Litli Bergþór - 01.11.2006, Side 15
Skúli Sæland:
Gamla brúin brast
Brotni brúarstöpullinn sem stendur í klifinu við Brúará
fyrir neðan Spóastaði ber merki mikilla hamfara og
jötunkrafta. Eða það ímyndaði ég mér ávallt þegar ég
Hér sést ofan á gömlu brírna frá þ í um 1955. Eins og sjá
má oru ekki þ erbitar að ofan til á brúnni en það olli síðar
þeim anda að þegar þungar bifreiðar keyrðu inn á brúna
ildu járnbitarnir s igna inn á ið. P í oru þ erbitar settir
á samskonar brú yfir Tungufljót. Myndin er úr safni Jóns J.
Víðis mælingamanns sem starfaði á egum Vegagerðar
ríkisins. Ekki er itað h ort maðurinn á myndinni er Jón
eða h ort hann heldur á mynda élinni.
(Ljósmyndari ókunnur, Vegagerðin)
horfði til stöpulsins á mínum yngri árum og var sögð sú
saga að mikið flóð hefði sópað brúnni niður fyrir ‘löngu’
síðan. Með auknum þroska og eftirtekt áttaði ég mig á
því að frásögninni af hruni brúarinnar fylgdi saga um að
nágranni minn, Sigmar Sigfússon, hefði séð brúna falla
og það sem meira hefði verið. Hann hefði náð myndum
af því! Nú enn síðar, með auknu hugrekki, herti ég loks
upp hugann og hafði samband við Sigríði Pétursdóttur,
ekkju Sigmars, og fékk leyfi hennar til að birta myndir
Sigmars í Litla-Bergþóri. Birtast þær hér í fyrsta skipti
opinberlega ásamt örlitlu ítarefni.
Bygging brúarinnar
Á Spóastöðum var ferja frá ómunatíð og var þar einn af
þremur ferjustöðum yfir Brúará ásamt Reykjanesi og
Böðmóðsstöðum. Síðasta ferjan áður en brúin kom var
dragferja sem flutt var þangað frá Iðu árið 1917.
Hörmulegt slys hafði orðið við notkun hennar á Iðu 1903
og við Spóastaði hvolfdi ferjunni þegar sláturlömb voru
flutt yfir en mannbjörg varð í það skiptið. Lendingin á
ferjunni Biskupstungnamegin var þar sem gamli
brúarstöpullinn er. Þar var hægt að draga bátinn upp og
lá brött gata þaðan upp á Klifið. Sú gata hvarf þó að
rnestu undir grjót þegar sprengt var úr klöppinni ofan
brúarinnar.1
Tilkomu brúarinnar yfir Brúará við Spóastaði má rekja
allt aftur til sérstakra brúarlaga nr. 62, 28. nóvember
1919, sem tóku gildi árið 1920. Áður var venjan að veitt
var fé til sérstakra tiltekinna brúa en reynslan var sú að
brúargerðin hélt ekki í við vegagerðina. Lögin frá 1919
kváðu því á um gerð 69 brúa, lengri en 10 m, yfir tiltekin
vatnsföll á fjölfömum leiðum.2 Á meðal þessara brúa
var brúin við Spóastaði. Brúin var byggð á árunum 1920
til 1922. Hún var jámgrindarbitabrú, tveir til þrír metrar
að hæð, með timburgólfi, 30,45 m á lengd og 2,6 m á
breidd.3
Brúarstæði brúarinnar mun hafa verið umdeilt frá
fyrstu tíð og munu Spóastaðamenn ásamt fleirum hafa
bent á stað norðan fyrirhugaðs brúarstæðis þar sem
klappartangi stóð út í ána. Þar hefði brúin legið beint við
veginum auk þess sem ekkert árennsli hefði orðið úr
klöppinni yfir veginn sem kom á Kliflð
Biskupstungnamegin. Brúarstæðið sem valið var hafði
hins vegar krappa beygju á Klifinu og töldu sumir það
góðan kost svo ekki yrði ekið of hratt yfir brúna.4
Farið yfir brúna í „fyrsta“ skipti
Segja má að Egill Þorfinnsson á Spóastöðum hafi farið
fyrstur heimamanna yfir Brúará á brúnni sem verið var
að byggja, þá sjö ára gamall. Egill, sem menntaði sig
síðar í verkfræði, hafði mikinn áhuga á smíði brúarinnar.
Þarna sá hann í fyrsta skipti bfla þegar ekið var
nýbyggðan veginn upp að brúarstæðinu með efni og
búnað. Lofthamar var notaður við að hnoða brúna saman
og vakti hann mikla forvitni með Agli svo að hann fór
einn einu sinni yfir ána á vinnuplönkum, sem reistir
höfðu verið undir brúna, til að skoða lofthamarinn.5
Viðhald brúarinnar
Þorfinnur Þórarinsson minnist þess að starfsmenn
Vegagerðarinnar hafi unnið í um tvo mánuði eitt sumar
við að ryðhreinsa og mála brúna. Einnig unnu þeir við að
breikka hana með því að færa handriðin utar á brúnni svo
auðveldara væri að keyra yfir hana. Þorfinnur telur
einnig að kanturinn Spóastaðamegin hafi verið steyptur
upp við það tækifæri og að þetta hafi sennilega verið gert
á árunum 1951 - 53. Vera má að gólfið hafi verið steypt í
brúna um sama leyti en Þorfinnur man það ekki nógu vel
og ekki hafa fundist gögn um þær framkvæmdir.
Timburskúrinn
Við afleggjarann til Skálholts í brekkunni ofan við brúna
var timburskúr sem Eyþór Einarsson, ráðsmaður í
_________________________________ 15 Litli Bergþór