Litli Bergþór - 01.11.2006, Blaðsíða 8
Krabbi úr fjörunni.
fá að spila á hljóðfæri, æfa sig að slá takt, dansa
o.fl.
Myndlistartímar eru einu sinni í viku. Þá eru
unnin ýmis konar þemaverkefni. Börnin klippa,
mála, líma, teikna o.fl. Einnig er unnið með
pappamassa, gifs, leir og fleiri efni. Stundum eru
gerðar tilraunir með blöndun lita og efna.
Sköpunargleði barnanna fær útrás og þau fá
tækifæri til að vinna að skemmtilegum verkefnum.
Allir fá hrós fyrir listaverkin sín.
Náttúran er skoðuð í nánasta umhverfi okkar og
stundum er safnað efnivið í verkefni. Við ræðum
um dýr, plöntur, árstíðir og skoðum smádýr í
umhverfi leikskólans.
Leikurinn
Við kennum bömunum gegnum leik.
Þau finna ekki fyrir því að þau séu að
læra. Það heyrist stundum þegar böm
eru spurð; Hvar lærðir þú þetta? Þá
segja þau; Ég kunni það bara. í
gegnum leikinn læra börnin félagsleg
samskipti. Þau læra að deila hlutum og
taka tillit til annarra. Sem dæmi má
nefna þegar við kennum þeim
stærðfræði, þá teljum við bömin, þau
eru spurð; hvað eru margar stelpur,
hvað eru margir strákar, hversu margir
krakkar eru núna? Vantar einhvern í
dag? Börnin eru spurð; Hvað er meira
Á leiðinni heim úr fjörunni; Perla María Karlsdóttir,
Miðholti 15 og Karl Jóhann Einarsson, Haukadal.
í Álfaborg höldum við í ákveðnar hefðir sem
hafa orðið til gegnum árin. Við bökum piparkökur
með foreldrum fyrir jólin og höfum jólaball. Á
öskudaginn er náttfataball. Þá er dansað, sungið og
„kötturinn“ sleginn úr tunnunni.
Á vorin höldum við vorhátíð. Þá er
myndlistasýning á verkum bamanna og
skemmtiatriði s.s. söngur, leikrit o.fl.
Foreldrafélagið sér um veitingar og hlutaveltu, sem
er mjög vinsæl hjá börnunum.
Agnes Sigurðardóttir, Kjóastöðum 3 og Rósa Kristín
Jóhannesdóttir, Brekku.
en, og minna um leið og leikið er með kubba eða
önnur leikföng. Grunnformin eru sýnileg á vegg
þ.e. hringur, ferningur, þríhyrningur og tígull.
Börnin fara í röð og þá þarf að huga að því hver er
fyrstur, síðastur, í miðjunni o.s.frv. Þarna fléttast
einnig inn hugtakaskilningur.
Samstarf leikskóla og grunnskóla.
Vorið 1998 fóru starfsmenn úr báðum skólum á
námskeið sem hét; Brúum bilið.
Þar var kynnt hvernig unnið var að samstarfi
milli skólastiga.
Til að gera langa sögu stutta þá jókst áhugi
þessara starfsmanna enn frekar á málinu og ákveðið
var að byrja með skiptiheimsóknir um haustið. Þá
fóru elstu börnin úr leikskólanum í heimsókn í
grunnskólann og yngstu bömin úr grunnskólanum
komu yfir í leikskólann. Þessar skiptiheimsóknir
voru í nokkra vetur og gengu vel. Nokkrar
úrtöluraddir heyrðust um að grunnskólabömunum
þætti smábarnalegt að fara aftur í leikskólann en
það var alls ekki. Þau biðu spennt, ekki síður en
litlu börnin, eftir að röðin kæmi að þeim. Síðustu ár
hefur samstarfið breyst þannig að elstu börn
leikskólans fara einn morgun í viku í grunnskólann,
Litli Bergþór 8