperunnar. Tólf tóna kerfið er uppistað- an í tónlist Blomdahls, og hann þykir beita því af frábærri leikni og hugviti. Flóknir hljómsveitarkaflar, einfaldir kórar og ljóðrænir einsöngvar skiptast á. Míman tjáir sig með rafeindatónlist. Gagnrýnendur hrósa þessari fyrstu óperu Blomdahls fyrir tónræna hugkvæmni og drama- tískan þrótt.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.