Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 8
H H - Listi óháðra. H listinn eftir Drífu Kristjánsd. 2. mann á H lista. Eins og öllum er kunnugt birtist stefnuskrá H listans 9. maí en þá var hún send á hvert heimili í Biskupstungunum. Ekki þykir því ástæöatil aö hafa hana héren í staðinn skrifa stuðningsmenn og frambjóöendurgreinarum sín hugðarefni. Þess er skemmst aö minnast aö fjögur ár eru nú síðan listakostning komst á í Tung- unum.oavarðsvoveanaframboðsH listans. Listafyrirkomulagið hefur tvímælalaust sannað sitt ágæti og því riðum við enn á vaðið og lögðum fram lista, fyrir þessar kosningar, fyrst allra. Við komum fyrst allra með stefnuskrá og framboð okkar var úthugsað og vandvirknislega unnið. Við höfðum forkosningu þar sem öllum var frjálst að raða frambjóðendum á sjö efstu sæti listans. í forkosningu okkar valdist fólk sem tilbúið er til að takast á við sveitarstjórnarmál. Það ann Biskupstungunum og hugsarsérað búa hér áfram. Það er með ferskar hugmyndir, jákvætt hugarfar og vill viðhafa fagleg vinnubrögð í allri stefnumótun og ákvarðanatökum. Við stefnum að því að fjölga fulltrúum okkar í hreppsnefnd. Við stöndum saman einhuga og komum þvísterktil leiks. Okkarstyrkurer m.a. að við vinnum opið og viljum ekkert baktjaldamakk né hrossakaup af neinu tagi. Atkvæði allra vega þungt og því er mikilvægt að nota þau og koma á kjörstað og kjósa þann 26. maí n.k. Atvinnumál eftir Kristófer Tómasson 4. mann á H lista Grundvallaratriði hvers byggðarlags hlýtur að vera að næg atvinna sé til staðar fyrir íbúana. Þetta sveitarfélag hefur ekki farið varhluta af samdrætti í hefðbundnum landbúnaði og ekki er ólíklegt að enn frekar þurfi að draga saman seglin á því sviði. Við þurfum því að hafa okkur öll við til að sporna við fólksfækkun ísveitinni og byggja upp fleiri atvinnutækifæri. Við erum viss um að í ferðamálum sé stór akur óplægður því ferðamannastraumur er meiri um þessa sveit en flestar aðrarsveitir landsins. Enda eigum við marga athyglisverða og sögufræga staði. Því miöurhafa nágrannasveitirnar náð nokkru frá okkur hvað þjónustu við ferðamennina varðar. Þarna þuilum við að sækjaá og veita ferðamönnumeinsmiklaogvíðtækaþjónustu og hugsast getur. Stétt iðnaðarmanna þarf að efla í sveitinni án þess að hallað sé á þásem fyrireru. í þetta stóru sveitarfélagi eru alltaf einhverjar framkvæmdir í gangi, vil ég þar benda ásmíði og viðhald á sumarbústöðum sem fjölgað hefur mjög að undanförnu og mun vafalaust fjölga mikið enn. Æskilegt er, að sem minnst þurfi að leita 'út fyrir sveitarmörkin eftir iðnaðarmönnum. Litli - Bergþór 8 Jarðhiti er vafalaust eitt mesta stolt þessa sveitafélags og á stór hluti íbúa sína afkomu undir honum. Við þurfum að leita allra leiða til að nýta þessa auðlind til hins ítrasta. Það erósk mín að sem flestir þeirra bæjasem enn hafa ekki fengið hitaveitu eignist kost á því sem fyrst. Við sem höfum notið þess vitum hvílík bylting og blessun það er. Ekki er hægt að láta kalda vatnsins ógetið en það ertil í miklum mæli ávissum stöðum ísveitinni. Íþvífelast mikilverðmæti. Égbind vonirviðaðfiskeldi muni rétta úrkútnum. Þá megumviðtil með aðnýtaþámöguleikasem eru fyrir hendi þar sem kalt og heitt vatn er. Við H-listafólk erum opin fyrir hvers kyns hugmyndum um atvinnurekstur og viljum við að sveitarfélagið leggi sitt að mörkum til að álitlegar hugmyndir af því tagi geti orðið að veruleika. Þó viljum við gæia ítrustu varkárni hvað fjármögnun varðar og reikna dæmi af þessu tagi til enda. Því við viljum ekki lenda í þeirri gryfju að verða ofurseld fjármagns- kostnaði. Hér í sveit er að vaxa úr grasi myndarlegur hópurafunguog upprennandifólki. Þaðáað vera okkar kappsmál að skapa þær aðstæður hér í Tungunum að sem stærstur hluti þess hafi möguleika á að setjast hér að. Sveitarfélag sem býr yfir öðrum eins möguleikum og Biskupstungur þarf ekki að örvænta um sínaframtíð ef rétt eráspöðunum haldið.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.