Litli Bergþór - 01.07.1999, Síða 18

Litli Bergþór - 01.07.1999, Síða 18
Ein eftirleit að vetrarlagi frh.... það jafnvel eftir að tekið er á gjöf. Þarf þess vegna oft að gera eftirleitir í svæði þess. Venja er að fara inn í Buðlungabrekkur, það er inn á innstu takmörk landa þessara, eftir að fé er tekið á gjöf. Haustið 1945 var gott. Þó gerði dálitla snjóa við og við eftir að kom fram í desember en tók jafnan upp aftur og um áramót var snjólaust í byggð en nokkur snjór í fjöllum, alls ekki þó svo mikill að hætta væri á að fé hefði fennt eða stæði í algjöru svelti, því víða voru enn hagablettir til fjalla þar sem snjó blæs helst af jörð. Hinn 29. desember þetta haust fór ég ásamt bróður mínum Magnúsi í eftirleit inn í Buðlungabrekkur. Veður var heiðskírt, lítið frost í byggð og leit út fyrir að sama veður myndi haldast. Við lögðum af stað frá Helludal um hádegi og sóttist ferðin vel. Þegar upp á Sandfell kom var dálítill snjór en færð sæmileg og var hún svipuð alla leið inn eftir. Þó sökk maður heldur dýpra í þegar inn í hraunið kom. Við tókum stefnuna beint af Sandfelli í Einifellshorn og óðum Farið við suðurenda fellsins. Lítið var í ánni í þetta sinn og var hún ekki nema í hné á manni. Daginn eftir ætluðum við að fara ofan yfir Farið og leita suður með Brekkunum og áfram suður hraunið. I Farið. Einifell og Sandfell. Þegar við komum í sæluhúsið var klukkan um fjögur og mjög tekið að skyggja. I sæluhúsinu áttum við góða nótt ekki síður en í byggð værum. Um áttaleytið morguninn eftir fórum við að hreyfa okkur og gá til veðurs, hita kaffi og fá okkur bita. Veður var svipað og daginn áður en nokkurt frost, á að giska um tíu gráður eða ekki minna og dálítill kaldi á norðan. Um níuleytið var orðið nokkuð bjart og þá fórum við að hugsa til ferðar. Nú datt okkur í hug að breyta ferðaáætluninni því þar sem við höfðum sæmilegan sjónauka kom okkur til hugar að stytta okkur leið með því að ganga upp á Einifell að norðan og fram fellið og þá myndum við hafa gott útsýni bæði í austur og vestur. Þama af fellinu blöstu Brekkurnar við vestan Farsins í lítilli fjarlægð og skyggni var hið besta. Okkur gekk vel upp fellið að norðan og gengum við svo fram eftir því. Harðfenni var mikið í hlíðum fellsins, en við gáfum því lítinn gaum og síst datt okkur í hug að það myndi næstum valda dauða annars okkar. Kindur sáum við engar af fellinu hvorki í Brekkunum né annars staðar. Þegar fremst á fellið kom fórum við að skyggnast eftir heppilegum stað til niðurgöngu og gengum við í því skyni eftir fellsbrúninni. Við fetuðum okkur eftir brúninni þar sem snjófannirnar þraut og bert grjótið tók við. Berangur var víða í brúnunum þar sem snjóinn hafði skafið af en klakagljá hafði víða myndast milli steinanna. Þegar við höfðum gengið svolitla stund hrasaði ég og varð fyrir því óláni að missa stafinn og sá ég til hans niður fjallshlíðina alveg niður á jafnsléttu. Ekki dugði að hugsa um það. Við höfðum komið auga á auðan rinda sem hentugur myndi til niðurgöngu og vorum við á leið þangað. En það fer margt öðruvísi en ætlað er og stundum kemst maður aldrei þangað sem maður ætlaði sér. Allt í einu var eins og fótunum væri kippt undan mér og ég skall flatur á fönnina sem var óneitanlega harðari en ég hugði í fyrstu. Eg hafði ekkert til þess að stöðva mig með því stafinn hafði ég misst eins og áður er sagt. Fyrst í stað fór ég ekki ýkja hart og ég sá að fram undan mér litlu neðar í hlíðinni var auður blettur í fönninni, en hann var þannig lagaður að engar brúnir voru í kringum hann og var þessi auða torfa alveg í sömu hæð og fönnin í kring. Mér datt ekki í hug annað en ég myndi stansa á þessari torfu, því ég hafði ekki áttað mig á að ég var kominn á slíkan feikna hraða að meira en lítið þurfti til þess að stöðva mig. Þegar niður á auða blettinn kom þaut ég yfir hann eins og örskot og út á fönnina hinum megin án þess að hraðinn minnkaði nokkuð. Nú sá ég rétt neðar í brekkunni dálítinn torfuhnaus og stefndi ég beint á hann. Vegna hraðans var mér ekki nokkur leið að breyta um stefnu og það skipti heldur engum togum, ég var skollinn á bakkann áður en ég vissi af en svo litlu munaði að ég lenti ekki fyrir utan bakkann að ekki skall nema önnur ristin á hnausnum, en fætur mínir höfðu alltaf verið á undan og vildi mér það til lífs, því ef höfuð mitt hefði verið á undan og lent á bakkanum hefði það óhjákvæmilega molast í sundur. Þetta var feikna harður árekstur og fannst mér þá sem fætumir gengju inn í kviðarholið og allt léti undan, en ég tókst hátt á loft eins og þegar steini er kastað og endasentist niður hlíðina. Litlu neðar stansaði ég í lausum snjó enda var ég kominn niður á jafnsléttu. Líðan mín var hræðilega slæm þegar ég stansaði. Eg átti örðugt með andardrátt en þess verra með hreyfingu vegna mikils verkjar í baki. Það fyrsta sem mér var á munni þegar niður kom var að biðja Guð að hjálpa mér og víst heyrði hann bæn mína, því það var tvísýnna um líf mitt þá en ég gerði mér sjálfur grein fyrir. Allt þetta hafði gerst á svo örstuttri stund að ég hafði ekki getað áttað mig á neinu enda þótt ég hefði hrapað þama um hundrað metra, eða ofan af fellinu og niður á slétta grund. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.