Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 10
K K - Listi samstarfsmanna um sveitarstjómarmál. Samstarfshópur um sveitarstjórnarmál, hefur gegnt forystuhlutverki í hreppsnefnd á þessu kjörtímabili, sem einkennst hefur af miklum framkvæmdum. Byggöur hefur verið skóli, fjórar almennar kaupleiguíbúðir fyrir aldraða og kennaraíbúð. Nú er í byggingu verk- smiðjuhús Yleiningar hf. í Reykholti. Nú verður að hægja á í bili svo hægt verði að takast á við næstu stórverkefni sem við viljum vinna að. Þessar stórframkvæmdir voru mögulegar vegna þess hve fjárhagsaðstaða sveitarfélagsins var góð við upphaf kjörtímabilsins. AIYIM.U.MÁL. Nú hyllir undir miklar breytingar í atvinnumálum hér í sveit með tilkomu Yleiningar hf. sem byggist á 8 ára gömlum samstarfssamningi við þrjá nágrannahreppa um atvinnumál. Sérstaða sveitarinnar vegna fjölda ferðamanna og mikilla sumarbústaðabyggða gefur mikla möguleika. Sveitarfélagið þarf að ýta undir meiri þjónustustarfsemi á þessu sviði svo sem gert hefur verið í sundlauginni með góðum árangri. Fagna ber því að nú er að hefjast bygging þjónustuaðstöðu við Gullfoss. Sláturhúsið í Laugarási stendur nú ónotað. Sveitarfélagið þarf að hafa frumkvæði að því, að þar komi starfsemi sem nýti það hús og hina stóru lóð sem því tilheyrirtil hagsbóta fyrir íbúana. SKIPULAGSMÁL. Aðalskipulag hefur nú verið gert að Reykholti, Laugarási og Skálholti. Nú er hægt að fara að vinna að deiliskipulagi, sem er nánari útfærsla á lóðum, lögnum og vegum. Verkefni næsta kjörtímabils er að undirbúa og leggja bundið slitlag á helstu vegi í hverfunum. SKÓLAMÁI. Aðstaða skólans svo sem húsnæðismál og tækjabúnaður hefur breyst stórkostlega þannig að hann er nú til fyrirmyndar miðað við sambærilega skóla. Þau verkefni sem eftir er að leysa er að koma fyrir heimilisfræði og handavinnuaðstöðu. Umhverfi nýja skólans þarf að ganga endanlega frá í sumar og leggja upphitaða gangstétt að Aratunguplani. Leikskólinn sem er kominn í varanlegt húsnæði verði rekinn af sveitarfélaginu. FÉLAGSMÁL. Við leggjum áherslu á gróskumikið félags- og æskulýðsstarf og því viljum við styðja vel við bakið á félögunum sem hafa þessi mál á sinni könnu. í því skyni leggjum við til að hrepps- nefndin skipi þriggja manna nefnd sem verði félögunum til aðstoðar og verði jafnframt tengiliður milli þeirra og sveitarstjórnarinnar. Mjög mikilvægt er að efla fræðslu og varnir gegn vímuefnum. Við teljum eðlilegt að þau Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.