Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 24

Litli Bergþór - 01.11.2006, Page 24
frístundabyggðasvæðis að ræða. Samþykkt samhljóða að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 21. gr skipulags og byggingarlaga, og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 2. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungna 2000 - 2012, Laugarás. Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 - 2012, Laugarási. í breytingunni felst að verslunar- og þjónustusvæði nærri Iðufelli verði breytt í svæði fyrir íbúðarbyggð, merkt 1) á uppdrætti, sem unninn hefur verið af Pétri H. Jónssyni í september 2006. Breytingin er gerð til að mæta vaxandi eftirspurn eftir lóðum undir fbúðarbyggð í Laugarási. Samþykkt samhljóða að auglýsa breytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Samgöngumál. Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu: Sveitcirstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að byggðaráð láti gera úttekt á öllu gatnakeifi í þéttbýli og heimreiðum í dreifbýlinu og að kostnaðar og framkvæmdaáætlun verði gerð um endurnýjun og viðhald þeirra. Fulltrúar Þ-listans leggja fram eftirfarandi breytingartillögu: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að láta byggðaráð gera úttekt á því gatnakerfi sem tilheyrir Bláskógabyggð og úttektin verði síðan notuð til að vinna framkvœmdaáœtlun. Breytingartillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela byggðaráði að koma á virkara samstarfi við árlega endurskoðun safnvegaáætlunar innan sveitarfélagsins og forgangsröðun verkefna. Umhverfismál. Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að taka á í umhverfismálum og að vinna samkvœmt Staðardagskrá 21. Skipuð verði Staðardagsskrár- nefnd sem geri tillögur að því hvað skuli gertfyrst. Greinargerð: Umhverfismál eru til fyrirmyndar á mörgum stöðum í sveitarfélaginu. Sumstaðar má þó gera enn betur. Staðardagskrá 21 er verkfœri sem gott er að nota til að taka á málum og gera betur. Þannig koma íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins saman að verkefninu gera tillögur um lagfœringar og hjálpast að við að ná árangri. Samþykkt samhljóða að vísa þessari tillögu til næsta fundar sveitarstjórnar. Ljósafossskóli. Oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu á skólahúsnæði fyrrum Ljósafossskóla. Ekki liggur fyrir uppgjör vegna sölunnar ennþá, en þegar það liggur fyrir mun Bláskógabyggð fá greiddan sinn hluta skv. samningi milli Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Litli Bergþór 24 _________________________________ Umræða um starfssvið forstöðumanns áhaldahúss. Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfslýsingu forstöðumanns áhaldahúss, auglýsingu og vinnuferlum við ráðningu í starfið. Innsend bréf og erindi: Bréf frá ÍSÍ, dags. 24. ágúst 2006. í bréfinu gerir ÍSÍ grein fyrir skipun vinnuhóps, sem ætlað er að taka út stöðu minnihlutahópa í íþróttahreyfingunni, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og fatlaða. Oskað er eftir upplýsingum frá Bláskógabyggð hvort sveitarfélagið hafi samþykktir er lúta beint að minnihlutahópum. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Bréf frá SASS, dags 28. ágúst 2006. í bréfinu er gerð grein fyrir tilraunaverkefni til þriggja ára um ráðningu iðjuþjálfa á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Gert er ráð fyrir að þetta verði samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunarinnar, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og sveitarfélaganna / SASS. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin standi undir 20% af árlegum kostnaði verkefnisins, eða um 1 milljón króna á ári. Óskað er eftir því að sveitarfélögin taki afstöðu til verkefnisins þannig að fulltrúar Bláskógabyggðar geti tekið afstöðu til erindisins á aðalfundi SASS þann 7. og 8. september n.k. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu með fyrirvara um að öll önnur sveitarfélög á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands samþykki það einnig. 63. fundur sveitarstjórnar 26. september 2006. Mœttir voru sveitarstjórnarmenn nema Jóhannes Sveinbjörnsson og Kjartan Lárusson enfyrirþá Sylvía Sigurðardóttir og Pálmi Hilmarsson, einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Erindi frá Skálholtsstað. dags. 14. sept. 2006. Erindi Skálholtsstaðar er uppsögn á samningi milli Skálholtsstaðar, sóknamefnda Skálholts-, Torfastaða-, Bræðratungu- og Haukadalssókna og Biskupstungnahrepps, dags. 10. maí 1995. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun vegna uppsagnar fyrrgreinds samnings: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar að stjórn Skálholts skuli hafa tekið þá ákvörðun að segja, einhliða og án samráðs, upp afhálfu Skálholtsstaðar samningi um starf organista sem undirritaður var 10. maí 1995. Þessi samstaða um ráðningu organista, og það góða starfsem hann hefur innt afhendi, hefur verið mikils virði fyrir samfélagið. Uppsögn samningsins, á þessum árstíma og án samráðs við samningsaðila, veldur sveitarstjórn áhyggjum og hvetur hún alla sem að

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.