Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 22
Sala stólsjaröanna ...frh. Hann var síðasti biskup í Skálholti og var kona hans Valgerður Jónsdóttir. Hálfri öld síðar eru hér tveir leiguliðar. Kúgildi er 1 og er sagt að það hafi ekki verið boðið til sölu. 9. Neðridalur. Það er ábúandinn, Stefán Þorsteinsson, sem kaupir hann. Kona hans er Vigdís Diðriksdóttir og er um 10. hver núlifandi Tungnamaður afkomandi þeirra. Meða bama þeirra var Diðrik í Laugarási. Synir hans voru m.a. Guðmundur, Gissur og Diðnk. Synir Guðmundar voru m.a. Gísli í Kjamholtum, sem var faðir Einars frá Kjamholtum og þeirra systkina. Indriði í Amarholti faðir Magnhildar í Bergholti og þeiira systkina og Guðmundur í Amarholti faðir Óskars á Brú (sjá Gýgjarhól). Meðal dætra Guðmundar var Kristín á Eiríksstöðum móðir Helgu í Stekk móður Magnúsar Sigurðssonar í Bryðjuholti föður Ragnhildar í Gýgjarhólskoti og þeirra systkina. Dóttir Gissurar var Kristín á Syðri-Reykjummóðir Ragnheiðar Grímsdóttur, en sonur hennar er Grímur Ögmundsson á Syðri-Reykjum. Synir Diðnks voru m.a. Guðni á Gýgjarhóli faðir Kxistjáns á Gýgjarhóli föður Ingu, Sigþrúðar á Gýgjarhólskoti móður Jóns Karlssonar og þeina systkina og Guðlaugar á Gýgjarhóli móður Guðna Lýðssonar. Annar af sonum Diðriks var Jón í Einholti faðir Arnbjargar móður Trausta Kristjánssonar og þeina systkina. Einn enn var Kristján faðir Sveins í Bergholti og þeina systkina. Annar af sonum Stefáns og Vigdísar var Þorlákur í Neðradal, en sonur hans var Diðrik í Vatnsholti í Grímsnesi sonur hans Stefán á Minni-Borg sonur hans Böðvar á Ljósafossi en sonur hans er Stefán á Miðholti 5 hér í sveit. Einnig var sonur Stefáns og Vigdísar Páll bóndi íMúlafaðirEgils, sem varfaðirGeirs föðurEgils í Múla og þeirra systkina. Undirmiðja 19. ölder héreinn ábúandi eigandi að 1/2 jörðinni. Kúgildi vom 3, en ekki er getið um sölu þeirra. 10. Múli. Hann kaupir ábúandinn, Egill Jónsson. Kona hans mun hafa verið Elín Þórðardóttir og bjuggu þau þar 1801, en 1816býrhún þarekkja. Um 30 ámm síðar er þar leiguliði. Kúgildi em 3 og kaupir ábúandi 1 þeirra á 6 rd. Ekki er greint frá sölu á hinum. 11. Austurhlið. Hana kaupir Sigríður Þorsteinsdóttir á Móeiðarhvoli. Hún mun hafa verið ekkja Jóns Jónssonar sýslumanns í Rangárvallasýslu. Sonur þeirra var Jón Jónsson (Johnsen), sem bjó um tíma á Drumboddsstöðum og síðar í Skálholti. Sonur hans var Magnús, sem bjó sem sjálfseignarbóndi í Austurhlíð 1835 til 1861. Dóttir hans var Guðrún og sonur hennar Hjörtur Eyvinds'son. Dóttir hans var Guðrún og sonur hennar Guðmundur Magnússon, sem var Sigríður á innfelldri mynd afbænum sem formóðir hennar og nafna keypti fyrir réttum 200 árum. faðir Sigríðar í Austurhlíð og þeirra systra. Þessi jörð mun hafa verið alla tíð síðan í eigu afkomendakonunnar sem keypti hana á uppboðinu fyrir 200 ámm. Leigukúgildi vom 4 og er sagt að ábúandinn, Guðmundur Magnússon hafi keypt eitt þeirra fyriry5 rd. og 12 sk. 12. Uthlfð. Slegið er af verði jarðarinnar 8 C og 40 al. við söluna og landskuldin lækkuð um 40 al. “fyrir að hýsa prestinn, þá hann er í embættisforretningum.” Það er ábúandinn, Páll Snorrason, sem kaupir hana. Kona hans var Oddrún Gísladóttir. Meðal bama þeirra var Guðrún Pálsdóttir á Gýgjarhóli (sjá Gýgjarhól). Einnig Guðrún yngri, en meðal bama hennar var Páll og sonur hans var Magnús, dóttír hans S teinunn, dóttir hennar Þórunn Elísabet Kristjánsdóttir, en dóttir hennar er Kristín Johansen á Efri-Reykjum. Tvö kúgildi voru slegin Jóni Þórðarsyni á Spóastöðum á 5 rd. og 12 sk. hvort. í eftirritinu af skránni er eftírfarandi viðauki innan sviga: -(ÞessukaupiPáls varriftað af Ólafi Stephensen stiftamtsmanni. Fékk stiftamtm. leyfi Rentukammersins til að selja jörðina öðmm ef aðgengilegri boð fengist. Var hún síðan seld frú Valgerði Jónsd. ekkju Hannesar bisk. Finnssonar fyrir 292 rd. þ.e. 10 rd. hærra verð, og er ekki kunnugt að Páli væri boðið að hækka boð sitt. Undi hann illa við sinn hlut en fékk ekki aðgert. Páll í Uthlíð var þá orðinn gamall en böm hans uppkomin. Hraktist þetta fólk frá Úthlíð, flest vestur yfir Heiði og komst ífátækt. Seinna, þegar embættisrekstur Ölafs stiftamtm. var yfirskoð- aður, sem leiddi til að hann baðst lausnar, var þessi ráðstöfun hans með söluna á Úthlíð eitt af sakaratriðunum á hendur honum.)- 13. Miðhús. Þessajörðkaupir JörundurÓlafsson íLandakotiáAlftanesi. Hann býrþar 1801 ásamt konu sinni, Vilborgu Erlendsdóttur, og er ekki að Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.