Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 11

Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 11
Búdapestferð Kvenfélags Biskupstungna Það var á vordögum að skipuð var ferðanefnd í Kvenfélaginu með það að markmiði að koma okkur kellunum út fyrir landsteinana. Þessi nefnd taldi sig hafa nokkra mánuði til að sinna þessum málum, þar sem við færum aldrei að þvælast neitt fyrr en á næsta ári, en annað kom í ljós. Nýkjörnum formanni, Margréti Annie, fannst við heldur rólegar í tíðinni þannig að fljótlega var gengið í það að panta ferð til Búdapest í Ungverjalandi dagana 6,- 10. október. Þátttaka varð framar öllum vonum því að alls skráðu sig 28 konur í ferðina. Ferðanefndin á Hetjutorginu; Sigrún á Engi, S a a í Höfða og Sigríður Jónína í Hrosshaga. Það var svo aðfaranótt 6. október að ævintýrið hófst. Við áttum að vera mættar í Keflavík kl. fimm um morguninn þannig að við urðum að leggja af stað að heiman um miðja nótt og það var eitthvað misjafnt hvort konur gáfu sér tíma til að leggja sig áður en þær héldu af stað. Einn eiginmaðurinn, Jakob Hjaltason í Laugarási, var svo elskulegur að keyra kvennaskarann til Keflavíkur í rútu sem lagði af stað úr Laugarási um hálfþrjú um nóttina. Við vorum tvær og tvær saman í herbergi og það voru glaðbeittar konur sem leituðu uppi „maka“ sinn á flugvellinum. í loftið komumst við, nokkum vegin á réttum tíma, með leiguflugvél á vegum Heimsferða sem lenti í Búdapest kl. eitt um daginn að staðartíma. Þar var 20 stiga hiti, hægur andvari og sól. Hélst veðrið þannig alla dagana sem við stöldruðum við. Þá vorum við svo heppnar að mistur var með minna móti þessa daga, að sögn fararstjórans, þannig að við fengum gott útsýni yfir borgina. Lararstjórinn sem fylgdi okkur heitir Maríanna, foreldrar hennar flúðu til íslands 1956 frá Ungverjalandi. Hún er fædd og uppalin á Islandi, er hjúkrunarfræðingur að mennt og mun hafa starfað um tveggja mánaða skeið á heilsugæslunni í Laugarási á árum áður. Hún tók á móti okkur á flugvellinum og fylgdi okkur í skoðunarferðir og skilaði okkur síðan út á flugvöll aftur að dvöl lokinni. Línn fararstjóri, fróð og skemmtileg. Við dvöldum á Hótel Mercure Korona sem stendur við Kalvin torgið í miðbæ Búdapest. Þaðan er stutt að fara á helstu staði s.s. göngugötuna, Gellert heilsuböðin, þjóðminjasafnið o.fl. Við komum okkur fyrir á hótelinu og síðan gerði hver það sem henni sýndist þar sem ekkert var skipulagt þennan dag. Llestar fóru eitthvað út að skoða borgina, t.d. lögðu margar konur leið sína á göngugöturnar. Um kvöldið hittumst við í anddyri hótelsins, þar settumst við niður og kynntum okkur hver fyrir annarri þar sem við þekktumst ekki allar. Eitt af markmiðum ferðarinnar var að hrista konurnar í félaginu betur saman og var þetta liður í því. Síðan borðuðum við saman í matsal hótelsins. Tókum við langflestar á okkur náðir með fyrra fallinu þetta kvöld þar sem dagurinn var orðinn býsna langur. En það var nú aldeilis ekki meiningin að fara til Búdapest til að sofa þannig að á fætur var farið snemma morguninn eftir og haldið í skoðunarferð um borgina í fylgd Maríönnu, sem byrjaði á að sýna okkur Hetjutorgið þar sem eru styttur af helstu hetjum Ungverja, þaðan var farið og keyrt framhjá Stefánskirkjunni, einhversstaðar sást glitta í stærsta bænahús gyðinga í Evrópu og síðan var keyrt að þinghúsinu sem er mjög fallegt. Einhver áhöld voru um hvort við fengjum leyfi til að keyra 11 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.