Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 17

Litli Bergþór - 01.11.2006, Síða 17
Væri því bezt að vegfarendur sjálfir litu eftir því hversu óburðugur frárennslisskurðurinn er enn þarna í brekkunni þráttfyrir allar endurbætur. Til að sjá, virðist mér hann vera um 27 til 42 cm. á dýpt og breiddin jafiivel upp í 99 cm. ... Það sem þarna þatfað gjöra er að Alþingi eða samgöngumálaráðherra láti lyfta upp brúnni um 3 til 4 metra til þess að losna við þessa árennslishættu. Að öðrum kosti sprengja klöppina burtu, sem nemur minnst 8 til 10 m. breidd sem yrði þá svokölluð breikkun eða réttara sagtfœrsla á veginum þaðfrá ánni sem nœgði. Síðan sprengja skurð laust við bergbrúnina tveggja metra djúpan og þriggja metra breiðan til þess að taka uppsprettulindirnar úr berginu. Þannig virðist vera hœgt að losna við árennslið og jafnframt gera bílstjórunum mögulegt að komast klakklaust á brúna, en það hafa œfinlega verið liin mestu vandrœði, því hálkan og hliðarhallinn hafa œvinlega gjört það óviðráðanlegt að halda bílunum á réttum stað því þeir hafa skrensað til og lent austast að handriðinu þegar ekið er vestur yfir ána. Einnig má telja nauðsynlegt að breikka brúna, því það er ömurlegt að sjá þegar starfsmenn ræktunarsambandsins „Ketilbjörn “, þeir Sigurður og Hörður ... verða að taka í sundur vélar sínar að nokkru leyti til þess að komast yfir brúna og draga svo stykkin úr þeim á sjálfum sér yfir og setja þœr saman með miklum kostnaði og fyrirhöfn hinu [svoj megin, þegar tœkin eruflutt sveit úr sveit [svo] bœði við jarðvinnslu og snjómokstur á vetrum. Það er kuldalegt verk sem ekki erfyrir alla að vinna. ... Má alveg búast við, er strengir þeir sem halda uppi brúnni eru farnir að dragast út eða hnoð að bila í henni, að þessir úrvalsmenn verði látnir bera vélar sínaryfir brúna meir og meir sundurteknar svo flutningsaðferð þeirra gæti nálgast það er var á dögum Grettis þá er bera varð heilt naut á milli bæja. “10 Bygging nýrrar brúar Þessir erfiðleikar og sívaxandi umferð ollu því m.a. að tími þótti kominn á endurbyggingu á brúnni. Einnig kann lítið viðhald og málun að hafa spilað inn í það að brúin var komin á tíma.11 Smíði nýju brúarinnar lauk haustið 1967 og var hún þá opnuð fyrir umferð. Engar vísbendingar eru til um að menn hafi verið famir að hafa áhyggjur af ástandi gömlu brúarinnar og reyndar stóð til að taka hana niður og setja hana yfir aðra á þar sem hún gæti þjónað sínu hlutverki áfram.12 Raunar gætir misskilnings í gögnum Vegagerðarinnar þar sem vísað er til þess að brúin hafi verið í notkun allt til ársins 1967 þegar hún hafi verið rifin niður.13 Brúaráin og stórflóðið 1968 Undir lok febrúar gerði stórflóð í Hvítá og Brúará og reyndar um allt land. Gríðarlegar rigningar gerði, mældist úrkoman 81 mm 28. febrúar og allt undirlendi var sem hafsjór. Astæða flóðanna var sú að jörð var frosin, mjög mikill snjór var á hálendinu og þíða samfara miklu úrhelli. Gert hafði miklar hlákur fyrr um veturinn sem fylltu í allar dældir í landslaginu sem annars hefðu tekið við vatnsmagninu sem nú myndaðist. Því var ekki að sökum að spyrja að stórflóð mynduðust.14 Keyrt yfir brúna í síðasta skipti Þorfinnur og Þórarinn, pabbi hans, fóru kvöldið áður því það flaut vatn úr ánni inn á hitavatnsdæluna. Þá var veguppfyllingin farin að síga frá enda nýju brúarinnar Tungnamegin. Feðgarnir óttuðust að meira félli frá brúnni og ekki yrði fært upp á brúna. Þeir tóku því band sem bundið var fyrir gömlu brúna, til að koma í veg fyrir að hross úr Grímsnesinu færu yfir brúna og keyrðu að því búnu yfir gömlu brúna. Sama kvöld fóru Þórarinn og Þorfinnur með heitavatnsdæluna til Sigmars Sigfússonar í Laugarási til að fá hana þurrkaða. Þrátt fyrir flóðið flaut ekki inn á heitavatnsdælu Laugarásbúa svo að hægt var að leggja dælu Spóastaðafeðga á ofn og þurrka hana.15 Gnmla brúin brast Björn Erlendsson, ráðsmaður í Skálholti, var fréttaritari Morgunblaðsins á þessum árum. Haft var samband við hann morguninn sem flóðið í Brúará náði hámarki. Brúará er lindá og auk þess rennur hún að hluta til úr stöðuvötnwn,Laugar\’atni og Apavatni. Rennslið er því jafnt og sveiflur litlar. Við réttar aðstœður getur rennsli hennar þó margfaldast eins ogflóðið þann 28. febrúar 1968 sýnir. Súluritið hér að ofan er fengið með vatnshœðarmœli sem komið var fyrir við Spóastaði 1. september 1948 og var í notkunfram til ársins 29. september 1961. Þá var síriti settur upp ofan viðfossinn Dynjanda á stað þar sem áður var aukakvarði vegna ístruflana við kvarða, og hefur hann verið í notkun síðan. Hœsti álestur mœlisins var 346 cm íflóðunum þann 28. febrúar 1968 og er sú tala áœtluð. Hefur vatnsstaðan ekki orðið hœrri með ístruflunum. tOrkustofmm. Vamamœlimmr. Stœrstu árlegflóð. Vatnshœðarmœlir 043. Mœlistaður: Dynjandi. Vatnsfall: Brúará. Útgefið í febrúar 1999) 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.