Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 25
z Greinarhöfundur á "œttaróðalinu" semforfaðir hans ífimmta lið keyptifyrir 196 árum. 34. Arnarholt. Það kaupir Bjami Snorrason í Skipholti. Kona hans er Úlfhildur Jónsdóttir og búa þau í Haukholtum 1801 en eru komin hingaðl816. DóttirþeirravarGuð- rún í Skálholti og dóttir hennar Úlf- hildur Eiríksdóttir móðir Guðna, Jóns og Kristjáns Diðrikssona (sjá Neðradal). Jörðin mun hafa verið samfellt í eigu afkomenda þeirra er keyptu hana í u.þ.b. hálfa aðra öld. Fyrir 6 árum keyptu hana s vo tveir af þessari ætt. Rétt fyrir miðja 19. öld er þar einn bóndi í sjálfsábúð. Kúgildi eru 3 og kaupir Jón Þórðar- son á Spóastöðum eitt þeirra á 5 rd. og 32 sk. Ekki er getið um sölu hinna. 35. Kiaranstaðir. Þákaupir SveinnHalldórsson á Vatnsleysu. Kona hans er Sólvör Magnúsdóttir og búa þau hér 1801 en eru farin þaðan 1816. Meðal barna þeirra var Margrét á Reykjavöllum móðirIngimundar Ingimundarsonar. Sonur hans var Ingimundur og sonur hans Björn á Reykjavöllum. I Jarðatali Johnsens er talinn hér einn leiguliði. Ekki virðist hafa fylgt neitt leigukúgildi jörðinni. 36. Ból. Það kaupir Guðmundur Magnússonar bóndi í Austurhlíð (sjá Brekku). Magnús sonur hans, sem hann mun hafa átt með fyrri konunni, mun búa þar 1816, en undir miðja öldina mun hún ekki lengur í ábúð afkomenda þeirra, og þar er þá talinn einn leiguliði. Sonur Magnúsar var Hall- grímur á Tjöm og sonur hans Bjami á Krók, en dóttir hans var Hólmfríður móðir Óskars Jóhannessonar á Brekku og Jóhannesar föður Magnúsar Heimis á Krók. Kúgildi eru 3 og virðist Guðmundur hafa keypt 1 þeirra á 6 rd. og 26 sk. Ekkert kemur fram um sölu hinna. 37. Tiörn. Hana kaupir Eyvindur Jónsson á Skógtjöm á Alftanesi. Hann mun vera dáinn 1801 en ekkja hans, Anna Rasmusdóttir, býr þá á Skógtjöm með tveimur dætrum sínum, sem báðar heita Guðrún. Ekki sé ég nein frekari tengsl hingað og um hálfri öld síðar er hér einn leiguliði og “undir er talin eyðihjáleigan Tjamarkot.” Kúgildi eru við söluna 5 og kaupir Eyvindur 4 þeirra á rúma 4 rd. hvert en “ 1 kúgildi sem stóð inni hjá séra Halldóri á Torfastöðum frá því hann bjó á Tjöm var slegið honum á 4 - 4.” Heimildir. 1. Skrá yfir sölu Skálholtsstólsjaröa frá 1785. Biskupstungnahreppur. 2. Jarðatal Johnsens. 3. Jarðabók A.M. og P.V. Árnessýslu. 4. Manntal á íslandi 1801 Suðuramt. 5. Manntal á íslandi 1816 (og 1823). 6. Manntal á íslandi 1845 Suðuramt. 7. Inn til fjalla II., Hjónin á Brekku og Manntal í Biskupstungum 1850. 8. Inn til fjalla III., Manntal í Biskupstungum 1. nóvember 1901. 9. Ætt Guðmundar Guðmundssonar bónda á Stærribæ, síðar í Arnarholti í Biskupstungum. 10. Bergsætt III. A.K. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.