Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.07.1959, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 02.07.1959, Blaðsíða 12
MiklS mannfall á Alþingií kosningunum: Biiinfán ÍMitpenn hverfa ■ 15 koma Naumast veröur annaö sagt en aö mikiö mannfall hafi oröið á Alþingi í nýafstöönum kosningum. Ekki færri en 15 þingmenn, af 52 er sátu síðasta þing, eiga ekki afturkvæmt á sumarþingiö. Þrátt fyrir þetta mikla mann- fall verður Alþingi það er brátt kemur saman ekki þunnskip- aðra, því aðrir menn koma í stað hinna horfnu. Þeir hurfu af þingi. Þessir menn hurfu af þingi: Frá Alþýðubandalaginu: Alfreð Gíslason. Frá Sjálfstæðisflok'knum: Friðjón Þórðarsony uppbótar- þingmaður fyrir Dali. Jóhann Þ. Jósefsson, þm. Vestmannaeyja, Jón Kjartansson, þm. Vestur Skaftfellinga, Jón Pálmason, þm. A. (Hún. Jón Sigurðsson, 2. þm. Skag- firðinga. Pétur Ottesen, þm. Borgfirð- inga, Þeir Jóhann þ. Jósefsson og tveir hinir síðasttöldu voru ekki 'í framboði í þessum kosn- ingum, en hinir féllu í kosning- unum. Frá Framsóknarflokknum: Eiríkur Þorsteinsson, þm. Vestur-lsfirðinga, Sigurvin Einarsson, þm. Barðstrendinga. Steingrímur Steinþórsson, 1. þm. Skagfirðinga, Sveinbjörn Högnason, 2. þm. Rangvellinga. Tveir þeir síðastnefndu voru ekki í kjöri, hinir féllu. Fjórðungur Hiroshimabúa hefur lifað af Aðeins 24% þeirra sem bjuggu í Hiroshima þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju sinni á borgina 1945 eru enn á lífi. Frá þessu hefur verið ekýrt í Tokíó. 6. ágúst 1945 bjuggu 385.000 menn í Hiroshima og af þeim eru aðeins 92.900 enn á lífi. Frú Krúsffoff kemur líkea Skýrt hefur verið frá því á Norðurlöndum, að þegar Krúst- joff forsætisráðherra Sovétríkj- anna kemur þangað 'í opinbera heimsókn í næsta mánuði verði kona hans með í förinni. Hún heitir Nína og er kennslukona að menntun. Krústjoff kemur til Kaup- mannahafnar með herskipi 9. ágúst, til Stokkhólms 14., Ósló 20. og Helsinki 25. Frá Alþýðuflokknum: Áki Jakobsson, þm. Siglfirð- inga, Benedikt Gröndal, Pétur Pétursson. Þeir koma á þing. Þessir menn koma í stað hinna er hurfu á brott: Fyrir Framsókn: Björn Björnsson, 2. Rangvellinga, þm. Verkfalls- átök í Napoli Fimmtíu manns meiddust í fyrrinótt í átökum milli sjó- manna og lögreglu nærri Napoli á Italíu. Sjómennirnir eru í verkfalli og lögregla var send gegn þeim þegar þeir hugðust hindra verkfallsbrot. Italskt skip með verkfalls- brjótaáhöfn kom til Mel- bourne í Ástralíu. Hafnarverka- menn neituðu að afgreiða í það vatn, svo að það stöðvaðist. Þota hrapaði á barnaskóla Orustuþota frá einni af herstöðvum Bandaríkja- manna á Okinawa hrapaði i fyrradag á barnaskóla með þeim afleiðingum að 16 börn bið” þana é'ii um 80 særðust. Flugmaðurinn kastaði sér út úr vélinni í fallhlíf þeg- ar eldur kom upp í henni, en logandi flugvélin kom niður á skólahúsið, þar sem 96 börn voru samankomin í matsalnum. Vín og nælonsokk- ar lækka í verði Sovétst'jornin tilkynnti í gær verðlækkanir á ýmsum vöruteg- undum. Kvensokkar úr nælon lækka í verði um einn fimmta, úr um 16%, útvarpstæki um 16%, ljós- mjmdavélar um 19%, þrúguvín um 19%, ávaxtavín um 20% og leikföng mismunandi mikið eftir tegundum. Björn Pálsson, þm. A.-Hún Ölafur Jóhannesson, 1. þm. Skagfirðinga, Óskar Jónsson, þm. Vestur- Skaftfellinga, Vilhjálmur Hjálmarsson, 2. þm. Sunnmýlinga, Þórarinn Þórarinsson, einn af þingmönnum Rv’íkinga. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Gísli Jónsson, þm. Barð- strendinga, Guðlaugur Gíslason, þm. Vestmannaeyinga, Gxmnar Gíslason, 2. þm. Skagfirðinga, Jón Árnasort, þm. Borgfirð- inga, Matthjas Mathiesen, þm. Hafnfirðinga, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, þm. VesturÁsfirðinga, Fyrir Alþýðuflokkinn: Steindór Steindórsson, upp- bótarþingmaður ísfirðinga. NÝI TÍMINN Fimmtudagur 2. júlí 1959 — 20. tölublað — 18. árgangur. Krlstín Lavransdóttir í rú m Leikílokkur írá Det Norske Teatret í Osló sýnir leikgerð hinnar írægu skáldsögu Á mánudag’ kom hingað til Reykjavíkur leikflokkur frá Det Norske Teatret í Osló. Sýna Norðmennirnir leik- ritið „Kristínu Lavransdóttur“, sem gert er eftir sam- nefndri skáldsögu Sigrid Undset, nokkrum sinnum í Þjóðleikhúsinu og er fyrsta sýningin í kvöld. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum blaðsins, hefur norski rithöfundurinn Tormod Skagested fært söguna í leikrit-sform og er hann jafn- framt leikstjóri. Einnig er leik- hússtjóri Det Norske Teatret, Nils Sletbak, með íförinni; enn- Þau sýna Stúlkuna á loftinu. — Þið purfið ekki að undr- ast þótt vel fari á með peim á myndinni: þetta eru nefnilega tvenn hjón — Leikflokkur Róberts Arnfinnssonar sýnir Stulkuna á loftinu á Norðurlandi, Austfjörðum og Vestfjörðum Leikflokkur Róberts Arnfinnssonar er að leggja af stað í sýningarferð til Norðurlands, Austfjarða og síðan til Vestfjarða. Það er Stúlkan á loftinu sem flokkurinn sýnir. Frum- sýningin verður á Sauðárkróki annað kvöld. Frumsýning leiksins í ferðinni er á Sauðárkróki, en þaðan fer flokkurinn til Siglufjarðar, Ól- afsfjarðar og áfram austur um land til Austfjarða. Á hve mörg- um stöðum verður sýnt mun ekki fastráðið enn. Sýningar munu verða í öllum stærri kaup- stöðunum. Að loknum sýningum á Austfjörðum verður farið til Vestfjarða. Leikstjóri er Helgi Skúlason og leikendur eru, auk hans, þau Nokkur síld til Siglufjarðar í fyrrad. Siglufirði j Bátarnir höfðu legið hér inni Síldveiðibátarnir fóru út í í þrjá daga sökum óveðurs á gær og komu nokkrir inn í dag miðunum, en í gær var komið með afla sem þeir höfðu fengið norður af Horni. Nœr 7 þús. kr. aflahlutur efffr aðeins fimm daga veiði Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljahs. Austurþýzki togbáturinn Mar- grét landaði 26. þm, 133 lestum af fiski hjá Fiskiðjuveri Sauð- árkróks. austurþýzkt skip hefur fengið í einni veiðiferð. Þessi veiði- ferð stóð aðeins fimm daga, en hásetahlutur af þessum afla er nærri 7 þúsund krónur. Skipstjóri á Margréti er Þetta er mesta aflamagn semHelgi Jakobsson frá Dalvík. þar bezta veður. Síldina veiða þeir um 50 mílur úti af Horni, eða 90—100 mílur norðvestur af Siglufirði, rétt við ísrönd- ina. Þessir hátar voru komnir þegar fréttin var send: Vonin II. KE 328 mál, Reyn- ir RE 190 mál, Guðmundur frá Sveinseyri 630 mál og Sigrún AK 84 mál. Tjaldur var að koma inn þegar fréttin var senld og fleiri bátar voru þá sagðir á leiðinni. Helga Bachmann — sem leikur stúlkuna á ioftinu — Stella Guð- mundsdóttir og Róbert Arnfinns- son. Leikendur þessir eru að góðu kunnir úti á landi, því sumurin 1953 og 1954 sýndu þau Tópas úti á landi og í fyrra- sumar leikinn Horft af brúnni. Um efni þessa leiks er annars það að segja að hann er um manninn sem sendi konuna sína í sveit, gerðist ,.grasekkill“, eins og menn segja á reykvísku. Það er Róbert sem leikur veslings konulausa manninn. En uppi á loftinu er stúlka. og í mesta ó- gáti verður henni á slysni sem hefði getað gert út af við konu- lausa manninn. Hvernig hún fer að því að bæta fyrir þá slysni sína verður ekki rakið hér — það eiga menn að sjá á sviðinu, en alls ekki að láta segja sér það. En víst er að mönnum geðjast vel hvernig hún fór að því, því leikurinn hefur verið sýndur 2000 sinnum á Broad- way í New York, á annað ár í London, tvö ár í Svíaríki, á ann- að hundrað sinnum í kóngsins Kaupinhafn — og sumir segja að hann hafi jafnvel verið sýnd- ur í Calkútta! Það er því ekki leioum að líkjast þegar Sauð- kræklingar þyrpast á leikinn næsta föstudagskvöld. fremur Charles Nielsen leik- sviðsstjóri, Edith Roger ballett- meistari og Birger Hansen ljósameistari. 17 leikendur. Leikendur eru 17. Kristínu Lavransdóttur leikur Rut Tell- efsen, Erlend Nikulásson síðari eiginmann Kristínar leikur Arne Lie, en foreldra Kristínar, Lavrans Björgúlfsson og Ragn- fríði leika þau Johan Norlunld og Tordis Maurstad. Aðrir leikendur eru Elisabeth Bang, Harald Heide Steen, Astrid Sommer, Pál Skjönberg, Ingolf Rodge, Alf Sommer, Ragnvald Kjelld, Else Lystad, Karin Borg, Finn Kvalem, Johan Birkehol, Gunda Ulsaker og Marit Hamdahl. Allt eru þetta kunnir leikarar 1 Noregi. Einnig koma fram í sýning* unni fiðluleikarinn Bjöm Fon- gaard og söngvarinn Bört Erik Toresen. Leikr.it flutt á nýnorsku. 1 Det Norske Teatret í Osló eru eingöngu flutt leikrit á andsmáli, nýnorsku. Leikhúsið var stofnað árið 1913 og stóð um það talsverður styrr í upp- hafi vegna málsins. Síðustu ár- in hefur Det Norske Teatret verið rekið sem ríkisleikhús og þá jafnan farið margar leikferð- ir um Noreg. Leikritið, sem Tormod Skage- stad hefur gert eftir hinni frægu og vinsælu skáldsögu Undset, var frumsýnt í Det Norske Teatret í Osló á s. 1. hausti. Hefur leikritið síðan verið sýnt við gífurlega aðsókn 200 sinnum í Osló og 50 sinnum Framhald á 10. síðu. Með Farfuglum á Heklu um helgina Um næstu helgi, 4.—5. júlí, efna Farfuglar til skemmti- ,og gönguferðar á Ileklu. Á laugardag verður ekið aust- ur að Næfurholti og slegið upp tjöldum þar, en kvöldið notað til gönguferðar niður í Hraunteig og hann skoðaður. Sunnudagsmorgunn verður ek- ið upp á Bjalla og að hraun- röndinni gegnt Litlu-Heklu, en þaðan er hálftíma gangur að fjallinu. Verður þá fyrst haldið að Axlargígnum. en þaðan upp eft- ,ir að sjálfum Heklutindi, sem er í tæplega 1500 m hæð:. Út- sýni þaðan er sérstaklega fagurt, og sézt um meginhluta Suður- lands. allt frá Öræfajökli að i Esju.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.