Nýi tíminn - 18.06.1959, Side 6
6) — NÝI TÍMINN — Fmrmtudagur 18. júní 1959
NYI TIMINN
tjtgefandi: Sósíalistaflokkui'nu.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson.
Áskriftargjaid kr. 50 á ári.
Um það verður kosið
í forsíðu Tímans nýlega gat
að líta þessa kynlegu
og fróðlegu aðalfyrirsögn:
„Andstætt stjórnarskránni að
kjósa um annað en kjördæma-
málið“, og er sú kenning síð-
an ítrekuð á fjölmörgum
stöðum ’í blaðinu að sam-
kvæmt lögum og stjórnarskrá
sé kjósendum bannað að
hugsa um annað en kjör-
dæmaskipunina þegar þeir
verða einir í kjörklefanum
28. júuí n.k.I! Þetta er skop-
legur boðskapur og sýnir
glöggt að ráðamenn Fram-
sóknarflokksins telja sig
standa höllum fæti í öllum
landsmálum. Auðvitað verður
kosið um kjördæmamálið 28.
júní en jafnframt verður kos-
io um þjóðmáliii í heild, það
sem gerðist á síðasta kjör <
tímabili og þá kosti sem fram-
undan eru.
kað verður 'kosið um efna-
hr.gsmálin. I síðustu kosn-
ingum beittu alþýðusamtökin
sér fyrir stofnun Alþýðu-
bandalagsins til þess að
tryggja verkalýðssamtökunum
álirif á stjórn efnahagsmála
og forða gengislækkun og
kaupbindingu sem hemáms •
flokkarnir höfðu boðað. Þessi
gagnsókn verkaiýðssamtak-
anna tókst með þeim árangri
að eftir kosningar tók ekki
við gengislækkunarstjórn,
hel^Iur vinstristjórn sem hét
því að leysa efnahagsmálin í
samvinnu við alþýðusamtökin.
En eftir tæplega tveggja ára
stjórnarsamvinnu sviku Fram.
sókiarflo'kkurinn og Alþýðu-
flokkurinn þetta fyrirheit.
Þeir báru fram kröfur um
gengislækkun sem átti að
hækka erlendan gjaldeyri í
verði um 114% og hefði
skert kjör launþega um 17
r-,F hundraði. Þeim tókst ekki
að kc-ma þessum kröfum sín-
um fram, en þeir fengu því
ácrkað að horfið var frá
stöðvunarstefnunni og nýjar,
aivarl. verðhækkanir dundu
yfir. I áslok 1958 sleit svo
Framsókn stjórnarsamvinn-
unni með kröfum um að kjör
leunþega yrðu skert bóta-
■ 'laust um.,8%. Nokkrum vik-
um síðar tók Sjálfstæðisflokk.
urinn undir með sínum kröf-
um um að grunnkaup skyldi
lækkað með lögum um 6%.
Og ’í janúarmánuði s.l. bar
svonefnd r.'kisstjórn Alþýðu-
flokksins fram frumvarp urn
kauplækkun, sem í febrúar
nam 13,4%, og það var sam-
þykkt með stuðniogi íhalds-
ins og hjásetu Framsóknar
(sem lýsti þó yfir fullu sami
þykki sínu.) Hernámsflokk-
arnir þrír sem í upphafi kjör-
tímabilsins þorðu ekki að
vinna saman höfðu nú aftur
^ameinazt um þá hugsjón
s’ína að skerða hlut launa-
fóiks í landinu í þágu at-
vinnurekenda og auðhringa.
Það er sannarlega ekki að
undra þótt Framsókn kveini
að um þetta megi kjósendur
ekki hugsa, um þetta megi
þeir ekki greiða atkvæði. En
Framsóknarflokkurinn og
bandamenn hans í kjaraskerð-
ingunni munu með éngu móti
’komast undan því að verða
dregnir til ábyrgðar fyrir
stefnu sína í efnahagsmálun-
um.
að verður kosið um land-
helgismálið, langmikilvæg-
asta atburð síðasta kjörtíma-
bils. Það mál var knúið fram
stig af stigi með harðfylgi
og festu Alþýðubandalagsins;
þrívegis þurfti Alþýðubanda-
lagið að neyða samstarfs-
flokka sína til að gera skrif-
legt samkomulag um að þeir
myndu standa við loforð
stjórnarsáttmálans! Ástæðan
var sú, að þegar rekast á
hagsmunir íslands og hags
munir Breta og Bandaríkja-
manna, er ráðamönnum her-
námsflokkanna ekki treyst
andi; margir þeirra taka svo-
nefnda „vináttu“ Atlanzhafs-
bandalagsins fram yfir lífs •>
hagsmuni þjóðar sinnar.
Brezk blöð hafa ekki farið
neitt dult með það, að nú
eftir stjórnarslitin sé það að-
eins óttinn við kjósendur sem
komi í veg fyrir samninga,
en þau gera sér opinskátt
vonir um að eftir kosuingar
.verði hægt að fá „bráða-
birgðalausn". Tíminn segir að
um það mál megi kjósendur
alls ekki hugsa •—• e.i um það
verður ihugsað og um það
verður kosið.
tiað verður kosið um her-
* námsmálin. S’íðustu kosn-
ingar voru að verulegu leyti
þjóðaratkvæðagreiðsla um
liernámið, Framsóknarflokk-
urinn og Alþýðufloklkurinn
lofuðu því hátíðlega að fram-
kvæma ályktun Alþingis um
brottför hersins, og mikill
meirihluti þjóðarinnar lýsti
afdráttarlausu fylgi við þá
stefnu. En þessir eiðar voru
sviknir af ráðamönnum Fram-
sóknar og Alþýðuflokks þeg-
ar haustið 1956, og síðan.
hafa þessir tveir flokkar ekki
fengizt til að hvika hársbreidd
frá stuðningi sínum við her-
námsliðið; þeir tóku erlend-
ar kröfur og þvinganir fram
yfir vilja þjóðar sinnar. Nú
hrópar Tíminn í angist að
kjósendur megi fyrir enga
muni hugsa um hernámsmál-
in þegar þeir ganga að kjör-
borðinu; það er skiljanlegt,
en engar slíkar bænir munu
firra flokkinn og hernáms-
þjóna hans ábyrgðinni.
„Þcxð er mcsnnhatur mestan parf'
Adenauer hefur fyrirgert áliti sjálfs
sln, flokks sins og rikis
Orottför Konrads Adenauers
” af stjórnmálasviðinu í V-
Þýzkalandi ætlar ekki að
ganga hávaðalaust. Á ejö vik-
um hefur þessi 83 ára gamli
forsætisráðherra snarsnúizt
um sjálfan sig, dregið tvö
æðstu embætti ríkisins í svað-
ið, teymt flokk sinn á asna-
eyrunum og auðmýkt 270
manna þinglið hans, vegið
aftan að vinsælasta ráðherr-
anum í stjórn sinni á ódrengi-
legasta hátt, bakað vestuiy
þýzka ríkinu fyrirlitningu
heimsine, og komið því til
leiðar að þeir sem til skamms
tíma hófu grjótkanslarann í
Bonn til skýjanna eru farnir
að líkja honum við Adolf
Hitler. Þegar Adenauer reyndi
að stjaka Ludwig Erhard
efnahagsmálaráðherra upp í
forsetaembættið, ræddu stjórn
Ludwig Erhard
málamenn í Bonn um krón-
prinsmorð, því að Erhard var
talinn sjálfsagður til að taka
við forustunni af gamla mann-
inum. Tilræðið fór út um þúf-
ur, og þá brá Adenauer á
það ráð að gefa sjálfur kost á
sér við forsetakjörið 1. júlí.
Jafnframt gaf hann til kynna,
að hann hygðist taka æðsta
vald í málefnum ríkisins með
sér úr forsætisráðherrahöll-
inni í forsetabústaðinn og
vottaði þar með áþvæðum
stjórnarskrárinnar og Heuss
núverandi forseta lítilsvirð-
ingu sína.
Orátt kom á daginn að þing-
flokkur Kristilegra demó-
krata vildi ekki sætta sig við
að gera Fritz Etzel, fjármála-
ráðherra og verkfæri Adenau-
ers, að forsætisráðherra í
stað hans. Þingmenn trúðu
engum öðrum en Erhard til
að bera merki flokksins í
kosningabaráttunni 1961. Lýð-
ræðislegasinnaður flokksfor-
ingi hefði auðvitað látið sér
lynda svona mótlæti, en Aden-
auer er ekki þannig gerður.
Eins og jafnan áður greip
hann til lymskubragða. Róg-
sögum um Erhard *var komið
á loft utan lands og innan.
Þegar þær hrinu ekki á
frumkvöðli „efnahagsundurs-
ins“, ákvað gamli maðurinn
að taka forsetaframboð sitt
aftur og sitja sem fastast í
forsætisráðherrastólnum. Frá
þessu skýrði hann Eisenhow-
er Bandaríkjaforseta, þegar
þeir hittust við jarðarför Dull-
esar. Þrátt fyrir löng kynni
af Aienauer var Erhard svo
hrekklaus að leggja af stað
til Bandaríkjanna til að þiggja
tvo heiðursdoktorstitla. Hann
uggði enn síður að sér vegna
þess að rétt fyrir brottförina
frá Bonn ræddi hann við for-
sætisráðherrann, sem fullviss-
aði hann um að engin breyt-
ing hefði orðið á sínum fyrir-
ætlunum. Áður sama dag
hafði Adenauer tilkynnt
Krone, formanni þingflokks
Kristilegra demókrata. Gerst-
enmaier forseta þingsins og
Etzel, að sér hefði snúizt hug-
ur, flokkurinn yrði að finna
nýtt forsetaefni.
CJinnaskipti Ádenauers komu
^ eins og reiðarslag yfir
flokksbræður hans. í stjórn
þingflokksins ætlaði allt um
koll að keyra. Gerstenm^iier,
einn af fáum þátttakendum í
20. júlí-samsærinu gegn Hitl-
er sem sluppu með lífi, var
eins og endranær einarðastur
flokksforingjanna gagnvart
hátigninni og kvað uppúr
með að ákvörðunin væri
röng. „Berið þá bara fram
vantraust á mig“, sagði Aden-
auer storkandi. Þá féllust
Gerstenmaier hendur, rétt
eins og félögum hans hers-
höfðingjunum, sem 20. júlí
1944 hættu við allar aðgerðir
og skutu sig eða gáfust á
vald Gestapo, þegar þeir
fréttu að ekki hefði tekizt að
kála Hitler. Aðrir þingmenn
Kristilegra demókrata létu sér
nægja að muldra í barm sér,
að karlinn væri orðinn vit-
laus, en samþykktu á þing-
flokksfundi að „virða“ á-
kvörðun hans. Ekki þótti
Adenauer það nógu auðmjúk-
lega kysst á vöndinn, hann lét
kalla saman annan þingflokks-
fund og samþykkja þar
traustsyfirlýsingu á sig. Nú
er Erhard kominn heim til
Bonn. Hann hefur kvartað yf-
ir meðferðinni á sér, en ekki
haft þrek til að láta til skar-
ar skríða gegn Adenauer. Á
yfirborðinu á að heita kyrrt
en ólgan undir niðri í Kristi-
lega demókrataflokknum get-
ur brotizt út þegar minnst.
varir.
A 7’estur-Þjóðverjar eru ýmsu
’ vanir af forsætisráðherra
sínum, en ljóst er af við-
brögðum blaðanna að nú hef-
ur hann geng'ð skrefi of
langt. Óháðu blöðin hafa öll
með tölu snírzt gegn Adenau-
er. Paul Sethe, stjómmálarit-
stjóri Die Welt, sagði á mánu-
daginn: „í sögu þjóðar okkar
er það ekkert nýtt, að einhver
télji sjálfan sig ómissandi en
alla aðra óhæfa. Þetta er eitt
af því sem gerir síðustu at-
burði svo óheillavænlega ....
Það sem þjóðin þarfnast er-
fordæmi frá æðstu stöðum.
Lifandi holdtekja frelsishug-1-
sjóna, virðingar fyrir öðrum
en sjálfum sér, og ekki sízt
fyrir þeim stofnunum sem
hafa frelsið í sér fólgið. En
forsenda síðustu ákvarðana
var ekki slíkur hugsunarhátt-
ur, heldur einn ríkasti þáttur-
Framh. á 10. síðu:
Konrad Adenauer