Nýi tíminn - 18.10.1960, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 18.10.1960, Blaðsíða 2
2) — NÝI TlMINN — Þriðjudagnr 18. október 1960 ÍSLE.NZK, TUNGA Ritstjóri: Ámi Böðvarsson. 123. þáttur 15. október 1960 Framburður oq fieirca Sá þáttur móðurmálsins sem snertir alla, jafnt lærðan pró- fessor og þann sem aldrei lít- ur í bók né blað, er fram- burður þess. Að vísu er það svo að framburður útvarps- fyrirlesara og kennara skiptir meira máli- til fyrirmyndar öðrum en framburður þeirra sem aldrei tala við neinn nema vinnufélaga sína eða heimilis- fólk. En báðir þessir aðilar eiga sinn þátt í varðveizlu móðurmálsins. íslenzk tunga skiptist lítt í íramburðarmállýzkur, hvort sem miðað er við framburð, beygingar eða orðaforða, og það jafnvel svo að mállýzku- munur getur ekki talizt vera hér neinn í samanburði við sum grannmálin eins og norsku, sænsku eða dönsku. Okkar mállýzkur eru minni. Norðlendingi finnst það vera málieysa þegar sunnlendingur talar um hann afréttinn, því að þar segir norðlendingurinn hún afréttin og talar um að „afréttin hafi verið smöluð“. En báðir skilja þeir hvað hinn segir. — Einstaka orð úr öðr- um landshlutum skilur fólk þó ekki, og finnst t.d. norðlend- ingum furðulegt þegar sunn- anmenn tala um tuðrótta vegi. Kona úr Skaftafellssýslu fór inn í kjötbúð í Reykjavík og bað um grjúpán; afgreiðslu- maðurinn hafði aldrei heyrt nefnda slíka vöru og afgreiddi ekki konuna, þó að úti í glugga héngju bjúgp, en þau nefng Skaftfellingar og fleiri grjúp- án. — Þá þykir sunnlendingi, austan Hellisheiðar að minnsta kosti, það hið hlálegasta þeg- ar norðanmenn — og fleiri —- rugla saman kvölum og hvöl- um, og ekki laust við að sum- ir hafi hent gaman að Þjóðvilj- anum þegar hann talaði um að Eyjaíjörður væri orðinn „full- ur af kvölum“. Venjulega skilja menn sarrt hvorir aðra, þótt framburði þeirra mismuni ögn að þessu leyti. Margsinnis hefur verið bent á það, bæði hér og í öðrum íslenzkuþáttum, að varðveizla þjóðtungu er ekki tilfinninga- mál einbert, heldur hreinlega skylda hverrar kynslóðar við eftirkömendur sína, að arfur- inn frá kynslóð til kynslóðar rýrni ekki, heldur vaxi. Smá- þjóð getur yfirleitt ekki haldið áfram að vprá til sem sér- stök þjóð, ef hún glatar tungu sinni og tekur upp mál ann- arrar stærri þjóð'ár. Sá skerf- ur sem nver smáþjóð getur lagt til heimsmenningarinnar, hverfur eins og dropi í haf, ef hún hyggst sameina hann skerfi stórþjóðar með því að taka upp mál hennar. Og heimsmenningin er ekki bara finir bílar og kjarnorkuknúin skip eða rafmagnsheilar og spútnikar, heldur sá þroski sem maðurinn getur aflað sér fram yfir aðrar skepnur jarð- arinnar. Sá þroski yrði óhugn- anlega einhæfur, ef stórþjóð- ir einar ættu að leggja hann til, en málið er tjáningartæki hverrar þjóðnr og hverrar kyn- slóðar til að veita öðrum þjóð- um og óbornum kynslóðum af þekkingu sinni og reynslu. Þetta er meginástæðan til að varðveita og rækta móðurmál- ið, auk þess tilfinningagildis sem mál forfeðranna hefur fyr- ir hverja þjóð er eitthvað veit um sögu sína. Okkur getur mis- sýnzt og við getum deilt um hvað sé heppilegast til varð- yeizlu og ræktar móðurmáls- ins, en markmiðið hlýtur ætíð að vera hið sama. Ég minntist, í upphafi á að framburðurinn væri sá þáttur móðurmálsins er snerti alla talandi menn. En hvernig sinn- um við þessum þætti? Sann- leikurinn er sá að um hann er ekkert skeytt almennt; fæstir móðurmálskennarar skipta sér neitt af framburði nemenda sinna, leggja heldur megin- áherzluna á að kenna stafsetn- ingu og málfræði, þótt vitað sé að minnstur hluti nemenda á skyldunámsstigi muni síð- af láta nokkuð frá sér fara í riti, en nær allir eiga eftir að tala íslenzku í áratugi. Það væri heppilegra fyrir þróun íslenzkrar tungu að skólanem- endur lærðu að tala skýrt án þess að eðlileik málsins sé spillt, heldur en þeir lærðu all- ir að heiti vikudaganna á að skrifa með litlum upphafsstaf en ekki stórum. Sökin í þessu efni er þó ekki eingöngu íslenzkukennara, held- ur þeirra opinberu aðila sem sjá um menntun þeirra og und- irbúning undir ævistarfið. í reglugerðum er þó tekið fram að áherzla skuli lögð á skýran framburð í barnaskólum, en ekki nánar tekið fram hvað átt er við með því. Og aldrei hefur neinn menntamálaráð- herra gefið út neina reglugerð til að ýta undir varðveizlu eðlilegs og góðs framburðar á íslenzkri tungu. Meginatriði þess sem hér —■ hefur verið rætt er ýmsum ljóst; að vandaður framburð- ur hlýtur að vera meginþáttur í rækt móðurmálsins. En á þessu sviði hefur skort al- mennar leiðbeiningar. Margir reyna til dæmis -—■ til mótvæg- is við þá framburðarlinku sem breiðist m.a. út frá Reykja- vík út um sveitir landsins — að taka upp harðari fram- burð á p,t,k en þeir eru upp- aldir við, og fara þá skakkt að, þannig að framburður þeirra vewður ekki eðlilegur. Á undan lina framburðinum „sunnlenzka“ á p,t,k í orðum eins og ,,sápa, láta, vaka“ (sem sunnlendingar bera fram sá-ba, lá-da, va-ga í linmælisfram- burði) er sérhljóöið lengra en Á Húsavík er i slátrað nær 36 þás. f j á r Fréttamaður Nýja tímana dvaldi á Húsa- vik um síðustu helgi og kom þá m.a. í faeimsókn í sláturhús Kaupfélags Þingey- inga. Slátrun hófst þar 15. sept. og stend- ur yfir til 18. oktcber. í allt er áætlað að slátra tæplega 36 þúsund fjár og er slátr- að daglega um 1100 fjár. Það var laugardagur, og nú var verið að slátra fé Mývetninga. Allir voru önnum kafnir; skot kváðu við með stuttu milli- bili. Skrokkarnir gengu mann frá manni og enduðu að síðustu upp á krók eftir að kvenfól'kið hafði skolað þá og hreinsað af mikilli vandvirkni. Strákarnir voru að gant- ast við stelpumar, en- eldra fólkið horfði góðlátlega á; það man sína fyrri tíð. Ef til vill hefur verið léttara • yfir fólkinu þennan dag en aðra daga, þar sem það ætl- aði á. sláturhússdansleik um kvöldið. En fólkið talaði einnig um alvarlega hluti. Einn mývetnskur hóndi sagði m.a.: „Þú mátt segja þessum herrum fyrir sunn- an, að við erum ekkert hrifnir af þessu samningamakki þeirra.“ Aðrir, sem stóðu í kring, tóku 'í sama streng. Einnig sögðu þeir að þingeyskir bændur bæru þungan hug til ríkisstjómarinnar og ekki væri annað fyrirsjáanlegt en margir bændur yrðu að bregða búi, ef svo héldi fram sem horfði. Maður, sem var að vinnu við að salta gærur, sagði, að gærukaupmaður hefði skrifað til Húsavíkur og boðið 80 krónur fyrir kílóið af gráum gærum, en þær munu vera í miklum metum utanlands. Gæran er um 2,5 kíló, svo hátt verð er í boði. Enda sagði maðurinn að nú væri svo kom- ið að gæran væri orðin það verðmesta af kindinni. Ekki er gott að segja hvað bændur fá fyrir meðaldilk, en ekki er fjarri lagi að segja, að 15—16 k'ílóa lamb gefi af sér 350—380 krónur. I ráði er að byggja nýtt og stærra sláturhús á Húsavík, því tíminn sem fer í að slátra er of langur og athafna- og geymslurými of lítið. Vonandi bæta myndirnar þessa stutt- legn frásögn, en þær voru teknar þenn- an sama dag. ■■BaBHHBMBHMHHBaHBKBBBHanHB! í samsvarandi harðmælisfram- burði Þegar svo sunnlendingur tekur upp norðlenzkan p,t,k, hættir honum til að bæta þess- um hörðu hljóðum við langa sérhljóðið sem fylgir linmæl- inu, og niðurstaðan verður sú að orðin slitna sundur i fram- burði, svo að tilgréind dæmi verða t.d. sá-pa, lá-ta, va-ka, eins og hvert þessara orða sé tvö orð. En í eðlilégum ‘fram- burði harðmælis verða að sjálf- söeðu ekki slík skil. Ýmislegt fleira veldur erfið- leikum þegar menn reyna að taka tilsagnarlaust upp annan framburð en, þeir eru aldir upp við, en það verður ekki frekar rakið hér að sinni. S|@ endyrvearpssföðvar fekn- esr í nofkun ó Ausfuríandi Ríkisútvarpið er um þessar mundir að taka í notkun sjö r.ýjar endurvarpsstöðvar, auk aðalstöðvarinnar á Vatnsenda- hæð við Reykjavík. I Truflanir hafa lengi undanfarið verið á hlustun víða á Austur- landi af völdum erlendra stöðva og hefur útvarpið leitað ýmsra ráða til úrbóta. Nú á að vera bót ráðin á þessu með samvinnu Landssímans og útvarpsins. Landssíminn hefur látið út- varpinu í té rásir til flutnings á útvarpsefni fr-á Reykjavík og að Höfn í Hornafirði og Eiðum og í sjö kauptún eystra, og þar hafa nýju endurvarpsstöðvarn- ar verið reistar. Það eru 50 watta stöðvar, og eru þessar: Djúpivogur 1484 krið/sek 202 m Breiðdalsv. 1412 “ - “ 212 m Stöðvarfj. 1545 “ “ 194 m Fáskrúðsfj. 1484 “ “ 202 m Reyðarfj. 1520 “ “ 197,4 Eskifj.. 1510 “ “ 198 m Neskaupst. 1412 “ “ 212 m (Frá Ríkisútvarpinu).

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.