Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.07.1959, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 02.07.1959, Blaðsíða 7
Finmtiidagur 2. júlí 1959 — NÝI .TÍMINN. — (7 Fyrir laungu skrifaði Jón Helgason eitthvað í þá veru að mannlífi á Islandi væri af samanlögðum orsökum ey- lenslku og fámennis haldið þeim dofa að sá landi sem hlyti alt uppeldi sitt heima næði tæplega full- um þroska eftir þv'í sem ger- ist um mentamenn í Evrópu. Eftir þessari skoðun skilst mér að íslenzki heimalníngur- inn, þó góður sé, haldi áfram æviiángt að vera bernskur að vissu marki: síbernskur, infantíl. Ein áþreifanleg sönn- un þeirrar skoðunar kynni að vera sú, að dagblaðaútgáfa er lögð niður á íslandi á undan kosníngum og dagblöðunum snúið í barnagarð. (Þó hlýtur sálfræðíngum og fræðimönn- um menn'íngarsögu að verða ábatasamt rannsóknarefni þegar tímar líða, að skoða með hvílíkri alúð og ákefð þar skrifa margir menn grein- ar sem óhugsandi er að lesi aðrir til ragnarö'kkurs en höf. undarnir sjálfir.) En nú er þessi skylduga sýníng á in- faníílisma íslendínga á enda að sinni, allir hættir að gráta af reiði útaf sandinum í barnagarðinum í bili, farið að gefa aftur út dagblöð ögn 'i evrópskri merkíngu orðsins, menn muna aftur eftir afmæl- um góðra manna osfrv. Einu fanst mér Jón hafa gleymt þegar hann talaði um lilutgeingisleysi ’íslenskrar mentunar útávið alment, og það var að skjóta því inn, að þó Danmörk verði seint of- lofuð af mentun sinni, og mart gott hafi íslendíngar þaðan haft, þá hafi ofmargir íslendíngar sem þángað sóttu nám, komið mállausir heim og aldrei náð því sem mál gæti heitið eftir það. Tiltölu- lega fáir danskmentaðir eða yfirleitt skandinav'íulærðir íslendíngar geta gert sig skilj- anlega við evrópumenn og eru af því auðþektir úr í almennu samkvæmi í Reykjavík nú á dögum. Þar við bætist að ís- lenskir mentamenn við Eyr- arsund voru til skamms tíma of „sjálfstæðir" og ,,stoltir“ til að læra hina lágþýsku mál- lýsku þessara stranda. framm- yfir það sem til þurfti að geta svarað útúr á prófi, en þó ekki nógU sjálfstæðir og stolt- ir til að halda ómeingaðri 'islensku sinni fyrir ásókn dönsku Ijóst og leynt, hvort heldur þeir töluðu eða rituðu. Samt er það nú svo í þess- um öfugmælakenda heimi sem við lifum í, að undantekníngin sem staðfestir regluna er stundum það sem eitt skiftir máli og það :atriði sem. gerir sjálfa regluna lítilsverða. Þó hinn mállausi flokkur hafnar- íslendínga hafi verið stór í meira en þrjú hundrúð ár, þá hefur Kaupmannahöfn komið nokkrum þeim íslend'íngum til þroska, sem fegurri og vand- aðri íslensku hafa náð en aðrir menn í samanlagðri bók- mentasögu vorri, (að vísu ekki skilið eftir sig skáldverk á borð við þrettándualdarskáld einsog Njáluhöfund eða Snorra); en það voru gull- aldarmenn 19. _aldar Álitamál er það, hvers- vegna hafnaríslendíngar, það er að segja lítill hópur þeirra, nær á 19. öld svo göfugri hámenningar'íslensku sem raun gefur vitni. Mundi ekki af lýð- frelsishugmyndum og lýð- mentunar, sem kviknuðu af byltíngunni frönsku, hafa ris- ið sú alda með mentamönnum, einnig íslenskum, að fara að skrifa í þjóðvakníngarstíl á máli sem almenníngur skildi? Á tímum höfðíngjavalds og einvaldsþjónustu, einkum eftir siðbót, skrifuðu lærðir menn ekki fyrir almenníng, heldur lærða menn. íslenskir lær- dómsmenn skrifuðu undir sterkum lágþýskum áhrifum, en úr Norðurþýskalandi kom danskur aðall, danskir kon- úngar, dönsk hermenska og dönsk mentun; þessi áhrif maður sem ég hef heyrt Jón Helgason kalla páfa sinn. Um leið og Kaupmannahöfn var höfuðstaður íslensks málleysis var hún fyrir tilverknað fárra öldúnga orðin höfuðstaður ís- lensks máls — einsog Reykja- vík nú. Jón Helgason rekur lest vgullaldarskólans sem hófst í íslensku í Kaupmannahöfn fyrir kríngum hundrað og fimtíu árum. En umfram ein • kenni þau sem hann hefur af lærðum endurreisnarmönnum nitjándu aldar, liefur hann einnig í skapandi ritverkum sínum bragðbæti af endur- vöktum áhrifum frá ángaa- Halldór Kiljail Laxness: síðan Árni á Geitastekk var á dögum hafa vaðið uppi dönskuslettur hjá lærðum sem 'leikum einsog nú, þó hvergi meira en hjá úngu fólki sem kann ekki dönsku. Það sefur á sitt græna og makkar rétt; allir á einu bretti. Sá er munurinn. að ljóst verður af ritum Árna að hann hefur undir niðri gullvægt málfar íslenskt, en gerir sér af tísku- ástæðum að skyldu að sletta eins mikilli dönsku og komist hefur fyrir í kollinum á hon- um og meira ef hægt væri. Nú á dögum eru afturámóti allir okkar óprúttnustu dönskuslettarar svarnir mál- íslenskan á sextugsafmœli Jóns Helgasonar voru af íslens'kum mentamönn um „keypt brúkuð“ i Kaup- inhafn (þeim bæ sem þessir gullaldarmenn 19. aldar skírðu Kaupmannahöfn). Sendibréf lærðra íslend'ínga frá fyrstu öldum okkar í Danmörku geyma reyndar ævinlega góð- ar glefsur úr skíru alþýðu- máli mitt í öllu dansk-latneska þvoglinu. En fræðirit þeirra, sem ekki voru ger beint á dönsku eða latínu, báru t.d. á 18. öld líflaus þýngslamerki þýsk að dönskum hætti þess tíma. Það er ekki fyren ís- lenskir mentamenn I Khöfn taka til að skrifa þjóðvakníng- arrit handa íslenskri alþýðu, að þeir kasta ljótum álaga- ham íslenska hrognamálsins í Höfn og leita til uppsprettui linda túngunnar á Islandi. Ný- ar þjóðfélagsstefnur beindu at_ liygli þessara íslensku gáfu- manna að þeim verðmætum máls og menníngar sem al- menníngur íslands varðveitti um dal og strendur. Því fólki sem geymdi sögu og eddu, ekki aðeins í brjósti sínu, heldur einnig á túngu sinni, týði ekki að bjóða latnesk- lágþýska íslensku úr Dan- mörku er reifa skyldi fyrir þvi málin á morni nýrrar ald- ar. Þá uppgötvaðist það undur og öfugmæli heimsins sem út- lend'íngar seint fá skilið, að akademía íslensk var ekki í háskólum né höfuðborgum, heldur stóð óáþreifanleg en þó múrum sterkari í afdölum íslands og á annesjum, við kvíaból og hléiii. Það er í þessa staði, þó þeir lifi nú einkum í endurminníngu manna, sem Háskóli íslands fer enn í dag að læra íslensku. I þessari akademíu skírðist málfar Sveinbjarnar Egilsson- ar og Bessastaðamanna. Sama akademía var lífslind Fjölnis- manna og síðari snorgaungu- manna þeirra, sem í Höfn sömdu íslens'kum almenningi tímarit á þessari andlegu upp- , gángsöld. Þarna var dalur Jónasar og þarna reis bjargið sem Konráð stóð á, sá einn Jón Helgason viö skrifborð sitt í Árnasafni fullu pápisku miðaldamáli, hómilíum og helgikvæðum, sem 19. öldin skágekk alger- lega, dót sem virðist ekki einusinni hafa komið við þá Sveinbjörn, Jónas og Konráð. (Mætti kanski skjóta þv’í hér að, að Jón hefur sem vísinda- maður gert miðaldaskáldskap islenskan að einni af sérgrein- um sínum innan norrænna ifræða). Sem dæmi þess hve fastur Jón er hinsvegar í þeirri venju nítjándu-aldar- meistara að fara til alþýðu að fá skorið úr vafamáli, minnist ég þess- að við deildum um sögnina „að samla“, sem ég hélt fast fram af því ég hafði heyrt gamalt fólk segja svo í bernsku. Jón spurði hvern ég hefði heyrt segja þetta. Magnús í Melkoti, sagði ég. Jón spurði sem von var hver hann hefði verið. Harin reri úr Grófinni, sagði ég, og átti ævinlega kvígildi á Síðumúla- veggjum. Þaraðauki var hann einlægt á íslenskum skóm, þó borinn og barnfæddur reyk- vikingur. Jón Helgason sagði: Þá þarftu ekki að segja fleira. (Þ.e.a.s.: maður sem sannan- lega gekk á íslenskum skóm ævilángt, reri og átti kvígildi, hefur ekki getað talað nema réttá íslensku.) Það er eitt undarlegt við íslfenskuriá í svipinn, að áldrei hreinsunarmenn og þreytast aldrei á að úthúða dönsku- slettum. Einn af snjöllum málhreinsunarmönnum okkar var í fyrra sem oftar að pré- dika á móti dönskuslettum í útvarpinu; gat hanu ekki nógsamlega lýst andstygð sinni á þeirri slettu „að taka einhverjum opnum örmum“. Seinast var hanii orðinn svo reiður úti þá menn sem þannig mæltu, að hann sagði að ekki væri hægt að kalla þá öðru nafni en apaketti. Því miður var hann búinn að gleyma því að orðið „apaköttur" er e'kki til í neinu máli öðru eri dönsku. Gullaldarmönnum íslenzk- unnar í Kaupmannahö.f i á 19. öld, t.d. Konráði og Jónasi, eða segjum ögn síðbornari mönnum einsog Gr'ími Thom- sen, þessum mön.ium gat ekki orðið á skissa sú að sletta dönsku óviljandi, af því þeir kynnu ekki greinarmun dönsku og íslensku. Allir snillíngar íslenskunnar á fyrri öld kunnu dönsku betur en flestir danir, og rituðu á henni bækur; mun t.d. liggja meira megn ritaðs máls á dönsku en íslensku eftir þá þrjá meistara sem ég var að nefna. Snillíngar einsog Stephan G. Stephansson og Guðmundur Friðjónsson sletta afturámóti oft dönsku af þeirri ástæðu að þeir kunna hana ekki til hlítar, vita ekki alténd að orðatiltæki sem þeim þykir fara vel í munni er dönskusletta. Saga er sögð um úngan Islenskan fræði- mann sem kom að heiman til þess að gefa út handrit nokkurt í Kaupmannahöfn. I Árnasafni hittir hann fyrir forstöðumann safnsins Jón Helgason og biðst aðstoðar hans, „vegna þess“, einsog hann komst að orði, „ég veit ekki hvernig ég á að bera mig að.“ Jón Helgason varð nokkuð gneypur við þessu tali og gekk þegjandi burt. Eftir drykklánga stund kom hann þó aftur með fult fáng- ið af bókum handa hinum únga fræðimanni að moða úr, og hafði þau orð við að hann gæti feingið meira. Fræðimað- urinn úngi af íslandi svaraði: „þetta held ég sé nú nóg til að byrja með.“ Þá var Jóni Helgasyni öllum lokið og hann svaraði heldur kaldranalega: „Hver sem segir ,,til að byrja með“ hér, verður drepinn!“ Einusinni sagði Jón Helgason mér frá því að hann hefði í Reykjavík verið boðinn til veislu þar sem átti að koma mentuð islensk kona sem dvalist hafði langdvölum í Austurindlandi og á Ceylon. „Eg var dauðhræddur að fara í þetta samkvæmi“, sagði Jón, „af ótta við að kona þessi rnundi sletta malaja’am og singhalís I öðru hverju orði, og þá mundi standa aftarlega í mér að skilja. Eg hef sjaldan orðið jafnhissa á ævi minni og þegar konan byrjaði að tala og tók í gríð og ergi að sletta dönsku.“ Eg held marg- ur af kunriíugjum Jóns Helga- sonar hefði viljað gefa nok'k- uð til að fá að sjá framaní hann í vetur leið þegar hann var að lesa það í íslensku dagblaði, að nýlega hefði komið út í Frakklandi mikil forlátabók, vcnduð í alla staði, og héti Joliannes Aabenbar- ing. Það er án efa eitt meðal nauðsynjamála á Islandi að koma upp skóla til að kenna blaðamönnum döusku (sumir segja að líka þurfi að kenna þeim landafræði). Það verður að heimta af mönnum sem skrifa íslensku að staðaldri, bæði mér og öðrum, að við vitum nokkurnveginn hvenær við erum að skri.fa íslensku, en ekki dönsku. Islenskir blaðamenn hafa sagt í mín eyru, og stundum láta þeir það útúr sér á prenti, að þeir neyðist til að sletta dönsku af þv'í þeir verði að skrifa svo hratt. Menn sem eru svo hraðskrifandi á dönsku að þeir fara ósjálfrátt að skrifa á" því máli þegar þeir þurfa að flýta sér, ættu að leita sér atvinnu við blaðamensku í Danmörku. Það er því miður ekki of- mælt sem stundum er haldið fram, þó af misjafnlega hrein- um hvötum ,að málvöndun og málfegurð fari hrakandi í landinu i réttu hlut.falli við aukinn skólagáng íslendínga. Reyndar hefur s'kólunum tek- ist að vinna bug á flámæ’inu, sem eirisog lús: vrir talið brennimark á sérstöku fólki þegar ég var barn. Þessi sig- Framhald á 8. siðu-

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.