Litli Bergþór - 09.10.1980, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 09.10.1980, Blaðsíða 11
„Hverjum Oddinum þá, Drottinn minn?” Biskup noldiur í Skólsiholti var mjog guöhrœddur og geröi á hverju kvöldi bæn sína í dómkirkjunni, Ráös- maöur staöarins hét Oddur, og f jósastráluírinn hét sama nafni, Biskup átti dóttur uppkomna, sem var hinn bezti kvenkostur, Oddi fjósastrák lék forvitni á aö vita, hvaö biskup væri aö erinda i kirkjunni á kvöldin, Klæddi hann sig J>á í hvítan hjúp, fór út í ldbrkjuna á undan biskupi og setti sig í stellingar uppi á altarinu, Kom biskup aö vörmu spori, en tók ekki eftir strák, því aö skuggsýnt var i klrkjunni, ICraup biskup viö gráturnar og fór aö biöjast fyrir upphátt, Meöal annars baö hann drottin áö opinbera sér, hverjum hann ætti aö gifta dóttur sina. Þá svaraði stráliur: Honum Oddi, Biskup leit upp og sá hvitklædda veru uppi á altarinu. Hélt hann, aö petta væri engill af himnum sendur, iaut höföi i auðrnýkt og mælti: Hverjum Oddinum pá, drottinn minn? Þá svaraöi strákur: Þeim, sem kamrana mokar og kaplana hiröir. Skiptust þeir svo eklci fleiri oröum. Upp frá þessu fór biskup aö dubba upp fjósastrákinn Var hann settur til mennta og reyndist mjög námfús. Aö loknu námi fékk hann biskupsdótturinnar og var um leið vigður til bezta brauðsins i stiftinu. (Þjóösagnasafniö Grima)

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.