Litli Bergþór - 01.11.2006, Qupperneq 23
Bleikjubær ehf. fái greiðslufrest á fasteignagjalda-
skuld fyrirtækisins við Bláskógabyggð.
Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið
að semja við eigendur Bleikjubæjar ehf. um
greiðslufyrirkomulag gjaldfallinna fasteignargjalda.
Endurskoðun á gjaldskrá mötunevta
Bláskógabvggðar.
Byggðaráð leggur til að gjaldskrá mötuneyta
Bláskógabyggðar fyrir nemendur, aldraða og
starfsmenn sveitarfélagsins hækki í samræmi við
breytingu neysluverðsvísitölu frá 1. ágúst 2005 til
1. ágúst 2006, en það er 8,55 % hækkun.
Einnig leggur byggðaráð til að gjaldskrá fyrir
kostgangara hækki um 14 %. Breytingarnar taki
gildi frá og með 1. september 2006.
Endurskoðun á þóknun fvrir fundarsetu hjá
Bláskógabvggð.
Byggðaráð leggur til að þóknun fyrir fundarsetu
fyrir kjörtímabilið 2006 - 2010 verði eftirfarandi:
• Aðalmenn í sveitarstjórn fái greitt kr. 25.000 á
mánuði og breytist þóknunin tvisvar á ári í
samræmi við launavísitölu, miðað við 1. janúar og
1. júlí ár hvert og í fyrsta skipti 1. janúar 2007.
Varamenn fái greitt 3 % af þingfarakaupi fyrir
hvern setinn fund.
• Fulltrúar í byggðaráði fái greitt 3 % af
þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund. Formaður fái
greidda tvöfalda þóknun fyrir hvem fund.
• Fulltrúar í öðrum nefndum Bláskógabyggðar,
skv. samþykktum sveitarfélagsins, fái greitt 1,5%
af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund. Formaður
fái greidda tvöfalda þóknun fyrir hvem fund.
• Fulltrúar í fræðslunefnd fái greitt skv.
samstarfssamningi um skólamál sem í gildi er við
Grímsnes- og Grafningshrepp.
• Veitustjórn ákveður nefndarlaun fyrir fulltrúa í
stjórn.
• Skoðunarmenn fái greitt 4 % af þingfarakaupi á
ári fyrir sín störf.
• Oddviti og sveitarstjóri fá ekki greitt
sérstaklega fyrir fundarsetu.
• Akstur er almennt ekki greiddur vegna
fundarhalda innan sveitarfélagsins. Þó er gert ráð
fyrir því að jafna ferðakostnað innan
sveitarfélagsins vegna fundarhalda með því að
akstur umfram 300 km á ári verður styrktur skv.
aksturstaxta RSK. Til þess að fá akstur greiddan og
kostnað vegna funda utan sveitarfélagsins þarf
viðkomandi að vera sérstaklega kjörinn fulltrúi
sveitarfélagsins á þeim fundi.
62. fundur sveitarstjórnar 5. september 2006.
Mœtt voru allir sveitarstjórnarmenn nema
Snœbjörn Sigurðssona enfyrir hann Brynjar
Sigurðsson. Einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri,
sem ritaði fundargerð.
Fundargerð bvggðaráðs til staðfestingar:
Fundargerð 59. fundar, dags. 29. ágúst 2006.
Vegna 5. liðar í fundargerð þá er samþykkt
eftirfarandi breyting:
• Aðalmenn í sveitarstjórn fái greidda fasta
mánaðarlega þóknun kr. 15.000 og að auki 3% af
þingfarakaupi fyrir hvem setinn fund. Varamenn
fái greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn
fund.
• Aðalmenn í byggðaráði fái greidda fasta
mánaðarlega þóknun kr. 15.000 og að auki 3% af
þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund. Varamenn
fái greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn
fund.
• Skoðunarmenn fái greitt 4% af eins mánaðar
þingfarakaupi á ári fyrir sín störf.
Að öðru leyti var fundargerðin staðfest
samhljóða.
Kosning f nefndir / ráð:
Kjör fulltrúa í Fulltrúaráð Brunavarna
Árnessýslu.
Fulltrúar Þ-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Aðalmaður: Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal.
Varamaður: Margeir Ingólfsson, Brú.
Fulltrúar T-lista lögðu fram eftirfarandi
breytingartillögu:
Aðalmaður: Kjartan Lárusson, Austurey I.
Varamaður: Benedikt Skúlason, Kirkjuholti,
Laugarási.
Breytingartillagan var felld með 4 atkvæðum á
móti (MI, SLE, ÞÞ og BS) en 3 atkvæði með (DK,
KL, JS).
Þá var tillaga Þ-listans borin upp og hún
samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SLE, ÞÞ, BS) en 3
sátu hjá (DK, KL, JS).
Kjör fulltrúa á aðalfund Atvinnuþróunarfélags
Suðurlands.
Aðalmenn: Margeir Ingólfsson, Brú, Sigrún Lilja
Einarsdóttir, Bjarkarbraut 4, Laugarvatni, Drífa
Kristjánsdóttir, Torfastöðum.
Varamenn: Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum,
Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal, Jóhannes
Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I.
Samþykkt samhljóða.
Skipulagsmál
1. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps
2000-2012; Austurhlíð, Skotalda.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Biskupstungnahrepps 2000 - 2012 í landi
Austurhlíðar. I breytingunni felst að núverandi
svæði fyrir frístundabyggð ofan við bæinn
Austurhlíð stækkar til suðurs. Svæðið kallast
Skotalda og er þar gert ráð fyrir fjórum
frístundahúsalóðum. Á einni lóðinni, þeirri syðstu,
er hús þegar til staðar og er því að hluta til um
leiðréttingu á afmörkun núverandi
23 Litli Bergþór