Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 13
L Lýðræðislistinn. ÆSKULÝÐSMÁL. L-listinn vill stuðla að byggingu íþróttahúss. Gott íþróttahús mun stuðla að heilbrigððu félagslífi unglinga og verja þá gegn allsskonar vímuefnum sem herja á þjóðfélagið. UMHVERFISMÁL. Áfram verði haldið í fegrun umhverfis opinberra bygginga sveitarinnar. Einnig fagnar L-listinn gámaþjónustunni í sambandi við sorphirðu. Eins og allir vita er umgengni við Gullfoss fyrir neðan allar hellur. Þar þola aðgerðir enga bið. Þá má líta til Geysis líka. Neysluvatn er víða af skomum skammti. L-listinn vill stuðla að eflingu vatnsveitna þar sem þörf er á. LANDBÚNAÐARMÁL. Landbúnaðurinn á enn undir högg að sækja. Sérstaklega sauðfjárbúskapur. L-listinn vill standa vörð um afrétt Biskupstungna og nýtingu hans. Sumar jarðir sveitarinnar sem reka sauðfjárbúskap byggja afkomu sína á afréttinum. Jafnframt skal efla ferðamannaþjónustu á afréttinum svo og annars staðar í sveitinni. Auka þarf eftirlit með umgengni ferðamanna. Þá vill L-listinn efla uppgræðslu afréttar og heimalanda. Þá er augljóst að skógrækt í stómm stíl á vel rétt á sér hér. Þá er rétt að minna á að Fúlakvísl brýtur land í stórum stíl og er þar þörf aðgerða án tafar. FÉLAGSMÁL. L-listinn vill vinna að málefnum aldraðra í sveitinni. Aðstöðu fyrir hesta vantar í Reykholti sem nýta má fyrir aldraða og aðra sem langar til. Svo er tímabært að huga að byggingu fyrir aldraða í Laugarási, sem gæti líka þjónað sem hjúkrunarheimili. L-listinn vill standa vörð um, og styðja við bakið á allri félagsstarfsemi í sveitinni. Kjósendur góðir! Styðjum stubb! Kjósum L-listann. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.