Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.07.1959, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 02.07.1959, Blaðsíða 8
S) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 2. júlí 1859 62. þátíur 20. júní 1959 ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson í útvarpsþætti mínum um daglegt mál minntist ég ein- hvern tíma í vetur á fram- burð þann sem nokkuð er kominn í tízku, þegar fólk fer af misskilinni nákvæmni að bera samsett orð öðruvísi fram en eðlilegt er, í þeim til- gangi að samsetning þeirra eða samsetningarliðir komi eins skýrt fram og mögulegt er. Úr þessu verður oft tilgerð og óeðlilegur framburður. Nú hefur mér borizt bréf um r.etta mál frá Vilhjálmi Ein- arssyni, Laugarbökkum í Ölf- U3Í. Beint tilefni bréfsins mun vera það sem ég sagði í út- varpinu um framburð sam- eettra orða 24. apríl. Nú er r.okkur vandi að lýsa fraim turði í blaðagrein, svo skiljan- iegt sé almennum lesanda, en reyna skal ég. Sérhljóð eru ýmist löng eða stutt eftir ítöðu sinni, t.d. er ó í stór íangt, en stutt í stórt, ö langt i kjör og stutt í kjörs, langt a í al og stutt í allt. Lengd- :n fer að mestu leyti eftir því tversu mörg samhljóð eru á eftir sérhljóðinu. Sérhljóð í á- herzluatkvæði er sem sé langt á undan einu samhljóði, en snnars venjulega stutt. Lengd f.érhljóða er nú venjulega táknuð í hljóðritun með tví- : uukti, í dæmunum hér að of- an mætti því hljóðrita stó:r kjö:r, a:l, annars vegar, en hafa ekkert sérmerki við sér- hljóðatáknin hins vegar. í þessari grein er samhljóð tví- ritað til að sýna að undanfar- andi sérhljóð sé stutt. I íslenzku styttist langt sér- hljóð á undan tveimur sam- hljóðum, sbr. hér að ofan um stutta ó-ið í „stórt“, ö-ið í ,,kjörs“. Þessi regia gildir 3:'ka um flestar samsetningar. P.angt er því að segja a:l- nienmir, kjö:rstjórn, sa:m- Iiand, því að sérhljóðin í fyrri Lðum þessara orða eru stutt i eðlilegum framburði. Um hetta sagði ég í útvarpsþætt- jnum: — Þó að maður heiti •Jón, dettur engum í hug að eegja „til Jó:ns“ (með löngu c-i), heldur „til Jóns“ (með stuttu ó-i), ef talað er með eðlilegum hraða, og sama- etytting sérhljóðsins verður :ins í samsetningum eins og Jónmundur, en Jó:nmundur fmeð löngu ó-i) er ekki eðli- legur framburður. Sumir eru að fetta fingur út í framburð eins og vittleysa (með stuttu i; hér ætti eiginlega að hljóð- íita „vihtleisa", en út í það skal ekki farið), og telja að helzt eigi að bera fram vi:t- 3eysa (með löngu i), af því að í málinu sé ekkert til sem 3:alla megi vitl. Þetta er útúr- enúningur. Eftir slíkri reglu ætti fleirtalan af lítill og mikill ekki að verá í réttum framburði „littlir, mikklir (með stuttu stofnsérhljóði), heldur „li:tlir, mi:klir“ (með löngu stofnsérhljóði). Enginn segir heldur bæ:klingur (með löngu æ), heldur „bækkling- ur“ (stutt æ), þótt orðið sé dregið af bók. Framburðurinn skri:vstova er einnig óeðlileg- ur málinu og þar með rangur, vegna þess að vhljóðið (sem er táknað f milli sérhljóða eins og í ,,skrifa“) breytist samkvæmt öllum samlögunar- lögmálum í f á undan t og s, alveg eins og við segjum t. d. skriftir en ekki skri:vtir. Eini rétti framburðurinn á þessu orði er því skrifstova. (f-ið í stofa er borið fram v). Um þetta segir Vilhjálmur m.a.: „Það er óvarlegt fyrir mig að treysta því fyllilega að ég liafi skilið rétt eða muni rétt það sem ég hef heyrt í svip einu sinni, en þó held ég öruggt að þú hafir tálið það óeðlilegan og „fordæmanleg- an“ framburð að segja vit- leysa (hér á Vilhjálmur við langa hljóðið), rétt og eðlilegt væri að segja vittleysa. Það skal ég játa að mér er eðli- legt að segja vittleysa. Hitt er svo annað mál að mér finnst hart að mega ekki leið- rétta þetta og segja vitleysa, því að ekki skildist mér þú neita því að vit- væri upphaf- legra og frá því sjónarmiði réttara, enda sýnist það aug- Ijóst. Og tvímælalaust virðist mér að önnur verkefni kalli meira að í þætti þínum en að kenna slíkt. — Þó vil ég vera hógvær og viðurkenna að e. t.v. geti þetta verið álitamál, þó að ég skilji það ekki. En nú kem ég að því sem átti að vera aðaíatriði þessa skrifs. Skv. kenningu þinni ekilst mér (er það misskiln- ingur?) að einnig ætti að vera rangt að segja t. d. ís- land, kaupmaður (þ.e. með löngu hljóði í fyrra lið), vegna þess að að væri óeðli- legt, heldur ættu aDir aðsegja íss-,kaupp-, og þessu mótmæli ég harðlega. Veit það að vísu að tvöföldunin er mjög al- geng, en hitt (Is-, kaup-, þ.e. með löngu hljóði) er mér fyllilega eðlilegur framburður frá því að ég lærði að tala“. Það er misskilningur að ég hafi haldið því fram að sér- hljóðin í Is- og kaup- í þess- um orðum eða þvílíkum verði að vera stutt, heldur er und- antekning frá aðalreglunni, þegar fyrri liður samsetts orðs endar á p, t, k eða s, eða ef síðari liður hefst á sérhljóði (eins þótt h sé á undan sér- hljóðinu). Því er ýmist sagt hús:bóndi eða hússbóndi, einn- ig í :slenzkur eða ísslenzkur, og er hvort tveggja eðlileg- ur- framburður. Eg hef heldur aldrei sagt að framburðurinn viitleysa væri rangur, heldur bent á að vittleysa er líka réttur framburður, sem á- stæðulaust er að leiðrétta. En langt sérhljóð í fyrri lið sam- settra orða eins og admennur, kjö:rstjórn, sa:mband éi> ekki réttur framburður, því að undantekning frá styttingar- reglunni nær ekki til þessara hljóðasambanda. Nauðgararnir í Florida lengu Fjórir hvitir unglingar voru nýlega dæmdir ’í lifstíðarfang- elsi í Tannahassee í Florida fyrir að hafa nauðgað þeldökkri skólastúlku. I lögum fylkisins liggur dauðarefsing við nauðg- unum, en aðeins svertingjar ihafa verið dæmdir í þá refs- ingu. Um 60 svertingjar hafa verið teknir af lífi síðustu 30 árin fyrir að nauðga hv'ítum konum, og fjórir blða nú dauða síns í fylkinu. Prófessor Melhorn við Purduc-háskólann í Indiana í Banda- ... . f' r|ikjunum heldur þarna á loft 12.000 ára gömlu beini úr út- dauðum risafíl, sem fannst í jörðu þegar bóndi Var að plægja akur sinn. Fornlífsfræðingar eru búnir að tína þarna saman 400 bein og beinabrot, og vonast til að finna með tímanum alla beikýagrindina úr skepnunni. Verkföll gera ríkisstjórn Segnis valta í sessi Mikill hluti ítalska kaupskipastólsins hefur lamazt, mörg verkföll í aðsigi Ríkisstjórn Antonio Segni sem setið hefur við völd á Ítalíu í um fjóra mánuði er nú völt í sessi vegna verkfalla og óeirða sem af þeim hafa sprottið. Verkfall farmanna hefur nú staðið í rúman hálfan mánuð, 80.000 bankastarfsmenn hafa lagt niður vinnu, verkamenn í tóbaks- og salteinkasölum rik- isins boðuðu viðvörunarverk- fall 23. júní og verkamenn í málm-, vefnaðar- og timburiðn- aðinum hafa borið fram kröfur um kjarabætur. Jafnframt lýstu samböndin yf- ir því að þau væru reiðubúin að fjölga verkfallsmönnum stöðugt þar til hverju einasta ítalska skipi hefði verið lagt. Engir samningar Engar samningaumleitanir fara fram þar sem vinnuveit- endur hafa krafizt að verkfall- inu verði hætt áður en til mála komi að þær hefjist. Hvorugur deiluaðilinn hefur sinnt ítrek- 'uðum tilmælum ríkisstjórnar- jinn að taka upp samninga, og Segni forsætisráðherra er 'smeykur við að skerast í leik- inn, þar sem það gæti hæglega gert ríkisstjórninni enn erfið- ara fyrir. 530 morð og önnur oíbeldisverk íramin þar vegna kynþáttahaturs síðan 1955 Faraldur morða, líkamsmeiðinga og annarra ofbeldis- verka hefur gengið yfir suðurfylki Bandaríkjanna síðan 1955, þegar hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði aðskiln- að kynþáttanna í skólum landsins. Þetta er niðurstaða skýrslu em kynþátta- og menningar- efnd bandaríska kirkjuráðsins, andsnefnd banldarískra kvek- ra og þjóðráð’ suðurfylkjanna afa gefið út. 30 ofbeldisverk I skýrslunni er greint frá 530 ofbeldisverkum sem sönnun fyr- ir því hve mannréttindi standa höllum fæti í euðurfylkjUnum. Enda þótt pólitískir leiðtogar suðurfylkjanna þykist berjast gegn lögleysinu, segir í skýrsl- unni, hlýtur sú spurning að vakna hvernig á því standi að stjórnarvöldin þrjóskast við að framfylgja úrskurðum fylkis- dómstóla eða fara í kringum þá. Samtök sem berjast fyrir kynþáttaaðskilnaðinum hafa sprottið upp um öll suðurfylk- in og í þeim voru 300.000 fé- lagar árið 1956. Einiiig gyðingaliatur Aðrir hópar, eins og t. d. Ku-Klux-Klan sem vakið hefur verið til lífs aftur, láta eér ekki nægja áróðursstarfsemi, heldur berjast með öðrum vopn- Selnar naálverk ef tir iiiáli ítalskur abstraktmálari, Pinto Gallizio, býður verk sín til sölu í metratali í Miinchen. Hann selur ,,meðalgóð“ málverk á 900 krónur metrann en í málverkum af „æðri“ gæðaflokki kostar metrinn 2500 krónur. Listgagn- rýnendur í Múnchen, frum- heimkynni abstraktmálverksins, telja Gallizio með betri málurum sem þar starfa. Eúizt við i Ben Gurion fari frá Horfur eru á því að Ben Gur- ion forsætisráðherra ísraels, segi af sér einhvern næstu daga. Hann hafði hótað afsögn ef ein- hverjir stuðningsmenn stjórnar hans greiddu atkvæði á þingi gegn tillögu hans um að þingið hefði ekkert við það að athuga að Israel seldi vopn til V-Þýzka- lands. Tillaga hans var að vísu samþykkt, með 57 atkvæðum gegn 45, en 6 sátu hjá, hinsveg- ar greiddu þingmenn vinstrisósí- aldemókrata sem styðja stjórn- ina atkvæði gegn henni. Talið er líklegt að Ben Gurion reyni að mynda minnihlutastjóm. um, eins og t.d. sprengjutilræð- um, krossbrunum, símahótunum og líkamsmeiðingum. Árásunum hefur ekki aðeins verið stefnt gegn svertingjum, heldur einnig hvítum mönnum sem komið hafa fram við þá sem jafningja. Gyðingahatur er einnig í al“ gleymingi, ofsóknir gegn gyð- ingum eru algengar og mörg bænahús þeirra hafa verið eyði- lögð. Ljótur listi 1 skrá þeirri sem birt er í skýrslunni um ofbeldisverk og unnin er úr blaðafréttum er skýrt frá því að sex svertingj- ar hafi verið drepnir í kyn- þáttaóeirðum, 29 menn, þar af 11 hvítir, hafi orðið fyrir skot- árásum og særzt. 44 öðrum mönnum hefur verið misþyrmt, fimm verið stungnir hnífum og einn svertingi verið geldur.. Sprengjum hefur verið varpað að 30 húsum og í einni spreng- ingu í borginni Clinton í Tenn- essee eyðilögðust önnur 30 hús.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.