Nýi tíminn - 18.10.1960, Blaðsíða 11

Nýi tíminn - 18.10.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3 okt&ber 1960 — NÝI TÍMINN — (11 Leiðtogl ■ barátfiinnar gegn I Japan fir 6si|ur nýleficiuveldanna á þingi $Þ MeSlimur ofstœkisflokks hœgrirnanna myrti sósialistaforingjann Ásanuma Inejiro Asanuma. formaður Sósíaldemókrataflokks Jap- ans, var myrtur nýl. er hann var að halda ræðu á fjölmennum fundi í Tokio. Morðinginn er meðlimur í ofstækisflokki hægri manna í Japan. Þrir stjórnmálaflokkar tóku hinn ungi fasisti framdi, hefði þátt ‘í fundi þessum, og var! verið skiplagt fyrirfram. Stjórn umræðuefnið „heiðarleg kosn- jngabarátta“. Meðal annarra ræðumanna, sem taka áttu til máls á fundinum, var Ikeda forsætisráðherra. Sat hann að- eins fá fet frá Asanuma, þegar maður ruddist skyndilega upp á ræðupallinn með hníf í hendi og stakk sósíalistaforingjann tvisvar í brjóstið án þess nokk- ur fengi að gert. Áheyrendur og starfsmenn þustu að og slógu morðingj- ann í rot. Var hann síðan af- hentur lögreglunni. Reyndist hann vera 17 ára gamall stú- dent, meðlimur í ofstækisfull- um hægriflokki í Japan. Leiðtogi herstöðvaandstæð- inga. Asanuma var kunur stjórn- málaforingi, ekki sízt fyrir ein- arða baráttu sína gegn her- stöðvasamningum Japans og Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Hann var einn áhrifamesti leið- togi í þeirri baráttu sem lauk með þvi að Eisenhower Banda- rikjaforseti varð að hætta við heimsókn sína til Japans, og Kishi forsætisráðherra varð að segja af sér 1 júnímánuði s.l. Hægri menn lögðu mikið hat- ur á Asanuma fyrir hina á- hrifamiklu ibaráttu hans, og það hatur hefur nú brotizt út. Asanuma var 62 ára að aldri. Stjórn Sósíaldemókrataflokks Asanuma hefur tilkynnt, að hún myndi rannsaka málið til hlítar, og ekki hætta fyrr en upplýst væri hverjir væru hin- ir raunverulegu morðingjar. flo'kksins sagði að Asanuma hefði verið myrtur vegna þess að hann barðist fyrir sjálf- stæði Japans og hlutleysi. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í gær fyrir utan lög- reglustöðina í Tokio þar sem morðinginn var í háldi. Mót- mælafundir voru haldnir víða um landið. Til átaka kom milli lögreglu og stúdenta sem mótmæltu morðinu. Forseti öryggisnefndar ríkis- ins hefur sagt af sér vegna morðsins og sömuleiðis lög- reglustjórinn í Tokio. Bréf til Einars Braga Framhald af 9. síðu átti nægtabúr í jörð og sjó. En fólkið í litla landinu hafði lifað í mikilli einangrun, og var þvi dálítið sérlegt í sér og hjátrúarfullt, en voðasögur um drauga og forynjur gengu í arf frá kynslóð til kjmslóðar. Svo var það að í sólarlagsátt frá litla landinu, bjó ákaflega voldug þjóð í ákaflega stóru landi. Þetta vajr raunsæ þjóð og upplýst, átti líka engar þjóðsögur. Eitt árið sáu ráða- menn stóru þjóðarinnar sér hag í því að koma sér upp miklum herbækistöðvum í landi litlu þjóðarinnar, og svo allt gengi kurteislega fram, þá notuðu þeir sér myrkfælni fólksins í litla landinu og létu þær sög- ur berast, að í landinu þar sem sólin kæmi upp, væri alltaf svarta myrkur, og útúr þessu myrkri ferðbyggjust nú ógur- legri draugar, sem hyggðust ríða húsum í litla-landi, berja þar hælunum oní hverja bað- stofutekju, svo enginn gæti sofnað í þúsund ár. Um leið buðu svo stórþýðingar litllend- ingum að koma með allt sitt fírverk og verja þá litlu fyr- ir draugunum. Þetta þáðu oddvitar iitllend- inga strax, því þeir vóru Greinilegt yæri að morðið, sem draugtrúa, og stórþýðingar FRÁ DEGI TIL DAGS Morð réttlætt Hlutafélagið Morð var á sínum tíma valdamikið í Bandaríkjunum og starfsað- ferðir þess e.ru enn við lýði, ekki sízt innan bandarísku leyniþjónustunnar. Ófáir eru þeir stjórnmálamenn sem myrtir hafa verið eða særðir á undanfömum árum vegna þess að þeir börðust fyrir sjálfstæði landa sinna gegn bandarískri ásælni. Nú síðast hefur ungur máður úr banda- rískum leppflokki í Japan myrt sósíalistaleiðtogann As- anuma, sem getið hefur sér heimsfrægð fyrir skelegga baráttu gegn bandarískum herstöðvum og bandarískum yfirgangi í landi sínu. Maður hefði mátt ætla að enginn íslendingur yrði til þess að réttlæta morð, Þó gerist það í gær að Morgun- -blaðið birtir eftirmæli um Asanuma og reynir þar að hrakyrða hinn myrta stjórn- málaleiðtoga. Blaðið segir að hann hafi „allt frá unga aldri verið æsinga- og öfga- seggur“. Barátta hans gegn bandarískum herstöðvum hafi verið „alvarlegur og hættu- legur leikur. Asanuma var sjálfur potturinn og pannan í því öllu. Hann æddi um landið og bunaði úr sér hat- urs- og æsingaorðum. Stund- um flutti hann yfir 100 æs- ingaræður á dag“. Og að lok- um kóma ályktunarorð Morg- unblaðsins: „Margur mun hugsa að hinn róttæki stjórn- málaforingi eigi kannski ekki sízt sjálfur sök á þvi hvemig fór.“ Þeir sem berjast gegn bandarískum herstöðvum eiga þannig sjálfir sök á þvú ef þeir eru myrtir. Hlutafélagið Morð virðist eiga sína áhang- endur á íslandi. — Austri. komu til litia landsins og hreiðruðu um sig að vild. Litla stúlkan okkar í litla landinu bjó einmitt í þorpi, sem lá alveg uppað einu stærsta virki verndaranna. Fólkið í þorpinu kynntist þeim og strauk þá gjarna af gólfi eða skolaði úr bleiju fyrir ná- grannana nýju, þvi þeir vóru svo alþýðlegir. En þar sem þeir vóru svo raunsæir og hugaðir, höfðu sumir þeirra tekið með sér konur og börn að heiman. Svo var það vorið, sem iitla stúlkan fermdist, að hún var send langt, langt út í sveit, svo hún gæti orðið brún og falleg í sólinni. En rétt þegar hún er að byrja að njóta sveitasæl- unnar, þá er það eitt kvöld, að hún heyrir í hljóðvarpinu þá frétt, að nokkrir vondir sam- landar hennar væru að undir- búa mikla göngu til að mót- mæja allri ve^nd, því það væru engir draugar á leið- inni. Þá varð litla stúlkan bæði hrædd og reið. Og ekki batnaði þegar fólkið í sveitinni sagði, að þetta væfi alveg satt, stór- þýðingar mættu allir fara og það sem fyrst. Þá sagði litla J stúlkan: Ég held þið séuð bara I öll orðin snarvitlaus, að vilja láta þá fara, það er nú ekki einusinni að þeir hafa svo fallega mússík og jafnvel myndvarp, heldur er það svo, að ef maður þekkir fjölskyldu í virkinu, þá getur maður lát- ið hana panta fyrir sig allt, sem maður þarf til sín, yzt og innst, og þetta kostar allt ekki meira en ein skitin kuldaúlpa kostar hér. Og hananú. Og það var von að litla stúlkan segði þetta þv: þó landið hennar væri gott og ætti nægtabúr í jörð og sjó, þá vóru ráðsmenn litlu þjóðarinnar svo miklir horkóngar, að þeir gátu aldrei látið þ.ióðarbúið bera sig. Það hafði þó ekki meira umfangs en sem svaraði rekstri einnar súkkulaðifabrikku í stóra land- inu, þar sem allt bar sig. Vinur. Ég þakka enn. Að lok- um þetta: Þó öldur tímans. mái út spor þín skjótt, í sandi æskustöðva minna, munu spor þau, er þú og félagar þínir hafa markað í frelsissögu þjóðar okkar standa ... Litla þjóðin er geymin á sögur. 28/9 ’60. Kveðjur. Kristján frá Djúpalæk. f Framhald a| síðu, ingu að ræða það á sjálfu alls- herjarþinginu. Fulltrúar Breta og Bandaríkja- manna lýstu þá yfir að þéir féilu frá andstöðu sinni við umræð- ur um málið á þinginu sjálfu og voru þær þá samþykktar með lófataki allra. „Eiga sér viðreisnar von“ Krústjoff lýsti fögríuði sínum yfir þessari hugarfarsbreytingu vesturveldgnna, kvað hana sýna að þau .ættu sér „enn nokkra viðreisnar von“. Þó benti hann á að hér hefði aðeins verið fjallað um þingsköp. Mestu máli skipti hver.ia aígreiðslu sjálf ályktunartillagsn myndi fá. Krústjofí á förum Hann skýrði þingheimi frá því að hann væri á förum heim og hélt hann heimleiðis til Moskvu í gærkvöld. Hann lagði fyrir þingið tillögur Sovétríkj- anna í afvopnunarmálum og sagði að þau myndu ekki taka þátt í neinum viðræðum um af- vopnun fyrr en þingið hefði samþykkt þær að meginefni til. Hann hafði einnig farið fram á að kæra Sovétríkjanna út af njósnaflugi Bandaríkjamanna yrði rædd á sjálfu allsherjar- þinginu en ekki send til stjópn- málanefndarinnar, en sú tillaga var felld með 54 atkvæðum gegn 10, en 33 sátu hjá. Krústjoff hafði talað fyrstur á fundi allsherjarþingsins . í fyrrakvöld. Hann sagði að bráða nauðsyn bæri til að útrýma hvers konar nýlenduskipulagi í heiminum og yrði allsherjarþing- ið að taka það mál rækilega til meðferðar. Ef réttlátum kröfum nýlenduþjóða um frelsi er ekki mætt með skilningi, þá neyðast þær til að beita valdi til að ná rétti sínum, sagði hann. Heimsvaldasinnar skýldu sér á bak við alls konar fullyrðingar um að þeir væru að hjálpa ný- lenduþjóðunum, ala þær upp (íl sjálfsstjórnar o.s.frv. Þessar full- yrðirgar væru arfleifð frá þrælahöldurum fyrri tíma sem hirtu arðinn af vinnu nýlendu- þjóðanna. Allar þjóðir, sagði Krústjoff, eru færar um að stjórna sér sjálfar, fái þær að- eins tækifæri til þess. Þá sagði hann að hin svo- nefnda siðmenning sem alltaf væri verið að þrengja upp a ný- lenduþjóðir hefði m.a. leitt til þess að íbúum Kongó hefði fækkað um helming í valdatíð Belga og mörg önnur dæmi mætt nefna um stíarfsaðferðir heimsvaldasinna. Brezki fulitrúirin, Ormsby- Gore, talaði næstur og sagði að ræða Krústjoffs hefði borið með sér að hann héldi að áheyrend- ur hans væru með. öllu ókunnug- ir þessum málum. Brezka stjórn- in hefði haft meiri afskipti af nýlenduþjóðum en nokkur önn- ur og gæti hann því fallizt á að ræða ályktunartillögu Krústj- offs hvenær sem væri. Hins veg- ar teldi hann óheþpilegt að ræða málið á allsherjarþinginu sjálfu, en vildi vísa því til stjórnmála- nefndar þingsins. Margir aðrir fulltrúar tóku til máls, einkum frá hinum gömlu nýlendum sem nú hafa .öðlazt sjálfstæði, og' lýstu flestir | ‘yíiÞssíU'ðnlngi við tillögu Krústj- V, I h offs' óg töldu einnig' sjálfsagt að hún yrði rædd á allsherjarþing- inu. Fulltrúi Filipseyinga lýsti einnig' samþykki við sovézku til- löguna, en sagði jafnframt að Sovétríkin ættu að líta í eigiri barm, því að þau héldu sjálf mörgum löndum Austur-Evrópu í viðjum nýlendukúgunar. Greip þá fulltrúi Rúmeníu fram í fyrir honum, en Krústjoff tók undir og kallaði fulltrúa Fil- ipseyja verkfæri Bandaríkjanna. Hann réð sér ekki fyrir reiði, heldur þreif af sér annan skó- inn og barði með honum í borð- ið. Skömmu síðar tók fulltrúi Rúmeníu til máls og gerði harða hríð að nýlenduveldunum og gagnrýndi einnig nokkuð störf Bolands þingforseta. Hann taldi upp margar þjóðir sem barizt hefðu og berjast fyrir frelsi sínu og nefndi íra meðal annarra, en Boland er írskur. Ærðist hann við þessi ummæli rúmenska full- trúans og barði svo fast í borð- ið með fundarhamri sínum að hamarinn hrökk í tvennt og flaug hausinn langt fram í sal- inn. Þetta var sá hamar sem ís- lendingar gáfu SÞ, en hann gerði Ásmundur Sveinsson. í bræði sinni sleit Boland fundi, þótt margir væru enn á mælenda- skrá. Grein um land- helgi Islands í er lendn fræðiriti í júní-hefti eins af kunnustæ og víðlesnustu lögfræðitímarit- um heims birtist grein um Iand- he'.gi ísiands eftir Þorvald Þór- arinsson hæstaréttarlögmann. Rit þetta nefnist Tímarit um samtíma löggjöf og er gefið út í Brússel á frönsku og ensku.. Ritstjóri er einn af kunnustu. lögfræðingum á Bretlandseyj- um, D. N. Pritt. í ritgerð sinni greinir Þor- valdur Þóraritisson frá söguleg- um gangi landhelgismálsins, allt frá Þjóðveldistímanum fram á. þennan dag. Siðasti hluti grein- arinnar fjallar um haffræðiráð- ? i Þorvaldur Þórarinsson stefnuna í Genf og afstöðu ís- lenzku sendinefndarinnar til mála . þar, en í lokakafla eru dregnar saman í stuttu máli rök- semdir íslendinga fyrir nauðsyn víðáttumikillar landhelgi um- hveríis landið

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.