Litli Bergþór - 01.11.2006, Side 21

Litli Bergþór - 01.11.2006, Side 21
Sigurjónsdóttur. dags. 2. maí 2006, þar sem sótt er um að taka á leigu íbúðina Kistuholt 3d. Byggðaráð leggur til að þeim verði úthlutað íbúðin frá og með 1. ágúst 2006. Margeir Ingólfsson vék af fundi undir þessum lið. Tillaga að brevtingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Efri- Reykja. Tillagan gerir ráð fyrir að landnotkun á svæði sem liggur norðan Laugarvatnsvegar og afmarkast af tveimur svæðum fyrir frístundabyggð að austan og vestan, verði breytt úr landbúnaðarnotum í svæði fyrir frístundabyggð. Byggðaráð leggur til að umrædd breytingatillaga verði auglýst í samræmi við 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga. Bréf frá Svslumannsembættinu á Selfossi. dags. 16. júní 2006, þar sem óskað er heimildar til að afskrifa útsvar hjá eignalausu dánabúi að upphæð kr. 80.041-. Byggðaráð leggur til að heimildin verði veitt. Bréf frá Halldóri Páli Halldórssvni. skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 13. júní 2006, þar sem hann gerir Bláskógabyggð tilboð í bókasafnsþjónustu. Byggðaráð vísar tilboðinu til umsagnar hjá skólastjórum Grunnskóla Bláskógabyggðar áður en afstaða verður tekin til þess. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. dags. 16. júní 2006, varðandi reglubundið eftirlit í íþróttamiðstöðinni í Reykholti. Byggðaráð leggur til að umsjónamaður fasteigna í samstarfi við sveitarstjóra geri áætlun um úrbætur í samræmi við úttektina. Bréf frá Vegagerðinni. dags. 20. júní 2006, þar sem fram kemur að Bláskógabyggð hefur hlotið styrk að upphæð kr. 2.000.000- vegna endurbóta á vegtengingum við Lremstaver og Svartárbotna. Bréf frá Sigurði Sigurðarsvni. dags. 22. júní 2006, þar sem fram kemur að landsvæði það sem samþykkt var að auglýsa breytta landnotkun á, á fundi byggðaráðs 25. apríl 2006, verður kennt við Borgarhóla en ekki Skálholtstungu. Afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun, dags. 7. júní 2006, varðandi tillögu að breyttu aðalskipulagi í landi Miðhúsa en samkvæmt tillögunni breytast 36 ha lands úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði. Skipulagsstofnun mælir með því að tillagan verði staðfest. Uthlutun bvggingalóða. 1. Umsókn frá Nönnu Mjöll Atladóttur, kt. 191049-2259, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 8, Laugarási. Samþykkt samhljóða. 2. Umsókn frá Sigurjóni Sæland, kt. 200369- 3489, þar sem sótt er um lóðina Miðholt 37, Reykholti. Samþykkt samhljóða. Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar. dags. 15. júní 2006, varðandi breytingu á aðalskipulagi - frístundabyggð við Laugarás. í bréfinu kemur m.a. fram að stofnunin gerir athugasemd við það að frístundabyggð vestan Skálholtsvegar er skipulögð alveg niður að Hvítá en samkvæmt skipulagsreglugerð skal þess gætt að ekki sé byggt nær ám en 50 m. Byggðaráð bendir á að þó skipulagt sé að Hvítá þá er ekki heimilt að byggja nær ánni en 50 m og einnig að tryggja verður umferð gangandi fólks með ánni. Auk þess telur Umhverfisstofnun að ekki ætti að skipuleggja fyrirhugaða frístundabyggð svo hátt upp í Vörðufellið og gert er ráð fyrir. Byggðaráð vísar þessari athugasemd áfram til landeigenda. 58. fundur byggðaráðs 25. júlí 2006. Mætt voru Mcirgeir Ingólfsson, formaður í fjarveru Sigrúna Lilju Einarsdóttur, Þórarinn Þorfumsson, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Erindi Vigdísar Árnadóttur vegna námu í landi Austureyjar. Lagt fram bréf frá Vigdísi Ámadóttur, dags. 5. júlí 2006, sem ritað er fyrir hönd félags sumarbústaðaeigenda í Utey, nýja hverfinu. í bréfinu er óskað eftir því að náma í landi Austureyjar, sem staðsett er mjög nærri frístundahúsahverfinu, verði lokuð. Jafnframt er óskað eftir styrk til viðhalds vegar að sumarhúsum í þessu frístundahúsahverfi. Byggðaráð leggur til að ósk um fjárstyrk til viðhalds vegar verði hafnað, þar sem sveitarsjóður hefur ekki veitt slíka styrki. Byggðaráð leggur til að komið verði á framfæri, til landeiganda Austureyjar, þeim kvörtunum bréfritara um ástand og frágang efnisnámunnar. Byggðaráð leggur áherslu á að öryggismál vegna frágangs efnisnáma sé ávallt í lagi, þannig að ekki almenningi skapist ekki hætta af. Uthlutun bvggingalóða. Umsókn frá Atla Ólafssyni, kt. 211257-5639, þar sem sótt er um iðnaðarlóðina Lindarskógur 11, Laugarvatni. Samþykkt samhljóða. Erindi eru lagt fram til kvnningar: Bréf frá Sigríði Kristínu Gísladóttur ásamt skýrslu um „Grunnskólabörn með langvinnan heilsuvanda“. Skýrslan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins. 61. fundur sveitarstjórnar 1. ágúst 2006. Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Kosning í nefndir: 1. Æskulýðsnefnd; þrír aðalmenn og þrír til vara. Aðalmenn: Sölvi Arnarsson, Hrísholt 10, Laugarvatni 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.