Nýi tíminn - 06.10.1960, Page 4

Nýi tíminn - 06.10.1960, Page 4
4) ■— NÝI TÍMINN — J' immtudagur 6. október 1960 T and sem hefur yfir sér í ^ einu þrjár ríkisstjórnir sem allar eru lítið annað en nafnið tómt vegna þess að þær ráða hvorki yfir embætt- ismannaliði né her, en um- boðsmenn alþjóðastofnunar fara með úrslitavald í krafti 16.000 manna liðs skipuðu misjafnlega fjölmennum sveit- um frá tylft ríkja, er svo einstætt fyrirbæri að skiljan- legt er að margir sem áhuga hafa á alþjóðamálum og gera sér far um að fylgjast með heimsfréttum hristi höfuðið og gefist upp við að reyna að botna í því sem þar er að gerast. Atburðarásin í Kongó þá þrjá mánuði sem liðnir eru síðan sjálfstæði landsins var lýst yfir er svo hröð og flókin að mörgum hefur farið eins og Ortona, aðalfulltrúa ítalíu hjá SÞ. Hann sat í forsæti á fundi Öryggisráðsins skömmu eftir að þeir Kasavúbú forseti og Lúmúmba forsætisráðherra höfðu sett hvor annan af I miðjum umræðum um ástand- ið í Kongó fékk Ortona í hendur hraðskeyti frá Leo- poldville, þar sem Mobútii of- ursti lýsti yfir að hann hefði tekið völdin í Kongó í s'ínar hendur og skipað þriðju rík- isstjómina í landinu. Við þessi tíðindi setti að Italanum óstjórnlegan hlátur, sem brátt smitaði a!la viðstadda nema Dag Hammarskjöld fram- kvæmdastjóra. Æstur Belgi (í miðið) ræðst á Lúmúmba (t.v.) á flugvellinum í Leopoldville. Atburður þessi gerðist í sumar þegar belgiskt fallhlífarlið hernam flugvöllinn skönunu eftir að sjálfstæði Kon- gó hafði verið lýst yfir. Afríkuríki slá skjaldborg um lúmúmba og stefnu hans \ ðrir fulltrúar þessarar hreyfingar eru menn eins og Nkrumah og Sekou Touré, forseti Gineu. Þeim er Ijóst að Afríkuþjóðum nægir ekki að fá sjálfstæði sitt viður- kennt í orði kveðnu, nýlendu- veldin skilja þannig við að þörf er markvissrar og skjótr- ar sóknar ef sjálfstæðið á að verða meira en nafnið tómt. Atvinnuvegum og menntun Afríkuþjóða verður ekki komið í nútímahorf og stjórn- arfarslegt fullveldi verður ekki að veruleika nema Afr- ■ikumenn taki höndum saman og styðji hverjir aðra, hvað sem líður landamærum sem, sett voru af handahófi þegar Evrópuríki voru að brytja, Afriku niður á milli sín á síðustu öld. Nkrumalh er helzti forvígismaður hug- myndarinnar um Bandaríki Afríku, og um alla Vesitur- Afríku vinnur hin unga, menntamannastétt að þv1] að skapa afríska þjóðarrítund. Sameiningarstarf ungra stjórnmálamanna og mennta- manna rekst á ættflokka- skipulagið og hefðbundin for- réttindi sem það tryggir fá- mennri höfðingjastétt. ýzka vikuritið Der Spiegel ályktar að úr því Hamm- arskjöld stökk ekki brog við tilkvnninguna um valdatöku Mobú'ú haífí tíðindin varla lcomið honum á óvart. Hvern- ■ ig sem því er varið verður ekki lengur um það deilt að framkvæmdastjórn SÞ er orð- in aðili að harðvítugum átök- um um framtíð Kongó, og hafa aTeiðingar þess 'sett svip á fyrstu starfsviku 15. Alls- herjarþingsins, Krústjoff hef- ur deilt hvasst á Hammar- skiöld fyrir að styðja gömlu nýlendviveldin og erindreka ibeirra i Kongó. Hammarskjöld hefur svarað og varið stefnu S’na. Af hálfu ungu Afrílcu- , ríkianna hefur Nkrumah, ,for- seti Ghana, lýst yfir að Afr- íku’nenn óski ectir rðstoð al- þif'ðasamtakanna, en 'í Kongó hr,fí fu'ltrúar þeirra ekki rækt h'utverk sit't sem skyldi. Nk’uimah vitnaði í samþykkt- ir Öryggisráðsins því til sönn- unar að SÞ ,hefði verið fal- ið r.ð liðsinna ríkisstjórn Kon- gó, veita henni hjálp við að koma á lögum og reglu í landinu. F'ina löglega xíkisstjórnin í " Kongó er stjórn Lúm- úmba, sagði Nkrumaih. Hún ein hefur hlotið umboð þjóð- kjörins þings til að stjórna landinu, og það var sam- kvæmt beiðui frá henni sem SÞ sendu fulltrúa sína og hersveitir á sínum vegum til hins unga ríkis. Nkrumah kvað undirróður erindreka nýlenduveldanna valda því hvernig komið væri í Kongó og lagði til að Afríkuríkjun- um yrði falið að sameina landið undir löglegri stjórn í umboði SÞ. Forseti Gihana sakaði nýlenduveldin um að hafa spillt milli Kasavúbú og Lúmúmba. Vitað er að sendi- herrar Afríkuilkja í Leöpold- ville hafa lagt sig í fram- kréka að sætta þessa tvo æðstu menn Kongó, og er ekki séð hvern árangur sú viðleitni ber. Stjérnum flestra Afríku- ríkja er að sjálfsögðu kapps- mál að Kongó leysist ekki upp í óstjóm og sundurþykkju, því að slík málalok yrðu vatn á myllu nýlendusinna sem halda því fram að Afríku- menn séu ekki færir um að stjórna sér sjálfir. Otuðningur Afríkuríkja við ^ Lúmúmba sýnir bozt hve fjarri sanni þær hugmyndir eru sem nýlendusinnar reyna að breiða út um forsætisráð- herra Kongó, Því er haldið ■fram að hann sé ábyrgðar- laus angurgapi og jafnvel hálfgeggjaður misindismaður og allt sem aflaga fer í Kon- gó sé honum að kenna. Stjórn- málaferill Lúmúmba er að sjálfsögðu mótaður af þeim sérstæðu skilyrðum sem Belg- ir sköpuðu með nýlendustjóm sinni í Kongó. Þeir bældu ára- tugum saman niður allar stjcrnmálahræringar í land- inu, girtu fyrir að innbornir menn fengju notið æðri menntunar og reyndu eftir mætti að hindra að frelsis- straumar frá Evrópu eða öðrum Afríkulöndum bærust til Kongó. Þegar Belgir lin- uðu loksins á tökunum fengu þeir ekki við neitt ráðið, rúmu ári eftir að Kongómenn fengu í fyrste skipti að kjósa sér bæjar;tjórnir sá belgíská stjómin s;g tilneydda að sleppa öllum völdum í land- inu. í þeim stutta tíma sem Kon- gómenn höfðu til að búa sig undir að stjórna eigin málum tókst Lúmúmba og engum stjórnmálaforingja öðr- um að skana stjómmálahreyf- ingu sem á ítök um allt hið víðlenda ríki. Flokkur Lúm- úmba, Mouvement National Congolaise, varð langstærsti flokkurinn í einu þingkosning- unum sem farið hafa fram í landinu, þrátt fyrir það að belgiska nýlendustjórain og hinir alþjóðlegu auðihringar sem ráða yfir námum og verk- smiðjum Kongó beittu áhrif- Mobútú ofursti um sínum gegn honum. Þegar að því kom að mynda stjórn sem taka átti við völdum af Belgum, var allra bragða neytt til að hindra að Lúmúmba yrði forsætisráðherra, en hin- ir belgisku embættismenn og erindrekar hringanna urðu að láta i minni pokann. Ástæðan til að svona fór, bæði í kosn- ingunum og við stjórnar- myndunina, er ekki aðeins stjórnmálahæfileikar Lúmúm- ba; Meginástæðan er að hann er tákn og talsmaður þeirr- ar hreyfingar sem nú fer um alla svörtu Afríku eins og logi yfir akur, alafrísku hreyf- ingarinnar. TTvarvetna i Vestur-Afríkir ** lögðu nýlendustjómirnar kapp á að gera höfðingjana að bandamönnum sínum, efldu völd þeirra til að halda niðri kröfum um lýðræðislega stjórnarhætti. Um leið og Afr- ikuþjóðir fá sjálfstæði tekst bandalag milli höfðingjanna og erlendu stórfyrirtækj- anna sem hafa komið sér fyrir í skjóli nýlenduveldanna og vilja allt til vinna að fá að hagnýta auðlindir Afríku áfram í þágu hluthafa í Brussel, París, London, Am- sterdam og New York. Veldi ættarhöfðingjans Tshombe í Katangahéraði í Kongó bygg- ist á því að hann er banda- maður námufélagsins Union Miniere de Haut Katanga, sem hagnýtir hinar auðugu úran-, kóbalt- og koparnámur sem þar er að finna. Union Mini- ere sér Tshomba fyrir fé, belgisk stjórnarvöld leggja horum til þjálfaða herfor- ingja og vopn. Reynt var að leika sama leik í nágrannahér- aðinu Kasai, þar sem tveir af hcfðingjum Baluba-ætt- flokksins, þeir Albert Kalon- dji og .Ngalula, lýs+u vfir stc.fnun svokallaðs Námurík- is. Þá fáu dag-j sem liðu frá stofnun Námurík'sins þan.srað til hersveit trú Lúmúmba hrakti forsprnkkn þess í arma Tshombe í Katan°,a. . hafði Kalondji ásamt stjórn sinni aðsetur í byggingn a'b.jcð'egs ná.mufélafts að nafni For- miniere í Bakwan°ra, höfuð- stað Kasai. Forminiere ræður yfir hinum auðugu demanta- námum i Kasai, en þaðan koma 90% iðnaðardemanta og 10% skartdemanta sem boðnir eru til sölu á heims- markaðnum. Svoleiðis einok- Framhald á 11. síðu. Kongóhermenn á eftirlitsferð um götur Leopoldville.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.