Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 7
/
Saga og afmæli Alfaborgar
Leikskólinn Álfaborg átti 20 ára afmæli í haust.
Hann var stofnaður af foreldrum haustið 1986. Þá
störfuðu tveir starfsmenn og að auki skiptust
foreldrar á að vinna. Opið var þrjá daga í viku kl.
13 - 17. Þá var leikskólinn staðsettur í Skálholti.
Þrem árum síðar fluttist starfsemin í Birkilund og
þaðan í gamla skólahúsnæðið í Reykholti. Þar er
leikskólinn enn til húsa. Árið 1999 var opnað á
milli skólans og í litla kennaraíbúð sem er áföst
gamla skólanum og haustið 2004 var opnað í stærri
fbúðina, sem einnig er byggð við skólann. Haustið
1990 tók Biskupstungnahreppur við rekstrinum og
árið 1991 var tekin upp átta tíma vistun. Þá bættist
við heitur matur í hádeginu frá skólamötuneyti.
Leikskólinn var lokaður allt sumarið. Árið 2002
styttist sumarfrí í sex vikur og er það þannig enn í
dag. Lágmarksaldur bama var tveggja ára þar til
haustið 2005, þá voru tekin inn 18 mánaða böm. Þá
varð Álfaborg tveggja deilda leikskóli.
í fjöruferð á Stokkseyri.
Þróun Álfaborgar
Ef litið er yfir síðustu 13 árin, sem undirrituð
hefur starfað, hefur þróunin verið þannig að sífellt
fleiri kjósa að hafa bömin allan daginn í
leikskólanum. Haustið 1993 voru tveir starfsmenn á
morgnana en fjórir eftir hádegi. Þá voru mörg börn
sem komu kl. 13 og voru til kl. 17. Nú eru fimm
starfsmenn, bæði fyrir og eftir hádegi og að auki
starfsmaður í eldhúsi og leikskólastjóri. Á þessum
árum hefur ýmis konar pappírsvinna aukist töluvert.
Meiri kröfur eru gerðar á starfsfólk leikskólanna.
Nú er leikskólinn fyrsta skólastigið og við leggjum
okkur fram við að vinna samkvæmt því. Starfsfólk
leikskólans fer á námskeið til að fylgjast með
leikskólamálum og síðustu þrjú árin hafa verið
haustþing á Selfossi fyrir alla starfsmenn leikskóla
á Suðurlandi. Þar velur hver og einn fyrirlestur eftir
sínu áhugasviði, s.s. jóga, lífsleikni, tónlist,
stjórnun, skapmikil börn o.fl. Almenn ánægja er
með haustþingið hjá leikskólafólki.
Söl i S a arsson Brattholti, Daníel Máni Óskarsson
Kistuholti 2 og Porfinnur Freyr Þórarinsson Spóastöðum
í Stokkseyrarfjöru.
Skólanámskrá, námssvið
Árið 2002 var gefin út fyrsta skólanámskráin og
haustið 2005 var gefin út önnur námskrá, ný og
endurbætt. Við vinnum með sex námssvið
samkvæmt námskránni okkar sem eru; hreyfing,
málrækt, tónlist, myndsköpun, náttúra og umhverfi,
menning og samfélag.
Fjögurra og fimm ára bömin fara í íþróttahús í
íþróttir einu sinni í viku. Áður en íþróttahúsið kom
var íþróttakennslan í Aratungu. Það var mikil
breyting til batnaðar að fara í íþróttahúsið. Þar er
fullt af skemmtilegum tækjum og margir
möguleikar.
Við leggjum mikla áherslu á málörvun í ýmis
konar formi. Það nýjasta er Tákn með tali. Það er,
eins og liggur í orðunum, talað og einnig notuð
tákn. Það er góður stuðningur fyrir börn sem eru
með seinkaðan málþroska og einnig fyrir börn sem
eru að byrja að tala. Elstu börnin fara í hljómpróf.
Það skoðar hljóðkerfisvitund barna, sem hefur
ákveðið forspárgildi um hvemig börnum gengur í
lestramámi.
Við syngjum mikið í Álfaborg og velja börnin
hvaða lög á að syngja. Við erum líka með
tónlistarstundir fyrir eldri deildina þar sem bömin
7 Litli Bergþór