Nýi tíminn - 26.05.1960, Page 8

Nýi tíminn - 26.05.1960, Page 8
8) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur26.maíl960 ----------------------------------------------------------------------------------------------------- V < löi’éttear lék á Akureyri msa fyrrihelgi 2 leiki Um síðustu helgi fór meistara- 'flokkur Þróttar itl Akureyrar. Leikar fóru þannig að Akur- eyri vann fyrri leikinn, en Þrótt- ur þann síðari. Fyrri leikurinn 2:1 fyrir Í.B.A. Fyrri leikurinn fór fram á laugardaginn kl. 5 síðdegis, eða skömmu eftir komu Þróttar- manna til bæjarins. Leikur þessi varð ekki' eins jaín og ætla má af markatölunni. Akureyringar höfðu nokkra yfirburði fram yf- ir Þróttarana, sem voru með eindæmum daufir, einkum þó framlinan. Fyrri hálfleik lauk án marka, en um miðjan seinni hólfleik skoraði Eðvarð Geirs- son mjög skemmilega fyrir Þrótt. Eftir markið sóttu Akureyringar sig mjög og skoruðu (Steingrím- ur), og ekki leið á löngu áður cn Akureyringar náðu frum- kvæðinu, sem þeir héldu til leiks- loka. Sigur Akureyr.inga í leikn- um er fyllilega verðskuldaður og hcfði mátt vera meiri. Kröftugri leikur síðari tlag- inn færði Þrótti sigur Siðari leikurinn, sem fór fram á sunnudaginn, var allur annar og betri leikur hjá Þrótti, enda varð leikurinn fjörugri og skemmtilegri en sá fyrri. Sókn- arlotur framlínu Þróttar voru rnun skeinuhættari en sóknir Ak- "ureyringa, og það var þess vegna, sem Þróttur sigraði, enda þótt leikurinn hafi í sjálfu sér verið Iremur jafn. í hálfleik stóðu leik- ar 3:0 fyrir Þrótt, og í seinni hálfleik skoraði Jón Magnússon 4. mark Þróttar í leiknum, og jafnframt sitt 3. mark. Eftir það færðist hálfgerð værð yfir Þróttarliðið og Akureyringar náðu betri tökum á leiknum og skoruðu 2 mörk. Efnilegir leikmenn Akureyrar Lið Akureyrar, eins og það nú er skipað ætti að geta staðið sig vel í íslandsmótinu,. sem hefst nú síðast í maimánuði. Margir ungir og efnilegir leik- menn leika með liðinu, t.d. inn- herjarnir Steingrímur og Skúli Ágústsson, sem margir. minnast eflaust frá Skautamóti íslands hér í Reykjavík í vetur, þar sem Skúli varð annar. Jens Sumar- liðason, sem Reykvikingar þekkja frá leikjum hans með Víking fyrir nokkrum árum, lék með liði Akureyrar í miðvarðarstöðu, og gerði stöðunni góð skil. Eftir leikinn við Þrótt, sem er eini mælikvarðinn, sem enn ligg- ur fyrir um getu Akureyringa, má segja að keppinautar þeirra í-I. deild munu án nokkurs efa þurfa að berjast til að ná stigum út úr leikjum sínum við þá. Leikmenn Þróttar voru furðu daufir fyrri leikinn, hverju sem um var að kenna. Vörnin var þó betri hluti liðsins og það var hún sem kom í veg fyrir stærra tap. í síðari leiknum var eins og Þróttararnir sneru blaðinu við. Leikur liðsins var allur annar, enda skoruðu þeir 4 mörk og áttu nokkur góð tækifæri. Þó var Þróttur með varamennina inn á síðari leikinn, þar eð fyrir- ■liðinn Baldur Ólafsson (Bill) meiddist í fyrri leiknum og Óm- ar Magnússon í þeim síðari. Margir, Þróttarar áttu góðan leik. Jón Magnússon og Axel voru mjög drífandi í framlínunni. Róbert Ilalldórsson var og mjög góður sem framvörður, en hann lék nú fyrsta ;sinni með meistara- flokki Jóhann: Gí.slason, mark- vörður Víkings, lék með Þrótti í ferðinni og varði með hinum mesta sóma og er enginn efi á að í Jóhanni býr marinséfni. Rafn Iljaltaiin leikina og dæmdi mjö'g vel. Áhoríendur voru allmargir báða dagana, þó að skilyrði séu slæm á gamla malarvellinum til að taka áhorfendur. Fyrirgreiðsla Akureyringa við Þróttarliðið var mjög góð og þeim til hins mesta sóma. — b i p Eisenhower hinni útréttu hönd Aðalmálgagn sænskra sósíaldemókrata rek- ur ástæðurnar íyrir hvernig íór í París Islenzku handknattleiksstúlk- urnar eru í góðri þjálfun I Lambfé við Dagana 23.-26. júní næstkom- ............................. andi fer fram Norðurlandameist- = aramót í handknattleik kvenna ~ i Vesteras í Svíþjóð svo sem áð- = ur hefur verið skýrt frá. Þátt- — takendur verða frá öllum Norð- = mlöndunum og er búizt við = harðri keppni að þessu sinni, en | maður þjá Ríkisskip land Danir hafa sigrað á tveim síð- | 0g sumarbústað sem liann astliðnum mótum. Ritstjórnargrein nýlega. í Stockholms-Tidningen, aðal- málgagni sænskra sósíaldemó- krata, fjallar um hinn mis- heppnaða fund æðstu manna fjórveldanna í París. Þar segir: „I bandarískum skýringum á þessum óvæntu atburðum er því haldið fram að Krústjoff hafi í frammi ögranir og að hann hafi notað flugvélarmálið sem velkomið tilefni til að eyði- leggja fund æðstu manna áður en hann gat svo mikið sem hafizt. Ekki er ómögulegt að þetta sé rétt mat, að Krústjoff hafi með öðrum orðum engar samn- ingaviðræður viljað, að minnsta kosti ekki núna. En spyrja má, hvort Bandaríkjamenn hafi ekki verið að minnsta kosti eins tregir. Það er hægt að segja að Krú- stjoff hafi haft flugvéiarmálið að yfirvarpi. En ekki bjó hann það yfirvarp til. Bandaríkja- menn létu honum það í té ó- keypis — ekki í eitt ekipti held- ur að minnsta kosti tvisvar. Þeir viðurkenndu njósnaflugið rétt fyrir fund æðstu manna, þegar það lilaut að líta sér- staklega ögrandi út. Svo létu þeir frá sér fara þá skýringu, að þetta væri eðlilegur um- gengnismáti stórvelda á milli, sem þeir ætluðu að halda á- fram. Hvernig hefði bandaríska landvarnaráðuneytið og Eisen- hower og almenningsálitið í Bandaríkjunum brugðizt við hefði þessu verið snúið við — ef rússnesk flugvél hefði verið skotin niður yfir Bandaríkjun- um rétt fyrir fund manna, og Rússar gefið sömu skýringar á atburðinum og þær sem Bandaríkjamenn hafa látið frá sér fara? Það er ó- trúlegt að þeir hefðu verið mýkri á manninn. Að minnsta kosti hefðu menn í Washing- ton átt að geta gert sér grein fyrir að Rússar myndu ekki láta sem ekkert væri. Við þetta bætist að Krústjoff skildi Eisenhower eftir opnar útgöngudyr í báðum ræðum sínum á fundi Æðsta ráðsins. daginn 3. júlí. Hann kvaðst gera ráð fyrir að Eisenhower hefði ekki sam- þykkt flugferðina yfir Sovét- ríkin. Eisenhower hefði getað skírskotað til yfirlýsingar sinn- ar frá því í febrúar í fyrra, um að hann hefði lagt blátt bann við öllu ögrandi flugi nærri landamærum Sovétríkjanna. — Hann hefði getað sett einhvern hershöfðingja í flughernum á eftirlaun, og málið hefði verið úr sögunni án þess að aðilar biðu nokkurn álitshnekki. En Eisenhower tók sem sagt ekki í hina útréttu hönd. Ofan á allt þetta bættist per- sónuleg skipun Eisenhowers sjálfs um viðbúnaðaræfingu hjá bandarískum herafla um heim allan. Skipunin var gefin „nokkrum klukkutímum áður en fundur æðstu manna hófst“, segir bandaríska landvarna- ráðuneytið. Hún var líka í fyllsta máta óheppilegur for- leikur að ráðstefnunni. Framhald á 7. síðu. Marlene Dietricli Hrœktl fram- an í Maríene Marlene Dietrich, kölluð „fríðasta amma í heimi" er nú á sýningarferðalagi í Þýzka- landi, þar sem hún er borin og barnfædd og dvaldi þangað til Hitler komst til valda. Mikil blaðaskrif urðu í Þýzkalandi þegar það vitnaðist að von væri á Marlene. Höfðu margir við orð að hún yrði látin finna það að hún hefði gerzt sek um föðurlandssvik með því að ferðast um í bandarískum ein- kennisbúningi og skemmta her- mönnum bandamanna í styrj- öldinni. Allt hefur þó gengið vondræðalaust fyrir Marlene í Þýzkalandi þangað til á mánu- daginn. Þá bar það við í Diiss- eldorf að 18 ára stúlka flaug á kvikmyndaleikkonuna, harði hana og klóraði og hrækti loks í andlitið á henni. Við yfir- heyrslu sagði stúlkan: „Ég hata þennan kvennmann. Hún sveik land sitt í stríðinu“. Uppi við Rauðavatn á Stefán Ulugason verka- Héðan verður haldið 21. júní = til Kaupmannahafnar. Farar- = ætjórn er skipuð þessum mönn- = um: Axel Einarsson, sem jafn- = :framt verður fararstjóri, Rúnar E Bjarnason, Valur Benediktsson, = sem verður dómari, og Pétur = jBjarnason, þjálfari. E Stúlkurnar hafa æft mjög = vitjar ekki sjaklnar vét- ur en sumar. Þar hefur hann nefnile.ga fé og f jár- liús og frítími hans frá vinnunni við höfnina fer í gegningar. Það kostar bæði tíma og erfiði að sinna fénu þarna uppfrá úr bænum, en Stefán, sem er gamall Snæfellingur, er fjármaður af lífi og sál. Nú eru ærnar hans born- aamvizkusamlega í vetur og eru því í góðri þjálfun. Farareyris ar> 0g hér sjást nokkrar hafa þær aflað með ýmsu móti = þeirra ásamt lömbum sín- og gengið vel. E um. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Heim verður svo haklið sunnu-im7m,mmmmillimmimmimimil

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.