Litli Bergþór - 01.11.2006, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.11.2006, Blaðsíða 6
Oddur Sigurðsson frá Bjamastöðum í Grímsnesi, félagi í Ungmennafélagi Laugdæla. Sveit hins síðarnefnda sigraði og hlaut að launum farandbikar, sem kenndur er við Sigurð Greipsson, fyrrum skólastjóra íþróttaskólans í Haukadal. Einnig voru nokkur hross og einn kálfur seld á uppboði. A undan og eftir var almennur söngur undir stjórn Einars Geirs Þorsteinssonar frá Vatnsleysu. Þessa nutu margir gestir í logni og sólskini. Viku síðar fóru 11 til kvaddir leitarmenn á fjall auk tveggja sem sáu um matreiðslu og flutning farangurs og nokkurra sjálfboðaliða. Þeir leituðu í 6 daga allt frá afréttargirðingu á mörkum við efstu jarðir að varnargirðingu á Kili. Bjartviðri var og hlýindi alla dagana, en þeir fundu enga kind. Garðyrkja hér í sveit felst aðallega í ræktun á tómötum, papriku, gúrkum og afskornum blómum í gróðurhúsum. I sumar voru eins og í fyrra ræktuð pottablóm í um 2.000 fermetra gróðurhúsi í Reykholti. Komið er með um tveggja mánuða plöntur að vorinu en farið með þær aftur til Hollands eftir fjögurra mánuða dvöl hér. Haft hefur verið eftir starfsmanni fyrirtækisins, sem rekur þessa starfsemi, að unnt sé að rækta þama um 240 þúsund plöntur í einu. Korn var ræktað á allt að 10 bæjum hér í sveit í sumar. Það þroskaðist fremur seint vegna vorkulda, en tókst að skera það í góðu tíðinni síðast í september og október þrátt fyrir að tíðar bilanir kornskurðarvélar tefðu. í október voru flutt í sveitina nær 1.000 lönib, sem níu bændur keyptu vegna fjárskiptanna. Voru þau sótt í Reykhólahrepp, Strandasýslu og Öræfi. Af lömbunum voru um 50 hrútar, og var tekið sýni úr þeim langflestum til að kanna arfgerð þeirra með tilliti til hve næmir þeir eru gagnvart riðu. Sýni voru á einum bæ einnig tekin úr gimbrunum í sama tilgangi. A yfir 20 bæjum, þar sem skorið var niður, var ekki tekið fé í haust. A mörgum þessara bæja voru fáar kindur. Skyttur sveitarfélagsins unnu níu tófurgreni í vor og sumar. Þau voru flest í byggð, ekkert í þjóðlendu, það nyrsta á Tunguheiði. Alls skutu þeir 12 fullorðin dýr við þau og 37 yrðlinga auk þriggja hlaupadýra, sem höfðu orðið fyrir bílum. Hestamannafélagið Logi á að fá fimm milljónir af 330 milljónum króna, sem Landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að veita til byggingar reiðhúsa, til að byggja reiðskála í Reykholti. Bygging þessi mun eiga að rísa vestan við hesthúsin við Fellsgil. Ný fjós hafa verið fullgerð í Bræðratungu og á Drumboddsstöðum 1. Nokkrir bændur, sem tóku fé í haust eftir niðurskurð, hafa endurnýjað fjárhús sín að hluta og nýtt fjárhús hefur risið á Hvítárbakka. Nokkur gömul fjárhús hafa verið grafin. Grunnskóli Bláskógabyggðar var settur 21. ágúst. Starfsemi hans fer fram að Minni-Borg í Grímsnesi, á Laugarvatni og í Reykholti. í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema í haust sigraði Ögmundur Eiríksson í Gýgjarhólskoti í flokki þeirra sem eru í tveimur neðri bekkjum skólanna, en hann er í öðrum bekk Menntaskólans að Laugarvatni. Stjórn Skálholts tilkynnti sóknarnefndum í Skálholtsprestakalli í september að ákveðnar hefðu verið skipulagsbreytingar þar, sem m.a. fælu í sér að staða organista í núverandi mynd yrði lögð niður og því væri Hilmari Emi Agnarssyni sagt upp störfum. Þetta olli verulegri óánægju meðal sóknarbama og fleiri. Samningaviðræður milli stjómar Skálholt og Hilmars Amar standa nú yfir. Á fyrstu helgi október var Skálholtskirkja lýst með bleikum ljósum til að vekja athygli á baráttu gegn brjóstakrabbameini. Síðast í október héldu tveir kórar, Valskórinn í Reykjavík, sem Bára Grímsdóttir stjómaði, og Skálholtskórinn undir stjórn Hilmars Amar Agnarssonar, tónleika í Aratungu. í byrjun nóvember var menningarkvöld á Kaffi Kletti í Reykholti. Það var nefnt Tungnatittir og tvær úr Tungunum, og skemmtu Bjarni Harðarson á Selfossi og Egill Jónasson í Hjarðarlandi þar með gamansögum, vísum og söng. Brotist var inn í Reykholtsskóla, Iþróttamiðstöðina og Aratungu í byrjun nóvember. Litlu var stolið en viðgerð á skemmdum í skólanum munu kosta hundruð þúsundir króna. A. K. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI HEIMASÍMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.