Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 18

Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 18
Þórarinn og Þorfmnur urðu að sœkja hitavatnsdœluna og fara með hana til Sigmars Sigfússonar í Laugarási til þurrkunar kvöldið 28. febrúar þar sem það flœddi inn í dœluskúrinn. (Ljósmyndari Þorfmnur Þórarinsson) Hverfum 48 ár aftur í tímann og hlýðum á lýsingu Björns Erlendssonar í Skálholti, fréttaritara Morgunblaðsins, á atburðinum: „Vöxturinn íBrúará mun vera hvað mestur... en þar brast gamla brúin hjá Spóastöðum um kl. 10.30 í morgun. Mun vatnið smá saman hafa grafið undan vesturstöpli brúarinnar, og tveir menn, sem voru staddir þarna um þetta leyti, tóku eftir því að brúin var byrjuð að ramba til. Svo brast hún skyndilega og barst nokkra metra niður með ánni. Brú þessi var byggð árið 1921, gerð úrjárni á steinstöplum, og var henni lokað fyrir allri umferð í desember s.l., þegar nýja brúin var tekin í notkun. Nýja brúin mun þó ekki vera í hœttu, en hins vegar eru líkur á að vatnið grafi í sundur veginn, sem liggur að brúnni, en hann er um 4-5 metrar að hœð. “I6 Eftirtektarvert er að ekki er í fljótu bragði að finna neinar aðrar fregnir af falli gömlu brúarinnar og svo virðist sem að almenningi og fjölmiðlum hafi annað hvort ekki fundist merkilegt að gömul aflögð brú skyldi falla í á eða að ekki hafi gefist tóm til veita þessu athygli í þeim hamförum sem þessi flóð óneitanlega voru fyrir allt Suðurlandsundirlendið. Brúin fellur Mennimir tveir sem Björn nefnir í frásögn sinni voru þeir Sigmar Sigfússon og Þorfinnur Þórarinsson. Sigmar hafði orðið forvitinn um brúna vegna lýsinga feðganna á aðstæðum við Brúarárbrú og kom því þennan morgun með myndavél til að mynda aðstæður. Sigmar kom fyrst við á Spóastöðum enda þeir Þorfinnur ágætis kunningjar og á þessum tíma lá vegurinn í gegnum hlaðið á Spóastöðum. Þetta varð til þess að Þorfinnur ákvað að fylgja Sigmari til brúarinnar enda forvitinn sjálfur að sjá hvort aðstæður hefðu breyst. Þeir stöðva bílinn efst í brekkunni við afleggjarann niður að gömlu brúnni og fara út til að virða fyrir sér flóðið. Þeir sjá þá að það er komið los á stöpulinn undir Hér má sjá myndaröð sem Sigmar Sigfússon smellti af í flýti þegar þeir Þorfinnur sáu brúna hverfa í ólgandi strauminn. Það sést greinilega að brúin fer a.m.k. eina veltu í ánni og við það losnar steypta brúargólfið úr brúnni og hafnar á árbotninum þar sem það er enn í dag. (Ljósmyndari: Sigmar Sigfússon, Sigríður Pétursdóttir) Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.