Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 4
Umhverfis jörðina .. . ( 2. þáttur.) Lítil ferðasaga í nokkrum þáttum eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur á Miðhúsum. Geirþrúður. menn mest megnis að ferðast fótgangandi og flytja allt á sjálfum sér eða á múlösnum, upp og niður snarbrattar fjallshlíðamar. Gönguferðir upp í fjöllin eru vinsælar af ferðamönnum og við vorum staðráðnar í að ráðast í eina slíka. Völdum þó frekar létta og fjölfama leið, enda ekki búnar til háfjallaklifurs. I Kathmandu vomm við í viku. Urðum okkur úti um fjallgönguleyfi, og leigðum okkur dúnjakka, tjalddýnur og hlýja svefnpoka, þvíþað getur orðið kalt uppi í fjöllunum á þessum árstíma. Síðan var keyrt í rútu til Pokhara, smáborgar, tæplega 200 km norðvestur frá Kathmandu. Pokhara liggur á fallegum stað, í um 600 m hæð yfir sjó. Yfir borgina gnæfir Machamputra, sem oft hefur verið kallað Matterhom Nepals, og fjær fjöllin Annapuma Nilgiri og Dauhlagiri, sem öll em yfir 8000 m há. Fjallgangan Frá Pokhara lögðum við af stað fótgangandi eftir merktri gönguleið í áttina til Jomosom, sem er lítið fjallaþorp uppundir landamærum Tíbet. Fyrstu dagamir vom nokkuð erfiðir fyrir okkur, óþjálfuð borgarbömin, þó að bakpokamir væm ekki nema 10-12 kíló. Enda lá leiðin upp og niður fjallshryggi. Fórum m.a. yfir skarð í 3000 m hæð. Gatan var víðasthvar vel hlaðin og af og til mættum við berfættum Nepölum með stórar körfur á bakinu, sumir hverjir eflaust á leið til þorpa, 5- 10 dagleiðir í burtu. - Með Coca-Cola og appelsín í glerflöskum til að selja túristunum, sem frílista sig þar uppfrá! - Oftast eru þyngri byrðar þó fluttar á hestum eða múlösnum, sem feta sig örugglega eftir þröngum krákustígum fjallanna í löngum lestum. Sá fremsti gjarnan skreyttur með skrautfjöðmm, bjöllum og öðru glingri. Þorpin eru flest staðsett uppi á fjallshryggjunum, það verður skiljanlegt þegar monsúnregnið með tilheyrandi vatnselg og skordýraplágum herjar á landið. Allt flatlendi er nýtt til ræktunar og Við flugum til Kathmandu, höfuðborgar Nepal, frá Patna í Indlandi. (Þar sem sögunni sleppti í síðasta blaði). Vorum ennþá ríkar og þótti ómaksins vert að veita okkur þennan munað, í stað þess að keyra í rútu einn dag. Það var léttir að komast til Nepal, í hreint fjallaloftið, eftir fyrstu reynslu okkar af Indlandi. Nepal er fjöllótt land, (lítiðeittstærraenísland,) sunnaníHimalaya fjallgarðinum, þar sem hæstu fjöll veraldar gnæfa snæviþakin yfir sléttur Indlands. Ægifagurt, eink- anlega í tæru haustloftinu, eftir að monsún- rigningamar hafa hreinsað burtu mistrið. Fólkið virtist okkur vera miklu glaðlegra og stoltara en í Indlandi, og það var mikill munur að vera nær laus við betlarana. Húsin virkuðu sem hallir eftir indversku leirkofana, þó þrifnaður og aðbúnaður væri ekki upp á marga fiska á vestræna vísu. - í mínum huga hafði Nepal alltaf verið sveipað dýrðarljóma , síðan ég las “Brött spor” Edmund Hillarys. Söguna um það, þegar þeir fyrstir manna klifu hæsta fjall veraldar, Mt. Everest. Það var því með töluverðri eftirvæntingu sem ég heimsótti landið. Um 17 milljónirmanna, af ýmsum kynþáttum, búa þarna. Flestir dreifðir um fjalllendið þar sem þeir lifa mjög fábrotnu og frumstæðu lífi. Vegakerfi er af skornum skammti. Einn vegur liggur eftir landinu endilöngu, þar fyrir utan verða Gauja í Pokhara. Fjallið Machampulra íbaksýn. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.