Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 19
Hér má sjá vegmerkingamar sem Vegagerð ríkisins setti
upp þegar hún lokaði fyrir umferð um gömlu brúna
í desember 1967. (Ljósmyndari Þorfinnur Þórarinsson)
brúnni fjæí og hann er tekinn að losna frá veginum. Vatn
gutlar þar um. Allt í einu er eins og undirstöðunum sé
kippt undan brúnni Selsmegin og brúin sekkur beint
niður og fer nánast alveg á kaf. Hún sópast svo til hliðar
og þá slitnar handriðið Spóastaðarmegin með háum
smelli. Brúin veltur síðan niður ána og gólfið losnar úr
jámvirkinu sem rúllar hins vegar áfram niður ána og
þegar lækkaði í ánni kom það í ljós að miklu leyti uppi á
árbakkanum Selsmegin.17
Sumarið eftir sótti vegagerðin járnið og það var keyrt
suður. Um leið var vegstubbnum ýtt upp í veginn sem lá
að nýju brúnni en steypta brúargólfið var látið eiga sig
þar sem það lá á árbotninum Tungnamegin.
Eftirmáli
Það vakti furðu mína að ekkert skyldi sýnt frá hruninni
brúnni í þeim blöðum sem ég fletti frá þessu tímabili. Að
vísu skal ég fúslega viðurkenna að könnun mín var ekki
tæmandi og eitthvað kann mér að hafa sést yfir. í raun
Síðar um morguninn sótti Þotfinnur myndavél til aðfesta
aðstœður á fdmu. Með honum íför var þá Guðjón Guðjónsson
frá Tjörn, sem þá var vinnumaður á Spóastöðum, sem hér
Stendur á brúarsporðinum. (Ljósmyndari Þotfinnur Þórarinsson)
fannst einungis ein frétt frá brúnni fallinni og hana má
finna í Suðurlandi 8. júní 1968 þar sem sjá má mynd af
leifum brúarinnar og örlitla umfjöllun.
Sennilegt er að almenningi hafi ekki fundist það
merkilegt að gömul aflóga brú skyldi hrynja í þessum
hamförum. Slfkt hefur þó verið tálsýn. Ef marka má orð
Björns Erlendssonar þá var brúnni ekki lokað fyrr en í
desember 1967, þ.e. rétt um tveim mánuðum áður en
brúin brast. Hvergi kemur fram að menn hafi óttast um
öryggi brúarinnar. Einungis er talað um að hálka í
Klifinu, þröng brúin og kröpp beygjan út af brúnni hafí
staðið umferð fyrir þrifum og því verið nauðsynlegt að
byggja nýja brú. Sömuleiðis kemur í ljós að ætlunin var
að reisa brúna við aðra hentuga sprænu. Síðast en ekki
síst bendir frásögn Þorfinns til þess að hefði fallið meir
Þessi mynd af járnvirki brúarinnar hefur sennilega verið
tekin fljótlega eftir að brúinféll. Ekki erfyllilega sjatnað í ánni
og snjór sést enn í Mosfelli. Þá þegar hefur fréttin þótt lítt
merk því hún birtist ekki í Suðurlandi fyrr en 8. júní.
(Ljósmyndari ókunnur, Héraðsskjalasafn Árnesinga.)
úr vegkantinum við nýju brúna þá hefðu menn ekið
gömlu brúna líkt og áður. Allt þetta vísar til þess að
uppsveitamenn hafi verið ótrúlega lánsamir að hafist var
handa við byggingu nýrrar brúar og henni lokið árið
1967. Annars hefði þessi umfjöllun getað verið á mun
válegri nótum.
1 dag má sjá brúargólfið liggja á botni árinnar u.þ.b. 25 m
frá brúarstöplinum. Þetta er einungis hluti gólfsins og er um
þrír metrar að lengd. Endinnfjœr bakkanum virðist beinn þvert
yfir en sá sem liggur við bakkann er illa brotinn og taka má á
steypustyrktarjárninu ogfuina hvernig undist hefur upp á það í
hamförunum 1968. (Ljósmyndari Skúli Sœland.)
‘Nýja brúin’ heyrir nú brátt sögunni til. Líkt og sú
gamla þykir hún nú orðin óhentug til umferðar því hún
er einbreið og fengist hafa fjárveitingar til byggingar
nýrrar brúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist annað hvort um vorið eða haustið
og verður væntanleg brú reist á sama stað og ‘nýja’ brúin
er í dag. Samhliða brúarsmíðinni verður lögð
bráðabirgðarbrú mitt á milli brúarstæða ‘gömlu’ og
‘nýju’ brúanna. Við skulum vona að í þetta skipti muni
sagan ekki endurtaka sig með viðlíka hamförum og
þegar gamla brúin brast.
19 Litli Bergþór