Nýi tíminn - 09.11.1961, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 09.11.1961, Blaðsíða 6
NÝITÍMINN Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. títgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Áskriftargjald 100 kr. á ári. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Rakalaus afturhaldsáróður jÍ fimmtudagskvöld í fyrri viku voru útvarpsumræður frá Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina. Það kvöld lýsti Lúðvik Jósepsson því yfir fyrir hönd Alþýðubandalagsins, vegna sérstakrar fyrirspurnar sem til hans var beint, að AI- þýðubandalagsmenn væru reiðubúnir til þess að mótmæia öllum kjarnorkusprengingum, því þeir væru þeim mótfalln- ir livort sem þær gerðust í austri eða vestri. Næsta dag á eftir voru langar umræður á Alþingi um mótmælatillögu stjórnarflokkanna gegn kjarnorkusprenging- um Sovétríkjanna. í þeim umræðum lýstu þrír þingmenn Al- þýðubandalagsins greinilega yfir afstöðu Alþýðubandalags- manna til málsins og undirstrikuðu þá afstöðu, sem Lúðvík hafði áður lýst yfir. Þessir þingmenn voru: Einar Olgeirsson, Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson. IT’n þrátt fyrir þessa skýru og afdráttarlausu afstöðu Al- þýðubandalagsins til máisins, birti Morgunblaðið mynd af Lúðvík í tvo daga á eftir og sagði að ,,enn þegði Lúðvík“, að „enn vildi Lúðvík ekkert segja‘‘ o.s.frv. Og á sunnudag- inn, þremur dögum eftir að yfirlýsingar um afstöðu Alþýðu- bandalags.'ns voru gerðar, jafnáberandi og hér var minnzt á, skrifar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heila síðu í Morgunblaðið sem Reykjavíkurbréf og segir að Alþýðubanda- lagsmenn „kjósi þögnina“ í þessu máli og „að þagmælska Lúðvíks“ muni verða munuð. Þawnig er Morgunblaðið látið endurtáka ósannindi sín nógu oft í von um það að einhverj- ir trúi myndum þess og fullyrðingum. ITMn fullyrðing Morgunblaðsins í kjarnorkusprengingarmálun- um er sú, að Alþýðubandalagsmenn hafi ekki viljað mót- mæla sprengingum Rússa. En hvernig var tillagan um mótmælin orðuð með þeirri breytingu sem Alþýðubandalag'ð lagði til? Hún er þannig: Alþingi ályktar að mótmæla eindregið öllum kjarnorku- spreng'ngum — þar með talið sprengingu Sovétríkjanna á risakjarnorkusprengju — o,g skorar á kjarnorkuveldin að hætta nú þegar kjarnorkusprengingum sínum, þar sem geig- vænleg geislunarhætta af þeim stofnar framtíðarvelferð allrar heimsbyggðar og þar með íslenzku þjóðarinnar í voða. Sér- staklega mótmælir Alþingi neðansjávarsprengingum, er geta stofnað afkomumöguleikum íslendinga í hættu. Alþingi skorar ennfremur á kjarnorkuveldi heims að gera hið fyrsta sam- komulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og ör- uggt eftirlit með þvi. Alþingi lýsir ennfremur yfir þvi, að það muni aldrei leyfa staðsetningu neins konar kjarnorkuvopna á íslandi, né að slíkum vopnum verði nokkurn tíma beitt frá - stöðvum hér á landi. Sýnir ekkj þessi tillaga einmitt, að Alþýðubandalagsmenn voru reiðubúnir að mótmæla sprengingum Sovétríkjanna sem annarra. En þrátt fyrir þessar staðreyndir klifar Morgunblaðið á því dag eftir dag, „að kommúnistar hafi ekki viljað mótmæla t t^sþrengingum Rússa“. Og Tíminn leggst svo lágt að prenta þetta upp líka til þess að þjóna sínum Nató-mönnum. Ijað sem skýrt kom fram við afgreiðslu þessa máls á Al- * þingi var þetta; 1. Stjórnarflokkarnir og Framsóknarmenn NEITUÐU að mót- mæla ÖLLUM kjarnorkusprengingum. Þeir vildu aðeins mót- mæla sprengingum Sovétríkjahna. 2. Stjórnarflokkarnir felldu tillögu um að lýsa því yfir að á íslandi skyldu aldrei vera kjarnórkuvopn. 3. Nató-hersingin á Alþingi vildi eklti á neinn hátt fordæma kjarnorkusprengingar Nató-ríkisiris Frakklands. 4. Aðalmálsvari Nató-manna í umræðunum, Benedikt Grön- dal, neitaði að svara því hvort hann vildi mótmæla kjarn- orkusprengkigum Bandaríkjanna, ef þau byrjuðu spreng- ingar á næstunni á hllðstaiðan hátt og Sovétríkin. ¥jíið ljggur því ljóst fyrir að Natómenn vilja áskilja sér rétt til þess að hafa kjarnorkuvopn á íslandi, þö að þeir mót- mæli kjarnorkuvopnum annarra. Þgð liggur líka ljóst fyrir, að þeir vilja ekki mótmæla kjarnorkusprengingum á vegum Vesturveldanna. Það hefur því sannazt nú eins ög áður, að Alþýðubandalagið er eini þingflokkurinn sem hreint og und- anbragðalaust er á móti kjarnorkuvopnum og öllurn kjarn- orkusprengingum. Á— . - ............................ ................... '&) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 9. nóvember 1961 Hollenzkt skip frá því um 1600. Löngu áður en menn voru til hafa dýrin sjálfsagt bjarg- að sér upp á greinar og trjá- boli á reki þegar þau voru i hættu vegna fióða eða skógar- elda, og þegar mennimir komu til sögunnar hafa þeir áreð- anlega gerf það líka. En þar sem maðurinn er að því leyti betur útbúinn frá náttúrunnar hendi en dýrin að hann hefur hæfileika t.l að hugsa, gerðist það dag einn fyrir hundrað þúsund árum eða ennþá fyrr að mannj nokkrum datt í hug að nota trjábol til að komast yfir á eða litið vatn. Þennan dag fann maðurinn upp bátinn. Fyrsfi báfurinn Kannski hefur einhverjum öðrum manni á allt öðrum stað á jörðunni dottið það sama í hug á sama tíma eða löngu seinna og það eru þanníg vafa- laust margir ,,uppf:nninga- menn“ sem fundu upp bátinn eða skipið. Annað fólk sem sá þessa hugrökku menn ,,sigla“ langaði til að leggja í þessa glæfraferð líka og smám sam- an fór hver að skara fram úr öðrum að áræði og hug- kvæmni. SeglskipiS Vitað er um ýmsar gerðir báta frá elztu tímum. Á Níl- arfljót'nu var sigit á papyrus- fleytum sem gerðar voru úr samanbundnum blöðum. Ann- ars staðar voru trjágreinar bundnar saman. Svo var farið að festa saman litla trjáboli eða bambusgreinar og sums staðar voru notuð strengd dýraskinn. Seinna fóru menn »8 hola innan trjáboli og strengja skinn yfir smá trégrindur og það \ar upphaf báta með röng- um. Öllum þessum bátum var komið áfram með flötum spýt- um á líkan hátt og nú er ró- ið með árum og menn komust að því að hægt var áð breyta stefnu bátsins með ár í aftur- stafni hans. Að öllum líkindum hefur einhver staðið upp í bátnum sínum og þá tekið eftir að bát- urinn fór hraðar þegar vindur- inn blés í bakið á honum. Kannski hefur hann líka reynt að breiða út klæðj sin til að ná í meiri vind og þá var seglið fundið upp. Fj'rst var seglið ekki annað en útspennt skinn á stöng, seinna mörg skinn saumuð saman og fest á mastur, og þá var komið skip sém hægt var að sigla í byr. Það var ekki langt bil á milli þessarar uppfinningar og hinnar, að hægt var að nota hliðarvindinn líka með að snúa seglinu á ská. Tímabil seglsk'psins var haf- ið. Ufhöfin sigruS Þetta höfum við allt fengið að vita af gömlum mýndum, hellaristum, myndum á vösum og krúsum og á veggjum í gröfum og annars staðar og þar að auki eru- sumir þessara frumstæðu báta í notkun enn í dag — bátar sem eiga upp- runa sinn að rekja aftur til grárrar forneskju. Sumir voru duglegri en aðr- ir að búa til'báta'og þeir lögðu grunninn að bátasmíðinni sem iðngrein. Og því stærri og betri sem skipin urðu, því djarfari og duglegri urðu sjó- mennirnir og þegar komnar voru upp stéttir skipasmiða og sjómanna leið ekki á löngu þar til hermenn og kaupmenn tóku skipin í sína þjónustu. Her- menn fóru í herferðir, rændu og rupluðu og kaupmenn fóru í langferðir til að skipta vör- um og verzla. . Síðar sigldu landkönnuðir yf-

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.