Litli Bergþór - 24.02.1984, Side 5

Litli Bergþór - 24.02.1984, Side 5
-3- Ágætu sveitungar. 1 vetur: hefur snjór og ófærð verið eitt aðalumræðuefnið manna á meðal. En þótt undarlegt megi virðast þá hefur ófærðin ekki hamlað fálagsstarfinu svo mjög. Má þar nefna að fálagsvistin sem var auglýst fyrir jól gat orðið á ráttum tíma öll kvöld- in. Má segja að það hafi komið sár vel þar sem Aratunga er upptekin nær öll kvöld vikunnar 'og ekki auðvelt að rokka til með ýmsar uppákomur. Dansnámskeiði seinkaði aðeins en það virðist ekki hafa komið að sök, ef dæma má eftir undirtektum, Annars má segja um fálagsstarfið almennt að þátttakan er yfir höfuð mjög góð. Þó finnst már að nokkurrar þröngsýni gæti hjá sumu fólki þegar rætt er um íþíóttastarfið almennt. Má þar nefna að hörð hríð var gerð að ungmennafálaginu í haust, þ.e.a.s. að það léti eftir fimmtudagskvöldin í Aratungu. Var látið að því liggja að hreppsnefndin þyrfti á þessum kvöldum að halda undir sína reglulegun hreppsnefndarfundi. Nei, von- andi verður ekki aftur reynt að ná fimmtudagskvöldunum af yngstu kynslóðinni, hókasafnsgestum, unnendum " Opins húss " eða þá að taka eina rekstrargrundvöllinn af sundlauginni yfir vetrartímann. r 1 vetur verður Miðsvetrarvakan með seinna móti, en undir- búningur hennar er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Ef við viljum hafa eitthvað meira um að vera, þá er það undir okkur komið, því eins og við vitum öll þá getur fálag aldrei orðið annað og meira en fálagarnir sem í því eru og það ættum við öll að hafa í huga. I lokin vil ág minna formenn allra nefnda ungmennafélagsins á að skrifa skýrslu um störf nefnda til stjórnar fyrir miðjan mars.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.