Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.07.1959, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 02.07.1959, Blaðsíða 2
2) NÝI TÍMINN Fimmtudagur 2. jú'.í 1959 Eyjólfur Jónsson á Drangeyjarsundt 1957 eyjarsund í annað sinn Reynir næst við Vestmannaeyjasund SíSrstliSinn sunnudag synti Eyiólfur Jónsson sund- kappi Drangeyjarsund í annaö sinn. Meðan Eyjólfur synti var norðanbræla, svo að síldarflotinn lá í höfn, en Eyjólfur lét slíkt ekki hamla sér og lauk sundinu á skemmri tíma, en í fyrra skiptið, þó að vegalengdin yrði nú lengri vegna óhagstæðra strauma. •Jónas Halldórsson, sundkenn- a,ri hel'ur verið þjálfari Eyjólfs í vetur og leitaði blaðið frétta hjá honum í gær. Skýrði hann svp i'rá að í vetur hafi Eyjólfur æft af kappi aðallega skriðsund til að auka þolið og hafi Eyjólt'- ur nú náð að auka sundhraða sinn að mun. Á laugardaginn lögðu þeir svo af .stað norður Eyjólfur og Jónas ásamt Kákoni Jóhannssyni, sem kvikmyndaði sundið, og tveim mönnum öðrum. Þeir komu á Sauðárkrók kl. 2 um nóttina og gistu á Hótel Tindastóli við bezta viðurgerning. Áætlað hafði verið að leggja af stað út í Drangey strax á sunnudag-smorg- un. en nokkrir erfiðleikar reynd- ust á að iá mótorbát til að flytja })á út í eyjuna. Úr þessu rætt- ist þó og tók Jón Björnsson á Sauðárk-ók sundkappann og fylgdarlið hans til flutnings á trillu sinni og reyndist þeim hinn hiálpsamasti í alla staði. Ferðin út í Drangey frá Sauð- í^rkrók tekur tvo tíma, og var nokkuð liðið á dag er þeir komu í eyjuna. Jónas sagði að sér ha.fi, ekki litist á að Eyjólfur hæfi sundi.ð í því yeðurútliti, sem þá var, en sjálfur vildi sundkappinn alls ekki hætta við í'.vrst .norður. ..var komið. Var hann þá smurður með 3—4 kg. ai' ullart'eiti og lagði síðan í sundið kl. rúmlega þrjú. Fyrri helming sundsins gekk allt vel, en þá tók að hvessa mjög af norðri, svq að sundmanninrv hrakti undan veðrinu. Ekki lét Eyjólíur veðurham- i->n á sig fá og náði landi við hæinn Ingveldarstaði á Reykja- s‘rönd og hafði þá verið á sundi JL’ 4 tíma og 20 mín , eða <25 mín. skemur, en þegar hann synti Drangeyjarsund 1957. Þjálfari Eyjólfs kvaðst hafa leitað upp- lýsinga hjá vitamálaskrifstof- unni um hversu löng væri leið sú. er Eyjólfur synti að þessu sinni ‘og mældist hún 9,2 km þ. e. irá suðurodda Drangeyjar að Ingveldarstöðum, en skemmsta leið frá Drangey til lands er 7 km. Jónas sagði að Eyjólfur hefði verið hinn hressasti eftir sundið, en þó er hann nokkuð marinn eftir sjóina. Hitastig sjáv'arins, þegar synt var, var 7,5 gráður og er það í kaldasta lagi. Er sundinu var lokið héidu sundmaðurinn og félagar hans að. Reykjum á Reykjaströnd til Gunnars bónda þar, þar sem Eyjólfur var hresstur eftir afrek- ið. Þeir sem áður hafa lokið Drangeyjarsundi eftir Gretti eru: Erlingur Pálsson 1929, Pétur Ei- riksson 1936, Haukur Einarsson 1939, sem einn hefur synt á skemmri tíma en Fyjólfur, og svo Eyjólíur Jónsson í f.vrra skiptið 1957. Hann er nú 34 ára þegar hann syndir í annað sinn, en á þeim aldri á Grettir eínmitt að hafa verið er hann þreytti sundið. Um miðjan júlímánuð hyggst Eyjólfur svo þreyta Vestmanna- eyjasund, þ. e. að synda frá Vestmannaeyjum til lands en það hefur e.nginn maður leikið hingað til, Væri .slíkt stórkost- legt aí'rek, þar Sem straumar eru þarna sérstaklega óhagstæð- ir og vegalengdin 11 km., en Eyjólfur er til alls líklegur og ef til vill tekst honum þetta fyrstum manna. ..! ‘ ’Ú; Vænlegcs horfir um samkomu» lag um stöðvun atómsprenginga Sovézk tillaga um málamiSlun i helztu ágreiningsatriSum á fundinum i Genf Vonir fara nú vaxandi um að hin langdregnu funda höld í Genf um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn beri tilætlaðan árangur. Á fundi fulltrúa kjarnorku- veldanna þriggja í gær bar Tsar- apkin, fulltrúi Sovétríkjanna, fram tillögu um málamiðlun um þau atriði, sem reynzt hafa tor- leystust. Hann kvað sovétstjórn- ina geta fallizt á að ekki þyrfti einróma samþykktir í eftirlits- ráðinu um skipun manna í eftir- litssveitir né eftirlitsferðir til að ; ganga úr skugga um, hvort kjarnorkusprenging hefði verið gerð. Forsenda fyrir því að Sovét- ríkin afsali sér neitunarvaldi um þessi atriði er að' Vesturveldin gangi til móts við sjónarmið þeirra um tvö önnur atriði, þjóð- erni manna í: eftirlitssveitum 'og tölu eftirlitsferða. Sovétrikin vilja að eftirlitssveitir í hverju j landi verði skipaður borgurum þess að miklum meirihluta, en: Vesturveldin vilja að obbinn af1 þeim sé útlendingar. Einnig vilja Sovétríkin að ákveðin verði há- markstala eftirlitsferða um hvert land á ári. Fulltrúar Vesturveldanna sögðu í gær, að þeir þyrftu tíma til að athuga tillögu Tsar- Framhald á 11. síðu. Mesta hópganga síðan stríði lauk Hafðisi við í 1 ár í svíaaslíu Síga rsttu þ|6fa rn- ir handfeknir Rannsóknarliigreglan mun nú að mestu hafa upplýst sígarettuþjófnaðarmálið, en eins og skýrt hefur verið frá í fréttum blaðsins var um 250 þús. af vindlingum stolið af birgðum hernámsliðsins úr skemmu Eimskipaféiagsins fyrir nokkrum dð’gurn. Ung- lingspiitur \ar valdur að þjófnaði þessum og hefur hann játað af'orot sitt. I síðustu viku fannst maður í Rönne á Borgundarhólmi sem lifað hafði 'í heilt ár í svína- stíu. Þetta er fiskimaður sem missti bát sinn fyrir ári og varð svo mikið um það ólán að hann faldi sig fyrir fjölskyldu sinni. Hann kom sér fyrir í svínastíu og hefur síðan hafzt við innan um svínin og étið af þeirra mat. Þegar hann fannst eftir árs vist í stíunni var hann við góða heilsu, enda þótt hann hefði þraukað af harðan vetur án þess að hafa mikið annað að skýla sér með en langt skegg. Fötin höfðu grotnað utan a,f honum vegna sambúð- arinnar við svinin. Farið var með manninn í sjúkrahús, en læknar gátu ekki séð/annað en hann væri alger- lega heill heilsu, bæði líkam- lega og andlega. Fjölmennasta hópganga sem farin hefur verið í Bretlaiulj síð- an stríði lauk hlykkjaðist um götur VVest End í London á sunnudaginn. Yfir 30.000 manns hvarvetna að af Bretlandi gengu lun göturnar til Trafalgar Sf;uare í „Göngunni fyrir líf- ið“, sein brezka friðarnefndin .gekkst fyrir. Gangan var íarin til að krefjast afvopnunar og banns við kjarnorkuvopnuni. Myndin sýnir liópgönguinenn á Whitehall, götunni þar sem brezku stjórnarskrifstofurnar eru til liúsa. r Atök tim Volkswag« en milli ríkls og fylkis Fylkisstjórnin vill ekki láta gera bíiaverk- smióiurnar aS einkafyrirtæki FylkisstjórniH í Neöra-Saxlandi mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hindra að ríkisstjómin í Bonn geti gert Volkswagen-bílasmiðjumar aö éinkafýr- irtæki. Þakkir til starfsmanna G-listans Héraðsneínd Albýðubandalagsins í Reykja- vík færir hér með öllum stuðningsmönnum og starfsíólki, er vann fyrir G-listann á kjördegi, beztu þakkir. héraðsnefndin Verksmiðjur þessar, sem eru blómlegasta fyrirtæki sem risið hefur upp í Þýzkalandi síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, hafa frá upphafi verið í opin- berri eigu. Ríkisstjórn kristilegra demó- krata í Bonn hefur léngi haft á prjónunum fyrirætlanir um að breyta ríkisfyrirtækjum í hluta- Framhald á 11. eiðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.