Litli Bergþór - 24.02.1984, Síða 12

Litli Bergþór - 24.02.1984, Síða 12
En síöari árin var þarna sem sagt meðferðarheimili á^vegum ríkisins. JÞað þðtti allt of dýrt í rekstri, husið stðrt og erfitt, þurfti að gera á því endurhætur, en hð var heimilið alltaf haft í svelti. Þá höfðum við þrjú okkar unnið saman um nokkurt skeið og fórum nú að rotta okkur saman og ræða það í alvöru að klðfesta peninginn sem var veittur í Breiðuvík. Við ætluðum þá að setja á stofn svona heimili e-ð nær Reykjavík, en Breiðavík var, til að fjármagnið týndist ekki út úr fjárlögum því erfitt er að vinna slíkt inn aftur, en okkur þótti ágætt varðandi svona starfsemi, að hún væri úti á landi. Svo við gerðum ríkinu tilhoð um að reka þetta á eigin vegum og því var tekið. Hver.jir eru nú kostirnir við að hafa svona starfsemi út í sveit? Af hver.ju ekki hara að hafa lítið h.eimili f borginnT? Eg held að það væri gott að hafa heimili í horginni líka, í sama umhverfi og krakkarnir koma úr, en það er hara ekki til. Reyndar kom fyrir 2-3 árum samhýli í Reykjavík en það.er ekki meðferðarheimili. Það er kostur að við getum haft hér vinnumeðferð, þar sem krakkarnir taka þátt í hústörfunum. Einnig er það kostur að hafa hár venjulega heimilismynd eða fjölskyldu- mynd í stað stofnanabragsins, en hér á landi hefur ungl- ingaheimili og meðferð aðeins verið rekin sem stofnun með vöktum. Einnig er það kostur að hér verður umhverfið þéttara, minna verður um fjölbreytilega áreitni utan að, sem truflar meðferðina, sérstaklega fyrst í stað. Nú og sumir einstakl- ingar þurfa hreinlega að komast hurt úr borginni meðan á meðferð stendur. Nú eruð hið með skðlarekstur. Já það var t okkar tilhoði til Menntamálaráðuneytisins að við rekum hér skðla fyrir þá'einstaklinga sem eru hér, en ef þau hafa lokið grunnskðla þá höfum við haft fyrir þau vinnumeðferð og höfum þá sérstakt prðgram í kring um það. Á hvaða aldri eru krakkarnir? Við miðum við aldurinn 13-16 en höfum farið neðst 12 og efst 18. Hvert er fyrirkomulag rekstrarins? Við fáum fasta fjáxveitingu, ákveðna greiðslu og af henni greiðum við okkur laun, sjáum um allan rekstur, skðla, hækur, mat, vasapeninga, fáum sem sagt ákveðna upp- hæð og úr henni verðum við að moða. 1 rauninni höfum við hara einu sinni eða tvisvar getað borgað okkur rétt laun, t.d. gátum við það ekki síðasta ár. Þannig að ef rekstur- inn her sig ekki þá minnka okkar laun. Pyrstu 3 árin voru okkur erfiöust því þá keyptum við allar vélar, hústofn og stððum í stðrum fjárfestingum og öll okkar laun fðru í það. En hvernig gekk húskapurinn í upphafi? Við hyrjuðum sem sagt I Smáratúni I Pljðtshlíð vorið '79 og byrjuðum með 24 kýr og 150 rollur og vorum auk þess með nokkuð kálfaeldi og það var í okkur mikill stðr- hugur. Við ætluðum að reka þetta þannig að krakkarnir væru með í vinnunni, en þetta gekk ekki, varð hara allt of þungt í vöfum og afurðirnar minnkuðu. Og við losuðum okkur við kýrnar eftir 3 ár.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.