Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 6
Umhverfis jöröina... frh. hæð yfir 3600 m. - En við sem ekki kenndum okkur neins meins vorum þar eina nótt. Daginn eftir höfðu hins vegar mörg okkar fengið í magann, og þar á meðal ég. Kenndum lélegri matarsuðu um, en hvorutveggja er, að vatn sýður við lægra hitastig svona hátt yfir sjó, og svo var eldiviður mjög af skomum skammti þama uppi. Verður að flytja hann á burðarfólki eða múlösnum, eins og annan vaming. Við fundum fyrir eldiviðarskort- inum um kvöldið, því kynding var mjög af skornum skammti og margra stiga gaddur úti. Ég var vel stödd með íslenskt föðurland og ullarsokka, en öðmm var kalt! Magapestin varð þrálát, og reyndist vera amöbuveiki (dysentry). Góður lyfjakúrréð fljótt og vel bót á henni, en við kynntumst mörgum, sem fóm illa út úr þeirri veiki, sem er landlæg í Nepal. Omeðhöndluðerhúnbanvæn, amöburnar setjast í lifrina og eyðileggja hana. Ég hitti Önnu og Gauju aftur í Pokhara, þar sem við dvöldum ásamt vinum okkar í nokkra daga, áður en öll hersingin hélt til baka til Kathmandu, að halda jól. Ferðamannahópurinn var orðinn eins og ein stór fjölskylda, og jólin vom haldin með pompi og prakt, þrátt fyrir öll loforð um að nú skyldi sleppt öllu tilstandi og gjafaveseni! - Aður en við var litið vom sumir famir að pukrast með smápakka, og súkkulaði var keypt í stórum stíl. (Dýr munaðarvara þar suðurfrá). Á jóladag fóm svo allir út að borða kalkún að enskum sið! Reyndar góð tilbreyting að éta eitthvað annað en “rice-dahl”, sem er þjóðarréttur Nepala og þeir éta í allar mata. - (Hrísgrjón með baunasúpu og sterkkrydduðu grænmeti). I Kathmandu minnti annars ekki margt á jólin, nema hvað vinsælustu veitinga- staðirnir höfðu sett upp jólamatseðil og skreytt staðina með pappfrsskrauti og jafnvel gerfi- jólatrjám, þessum “nostalgísku” ferðamönnum til heiðurs. Kathmandu er borg hofanna, helgistaða hindúa og Búddatrúarmanna, og setja þau mikinn svip á bæinn. Þau em þó ekki öll hreinleg og tröppur þeirra gjaman notaðar sem grænmetis markaðir, sláturhús - eða hlandþró. Okkurþótti Kathmandu frekar óþrifaleg, en líka heillandi. Nöfn eins og Freak-street minna á blómaskeið hippanna og enn er nokkrar skrautlegar eftirlegukindur þar að finna. Meðan við dvöldum í Kathmandu var haldið upp á afmæli kóngsins með tilhlýðilegri prakt og skrúðgöngum. (29. des.) Við drifum okkur út í almenningsgarðinn í von um að sjá þann fræga kóng, en hann reyndist þá vera “að Dœmigerður kjötsali í Kathmandu. Flugur, hundar og berrössuð börn á sveimi í kring. Hœttum fljótlega að borða kjöt. heiman”, í fríi í Vestur-Nepal. Kóngurinn er tignaður sem guð, talinn vera Vishnu endurholdgaður. (Vishnu er guð hins góða í hindúatrú). En eftir því sem ungir Nepalir tjáðu okkur, era það þó nokkrir sem efast um ágæti hans, þar sem hann lifir í vellystingum ásamt hirð sinni, íhöllum vítt og breitt um Nepal, á meðan 80-90 % af þjóðinni er ólæs og óskrifandi og býr við sömu lífsskilyrði og fyrir 500 ámm. Framfarir em hægar og stjómmálaspilling mikil var okkur sagt, - og það höfðum við líka séð með eigin augum. I fjallgöngunni hafði ég m.a. kynnst kana- dískum strák, Marc að nafni, og það varð úr, að við urðum ferðafélagar næstu tvo mánuðina, suður um Indland og til SriLanka. - Með fullu samþykki Önnu og Gauju auðvitað. - Daginn eftir afmæli kóngsa héldum við tvö til Chitawan-þjóðgarðsins í suður Nepal, að skoða villt dýr. Það var þó með hálfum huga að við óskuðum okkur að mæta tigrisdýri, enda sáum við ekkert. Hinsvegar mættum við nashymingi einn morguninn á þorpsgötunni, sem var frekar óþægileg lífsreynsla, þar sem þeir geta verið hættulegir ef áreyttir. Og við sáum ffla, nashyminga og fleiri dýr og fugla úr byrgi okkar í skóginum, þar sem við gistum eina nótt. Okkur hafði reyndar verið boðin “ódýr” dvöl í Tiger-Tops ferðamannabúðunum, þama í þjóðgarðinum, í gegnum Fjólu Bender, sem búið hefur lengi í Nepal. En þrátt fyrir afslátt þótti okkur dvölin einum of dýr fyrir okkar pyngju og afþökkuðum. Anna og Gauja komu nokkrum dögum seinna til Chitawan, og þar kvöddumst við með þeim ásetningi að hittast aftur í SriLanka að 1-2 mánuðum liðnum. Til Indlands héldum við Marc í rútu þ. 9. janúar '82. - Meira næst! Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.