Nýi tíminn - 06.10.1960, Síða 10

Nýi tíminn - 06.10.1960, Síða 10
2) — ÓSKASTUNDIN - ÓSKASTUNDIN — (3 Framliald af 1. síðu. íyrir hve hún var -gjae* :par(ilega:i ólík ö]J.u öðru, pr ritað var á þeim tím- tim. Það er ekki margt vit- að um ævi Cervantes og sára í'átt um þau eíri ár hans er bókin var skrifuð á. Sennilega hef- ur hann skrifað hana að miklu ieyti í fangelsi. Með vissu verður ekki sagt um hvar hann fékk hugmyndina að sögunni eða hvers vegna hann fór að skrifa hana. En sagan um það hvernig honum tókst að fá bók- ina gefna út og að tryggja sér með því ó- •dauðlegt nafn, stendur ekki að baki ævintýrum sjálfs Don Quixote. Árið 1605 var Miguel Cervantes nálægt sex- tugu og honum hafði mistekizt flest. Ævistarf sitt, hermennskuna, hafði hann löngu gefizt upp við. þar sem hann þrátt fyrir hreystiverk sín og dygga þjónustu við Fil- ipus II. Spánarkonung, komst aldrei lengra en að vera óbreyttur liðs- maður. Hann hafði fórn- að annarri hendinni fyr- ir konunginn, en var samt ekki hækkaður í tign. Að lokum sagði hann því skilið við her- inn. Tvisvar hafði Cervant- es reynt að freista gæi'- unnar á ritvellinum, en honum tókst ekki að afla sér framfæris þar írem- ur en á vígfeilinum. Pólitískir framadraumar' hans urðu einnig áð engu: Um árabil var hann skattheimtumaður, það starf færði honum ekki annað en fátækt, hrakninga. erfiði og auð- mýkingu, en hann kynnt- ist á ferðum sínum land- j inu og fólkinu. Ósk hans um að verða sendur til Hins nýja heims, sem Spánverjar höfðu nýlega lagt undir sig, var höfð að engu. Já, Miguel de Cerv- antes var ólánsmaður með enga framtíð. Hver sem er af samtíðarmönn- um hans hefði sagt þér það. Senn var æviskeið hans á enda runnið án þess hann léti nokkuð eftir sig sem sómi var að. En hann var ekki sorg- bitinn eða svartsýnn. Það var hatin ál'drei. Hinn allt fyrirgéiandi. þolinmóði og sívonandi Cervantes sneri aftur að ritstöríum. Hann hafði lokið við nýja bók. Bók, sem var gjörólík fyrri bókum hans — réttara sagt ólík öllu öður er hingað til hafði verið skriíað. Ekki yfirborðs- leg, tilgerðarleg saga eins og þá var í tízku heldur furðuleg frásögn af skoplegum en samt hjartahreinum riddara, sem ætlaði að frelsa þann heim er hæddist að honum. Cervantes notar hina staðgóðu þekkingu sína á spænsku alþýð- unni í sögu sinni. Hann skrifar um ólán sitt og umburðarlyndi og hæfi- Framhald á 3. síðu. qir Miguel de Cervantes Framhald af 2. síðu. '•Jéikánn til. að brosa-, að þéirri; sem hæddust að honum. Sem sagt, hann hafði lokið við Dökina. Hann kaliaði hana eftir sögu- hetjunni Don Quixote. Éf til vill myndi hann fá viðurkenningu. Ef til vili hefðu einhverjir gaman að sögunni, og hann fengi borgun, sem nægði til að framfleyta fjöl- skyldu hans þolanlega um stundarsakir, þar til hann fyndi sér annað starf. Áður en hann fengi bókina gefna út varð að fá verndara eða ábyrgðarmann af aðiin- um, sem kæmi henni á framíæri. Það óttaðist hann að yrði ekki auð- velt. Þetta var á gullöld Spánar. Hann réði yfir mestum hluta Nýja heimsins, Flæmingja- landi, Sikiley, Napólí og Langbarðalandi. Eng- lendingar voru einu keppinautar Spánverja og þessar tvær þjóðir voru svarnir óvinir. Kon- ungseinveldi var ríkjandi stjórnskipulag þeirra tíma, jafnt á Spáni sem annars staðar í veröld- inni. Og rithöfundur varð að hafa hirðina eða að- alinn að bakhjarli til þess að hafa minnstu von með að fá bók gefna út. Það var ekki einungis að bókmenntastíll væri fastskorðaður, heldur voru ekki teknar til út- gáfu aðrar bækur en þær sem lafuðu; lif riddarans- og göíugt' hlutv.erk hans. Svo hvernig átti Cervant- es að verða sér úti um aðalsmann, sem gengi í ábyrgð fyrir hann, þar sem hin nýja bók hans skopaðist að öllu, sem aðall Spánar taldi heil- agt. Sér til mikils léttis heppnaðist Cervantes samt sem áður að tryggja sér loforð auð- ugs og áhriíamikils að- alsmanns. hertogans af Bejar, til að ganga í ábyrgð íyrir Don Quix- ote. En gleði hans var skammvinn, því dag einn kom sendihoði frá her- toganum með bréf. Þeg- ar Cervantes las bréfið missti hann einu sinni enn trúna á sjálfan sig. ,,Hans hágöfgi, hertog- inn af Bejar tekur ai'tur loforð sitt". ,,Hann neit- ar, ísabella!“ hrópaði hann til dóttur sinnar. „En hvers vegna?“ sþurði ísabella. ,,Hann lofaði að ganga í ábyrgð og' þú ert búinn að semja við prentarann um útgáf- una“. ,,Já, en hans há- göfgi hefur heyrt að bók mín geri gys að riddara- mennskunni, sem hann hefur í heiðri. Og ekki aðeins það, einhver sagði honum, að ég hefði skop- azt að öllum bókum um riddara, sérstaklega þeirri, sem afi hans skrifaði. Svo að hertog- inn segist ómögulega geta gengið í ábyrgð fyrir mig. Mér væri sama, ísabella, ef ég væri ekjki, hræddur um að allir aðrir aðalsmenn væru haldnir sömu for- dómum“. ,,En hvað ætlar þú að gera?“, kjökraði fsabella.. ,,Bókin er næstum tilbú- in til prentunar. Hvernig getur þú látið prenta hana án ábyrgðar- manns?“ ,,Ég ætla sjálfur á fund. hertogans“, svaraði Cer- vantes ákveðinn. „Ég' ætla að færa honum sönnur á að hann geti verið hreykinn af því að ganga í ábyrgð fyrir bók mina. Ég ætla að lesa upphátt fyrir hann úr henni. Já, ég ætla að fara strax“. Með handritið af Doa Quixote innan undir treyjunni sinni hraðaðl Cervantes sér á fund hertogans. Og í kraftí sannfæringarinnar gerði hann eins og hann ætl- aði sér: Hann las kafla úr bókinni fyrir hertog- ann og gesti hans. Her- toginn skemmti sér svo konunglega undir lestr- inum að hann gleymdi reiði sinni. Vegna hinnar snjöllu kímni tók hann ekki eftir ádeilunni og lofaði enn á ný að ganga í ábyrgð fyrir Don Quix- ote. Himinlifandi flýtti Cer- vantes sér að ganga frá fullnaðarsamningum við Francisio de Robles, prentara og útgefanda bókarinnar. Don Quixote Framhald á 4. síðu. 10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 6. október 1960 Hiónin norðan af Ströndum ■M Framhald af 9. siðu. í fyrravor. — Hvað er langt frá Dröngum til Reykjarfjarðar ? — Til Reykjarfjarðar er 4-5 stunda gangur. — Og vegalengdin til næsta bæjar fyrir sunnan? — Það er 6 stunda gangur til næsta bæjar fyrir sunnan — ef farið er í strikiotu, ann- ars tekur það lengri tíma. — Er nokkur vegur þá leið? — Nei, það er enginn veg- ur, aðeins gamlir troðningar, þar til komið er til Ingólfs- fjarðar. — Ertu þar kominn á þjóð- veginn ? — Nei, vegurinn í Ingólfs- firði er aðeins innansveitar. Til þess að komast á bílveg í sambandi við þjóðvegakerf- ið þarf að fara til Kaldrana- ness í Bjarnarfirði. — Og hvað tekur það lang- an tíma að komast í sam- band við þjóðvegakerfið ? —Þangað er 4-5 stundaferð á ganggóðum báti. Ég er 6-7 stundir á trillunni minni. — Hve löng leið er það ef þú ferð á landi? — Það get ég ekki sagt með vissu. Samgöngur eru alltaf á bátum, eftir því sem unnt er. Flóabáturinn kemur við á Dröngum hálfsmánaðar- lega á sumrin, en á veturna kemur hann ekki nema eitt- hvað sérstaklega þurfi á að halda. — Hvernig ferðu með börn- in, —- kennirðu þeim heima? — Nei, þau fara í heima- vistarskóla á Finnbogastöðum Þar skiptast aldursflokkarnir á um að vera, og stundum er ógerningur að koma þeim þangað svo þau hafa misst úr af þeim sökum. En menn eru greiðviknir þarna og taka af manni þau sem eiga að fara heim þangað til þau geta komizt. — Voru Drangar í eyði þegar þið fluttuð þangað, og hve lengi hafið þið búið þar? — Drangar voru ekki í eyði þegar við fluttum þangað, en þeir höfðu verið í eyði þriggja ára tíma nokkru áður. Við höfum nú búið þarna í 7 ár. — Hvernig er að búa þarna norður frá? — Það eru ágætir afkomu- möguleikar á Ströndum. — Er ekki snjóþungt þarna ? — Nei, það e? ekki snjó- þungt, fjörubeit er mikil og sumarhagar ágætir, sérstak- lega þegar kemur norður á Strandir. •— Hvernig er að rækta þarna og hefurðu nokkrar vélar ? — Ræktunarskilyrði eru góð, en það er ekki hægt að nota stórvirkar vélar því það eru engir vegir til þess að koma þeim þangáð. En þarna er ekki frekar en annars stað- ar hægt að stunda búskap nema með vélum. Ég hef dráttarvél og hef sléttað með henni og notað við hana hestaverkfæri. Helmingurinn af túninu á Dröngum er nú orðinn véltækur. Heimatúnið er um 9 hektarar og auk þess beitarhúsatún. — Er ekki mikill reki þarna norður frá? — Jú, ég hef mikinn reka. svo er selveiði, ég fæ þetta 20 til 30 kópa á vori. Æðarvarp er líka.. . Nei, það er enginn tími til að láta sér leiðast norður á Ströndum! Það er alltaf meira ógert en gert. — Er ekki jarðhiti þarna norður frá? — Jú, í Reykjarfirði er mjög mikill jarðhiti, mun vera þriðja mesta jarðhita- svæði á Vestfjörðum. Á Dröngum er einnig jarð- hiti, 44ra stiga heitt vatn, það kemur upp í mýri og læk en það er í um eins km fjarlægð frá bænum og auk þess yfir á að fara og aðstaða örðug til að nýta það á bænum. — Og þið eruð ánægð þarna ? — Já, við erum prýðilega ánægð. Þarna er mjög gott að vera — nema fjarlægðin til annarra bæja. — Eru ekki harðindi þarna norður frá? — Nei, harðindi óttast ég ekki. Það alvarlegasta norður frá hjá okkur eru veikindi, ef veðurs vegna eða annars næst ekki í lækni. — Já, það er líklega hent- ugra að vera ekki oft veikur. En hafið þið aldrei orðið al- varlega veik? — Jú, það hefur tvisvar sprungið botnlangi í krakka. I annað skiptið var hægt að koma drengnum suður strax, en í hitt skiptið sprautaði ég drenginn með penisilíni, eftir fyrirsögn læknis. Honum batnaði og hann komst undir læknishendur nokkru síðar, og þá kom í ljós að botnlang- inn hafði sprungið. — Þú verður að vera þinn eiginn læknir þarna? — Já, ég hef alltaf nauð- synlegustu meðul heima. — Er ekki sími til þín? — Nei, það er enginn sími, en ég hef talstöð og samband við Ingólfsfjörð daglega. — Er eins gott að hafa talstöð og síma? m — Nei, talstöð er ekki sama og sími. Talstöðin í Ing- ólfsfirði er ekki opin nema vissa tíma á dag, svo þang- að er ekki hægt að ná hve- Framhald á 11. síðu. ■ íWxí^iíi^ii^ SÍÍÍÍÍ&X&í&Í:' Drangar séðir af sjó. (Ljósm.: Tryggvi Samúelsson).

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.