Nýi tíminn - 26.05.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. maí 1960 — NÝI TÍMINN — (3
Árið 1949 fól Alþingi rikis-
st'jórninni að gerast stofnaðili
fyrir fslands hönd að svonefnd-
um Norður-Atlantshafssamn-
ingi. Með uridirritun þess samn-
ings var ákveðin og innsigluð
hlutdeild hinnar vopnlausu ís-
lenzku þjóðar í hernaðarbanda-
lagi. Þeirri hlutdeild fylg'du
réttindi og skyldur. Skyldurnar
hefur íslenzká ríkið rsekt. Rík-
ið hefur ekki aðeins staðið við
þær skuldbindingar, sem það
undirgekkst, heldur hafa og
verið lagðar á þjóðina þungar
byrðar, sem hún í upphafi
áskilið sér rétt til að vera laus
við. Nægir í því sambandi að
rninna á herinn og herstöðvarn-
ar í landinu. Samning'urinn var
undirritaður með þeim fyrir-
vara af íslands hálfu, að ekki
kæmi ,,til mála, að útlendur her
fengi að hafa aðsetur á íslandi
á friðartímum, né yrðu þar
leyfðar herstöðvar“.
Síðar létu íslenzkir valda-
menn undan ásókn Bandaríkj-
anna og leyfðu hersetu í land-
inu. Með þvi var þjó.ðin látin
takast á herðar þunga byrði
umfram allt annað. sem hún
hafði skuldbundið sig til með
undirrituri Atlantshafssamnings-
ins, en bað er meira en sagt
verður um ýmsa aðra aðila
þessa hernaðarbandalags.
Tvær voldugustu þjóðir
Atlantshafsbandalagsins, Banda-
ríkjamenn og Bretar, hafa nú
um langt skeið háð miskunnar-
lausa baráttu við íslendinga,
beitt sér með öllum ráðum gegn
brýnasta hagsmunamáli þeirra
■og hvorki sparað til þess fé
né fyrirhöfn. Bretar hafa látið
herskip sín ösla um í ísíenzkri
fiskvfeiðilandhelgi veiðiþjófum
til verndar, og brezkir sjóliðs-
foringjar hafa 'þrásinnis hótað
Íslendingum lífláti,- ef þeir dirf-
jst' að gæta laga og' réttar í
eigin lándheíg'i.
' Þessari vopnuðu árás Breta
'hefur bandaríska varnarliðið á
fslandi svarað með fullkomnu
aðgerðarleysi, og sánnaðist með
því. að Bandaríkin hafa hér
herlið einhverjum öðrum til
verndar en íslending'um, ef á
•er ráðizt.
Á alþjóðavettvangi hafa
Bandaríkin frá upphaíi stutt
brezku ríkisstjórnina í land-
helgismálinu. og þau hafa gert
það með vaxandi. þunga. Á sjó-
réttarráðstefnunni í marz —
apríl 1960 tóku Baridarikin blátt
áfram forustuná í baráttunni
gegn hagsm'unum íslands og
ueyttu þar allra bragða, sem
manna. Allt um það berjast
þau á móti. Þau gera sér ljóst,
að hér er um lífshagsmuni ís-
lendinga að tefla og engra ann-
arra, og gegn þeim hagsmunum
berjast þeir með klóm og
kjafti.
Eru þessar aðfarir tveggja
forustuþjóða Atlantshafsbanda-
lagsins gegn íslandi í samræmi
við gerðan samning?
í 1. g'r. Atlantshafss'amning's-
ins segir svo:
„Aðilar takast á hendur. svo
sem segir í sáttmála hinna
Sameinuðu þjóða, að leysa
livers konar milliríkjadeilumál,
sein þeir kunna að lenda í, á
friðsamlegan hátt, þannig að al-
þjóðafriði, öryggi og réttlæti
sé eigi stofnað í hættu, og' að
beita ekki hótunum né valdi í
miliirikjaskiptum á nokkurn
þann hátt, sem ósamrýmanleg-
ur er markmiðum Sameinuðu
þjóðanna“.
Þannig hljóðar 1. gr. þessa
samnings. Ákvæði hennar um
friðsamlega lausn deilumála
hlýða Bretar með því að senda
sjóher sinn á fslandsmið til
árása á þá bandalagsþjóð sína,
sem er sú minnsta og um leið
sú eina, er ékki getur með
morðvopnum borið hönd fyrir
höfuð sér. 1 skiptum sínum við
íslendinga beita Bretar bæði
hótunum og valdi. Þeir hafa
hótað að skjóta íslenzk skip
í kaf, reynt að sigla þau í kaf.
og þeir hafa hernumið íslenzka
menn að skyldustörfum við
strendur landsins. Slíkur hefur
réttur íslendinga orðið í reynd
í samskiptum við eina öndveg-
isþjóð Atlantshafsbandalagsins.
í 2. gr. samningsins segir
m.a. á þessa leið:
..Aðilar munu stuðla að frek-
ari þróun friðsamlegra og vin-
samlegra milliríkjaviðskipta".
— Hafa ekki Bandaríkjamenn
og' Bretar gætt þess í viðskipt-
um við íslendinga? Nei. þróun-
lund hafa Bretar látið ,.hin
friðsamlegu og vinsamlegu
millir:kjaviðskipti“ þróast, að
því er viðkemur fslending'um,
og til þess hafa þeir notið
stuðning's Bandaríkjamanna í
vaxandi mæli.
Loks er í 5. gr. þessa ágæta
samnings svofelld klausa:
„Aðilar eru sammála um, að
vopnuð árás á einn þeirra eða
fleiri í Evrópu eða Norður-
Ameríku skuli talin árás á þá
alla". Samkvæmt þessu átti
herhlaup Breta á íslandsmið
og vopnuð valdbeiting þeirra
þar að jafngilda árás á t.d.
sjálf Bandaríki Norður-Ame-
ríku. Þó snerust hvorki þau
né önnur bandaiagsríki til
varnar, og var með því aðgerð-
arleysi framið enn eitt samn-
ing'sbrot á íslendingum. Voru
öll aðildarríki bandalagsins
samsek um það brot, þótt höf-
uðábyrgðin hvíli á Bandaríkj-
unum sem voldugustu þjóðinni
og þeirri, sem herstöðvar hefur
hér á landi.
Mikill hluti íslendinga gerði
sér frá upphafi Ijóst, að bátt-
taka íslands í Atlantshafs-
bandalaginu var ósamrýmanleg
afstöðu íslendinga sem friðelsk-
andi, vopnlausrar þjóðar, er
lýst hafði yfir ævarandi hlut-
leysi í ófriði, er vér öðluðumst
fullveldi 1918. Einnig var mikl-
um hluta þjóðarinnar ljóst, að
þátttakan í þessu hernaðar-
bandalagi gat valdið tortlmingu
þjóðarinnar, ef til stríðs kæmi.
Og smátt og' smátt gerðu sí-
fellt fleiri íslendingar sem
áður voru fylgjandi samningn-
um, sér ljóst. að Atlantshafs-
samningurinn er einskis virði,
þegar hag'smunir íslands eru
annars vegar. Þó gekk fyrst
alveg fram af þeim. er þeir
fréttu af háttalagi Bandaríkja-
stjórnar á síðustu Genfarráð-
stefnu. Þar beittu Bandaríkin
skeíjalausum áróðri og bak-
tjaldamakki gegn íslenzka mál-
staðnum og virtust næstum
einskis svífast til þess að fá
vilja sínum íramgengt, þótt það
til allrar hamingju mistækist.
íslenzku þjóðinni er nú nóg'
boðið. Hún getur ekki náð rétti
sínum með vopnavaldi né með
áhrifavaldi stórþjóðar, en hún
getur svarað samningsroíunum
og ofbeldinu á annan hátt. Hún
'getur sagt sig úr bandalagi við
yfirgang'sseg'gi. heimtað herinn
brott úr landinu og herstöðv-
arnar jafnaðar við jörðu. Þetta
ber henni að gera. Með því
vinnur hún á í áliti allra þjóða.
einnig þeirra, sem nú traðka á
rétti hennar. Sá manndómur
íslendinga að ganga úr Atlants-
hafsbandalaginu og vísa hern-
um burt vegna áaengni og' kúg-
unar tveggja stærstu þjóða
þess mun um það er lýkur að-
eins skapa aðdáun og virðingu
annarra þjóða, ekki sízt þeirra,
sem við harðrétti búa og fyrir
sjálfstæði sínu berjast.
Hér hefur verið rætt um úr-
sögn íslands úr Atlantshafs-
bandalaginu og' brottvísun
Bandaríkjahers sem nauðsyn-
lega og eðliiega mótaðgerð gegn
þeim órétti, sem landsmenn eru
beittir æ ofan í æ. Fjölmörg
önnur rök hníga og' í sörnu átt
og hafa verið borin fram á
Alþingi 1949 og síðan. íslend-
ingar hafa ekkert g'agn af hlut-
deild í hernaðarbandalagi,
heldur kalla með þvi yfir sig
ægilegar hættur. Erlendur her
og herstöðvar eru þjóðinni
hættulegar á margan hátt.
Vopnlaus og' fámenn þjóð eins
og íslendingar á að skipa sér
í raðir hinna hlutlausu ríkja
og' vinna að friðarmálum á
vettvangi þjóðanna. Það hlut-
verk eitt sæmir henni og skap-
ar henni virðingu. Skilyrðis-
laus tryggð og þjónkun við
ákveðin herveldi hæfir ekki ís-
lendingum. Þeir vilja ekki hafa
húsbónda, sem öðru hvoru
fleygir í þá beini til að naga,
en sparkar í þá eins og rakka
þess á milli. Annars skal ekki
frekar rakið allt það, sem með
því mælir, að ísland standi
utan hernaðarbandalaga, enda
þess ekki þörf hér, svo oft sem
um þau mál hefur verið rætt
áður.
Bandarískir hermenn á liergöngu á Keflavík
ÍSLENDINGUM
ER NOG BOÐIÐ
Greinargerð íyrir þingsályktunartillögu
þingmanna Alþýðubandalagsins um úr-
sögn íslands úr Atlanzhaísbandalag-
inu og brottvísun Bandaríkjahers.
stórveldi eru tiltæk.
Þess er vert að minnast, að
bæði þessi stórveldi hafa, eins
og aðrar þjóðir, viðurkennt þá
staðreyhd, að fiskimiðin um-
'hverfis landið séu íslendingum
1 lífsnauðsyn. Þau neita ekki í
orði þörfinni á verndun fiski-
'miðanna. bg þau þykjast skilja
'sérgtöðu íslendinga sem fiski-
in hefur orðið öfug, siðan
samningurinn var undirritaður.
Árið 1952 var sett löndunar-
bann á íslenzkan fisk í Bret-
landi og þá átti að svelta ís-
lendinga til hlýðni. Árið 1958
var gengið feti lengra og send-
ur til íslands herskipafloti
þeirra erind’a að traðka rétt
bandalagsþjóðarinnar. Á þá |
FRA
Viðreisnin
holdi klædd
Það fara miklar sögur af
gengi og áhrifum brotamanna
í Bandaríkjunum og hafa ver-
ið skrifaðar um það margar
bækur. Aldrei varð þó vegur
þeirra A1 Capone, Lucky
Luciano og annarra slíkra svo
mikill að þeir fengju að skrifa
nöfn sín á hinn heilaga doll-
ar þótt sumir þeirra væru að
visu snillirigar í peningaföls-
unum. En hér á íslandi stönd-
um við miklu framar á þessu
sviði. Á sama t:ma og Olíufé-
lagið h.f. hefur orðið uppvíst
að mestu fjársvikum í segu
þjóðarinnar undir afskipta-
leysisvernd gjaldeyriseftirlits-
ins, þjófnaði, smygli. skjala-
falsi, Lraski á kauphöllinni
í Wall Street og fjárílótta til
Sviss, fær þjóðin í hendur
nýja bankaseðla þar sem get-
ur að líta skýrum stöfum eig-
inhandaráletrun forustumanns
Olíufélagsins h.í. og yfir-
manns gjaldeyriseftirlitsins.
Og þetta voru ekki falsaðir
seðlar heldur opinberir ríkis-
seðlar. Ekki er að efa að
keppinautar Vilhjálms Þórs á
hinum alþjóðlega fjárglæfra-
markaði muni votta honum
innilega virðingu sína og
hollustu og lofa að vepa hon-
um innanhandar í framtíðinni
ekki síður en verið hefur.
Þetta nýjasta afrek Vil-
hjálms Þórs er eflaust mesti
sigur hans, og állir vita hvern-
ig hann vannst, Ríkisstjórnin
þurfti á Vilhjálmi að halda
til þess að koma viðreisn sinni
fram og hún gerði við hann
sérstakan samning. Sá samn-
ing'ur var þeim mun sjálf-
sagðari sem andi viðreisnar-
innar birtist einmitt í Vil-
hjálmi Þór, klæddur holdi og
blóði; ekkert á betur við en
að sjá nafn hans á hinum
nýju viðreisnarseð’um.
— Austri.