Nýi tíminn - 18.10.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1 . október 1960 — NÝI TÍMINN — (3
Sumarið 1955 var forseti
I.slands, herra Ásgeir Ásgeirs-
son, á ferð um Norðurland og
hafði þá m.a. viukomu á
Húsavík. Forseíinn stakk þá'
fyrstu skóflustungu fyrir
grunni nýs barnaskóla.
Sl. sunnudag var hinn nýi
barnaskóli Húsavíkur vígður
að viðstöddum menntamála-
ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni,
frammámönnum skólamála og
bæjarbúum.
Það tók fimm ár að und-
irbúa byggingu skólans og
önnur fimm ár að reisa hann.
Hann leysir af hólmi gamla
skólann, þrílyít timburhús,
sem var reist 1906 af mikl-
um stórhug, en hin síðustu ár
heiur hann að sjálísögðu
verið allt of þröngt setinn.
Hinn nýi skóli er mikil
bygging, 1068 fermetrar að
flatarmáli, og er hann tv.lyft-
ur. I skólanum eru 11
kennslustofur sem rúma að
meðaltali 30 nemendur. í
haust verða 220 nemendur í
barnaskólanum og um 90 í
gagnfræðaskólanum, svo hann
er þegar fullsetinn, en í ráði
er að byggja eina álrnu við
skólann til viðbótar fyrir
nemendur í gagnfræðadeild.
Kennslustofurnar eru bjartar
og rúmgóðar og búnar nýj-
ustu gerð skólahúsgagna. All-
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Kári Arnórsson, skóla
stjóri barnaskólans, Jóhannes Guðmundsson, sem er elzti
starfandi kennarinn, en hann orti Ijóð sem kirkjukór
Húsavíkur söng við skólavígsluna, Sigurður Gunnarsson,
fyrrverandi skólastjóri og Sigurjón Jóliannesson, skóla-
stjóri gagnfræðaskólans.
SumariS kvetf 1960
Þú glóbjarta sumar, með glampandi sól,
góðviðris-daga og nætur,
vaktir því líf, sem á vetrinum kól
vermdir og reistir á fætur.
Blíðviðris-arma þú breiddir um fokl,
svo blómkrónur snemma út sprungu.
Hvcr einasta skepna, og maðkur í mold
margradda lofgjörð þér sungu.
Drottningu fjalla þú færðir í skaut,
hið fegursta er hana má prýða,
angandi gróðurinn alsælu naut
frá unnum og Iengst upp til hlíða.
í sveitum og óbyggðum hlúðirðu hjörð
sem hélt út í árdegis-blæinn.
Himneskri blíðu á heillaða jörð
helltirðu vorlangan daginn.
Við ajdatal nítján og ártugi sex
annálar skrá þína snilli.
Af ávöxtum góðum er auðsætt að vex
arðsæ'.din, landshorna milli.
Það á ekki að fyrnast né geymast í gröf,
sem gott var, þó framhjá sé liðið.
Þú varst okkur öllum ein guðdómleg gjuf,
glöggt eftir þörfunum sniðið.
Við þökkum þér sólbrosin dag eftir dag
og draumljúfu kvöldin þín hljóðu.
Nú ertu að syngja þitt síðasta lag
og svífa út í aldanna móðu.
Sveinbjörn Á. Benónýsson.
Hinn nýi barnaskóli Húsavíkur, sem v ar vígður á sunnudag. (Ljósm.Þjóðv..).
Á myndinni sjást nokkrir gestanna, sem voru viðstaddir vígslu skólans, en hún fór fram
í anddyrinu, sem er það rúmgott, að .gamli skólinn hefði getað rúmazt þar ef miðað er
við grunn flöt hans.
ur er frágangur skólans góð-
ur og vitnisburður um ágæta
hæfni iðnaðarmanna á Húsa-
vík.
Það, sem gerir þennan skóla
minnisstæðan í augum að-
komumanns, er einkum, hvað
vel er búið að nemendum í
verknámsdeild. Þar er full-
komið eldhús með öllum
þeim tækjum sem húsmóðir
notar dags daglega og geta
6 stúlkur verið að vinnu í
einu og hefur þá hver sína
eldavél, skápa og' þessháttar.
Þá eru piltar ekki verr sett-
ir í smíðastofunni; þeir hafa
14 smíðabekki til umráða,
auk allra venjulegra verk-
færa.
Gnefndur er hinn prýði-
legi fimleikasalur, en hann er
einn hinn glæsilegasti á land-
inu. Þar eru áhorfer.dabekk-
ir fyrir 160—200 manns.
Skólastjóri barnaskólans er
Kári Arnórson, en skólastjóri
gagnfræoaskólans cr Sigur-
jón Jóhannesson, bnðir ungir
menn, sem eru fæddir og
upnHrtir á Húsavík.
Vígsluathöfnin hófst kl. 2
á sunnuclag. Björn Pálsson
flaug með gesti bæjarstjórnar
frá Reykjavík, sem voru við-
staddir atnöfnina.
Áskell Einarsson, bæjar-
stjóri, setti samkomuna og
stjórnaði henni. Séra Friðrik
A. Friðriksson prédikaði. Þór-
hallur Snædal byggingar-
meistari, lýsti húsinu og sagði
að samvinna allra, sem að
byggingunni stóðu, hefði ver-
ið góð. Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra, ræddi
um stöðu hins menntaða
manns í nútímaþjóðfélagi og
sagði m. a. að ekkert væri
dýrara en fákunnátta. Hann
ræddi einnig um nauðsyn
samhæfingu hugmenningar
og verkmenningar og að
brýnasta verkefnið væri skap-
gerðaruppeldi skólabarna. Þá
héldu skólastjórarnir, Kári og
Sigurjón, ágætar ræður og
einnig Sigurður Gunharsson,
fyrrverandi skólastjóri barna-
skólans, sem nú er búsettur
í Reykjavík. Eir.nig töluðu
Ingemar Jóhannesson, full-
trúi. fræðslumálastjóra, Aðal-
steinn Eiriksson, námsstjóri
og Stefán Jónsson, nárhsstjóri.
Lýstu þeir allir yfir hrifn-
ingu sinni á skólanum og öll-
um aðbúnaði.
Þegar áætlun um skóla-
bygginguna var gerð 1954 til
1955 var heildarkostnaður
ta’.inn 6,8 milljónir, en vegna
.mikilla verðbreytinga síðan
hefur kostnaður hækkað í
rúmar 8 milljónir króna. Að-
alsteinn Eiríksson gat þess í
ræðu sinni að 480 milljónum
hefði verið varið til skóla-
byggir.ga á öllu landinu á
þessum tíma.
Hákon Sigtryggsson, iðn-
fræðingur, teiknaði skólann
í samráði við húsameistara
ríkisins og hafði umsjón með
smíðinni. Yíirsmiður var Þór-
hallur Snædal. Múrverk ann-
aðist Friðgeir Axfjörð. Raf-
lagnir annaðist Arnljótur Sig-
urjónsson. Raflagnir teiknaði
Ólaíur Gíslason. Pípulagnir
annaðist Arnviður Björnsson.
Vatnslagnir, hita og járna-
teikningar annaðist Sigurður
Thoroddsen. Haraldur Björns-
son sá um málun.
Gamli skólinn hefur verið
fluttur úr stað og mun hann
notaður sem eins konar fé-
lagsheimili; þar mun t.d.
kirkjukórinn og karlakórinn
Þrymur fá æíingarsali og í
ráði er að reka þar barna-
heimili yfir sumarmánuðina.
Barnaskólinn stendur þar
sem æílað er að landnáms-
maðurinn Garðar Svavarsson
hafi tekið sér bólfestu.
B
■
M
H
H
H
H
H
H
a
a
H
■
n
H
H
H
a
H
ta
H
EI
m
a
i. i
u
u
m
H
■
m
H
M
m
H
H
A
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
iá
II
H
a
a
H
u
ts
st
m
13
m
m
H
H
a
a
a
M
HHHHHHHHHaHHHHHHSHaaaHaaHHHHHHaHHHEHHœHHEHEaHBHHHœEHHHHHHHHHHHHHHHMH
Á þ'ngi A’þýðusambands
Austurlands um síðustu helgi
var svoli’jcðandi ályktun í
landhelgismálinu samþykkt
einróma:
„Þing Alþýðusambands
Austurlands, liaidið á Keyð-
arfirði 9. október 1960, lýsir
fullri andstöðu við þá ákvörð-
un rikisstjórnarinnar að taka
upp viðræður við Breta um
íslenzka landheigi. Telur
þ’ngið að í þessu felist etór-
hættulegt undanhaldl í land-
helgismálinu og að með því
að taka upp viðræðurnar hafi
ríkisstjórnin þverbrolið yfir-
lýsta steínu Alþingis cg þjóð-
arinnar.
Þingið sllorar á ríldsstjórn-
ina að slíta þegar í stað
samningaviðræðtmum við
Breta, og gera enga samn'nga
við þá né aðra um landhelgi
Islandö.
Sérstaklega mótmælir þing-
ið því að landhe’.gin fyrir
Austur- og Norðurlandi
verði skert og lítur á það sem
tilræði við þessa Iandshluía,
því ekki þarf að efa að skerð-
ing landhelginnar muni leiða
til rýrnandi veiði, sem verið
hefur dágóð og vaxandi að
undanförnu vegna friðunar-
innar.“